sunnudagur, apríl 30, 2006


I'm still standing..

...better than I ever did
Looking like a true survivor, feeling like a little kid
I'm still standing after all this time.......

I'm still standing yeah yeah yeah
I'm still standing yeah yeah yeah


Já ég stend enn þó það hafi nú farið að nálgast þau mörk að ég stæði í
fæturna eftir törnina sem ég hef verið í núna. Ég er búin að vera
gersamlega á hvolfi síðustu vikurnar en nú sér vonandi fyrir endann á þessum ósköpum. Ég skipti út vakt svo ég var að vinna í kvöld í stað þess að vinna 1.maí, þannig lagaðist álagsstuðull næstu viku um allan helming.

Síðast liðna viku var gersamlega CRAZY í vinnunni og þar ofan á hef ég verið að vinna aukaverkefni sem hefur gersamlega tekið upp allan minn frítíma og rúmlega það. Ég hef verið að vinna að skemmtiatriðinu sem 12E leggur til á Vorfagnaði gjörgæslu og skurðsviðs LSH (segi ykkur meira af því síðar).Þetta hefur verið alveg meiriháttar gaman og mér hefur áskotnast hellingur af nothæfum hæfileikum. Núna kann ég tildæmis 200% meira á Powerpoint en ég gerði þegar ég byrjaði.Í upphafi þá kunni ég bara að opna Powerpointið en núna kann ég að setja upp heila sýningu með tónlist og allskyns fiffi og allt þetta lærði ég með fikti og óbilandi aðstoð GOOGLE, ekki má svo vanmeta þær stöllur mínar sem sáu um þetta með mér, en þær voru jafn færar og ég í upphafi og saman klaufuðumst við í gegnum þetta og erum orðnar algerir P.P. snillar.

Ég tók líka allar myndirnar fyrir sýninguna og gaf það mér alveg nýja sýn á samstarfsfólk mitt og það var sko ekki leiðinlegt. Ég komst að ég vinn með svo myndarlegu og jákvæðu fólki að það er sennilega leitun að öðru eins :) Ég vissi svo sem vel að þau væru skemmtileg og allt en ég tek gersamlega ofan fyrir þessu frábæra fólki sem er til í að fíflast og gera góðlátlegt grín að sjálfu sér, öðrum til skemmtunar. Við myndatökuna lærði ég að ég get treyst meira á sjálfa mig en ég geri og ég þarf að hafa meiri trú á minni þekkingu og getu. Ég féll í þá gryfju að vantreysta sjálfri mér og stillti vélina á AUTO til að þetta yrði nú örugglega nógu gott, ég hefði betur gert þetta sjálf því vélin hrekkti mig þvílíkt og myndirnar of grófar og sumar hreyfðar. Myndavélin virðist ekki átta sig á því að hún er komin með betra flass og stillir sig miðað við mjög léleg birtuskilyrði og stillti sig því í
ISO 400(veldur grófkorna myndum) og alltof hægan lokuhraða (=hreyfðar myndir). Ég áttaði mig ekki á þessu meðan ég var að taka myndirnar og sá þetta ekki á skjánum á vélinni því þar eru myndirnar svo litlar. Grófkorna áferðin sést aftur á móti óþarflega vel í tölvunni þegar myndin er komin í fulla stærð. Síðasta hlutann (því miður þann stysta) þá stillti ég vélina sjálf og afraksturinn varð auðvitað MIKIÐ MIKIÐ MIKIÐ betri myndir.

Nú er ég sko farin að sofa enda orðin rugluð á svefnleysi og vitleysu (hef verið að vaka fram til 4 á næturnar yfir þessu verkefni síðustu nætur). Ég er orðin óskýrmælt,skrifblind, ruglandi og bullandi af svefnleysi. Guðni bjargaði mér alveg núna í morgun með því að sjá til þess að ég fékk að sofa frameftir. Veit svo ekki hvernig staðan verður á eftir :s

mánudagur, apríl 24, 2006



Brjálað að gera....


Gleðilegt sumar krúttin mín !!

