sunnudagur, apríl 04, 2010





Og hana nú ...

Er ekki kominn tími á 2010 póst ég hef ekki sinnt þessu bloggi síðan í haust. Það er ekki það að hér gerist ekki neitt heldur er bloggletin alveg að ganga frá þessu blessuðu bloggi dauðu.

Í stutt máli er þetta það sem hefur gerst síðan síðasta blogg datt inn :
Við áttum yndisleg jól og Bo vinur Ásdísar var hjá okkur um jólin og fram á nýtt ár.

Nýju ári fögnuðum við í frábærum félagsskap á hátindi höfuðborgarsvæðisins :)

Guðni átti afmæli og varð alveg árinu eldri stuttu síðar átti Ásdís afmæli og náði þeim merka áfanga að verða 17 ára. Ekkert bílpróf er samt komið í hús enþá en það gerist nú vonandi fljótlega.

Eldgos braust út á Fimmvörðuhálsi og ég var svo heppin að Daði mágur bauð mér, Ásdísi og Pabba í ferð inn Fljótshlíð að skoða og mynda. Frábær ferð og afraksturinn þokkalegur :)








Panoramamynd þarf að smella á hana til að sjá hana alla


Panoramamynd þarf að smella á hana til að sjá hana alla




Á Pálmasunnudag var Árni fermdur og það var dýrðardagur athöfnin yndisleg með skemtilegu ívafi eins og við mátti búast. Veislan tókst svo vonum framar og veit ég ekki betur en allir hafi farið sáttir og sælir heim.





Á föstudaginn langa við hélt Guðni áralangri páskafíaskó hefð fjölskyldunnar og datt á mótorhjólinu og fótbraut sig og er nú nelgdur og gifsaður á Landspítalanum í Fossvogi en á batavegi.

Ég er alvarlega farin að íhuga að flytja til lands sem heldur ekki upp á páska því þetta er ekki einleikið hvað páskar eru misheppnað fyrirbæri í þessari fjölskyldu. Fótbrot, bílveltur, brunar, einkyrnignssótt, hlaupabólur og aðrar pestir hafa einkennt páska síðustu áratuga.

Hér voru páskaeggin falin í gær og það vel að börnin finna þau ekki hjálparlaust *tí hí hí* Samt hélt ég í gær þegar ég var að fela eggin að ég væri að fela þau á full auðveldum stöðum.

Í lok þessa pistils vil ég óska ykkur lesendur góðir nær og fjær gleðilegra páska !

laugardagur, október 03, 2009

Sjónvarpshaust

Ekki er hægt að segja annað en sjónvarpshaustið ætli að fara vel af stað í ár. Greys er byrjaðir aftur og þó mér finnist þeir hafa aðeins dalað þá eru þeir samt hin besta skemtun. Ég er samt hund fúl yfir hver var skrifaður út þetta árið *grát*

Despó byrjaði í síðustu viku og fara þeir ágætlega af stað þó finnast mér sumar persónurnar hafa tekið undarlegum stakkarskiptum, en hvað um það. Gaman að sjá hvernig framvindan verður.

Af tilviljun datt ég svo um nýjan þátt, Trauma, sem NBC sjónvapstöðin er að byrja með sú sería byrjar með látum og heldur manni ágætlega við efnið allan tímann. Þetta er action/drama um bráðaliða á þyrlum og sjúkrabílum. Stór galli er þó á persónusköpuninni á söguhetjunum sem getur orðið seríunni fjötur um fót, held að allt púðrið hjá þeim hafi farið í hasarinn og því hafi karakterarnir orðið svolítið útundan. Ef persónurnar ná smá dýpt í næstu þáttum gætu þessir þættir alveg átt ágætis framtíð en serían lifir varla lengi á eintómum hasar þó hann sé ágætur í 2-3 þætti.

Nú eru komnir 4 þættir af Vampire Diaries og þeir eru fínir ennþá. Ég gat ekki annað en hlegið þegar þau sjá sér ástæðu til að dissa Twilight þar sem vonda vampíran situr með eina af bókunum og skammast yfir því hvað þetta sé vitlaust og lýsir því yfir að Anne Rice (Interview with a Vampire) sé mun betri að skrifa Vampíru sögur..ætli það sé einhver rígur þarna í gangi ?

Familían hér hefur svo sameinast um það að horfa á imbann á miðvikudagskvöldum en þá er Ástríður og svo True Blood á Stöð 2 og skemtum við okkur konunglega yfir báðum þáttum. Ástríður kom mér skemmtilega á óvart og þó þetta sé ekkert epískt stórverk þá má alveg skemta sér ágætlega við að horfa á þá.
Við settumst líka niður fyrir framan Fangavaktina á sunnudaginn en ég varð nú fyrir smá vonbrigðum með fyrsta þáttinn þó hann hafi átt smá spretti og ég hafi alveg flissað einu sinni eða svo.

