föstudagur, apríl 29, 2005

Gaman gaman hjá mér

Við hjónin vorum svo dugleg á þriðjudagskvöldið að við kláruðum að girða garðinn. Núna getum við farið með Leó út og leyft honum að vera lausum í gariðnum og þetta er þvílíkt gaman. Hann eltir bolta og fisbeediska eins og hann eigi lífið að leysa. Skemtileg aukaverkun af þessu er svo að hann sér ekki ástæðu til að gelta á vegfarendur sem eiga leið framhjá. Þegar hann er bundinn úti þá geltir hann á alla sem eiga leið hjá en þegar hann er laus hleylpur hann ut að girðingunni og hnusar í áttina til þeirra snýr svo við og lætur gott heita. Við erum búin að vera þvílíkt dugleg að fara með hann út og leika ollum til skemtunar og heilsubótar. Við Ásdís áttum þvílíka gæðastund út í garði seint á miðvikudagskvöldið að leika við Leó svo þetta styrkir samband allra á heimilinu. Tóm sæla :)
Helgin er þétt bókuð eins og áður kom fram og við áttuðum okkur á einu sem bætist við en sonur okkar Íþróttaálfurinn er að fara á handboltamót á laugardag frá 11-16 sem betur fer er ekki mæting kl 8 eins og á síðustu mótum FJÚKKET. Annars er ótrúlega gaman að fara á svona mót og sjá framfarirnar hjá guttunum. Ég verð að játa að mér leist ekkert á þegar Árni ákvað að fara að æfa handbolta hann gat á þeim tíma ekki gripið bolta þó líf hanns lægi við, hann hefur alltaf átt í dálitlum vandræðum með sumar grófhreyfingar. Ég var skíthrædd um að þetta yrði svaka svekkelsi og yrði jafnvel til þess að hann yrði fyrir einhverju aðkasti frá bekkjarbræðrunum sem eru nánast allir í handboltanum. Ég man nenfinlega hvernig það var í mínu ungdæmi þegar einvher klúðraði einhverju í íþróttum úff ekki gott að vera í hans sporum. En sem betur fer eru drengirnir hér mikið betur gerðir einstaklingar og vanmat ég þá hræðilega og skammast mín fyrir. Einn tók að sér að æfa sérstaklega með Árna að grípa og senda og viti menn sonur minn grípur og sendir eins og ekkert sé. Hann er meira að segja farinn að gera atlögu að markinu og er mjög efnilegur varnarmaður. Þetta hlýjar litla móðurhjartanum nú dáldið.
Jæja over and out ég er farin að gera eithvað af vitið eða svona næstum því.

fimmtudagur, apríl 28, 2005

Þetta er víst ástæðan fyrir allri sjúkra og slökkviliðsbíal umferðini ég skildi ekkert í þvi að fyrst fóru þér á hvínndi blússi inní hafnarfjörð svo komu allir til baka með ljósum og látum aftur og fleiri til.

Eldur logar í íþróttahúsi Fram í Safamýri
Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað að íþróttahúsi Fram í Safamýri þar sem eldur logar í þaki nýbyggingar. Mikinn reyk leggur til vesturs af um 40 metra kafla á syðri enda hússins og yfir Kringlumýrarbraut. Slökkviliðið er með töluverðan viðbúnað og eru fjórir reykkafarar að störfum.

Er verið að rífa plötur af húsinu til að komast að eldinum en hann virðist krauma á mjög stóru svæði í þakklæðningunni.

Enginn var inni í húsinu og enginn hefur verið fluttur á slysadeild. Skólabörn í Álftamýrarskóla hafa verið send heim. Iðnaðarmenn voru að störfum og kann að vera að kviknað hafi í útfrá tjörupappa.

Þá var slökkvilið skömmu áður kallað að húsi í Hafnarfirði þar sem kviknaði í íbúð, en eldhús þar varð alelda.

Tekið af mbl.is
Keila um keilu frá .....