Það er varla að maður nái að koma upp til að anda þessa dagana. Ég er búin að flytja lögheimili mitt niður á Hringbraut þessa dagana. Ég er í 5 daga vinnutörn núna svo fer ég á námskeið í Hjúkrun sjúklinga með hjarta og kransæðasjúkdóma á miðvikudag og fimmtudag. Verð að vinna á föstudag fæ svo smá pásu um næstu helgi vinn svo mánudag - miðvikudags með því að vera á námskeiðinu líka þriðjudag og miðvikudag. Á fimtudaginn ætlum við hjónin svo að reyna að stinga af úr bænum með börnin og taka okkur smá frí... úff hvað ég hlakka til þess. Ég get líka hlakkað smá til dagsins á morgun en þá fæ ég sameina mitt helsta áhugamál og vinnuna :) Vona bara að ég standi undir væntingum samstarfsfólksins, hef grun um að þetta verði dáldið skemtilegt verkefni. Ég er alveg sæmileg í að taka myndir að dauðum hlutum sem eru kyrrir en er enn að fikra mig áfram í mannamyndatökum og öðru sklíku sem er á hreyfingu.
Við hjónin erum svo að stefna að því að fara í alvöru sólarlandaferð með krakkana í vor/sumarfríinu okkar. Vona bara að það gangi eftir :) Ég hef aldrei verið spennt fyrir sólarlandaferðum en núna sé ég fram á þá gargandi snilld að liggja á sundlaugarbakka eða strönd með bók í hendi, sólgleraugu á nefi og þurfa barasta ekki að gera nokkurn skapaðan hlut af viti. Mig langar líka að sækja mér hita í kroppinn, sólskin í sálartetrið og krafta fyrir komandi harðæri.

Fréttir vikunnar eru þær að á sumardaginn fyrsta víðist Árni sem Ylfingur í skátunum í skátamessu á sumardaginn fyrsta. Árni er svo greinilega hinn efnilegasti skáti því hann gekk galvaskur í skrúðgöngu niður að Hofstaðaskóla, þar sem hátíðarhöldin fóru fram, þar sem hann vann hin ýmsu verk sem til féllu hjá skátunum. Þegar pabbi hans mætti svo til að sækja hann seinni part dags fékk hann að heyra þetta " þú getur fengið að tala við mig en ég er SKO ekki að koma heim" auðvitað fékk drengurinn að vera áfram og skilaði sér svo heim rétt fyrir kvöldmat hæstánægður með daginn. Enda hafði þeim skátum sem unnið höfðu á hátíðinni launuð vinnan með því að það voru sett upp spes leiktæki bara fyrir þau eftir að hátíðin var búin. Það var að vísu grillað fyrir þau líka (pylsur og hamborgarar) en kræsingarnar voru löngu búnar þegar Árni var búin að leika nóg í leiktækjunum til að hafa áhuga á mat.



Um helgina var svo handboltamót hjá Gróttu á Seltjarnanesi og auðvitað mætti Árni galvaskur þangað. Grétar sonur Unu og Hafþór sonur Guðlaugar voru líka að keppa með sínum liðum þarna svo úr varð hin mesta skemtun fyrir börn og fullorðna :) Árni hefur tekið MIKLUM framförum í handboltanum Ég að því, mér til mikillar furðu, að antisportistinn ég mun sakna handboltamótanna mikið næsta vetur en Árni hefur víst ekki hug á því að æfa handbolta næasta vetur :(





sunnudagur, apríl 16, 2006


Gleðilega Páska

Jæja þá eru páskarnir gengnir í garð og óska ég ykkur öllum velfarnaðar þessa páskahátíð :) Vonandi fara páskaeggin og páskalambið vel í ykkar maga.

Ég er loksins búin að koma fyrstu greininni minni inn á bloggingReykjavik.net og fékk hún fínar viðtökur hjá ritstjórninni svo ég get vel við unað með það. Önnur færsla frá mér mun svo að öllum líkindum detta inn um kl. 21:30 í kvöld. Núna þarf ég bara að fá fleiri hugmyndir og þær kanski frumlegri en þessar fyrstu tvær. En hvað um það best að fara að fela páskaegg barnana og koma sér svo í háttinn.
Annars ætluðum við hjónakornin með grislingana í sumarbústað til vinafólks okkar um helgina en veikindi komu í veg fyrir það :( Annar gestgjafinn lagðist í pest og ferðin því blásin af, vona bara að hún komist til heilsu sem fyrst.

