þriðjudagur, júní 21, 2005

Þrjú hjól undir bílnum en

Sjö sæti og nóg pláss....... Við voruma að kaupa okkur bíl :) og erum núna stoltir eigendur að Toyota Previa 2003. Ekki meiri slagsmál um pláss og farangri troðið í fangið á öllum farþegunum. Ég er í áttunda himni með þessa þróun mála. Við ætluðum upphaflega að kaupa gamlan 7 manna jeppa en svo datt þessi upp í hendurnar á okkur og við gátum bara ekki sagt nei.
Ég er farin út að keyra !!!!!

mánudagur, júní 20, 2005

Frestur er á flestu bestur

Af óviðráðanlegum ástæðum frestaðist ferð okkar út úr bænum en ef allt gegngur að óskum förum við á morgun. Ef það gengur ekki eftir þá verður ferðin norður að bíða fram í næstu vikur :S Ég vona samt að við náum að fara á morgun. En núna hef ég þó a.m.k. tíma til að klára að þvo þvott og taka til hérna heima svo ég geti kanski hugsað mér að koma heim aftur.

laugardagur, júní 18, 2005

Þá er þjóðhátíðin yfirstaðin

Ekki er nú hægt að segja annað en Garðabær kann að halda þjóðhátíð. Mikið var um dýrðir og skemtiatriði voru af ýmsum tegundum. Eithvað klúðraðist í tímasetningum hjá promo eða hvað það nú heitir fyrirtækið hans Einars Bárðar. Þannig að þegar Hildur Vala átti að syngja komu Nylon í staðin og öfugt. Hildur Vala átti upphaflega að syngja á útisviðinu milli kl 14-16 og Nylon inni milli 16 og 17 Fólk hér var nú greinilega ekki ánægt með skiptin Nylon hefur greinilega mistt eithvað af fylginu sem það hafði. Aumingja stelpurnar sungu og það bara nokkuð vel en það dugði ekki til þær fengu lítil sem engin viðbrögð. Kanski var ekki málið að þetta voru Nylon heldur kanski bara þ að að Garðbæingar kunna ekkert á skemtiatriði utandyra. Á þeim árum sem ég hef sótt útiskemtanir á 17.júní í Garðabæ hef ég aldrei séð fúlari áhorfendahóp. Fólk klappar ekki hvað þá syngur með og ekki eru neinskonar fagnaðarlæti í lok skemtiatriðanna, hversu góð sem þau hafa verið. Mér hefur alltaf fundist þetta mjög dularfult og er ansi oft eini apinn sem klappar eftir atriðin **roðn** Enda uppalinn í Kópavoginum þar sem fólk skemti sér við svonalagað og tók undir og fagnaði vel í lokinn ef atriðin áttu það skilið.
Skemtiatriðin innandyra fengu þó betri viðbrögð enda voru þar á ferð stjörnur úr Garðabaænum og má af líkum leiða að hópur aðstandenda hafi átt þar hlut að máli. Fyrst var fimleika atriði frá stjörnunni og voru allt ílagi Svo komu atriðin sem stóðu algerlega uppúr af þeim skemtiatriðum sem ég hef séð á 17.júní, ef frá er talið dragg show Palla og Maríusar í Lækjargötunni fyrir mörgum árurm. En þetta voru semsagt unglingarnir úr Garðaskóla með atriði úr söngleiknum Wake me up sem þau hafa verið að sýna í vetur. Fyrsta atriðið var nú bara venjubundið og nokkuð flott en svo kom súrealískasta og furðulegasta atriði sem ég hef séð lengi. Drengir af öllum stæðrum og gerðum í netabolum og mis kvenlegir komu fram á sviðið. Tónlistin byrjar og ég átta mig á því eftir nokkra takta að þarna var lagið I´ts raining men á ferðini. Auðvitað var sungíð á íslensku og útlaðgðist einhvenveginn svona "Ég elska menn haleljúja ........helst marga í senn......" með tilheyrandi hreyfinugm *roðn* Ég sprakk úr hlátri (um það leyti sem ég hætti að fara hjá mér) og ekki minkaði hláturinn við að horfa á áhorfendurnar hinumegin í salnum sem sátu gersamlega agndofa og vissu ekki hvað þeir áttu við sig að gera. Vandræðagangurinn í áhorfendunum var algerlega óborganlegur en á endanum var klappað fyrir hópnum. Eftir þetta kom svo Hildur Vala og söng eins og engill. Viti menn innandyra á 17.júní kunna Garðbæingar að syngja með, klappa með og fagna vel og vandlega að atriðum loknum. Kanski var það bara hvað Hildur var fín sem dugði til að uppskera þetta kanski hefði hún fengið þessi viðbrögð úti líka en ég er ekki alveg viss.

