þriðjudagur, júlí 17, 2007


Smá
Ætlaði nú bara að láta vita að ég er á lífi :) Sem betur fer er búið að vera svo gott veður að ég hef verið úti að dunda en ekki gefið mér tíma til að sitja inni að lesa eða skrifa.

Góðviðrið síðustu daga hefur orðið til þess að ég er í fyrsta sinn á minni 14 ára búskapar tíð stoltur eigandi garðúðara he he Hélt að ég ætti nú ekki eftir að þurfa að eiga slíkan grip miðað við rigninguna sem hefur fallið óspart öll síðustu 14 sumur en nú kom að því. Ég man að svona gripur var til á heimilinu þegar ég var barn en ég minnist þess nú ekki að hann hafi verið notaður oft. Ég hafði beðið þolinmóð í 4 vikur eftir rigningu og grasið hjá mér var farið að brenna og ljóti víðirinn sunnan til í garðinum var upp á sitt ljótasta og nær dauða en lífi þegar ég sá að kaup á almennilegri garðslöngu, úðara og öðrum fylgihlutum væri óumflýjanleg. Ég hélt nú reyndar að þessi fjárfesting myndi mana fram rigningu en núna hef ég vökvað garðinn samviskusamlega í eina og hálfa viku og þarf sennilega að vökva í 2 daga í viðbót.
Anna er þvílíkt hrifin af öllu vatnssullinu og pantar að fá að leika sér með stútinn á slöngunni en þá er nú best að vera hvergi nálægt því allir og allt næstatt verður gegndrepa, Leó til sérlegrar armæðu.

Guðni er búinn að vera hrikalega duglegur í bílskúrnum og búin að setja nýja glugga í skúrinn með dyggri aðstoð Palla. Svo skúrinn mjakast áfram hægt og örugglega.

Þegar ég hef svo skriðið inn úr sólinni hefur vatn sullið bara haldið áfram því dælan í fiskabúrinu bilað og ég tók ekki eftir því fyrr en nokkiri af fiskunum mínum fóru að synda á bakinu (enda var ég alltaf úti og gáði ekki almennilega að fiskabúrinu:(). Þetta hefur kostað það að ég fór í svaka framkvæmdir í búrinu endur raðaði grjótinu, fann nýja tegund af fiskum sem ég varð að eignast. Setti lifandi plöntur í búrið, endurnýjaði ljósaperurnar sem á víst að gera einu sinni á ári en ég fékk þessar með búrinu fyrir 6 eða 7 árum*roðn*. Ég held grín laust að ég sé búin að bera hátt í 500 lítra af vatni í 10 lítra fötu í og úr stofunni á síðustu 2 vikum og er farin að sjá þörf fyrir að hanna almennilegan slöngubúnað til að tæma og fylla búrið ekki það ég hef gott af hreyfingunni og að styrkja upphandleggs vöðvana með þessu.

Svona lítur búrið út núna:


Nýjustu fiskarnir eru Demantasíklíður sem líta svona út:


En þegar þær verða orðnar fullorðnar og í essinu sínu munu þær líta svona út:

Þessi myndi sýnir litinn að vísu ekki alveg nógu vel en þær verða nánast neon appelsínu gular með fagurbláumdeplum :)

Í gær bætti ég svo við ryksugu og oggulitlum Yellow Lab en þeir eru svo feimnir að ég hef ekki náð almennilegum myndum af þeim enn.

miðvikudagur, júlí 04, 2007

Er ekki verið að grínast í mér
  • Fötluð ungmenni fá ekki full laun


  • Hvernig er hægt að réttlæta það að láta fólk vinna í 20 tíma en borga þeim bara 14 ??

    Vá stundum

    hittir stjörnuspáin naglann á höfuðið .....
    Vog: Fullkomin athygli þín er fágæt gjöf, sem fáir útvaldir fá að upplifa. Þú hlustar á fólk og það vaknar upp til lífsins, þegar þú nærir það með athygli þinni.

    .....já ég held að allir sem mig þekkja viti að fullkomin athygli hjá mér er eithvað sem MJÖG fáir upplifa *roðn*