fimmtudagur, apríl 13, 2006


2.sæti

Nú er ég svo hissa en samt svo himinlifandi myndin mín (Blómabörn) náði öðru sæti í keppninni Engin myndvinnsla. Ég verð að játa að ég átti nú ekki von á svona góðum árangri en vá hvað er gaman að ná þó þetta langt. Stórt stökk úr 14. sæti í 2. sætið og átti ekki von á því en var að gera mér vonir um topp 10 og með mikilli heppni topp 5.
Happy, happy happy :)

  • Engin myndvinnsla
  • miðvikudagur, apríl 12, 2006

    Miðnætti

    Um miðnætti koma í ljós úrslit í annari keppninni sem ég tók þátt í núna síðast. Fyrir þá sem vilja skoða myndirnar og sjá sigurvegarana þá er bara að fara inn á ljosmyndakeppni.is og þar hægra megin á síðunni koma úrslitin í síðustu keppnum. Fyrir þá sem vilja taka forskot á sæluna og sjá myndirnar strax er bara að skrá sig á vefinn, skráningin er alveg ókeypis þið getið kosið um myndir og já sent myndir inn í keppnir ;)
    Ég á svo líka einu myndina sem send hefur verið inn í keppnina EGG en sú keppni fer ekki í kosningu fyrr en 16 apríl svo það er nú von til þess að það rætist úr þáttökunni. Það fyndna er að í verðlaun er Páskaegg en um það leyti sem úrslitin verða ljós verða páskarnir á bak og burt því úrslitin verða ljós á fyrstu mínútu 24. apríl.

  • Ljosmyndakeppni



  • Úrslitin úr epli á röngum stað eru hér:

  • Epli á röngum stað


  • Mér til lítillar ánægju eru vandræði á augnablik.is, eigandaskipti og fleira svo það er ekki hægt að setja inn myndir þar núna og svo er myndasystemið á bloggernum í ólagi líka svo ég get ekki myndskreytt bloggið núna.

    þriðjudagur, apríl 11, 2006

    Blogging Reykjavik

    Mér hefur boðist að taka þátt í skemtilegu verkefni þ.e.s. að blogga og mynda fyrir síðuna bloggingreykjavik.net. Þessi síða er í samstarfi við aðrar síður út um heim og alltaf er að bætast staðir í hópinn, eins og er þá er skirfað frá Líbanon,Kanada,Bandaríkjunum,Danmörku og Frakkland á systra síðunum. Síðunum er ætlað að vera einskonar land og þjókynning hins venjulega borgara, þarna er allt mögulegt úr menningu og lífi fólksins sýnt og rætt.
    Ég er ansi ánægð með að mér var boðið að taka þátt enda eindæma skemtilegt fólk þarna á ferð og gaman að fá að vera með í þeim hóp. Ég komst í þetta í gegnum kunningja minn sem er heimshornaflakkari með meiru hann er sífellt á ferðinni og sjaldnast finnst mér hann stoppa hér á klakanum. Meðal þess sem hann hefur tekið sér fyrir hendur er uppbygging á Puket eyju við Tailand eftir flóðin miklu um jólin í fyrra.
    Núna þarf ég bara að vonast eftir skítsæmó veðri svo ég geti farið út að mynda og svo vantar mig bara smá hugmyndaflug varðandi texta, en það kemur með tímanum ég hef litlar áhyggjur af því.
  • Blogging Reykjavík
  • föstudagur, apríl 07, 2006

    Með heiminn á herðunum

    Ég var að skoða myndaseríuna End times eftir Jill Greenberg. Ég gæfi mikið fyrir að vita hvernig hún nær þessum myndum úff þær höfðu allavega mikil áhrif á mig og þau ekki jákvæð. Set hér fyrir neðan link á síðuna hennar svo er bara að velja seríuna End Times set líka link inn á grein um myndatökuna o.f.l. Mér finnst nú eiginlega að börn eigi að eiga sér öruggan stað þar sem þau lenda ekki í klónum á ljósmyndurum sem fá fram þessi viðbrögð hjá þeim. Sagt er að börnin séu ósködduð og heil eftir þessar hremmingar og aðeins hafi verið tekinn af þeim sleikjó til að fá þetta fram en vá halló mín börn hafa ekki grátið svona sárt yfir sleikjó. Kanksi er þetta spurningin um að ná mómentinu eða hvað. Hálf nakin börn sem líta út eins og þau hafi heiminn á herðunum er ekki minn tebolli. Em vissulega ná þær fram því markmiði sínu að vekja viðbrögð.