Fór í keilu í gær ásamt helling af fólki (Steina og vinum hans),náði að slefa í 2. sætið í seinni umferðinni (var mjög neðarlega í þeirri fyrri). Mér fannst merkilegt hvað maður var að hitta miðað við að það er rúmt ár síðan ég spilaði keilu síðast og þá var sko ár síðan ég hafði spilað þá og þrjú ár þar á undan. Væri gaman að sjá hvað gerðist ef ég færi reglulega í keilu.
Fríhelgi framundan það er að skapast einvher hefð fyrir þvi hjá mér að hafa meira en nóg að gera á fríhelgunum núna er stefnan tekin á 89th hitting á föstudagskvöld, pönnuköku kafi hjá Dísu og Daða á laugardag, Leikhús að sjá Edit Piaf á laugardagskvöld. Næsta frí daginn fyrir uppstigningardag er líka botnplanað en þá er lokahóf kvennaklúbbsins með 80´s þema HJÁLP mig vantar 80's fatnað og alles er algerlega dáin á hugmyndasviðinu.

Úff það hefur greinilega orðið slys í Hafnarfirðinum eða þar um kring það hefur verið þvílík sjúkrabíla og tækjabíla umferð inn í Hafnarfjörð og til baka með sírenum og látum núna síðusut mínútur : s

Jæja best að fara að hafa sig til og far í vinnuna.

þriðjudagur, apríl 26, 2005

Hvar værum við án góðra leiðbeininga

Á umbúðum af SWANN frystimat: "Serving suggestion: Defrost"
- Mundu samt ... þetta er bara uppástunga.

Hótel lét baðhettu í boxi fylgja með hverju herbergi, og á boxinu stóð: "Fits one head."
- Sérðu ekki fyrir þér ... einhverja tvo vitleysinga ... með eina baðhettu ...

Á BOTNINUM af Tiramisu dessertinum frá Tesco stendur: "Do not turn upside down".
- Ahh aðeins of seint í rassinn gripið.

Þetta stendur á búðing frá Marks & Spencer: "Product will be hot after heating"
- Vá kemur á óvart

Á pakkningum af Rowenta straujárni: "Do not iron clothes on body."
- En myndi það nú ekki spara mikinn tíma.

Hnífasett frá Kóreu var merkt þannig: "Warning keep out of children."
- Ókíííí .......

Jólasería frá Kína var merkt á eftirfarandi hátt: "For indoor or outdoor use only."
- En ekki hvar ... ???

Matarvinnsluvél frá Japan var merkt svona: "Not to be used for the other use."
- Ok .. núna er ég orðinn mjög forvitinn.

Hnetupoki frá Sainsburys: "Warning: contains nuts."
- Kemur mér mikið á óvart !!

Á poka af hnetum frá Amerísku flugfélagi stóð þetta: "Instructions: open packet, eat nuts."
- Algjörlega imbahelt !!

Leiðbeiningar sem voru á miða með blá, hvít og rauðköflóttri skyrtu segir: "Munið að þvo liti aðskilda".
- Ehhh ... já ... áttu nokkuð skæri.

Framan á kassa af "Töfradóti" fyrir krakka, er mynd af strák sem er klæddur eins og töframaður. Aftan á kassanum stendur: "Notice, little boy not included".
- Ohhhhhh ....... en svekkjandi!

Lítill miði var festur á "Superman" búning. Á honum stóð: "WARNING: THIS CAPE WILL NOT MAKE YOU FLY".
- Núúúú ...

Eitt sem ég skil ekki. "Waterproof" maskarar ... á þeim stendur: "Washes off easily with water".
- Hmmm .... það er eithvað skrítið við þetta !!

Á hliðinni á flösku af ónefndri rommtegund stendur: "OPEN BOTTLE BEFORE DRINKING".
- Maður þarf nú að vera búinn að fá sér þokkalega mikið til að fatta það ekki.

Þetta stóð aftan á sótthreinsandi hreinsiefni: "If you can not read English, do not use this product until someone explains this label to you."
- Ehhhh... hvað meinar fólkið??