Af öðru afþreyingar efni þá bíð ég spent eftir að koma höndum mínum yfir þriðju og síðustu Millenium bókina en hún á að vera komin út á ensku núna nú svo er kvikmynd númer komin í bíó og ég fer pottþétt á hana.

miðvikudagur, september 16, 2009

Þáttagláp

Eftir afspyrnu lélegt (sjónvarps)þátta sumar datt ég niður á vampíruþættina True Blood sem ég kolféll fyrir. Ég hef að vísu verið með smá kjánahroll yfir suðurríkja hreimnum sem þau tala með en það venst að mestu leyti. Svo finnst mér aðal vampíran alls ekki nógu sjarmerandi hann er frekar rindilslegur og ekkert sérstaklega glæsilegur á nokkurn máta. En en hinn stórhættulegi sænskættaði Eric er dáldið annað mál, hann einn gerir þættina þess virði að horfa á.
Sería 2 er ekki alveg jafn góð og fyrsta serían en samt alveg ágæt og endar sæmilega spennandi.

Þar sem síðasti þátturinn af True Blood var á mánudaginn var ég farin að örvænta að nú væri ekkert til að horfa á á næstunni eða þar til 24 .sept þegar Greys byrjar. En viti menn þeir í USA redda málinu með nýjum þáttum sem kallast The Vampire Diaries . Fyrsti þátturinn var frumsýndur núna 13 sept og mér líst bara ágætlega á þetta minnir dáldið á Twilight seríuna þ.e.s. ein góð vampíra sem nærist bara á dýrum, vond vampíra sem étur alla sem á vegi hans verða og svo saklausa unga munaðarlausa stúlkan og vinir hennar. Það verður vel hægt að horfa á þetta ef framhaldið
verður eins og fyrsti þátturinn.

Dálítið skondið að the Vampire Diraies eru gerðir eftir bókum frá 1991, True Blood er eftir bókum frá 2001 en Twiglight var gefin út 2005 samt byrjaði Twilght þetta Vampíru kvikmynda og sjónvarps æði. Mætti halda að framleiðendur fari nú logandi ljósi um gamlar Vampíru bókmenntir til að leita að góðu efni til að mjólka æðið.

Annars bíð ég spennt eftir að Greys byrji þar sem síðasti þáttur endaði hreint hrikalega en trailerinn fyrir nýju seríuna búin að skemma smá fyrir. Ekki má svo gleyma Despó sem byrjar aftur 27. sept. alltaf gaman að fylgjast með þeim stöllum á Whisterialane. Ég á samt örugglega eftir að sakna Edie svolítið enda einstaklega litrík og skemtileg.


miðvikudagur, september 09, 2009

Á lífi


Rétt að láta vita ég er á lífi, hef bara ekki nennt að blogga þessa dagana en lagaði linka á sjónvarpsþætti og slíkt á netinu, tók út linka sem virka ekki og bætti við nýjum í staðinn.

Það hefur verið nóg að gera eldri tveir grísirnir komnir í nýja skóla og gengur vel. Anna er enn á sínum stað með sama kennara og í upphafi svo það er allt í sómanum þar líka.

Ég virðist heldur vera að skríða saman að vísu dofin í öllum fingrum nema þumalfingrum beggja handa. Vinstri fóturinn er enn latur en samt orðin betri en var en ég ræð samt ekki við mikið meira en 600m göngu áður en fóturinn fer að neita að taka þátt, þetta getur þó verið ögn misjafnt eftir dögum í báðar áttir.
Það sem hefur háð mér mest síðustu vikur er andstyggðar raflosts tilfinning oftast frá hálsi og niður í annan eða báða handleggi, getur að vísu farið aðrar leiðir. Þegar þetta er sem verst get ég varla hallað höfðinu fram án þess að fá nett lost. Ofan í þetta bættist svo eitthvert vesen með hægri hendina, einhver undarleg straums tilfinning og þrýstingur eins og það væri verið að kremja handleggin allan í spað, lófinn krepptist eða fingurnir tóku svaðalega kippi. Kerfið fór allt í steik og ég mátti setjast eða leggjast meðan ég beið eftir að þetta gengi yfir. Þetta gekk yfir á 2-5 mínútum en hanleggurinn var óstarfhæfur í dáldinn tíma á eftir. Þetta var að þetta gerðist án viðvörunar allt í einu á hinum ýmsu tímum dags og var vægast sagt frekar hvimleitt. Eftir nokkurn tíma færði þetta sig svo yfir í vinstri handlegginn en hefur nú vonandi að mestu hætt 7.9.13.