  • Jill Greenberg


  • Blaða grein um seríuna End Times
  • miðvikudagur, apríl 05, 2006





    Af illgrini ??

    .... við sjáum ykkur hlaupa
    oooops í rokinu....

    Ojj barasta hver pantaði eiginlega þetta ógeðs rok hérna ?? Ég var að reyna að vera dugleg og fara með 4 vikna skamt (partur af vistfræðilegri tilraun sem var í gangi hér) af dagblöðum og öðrum ruslpósti í blaða gáminn hér út á Garðatorgi. Árangurinn var sá að nú hafa bæjarstarfsmennirnir nóg að gera við að tína upp einhverja bleðla sem fuku út um allt þegar ég var að reyna að koma blöðum og bæklunum inn um örmjóa og ræfilslega rifuna á gámnum. Það er greinilega ekki gert ráð fyrir að maður fari með meira en 4 blöð í einu í gámana og það hef ég nú ekki séð gerast enn að einhver komi aðeins með 4 blöð. Það bregst ekki að ég hitti fólk við gámana og allri hafa verið með 3-4 fulla innkaupapoka af blöðum og uppgjafa svip á andlitinu. Oft skiptums við líka á setningum um óheyrilegt magn af ruslpósti og dagblöðum í sama uppgjafa tóninum.

    mánudagur, apríl 03, 2006


    Betra en Eurovision ;)

    Þá liggja úrslitin fyrir og myndin mín náði 14 sæti af 32. Ég er MJÖG sátt við þann árangur sérstaklega þar sem það var mikið af alveg fantagóðum myndum í þessari kepni. Allar myndirnar sem ég var ekki að fíla lentu fyrir neðan mína svo ég er líka sátt með það he he he ... Mér kom líka á óvart að nokkrar myndir sem mér fundust alveg frábærar lentu fyrir neðan mig Myndin sem vann og myndirnar 3,4 og 5 sæti voru í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég fékk mjög sanngjarna og fína gagrýni á myndina og var hæstánægð með það að ég fékk mjög jákvæða dóma frá fólki sem mér finnst mikið til koma. Ég vissi uppá mig sökina í að brjóta allar helstu myndbyggingarreglur svo ég var nú bara sátt með að ekki var hraunað algerlega yfir mig útaf því.

    sunnudagur, apríl 02, 2006



    Eitt hjól undir bílnum

    en áfram skröltir hann þó.
    Yfir grjót og urð, upp í hurð,með hikst og hóst....


    Ekki ríð ég feitum hesti frá formúlukeppni helgarinnar en jákvæða hliðin er
    að kepnin í dag var talsvert meira spennandi, fyndin og skemtileg en öll
    vertíðin í fyrr og hittífyrra samanlagt. Toppurinn á helginni var þegar
    Sjúmi gamli Viltist inn í Toyota skúrinn og rataði ekki burt he he he
    blessaður karlinn er greinilega kominn af fótum fram og ætti bara að fara að
    hætta þessu he he he. Anonso krútt vann auðvitað og þá getur maður nú glaðst
    smá yfir því og Toyotan skilað mér nokkrum stigum í Formula.is keppninni.
    Þessi helgi var semsagt ekki alslæm formúlulega séð.

    Við fengum auka hund lánaðan um helgina en Táta þeirra Guðlaugar og Helga
    fékk að gista eina nótt hjá okkur. Reynslan af þessu var það góð að við
    vorum ekkert viss um að við vildum skila henni aftur :) Það að hafa þau tvö
    saman var auðveldara en að vera með Leó einan. Það skrítna er svo að Leó
    greyið er alveg búinn eftir þetta og sefur bara og sefur og heyrist ekki
    múkk í honum. Við erum alvarlega að íhuga að bæta við hundi ..........eða
    ekki .........kanski............ekki......hmmmmmmmmmm Kanski við fáum Tátu
    bara lánaða oftar ;)

    Ég fékk viðbót við ljósmyndabúnaðinn minn um helgina og gleðst ekki lítið
    yfir því. Núna á ég alvöru flass á vélina og ÞVÍLÍKUR MUNUR VÁÁÁ.. Ég fékk
    líka almennilegan bakpoka undir vélina og fylgihluti ásamt polarizer filter
    sem mig hefur lengi langað í Gaman, gaman :)