mánudagur, apríl 25, 2005

Jamm og já

Ég er búin að vera einstaklega óvikr hér undanfarið en það er bara búið að vera óvenju mikið að gera hjá mér partý á partý ofan og alskyns hamagangur að ógleymdri vinnu.
Ég er búin að vera hugsi yfir ýmsu í fréttum síðustu vikna m.a. þeirri snilld Sjálfstæðismanna að hækka Diselolíuna upp úr öllu valdi og sjá til þess að Diseldbílar séu dýrari en Bensín bílar. Halda því svo fram að þetta muni hvetja fólk til þess að kaupa díselbíla því það sé umhverfisvænna að aka á diselbíl. Vill einhver útskýra þetta fyrir mér, Takk. Reyndar sagði Geir H. Haarde eða hvað hann nú heitir að þetta væri vissulega óheppilegt en þetta myndi nú sennilega breytast. Þið ykkar sem heyrðuð þetta og hélduð að hann væri að meina að diselolían myndi lækka hugsið ykkur um. Þetta þýðir að bensínið mun hækka og hækka þangað til það verður orðið dýrara en olían OJJJ minn er svo fúll.
Skemtun vikunnar var þegar Steini vinur Guðna kom óvænt í heimsókn á sunnudaginn við höfum ekki séð hann í rétt tæp 3 ár og áttum ekki von á honum. Það var nærri liðið yfir mig þegar ég opnaði dyrnar. Ég held að mér hafi aldrei nokkrun tímann verið komið svona skemtilega mikið á óvart.
Já svo ég víki nú aftur að einum af mínum eftirlætis sjónvarpsþáttum þá tókst loksins að ganga fram af mér með Allt í drasli síðast. Gamall og þurr kattaskítur í eldhúsinu er meira en ég þoli ég var nú næstum farin að gubba þetta er sko alvöru myndumsóða. En þegar ég var lítil (ca 4 ára eða svo) var auglýsing í sjónvarpinu um eithvert hreinsi efni fyrir klósett og það var teiknimynd af alskonar skondnum bakteríum í klósettinu fyrir þrif og þulurinn sagði þetta er mynd um sóða ég hélt að þetta væri eitt orð Myndumsóða og þýddi agalega ógeðslega óþrifalegur einstaklingur eða sérlega skítugur og ógeðslegur staður og notaði þetta orð í þeim skilnigi móður minni til mikillar skemtunar. Skífurit sem komu reglulega í mogganum kallaði ég víst kessmil =kexmylsna = brotið kex mömmu fannst það líka fyndið kanski er það þessvegna sem ég man þetta en þá.

fimmtudagur, apríl 14, 2005

Enginn er óhultur það er ljóst

Já það er ekki að spyrja að stórglæpamönnunum á Íslandi þeir láta sko ekki að sér hæða.

Stálu tyggjósjálfsala
Tveir ungir menn hlupu inn í anddyri verslunar í Njarðvík, um klukkan 19 í gærkvöldi, gripu þar tyggjósjálfsala og hlupu svo út. Hentu þeir sjálfssalanum í farangursrými bifreiðar þar sem þriðji maðurinn beið eftir þeim. Við svo búið yfirgáfu þeir vettvang. Þeir hafa ekki náðst en vitni voru að atburðinum og lögregla hefur nokkra grunaða. Ekki er vitað hvað mönnunum gekk til.

Tekið af mbl.is

Nei ég skil það vel að suðurnesja menn skiji bara ekki hvað mönnunum gekk til he he he he Hvort var það tyggjóið eða fimmtíukallarnir sem þeir voru að sækjast eftir. Ætli þeir hafi verið búnir að eyða vikum í að plana ránið. Ég get alveg séð það fyrir mér hvernig þeir hafa verið í bílskúrnum heima hjá einhverjum þeirra með teikningar af búðinni og staðsetningu tyggjósjálfsalans. Stálu þeir bíl nágrannans til að nota við ránið eða voru þeir bara á bílnum hennar mömmu. Ætli þetta sé byrjunin á hræðlilegri glæpaöldu þar sem saklausum sælgætissjálfsölum verður rænt hverjum á fætur öðrum. Eða er þetta kanski ekki fyrsta fórnarlambið þar sem lögreglan hefur nokkra grunaða. Þessi hræðilegi glæpur vekur upp ýmsar spurningar sem ég bíð skjálfandi eftir að fá svör við.