Ég byrjaði á lyfjum við MSinu í byrjun júní og hefur það gengið eins og við var að búast. Ég er yfirleitt hundlasin með andstyggileg flensu einkenni af lyfjunum 1-2 daga í viku en svolítið misjafnt þó hversu slæmt þetta er og stundum finn ég lítið sem ekkert fyrir þessu er bara þreytt og drusluleg, sem er ekkert nýtt.

Í undirbúningnum að lyfjameðferðinni kom svo í ljós að ég er vita járnlaus á engar birgðir af járni í kerfinu og þetta orsakar svo blóðleysi. Útséð þótti að þetta myndi lagast af sjálfu sér svo nú mæti ég tvisvar í viku næstu fjórar vikurnar á St. Jósefsspítalann í Hafnarfirði til að fá járn í æð. Mikið er ég nú fegin að starfsemi þess ágæta spítala var ekki flutt til Reykjanesbæjar.

Annars var fyrsta meðferðin nú pínulítið öfugsnúin þar sem ég skildi eftir dágóðan slatta af blóði á gólfi spítalans. Það var ný búið að setja upp nálina sem járnið átti að fara í og hjúkrunarfræðingurinn snýr sér við og er eitthvað að bardúsa. Ég var eins og venjulega bara eitthvað að góna út í loftið, heyrði að það datt eitthvað sem ég spekúlerðaði ekkert í því. Þegar hún snýr sér svo við aftur tekur hún undir sig stökk með hrópum og lít á hendina á mér þá hafði tappa ófétið skotist af og það náttúrlega foss blæddi úr nálinni og allt komið á flot. Þar með var búið að breyta þessari líka huggulegu dagdeildarstofu í sviðsmynd úr splatter mynd á einu augabragði.


Annars er ég bara búin að vera á fullu úti að leika mér með myndavélina. Það er hreint sálarbætandi að keyra um svæðin hér í kringum borgina, stíga út úr bílnum rölta nokkra metra og vera umkringdur af fuglasöng og fersku lofti að stunda uppáhalds áhugamálið. Ég geng nú svo sem ekki mikið en það er hægt að finna ótrúlega margt skemtilegt í góðu göngufæri frá bílastæðum á þessum leiðum. Það sem ég kem með heim og reynist nothæft ratar svo inn á flickrið jafnt og þétt.

fimmtudagur, maí 07, 2009

Jæja

Ekki fer nú mikið fyrir bloggi þessa dagana og hefur það eitthvað að gera með fingradofa og annan í sjóntaugabólgu. Kerfið hjá mér ákvað greinilega að vinstri sjóntauginn væri stórhættulegt fyrirbæri sem þyrfti að lumbra á, svo ég er heldur sjóndöpur á því auga eins og er. Held samt að ég sé heldur að skána. Það verður að viðurkennast að þetta er að verða pínkulítið þreytandi.

Meðan ég er á einu og hálfu auga hef ég verið að dunda mér við að fara í gegnum myndasafnið mitt og tjasla upp á myndir sem þarf ekki mikið að vinna í til að gera frambærilegar. Þegar ég er ekki að því er líklegast að ég finnist steinsofandi einhverstaðar í húsinu eða á facebook.

sunnudagur, apríl 05, 2009

Er með túlípana æði þessa dagana ..

Tulips

Tulip

Tulipani

miðvikudagur, mars 25, 2009


Hótel

Við hjónin brugðum okkur til Hollands í október og í þeirri ferð gistum við á einhverju subbulegasta hóteli sem ég hef gist á og hef ég gist á þónokkrum hótelum í gegnum tíðina. Núna um daginn var ég eithvað að þvælast um http://www.tripadvisor.com/ og datt í hug að leita hótelið góða uppi og sjá hvort einhverjir hefðu skrifað um það. Ég komst að því þá að við vorum greinilega bara heppin í okkar dvöl miðavið það sem aðrir hafa upplifað á hótelinu "góða". Ég stóðst náttúrlega ekki að bæta við umsögn um hótelið og legg til að viðkvæmir gisti ekki þarna ef þeir geta annað !! Hér má finna umsagnirnar um hótelið http://www.tripadvisor.com/Hotel_Review-g188590-d605830-Reviews-Quentin_Hotel-Amsterdam_Noord_Holland.html