miðvikudagur, júní 20, 2007


It crowd

Þættirnir IT crowd eru nánast skylduáhorf fyrir alla þá sem hafa einhventíman unnið við tölvuviðgerðir eða þurft á tölvuviðgerðum að halda. Mér leist nú ekki á þá í upphafi en það sem þeir batna með hverjum þætti og það sorglega er að ég kannast við ótrúlega margt í gegnum sambúð mína með IT manni *fliss* síðasti þátturinn eða nr.6 er samt langsamlega bestur !!

  • Þættina má finna hér
  • sunnudagur, júní 17, 2007

    Já takk...

    Ég væri þokkalega til í að sjá þessa þætti hér á landi ...Guðni fann umfjöllun um þetta í fréttablaðinu og við ákváðum að kíkja og urðum sko ekki fyrir vonbrigðum Vá..





    fimmtudagur, júní 14, 2007

    Fliss
    ..já ég veit að þetta er barnalegt en ég flissaði samt !!

    þriðjudagur, júní 12, 2007


    Ó já..
    Til að fullkomna 80's flippið mitt er Erna frænka með Ísfólksgetraunir þessa dagana sem ég hef skemt mér konunglega við að leysa. Ótrúlegt hvað maður man mikið þó að það séu liðin hátt í 20 ár síðan ég las flestar bækurnar. Ég las fyrstu 25 bækurnar flestar aftur og aftur ég þurfti t.d. að kaupa annað eintak af bók nr.1 þar sem hún þoldi ekki álagið og datt í sundur. Ég komst líka að því mér til mikillar skelfingar að það vantar inn í seríuna bækur sem hafa hreinlega týnst og þar á meðal er ein uppáhalds bókin mín Vetrarhríð. Ég var þegar búin að kaupa nokkrar sem vantaði fremst í flokkinn en Ásdís hefur verið að lesa Ísfólkið og þá uppgötvaðist að það hefðu horfið nokkrar af fyrstu bókunum. Ég er að vísu ekki nærri eins hrifin af nýja útlitinu á Ísfólkinu og nýju bækurnar stinga í stúf við hinar í hillunni.
    Mér finnst ekkert smá súrt að hafa týnt úr seríunni ég hafði mikið fyrir að vinna mér inn fyrir bókunum á sínum tíma. Ég vann við að slípa lista og bora göt í ramma á verkstæðinu hjá pabba um helgar og fékk borgað í Ísfólksbókum sem voru flestar keyptar í flugstöðinni út á Reykjavíkur velli en þar var eina búðin sem seldi Ísfólksbækurnar sem var opin á þeim tíma sem vinnudeginum lauk hjá pabba. Ég missti nú næstum framan af fingri við vinnuna þegar spotti úr hanska sem ég var með flæktist í bornum og hendin á mér dróst á leiftur hraða að bornum og litlifingur og baugfingur mörðust mjög illa þegar þeir vöfðust utan um borinn þetta svo þetta eru mjög verðmætar bækur og mikið á sig lagt til að eignast þær.

    mánudagur, júní 11, 2007

    80's pása

    Á leiðinni heim í gær var sólsetrið svo fallegt að við skelltum okkur út á Álftanes og ég smellti nokkrum myndum af mínum nánustu :)


    sunnudagur, júní 10, 2007

    Enn um 80's

    Já nostalgían kom akkúrat á réttum tíma það var að detta í sölu 5 diska safn af 80's lögum ....ég þarf augljóslega að skreppa og kíkja á þetta.

    laugardagur, júní 09, 2007

    Meira 80's
    Nokkur af mínum uppáhalds síðan í den...










    föstudagur, júní 08, 2007

    Nothing else..

    Datt í hug að deila með ykkur einu af mínu uppáhaldslögum. Tónlistin nær að dáleiða mig algerlega svo að ég man næstum ekki hvað ég heiti þegar yfirlýkur. Röddin í Garðari Thor Cortes hefur þessi sömu áhrif á mig líka ef ég hlusta á hann í tölvunni endar á því að ég gleymi að pikka á lyklaborðið og enda ég í einhverjum transi sem fær mig til að gleyma stað og stund og ranka svo við mér hress og endurnærð eins og eftir góðan blund.

    80's

    Ég gat skemmt mér vel í gær við umræður um 80´s hár tískuna sem ég átti við fólk sem bæði lifði þetta og fólk sem var að fæðast á þessum tíma og nær ekki alveg tísku þessa tíma. Ég gat nú ekki annað en hlegið að minningunum sem poppuðu upp í hugann og bölvaði í hljóði yfir að eiga ekki almennilegar myndir frá þessum tíma. Hárgreiðsurnar ógurlegu með tilheyrandi túberingum, svarta naglalakkið tjull og neon tímabilið, að ég tali nú ekki um BLEIKU, BLÁU og FJÓLUBLÁU augnskuggana (við Guðlaug vorum svo flottar nú málaðar á þessum árum!!). Ég var hélt mig í Duran Duran stílnum framan af áratugnum (10-12 ára ) vinkon mín ein var ógó töff í Madonnu átfittinu (tjull, krossar og missíð tætingsleg pils)hún skipti svo á Madonnu og Boy George, þótti spes en samt flott. Fatatískan var nú sérlega sjarmerandi á þessum tíma svaðalegir herðapúðar, appelísnugulu og gulu kápurnar og satínskyrturnar bara snilld.
    Tónlistin klikkaði ekki ég hélt með Duran Duran og hataði Wham auðvitað he he he. Við vinkonurnar hringdum auðvitað inn í hverri viku að kjósa í vinsældarlista Rásar 2 og sátum svo límdar við útvarpið og biðum eftir okkar lögum og tókum upp á segulband og spiluðum svo aftur og aftur og aftur og aftur.
    Við skröpuðum saman til að eiga fyrir BRAVO blöðunum sem fengust í Jóabúð og ég var sko ekkert smá hrifin af herbergi einnar vinkonu minnar (sömu og var í Madonnu stílnum) sem var sko veggfóðrað með BRAVO plaggötum. Þessi sama vinkonamín bjó svo vel að það var til videótæki á hennar heimili og bestu spólurnar voru áramótaskaupin frá síðustu 2 árum (81-83 að mig minnir) og héngum við gjarnan fyrir framan imbann og horfðum á skaupin. Bróðir hennar átti líka margrómaða gersemi í formi leikjatölvu Sinclair spectrum 48k og það sem var hægt að dunda sér í henni þegar bróðir hennar sá aumur á okkur eða var ekki heima.