þriðjudagur, apríl 12, 2005

Norður og niður

Já þangað fór málvitund mín eða það litla sem eftir var af henni í morgun. Ég var í sakleysi mínu að horfa á Ísland í bítið þar sem alva ágætur íslenskufræðingur er stundum með pistla um íslenskt mál og ýmislegt sem að því snýr. Fátt hefur hann komið með sem ég vissi ekki en nú brá svo við að hann kom með rithátt á sögnum sem ég hef örugglega haft vitlausan frá því ég byrjaði að skifa. *Grát* Hvernig í ósköpunum stendur á því að það á að skrifa sneri, reri, greri og neri en ekki snéri, réri, gréri og néri. Ég upplifi éið í þessu svo sterkt að það hálfa væri nóg og það er svo vitlaust að það hálfa væri líka nóg í þeim efnum. *Grát*
Framhaldssaga vikunnar er sú að ég er búin að koma púðanum sem ég var að tala um í síðustu viku saman og hann er sko ýkt flottur núna. Ég keypti nýtt efni í bakhliðina og saumaði aftan á hann og viti menn nú lék allt í lyndi. Held bara að alheimurinn hafi ekki verið sáttur við efnið sem ég valdi upphaflega eða kanski var bara of mikil teygja í þvi efni til að þetta gæti nokkurn tíman gengið. En nú er öldin önnur púðinn svona líka fínn og flottur. **STOLT**

þriðjudagur, apríl 05, 2005

Andleysið algera

Algert andleysi hefur háð mér núna upp á síðkastið. Ég hef ekki haft nokkuð til að blogga um og ég hef gert ítrekaðar tilraunir til að skilja eftir comment hjá Dýrleifu en má alltaf gefast upp því það dettur alltaf botin úr því sem ég ætla að segja. Ég skil ekki afhverju þetta gerist stundum að það gufar bara upp allt sem er skemtilegt og hvað þá hið minsta frumlegt í kollinum á mér. Ég man að vísu að í dag kom mér eithvað í hug sem ég hugsaði að gæti verið gott efni á bloggið en núna er ég búin að gleyma því líka hrmpf. Hugsið ykkur hverngi ég verð orðin um sjötugt þegar minnið er orðið svona lélegt strax.
Ég hirti mig upp á hnakkadrambinu og dreif mig í rúmfatalagerinn í gær og keypti mér efni til að klára loksins púðana sem ég erfði eftir ömmur mínar. Enda komin milli 6 og 7 ár síðan ég fékk þá í hendur og miðað við 7 ára regluna sem virðist gilda um allt hér þá var ekki seinna vænna en að fara að haska sér í þetta. Annan púðan átti bara eftir að fylla og loka en hinn þurfti að sauma bakhliðina á og fylla. Það gekk stórslysa laust að koma þeim fyrri saman en seinni púðinn er eins og grínútgáfa af hringjaranum í Notre Dam ég gerði all nokkrar tilraunir til að koma honum eðlilega saman en ekkert gekk. Þetta verkefni sem leit svo einfalt út í byrjun varð bara að höfuðverk og hárreytingum. Loksins (eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir) kom ég bakinu á sinn stað og fyllingunni inni en eithvað fór úrskeiðis við að sauma síðustu sporin í höndunum svo núna er dularfull bunga þar sem ég sé að ég verð að spretta upp og reyna að laga þetta. Geðheilsa mín í gær bauð bara ekki upp á meiri vinnu við þetta. Ég skil núna afhverju föndurkallinn í Spaugstofunni er alltaf svona fúll á svipinn og afhverju konan í áramótaskaupinu 1984 drakk svona mikið þegar hún var að kenna fólki að föndra tusku banana. Eina leiðin fyrir suma að höndla saumaskap og föndur er einfaldlega að detta í það ég hefði sennilega betur gert það en þá væri ég sennilega búin að sauma púðan fastann við tærnar á mér : s

Við Ásdís kúrðum í sakleysi okkar upp í rúmi áðan og vorum að spjalla saman þegar nýr þáttur byrjar í sjónvarpinu en það mun vera þátturinn Lífsháski eða Lost. Við mæðgurnar byrjuðum að horfa og taldi ég mig í góðum málum þar sem enginn litur var á RUV merkinu. Við mæðgur hrofðum svo stjarfar á blóði drifinn skjákinn, mér varð svo mikið um að ég gleymdi að það var hægt að slökkva og hvað þá senda Ásdísi í háttinn. Ég verð að játa að ég átti ekki von á svona miklum horror í þætti sem ekki er merktur með RAUÐU. En fólk sem sogast inn í flugvéla hreyfla, er með ýmsa flugvéla parta í gegnum sig eða er hrist í tætlur af óþekktum óvini svo að blóðið gusast í allar áttir hélt ég að verðskuldaði alveg rauðan miða. Kanski er ég bara orðin of gömul og viðkvæm og hef skrítið viðmið á hvar á að setja aldurstakmark á svonalagað.