    Eins og ég sagði þeim félögum mínum þá var þetta snilldar áratugur og eiginlega vorkenni ég þeim sem misstu af honum eða eins og ég oðaði það á ensku " it was fun then it's funny now whats not to love".

    miðvikudagur, júní 06, 2007

    Stundum fýkur nú bara í mann

    Er ekki verið að grínast í okkur ??

  • Mbl.is

  • Hvernig er hægt að hækka laun eins hóps um mánaðarlaun hins almenna launþega á einu bretti pirr..... Það er nú ekki eins og þeir hafi verið að lepja dauðann úr skel með 12 hundruð þúsund á mánuði fyrir hækkun.
    Money...

    Við hjónin erum að fara á tónleika í lok júní ásamt hóp af vinum og félögum en Dúndurfréttir og Sinfó ætla að spila The Wall ég gat ekki annað en sagt já við þessu. Held að þetta verði bara snilldar uppákoma :)

    En í tilefni af því að dagurinn í dag er heldur grár og leiðinlegur þá datt mér í hug að bjóða upp á smá blús sem á einkarvel við stemmingu dagsins.



    Hvernig er það eiginlega er enginn endir á þessu roki og rigningu hér á suðvestur horninu mér finnst komið nóg í bili !!

    Allt í lagi ..

    Er nú ekki kominn tími á að senda liðið á mbl.is á námskeið í stafsetningu og málfræði. Það er stundum hreint sárt að lesa ambögurnar þeirrra. Núna áðan leit stjörnuspá dagsins í dag svona út:

    Vog: Þú finnir leið til að finnast gaman að taka út ruslið, og leggur þig alltaf allan fram við öll verk - smá og stór. Hugsaði stórt, mjög stórt, og þú slærð í gagn.

    HA?? Hvað meiniði eiginlega ??

    mánudagur, júní 04, 2007

    Örlítið meira af þessu

    Anna var mjög ósátt við að Árni fengi mynd á blogginu en ekki hún svo að hennar ósk kemur hennar mynd hér.

    laugardagur, júní 02, 2007

    Sá þetta hjá Guðlaugu ..

    Og varð náttúrlega að prófa líka :)


    Eitt sem mér finnst frekar skelfilegt er að þegar ég renndi 3 öðrum myndum af mér teknum frá hinni hliðinni þá poppaði Michael Schumacher upp í öll skiptin ef horft er á mig meira til hægri þá líkist ég Sjúma semsagt helst til of mikið ehhhh....





    Stenst ekki að sýna ykkur hvað kom út fyrir ástkæran son minn en þeir feðgar deila með sér Celebrety ...ætli það sé eithvað að marka þetta he he he

    Í seilingar fjarlægð..

    Það er ekkert öðruvísi en svo að sumarfríið mitt er komið í seilingar fjarlægð ég á 3 vaktir eftir þar til það brestur á. Ég vinn á morgun og mánudag og svo aftur á fimmtudaginn og þá er ég komin í frí frí frí ..............

    Annað sem ég gat glaðst yfir var að ég næ sko þremur formúlukeppnum í sumarfríinu Jeij.....ohh það þarf nú ekki mikið til að gleðja mann þessa dagana.

    föstudagur, júní 01, 2007


    OMG sagan bara batnar og batnar .....

  • Mbl


  • Eru þið ekki að grína í mér......... tengdapabbi berklamannsins er "örveirulíffræðingur (veit ekki hvernig á að þýða microbiologist)" og sérhæfir sig í hindrun á útbreiðslu berkla ........þessi saga er að verða ótrúlegri en nokkur lygasaga.

    Landamæravörðurinn sem hleypti honum milli Kanada og USA hefur misst vinnuna. Hann hafði sagt sér til varnar að "hann leit nú ekkert svo veikindalega út" og ákvað því að hunsa að maðurinn var á bannlista vegna smitsjúkdóms og hleypti honum áfram.

    Samkvæmt Lækni berklamannsins í Denver þá er hann nú bara í léttu skapi og frekar hress á þvi en biður samferðafólk sitt afsönunar :s

    Aðeins í Ameríku .............
    Meðmæli dagsins

    Nýja baggalúts lagið........fékk mig til að glotta út í annað a.m.k. lagið má sækja á síðu baggalúts ókeypis eða borga 149kr fyrir það á tónlist.is :S
  • Sof þú mér hjá


  • Hver gæti hugsanlega staðist þennan dásemdar texta:

    Þú ert eins og dagrenning í disneymynd.
    Dásamlega hrekklaus, líkt og veturgömul kind.
    Þú er ljós á húð og hár.
    Þú ert hrein og klár.
    Þú ert blíð, snoppufríð - þú ert mín.

    Þú ert mér sem lyftiduft í lífsins deig.
    Lostafull sem fagurmótuð sending inní teig.
    Þú ert dável samansett,
    bæði sæt og nett.
    Þú ert rjóð, þú ert góð - þú ert mín.