Framkvæmdirnar hérna eru nokkuð vel á veg komnar búið að mála herbergið okkar svo nú eru allir veggir í stíl. Kanski kominn tími til að klára málningarframkvæmdir sem hófust árið 2000 (ARGH). Þegar við tókum svo gólfdúkinn upp kom í ljós að rakavandamál sem var til staðar þegar við fluttum hingað var enn í gangi. Fúlir, fúkka blettir voru undir dúknum á nokkrum stöðum. En ljóst var að fyrr viðgerðir (fyrir 9 árum) höfðu gert eithvert gagn því þetta var tiltölulega lítið. Ég gekk í málið og nú er búið að sótthreina gólfið og loka öllum sprungum svo málið ætti að vera úr sögunni. Þetta þýðir að nú er hægt að setja parketið á það vantar aðeins eina fíntennta sög til að málið verði klárað. Ég geri mér vonir um að minn heittelskaði fari á stað sem selur verkfæri og reddi þessu fyrr en seinna. Þó það sé ágætt að sofa í stofunni þá finns mér skemtilegar að geta boðið heim gestum, og því vil ég klára þessar framkvæmdir sem fyrst.
Best að fara að gera eithvað........

fimmtudagur, júní 16, 2005

Oporation nýtt parket og málning

Já það var auðvitað ekki gat Lækjarfit Group bara farið í parketlagningu. Þegar við vorum komin langleiðina með að bera draslið úr herberginu kom í ljós að veggirnir eru ógeðslegir. Og því þarf að mála hluta af þeim gaman gaman. Svo nú skal slett úr rúlum og penslum áður en nýja gólfið fer inn. Woo hooo...........

Ég er búin að panta hótelvist fyrir Leó fyrir sumarbústaða ferðina og utanlandsferðina í ágúst. Ég get ekki annað en haft smá áhyggjur af honum aleinum á hóteli en vonandi verður þetta allt í góðu.

Over and out .......
opertation nýtt parket...

er hafin hjá Lækjarfit Group og ef heldur sem hrofir verður komið nýtt gólf og nýtt útlit í svefnherberginu okkar fyrr en síðar.

miðvikudagur, júní 15, 2005

A Bú

Já sko okkur við erum nánast búin að mála húsið JIBBÍ. Búið að mála 2 umferðir yfir allt húsið. Það á að víus eftir að mála upp undir þakskeggið þá rönd sem að rúllan náði ekki en viti menn málningin kláraðist. Við vanáætluðum málninguna um akkúrat 1 lítra he he he mér finnst það nú bara alveg ótrúlega lítið, mátti búast við meiri skekkju en það.
Það hefur verið ákveðið að fara ekki út úr bænum fyrr en eftir helgi. Meiningin er að leggja parket á svefnherbergi okkar hjóna og svo á að horfa á formúluna á sunnudaginn. Eftir það er ætlunin að láta sig hverfa úr bænum. Svo er kósý í sumó um næstu helgi. Við eigum bara eftir að hanna ferðaplönin almennilega annars á ég alveg eftir að hringja upp á leirur og athuga með pláss fyrir Leó ohhhh Guðný þú ert alltaf svo tímanlega í öllu **roðn**

En hér má sjá myndir af húsinu fyrir og eftir :)
  • Myndir
  • Rautt rautt rautt er ........
    Húsið í Lækjarfit já það fer sko ekki á milli mála að húsið er sko rautt já já. En liturinn er betri en ég hefði trúað í upphafi þegar hann þornar er hann barasta ekki svo slæmur. Mér tókst að mála 60% af húsinu i gær Guðni tók svo 35% og nú er eftir hálfur veggur og svo kantar upp við þak að ótalinni umferð 2 sem mun farin við fyrsta tækifæri eða færitæki eða hvað það nú er.
    Ég lenti í þeim horror í gær að slasa Önnu gullmolann minn. En þannig var mál með vexti að í 17 stiga hitanum í gær fanns mér upplagt að krakkarnir fengju að sulla í sundlauginni í garðinum. Þegar þeirri skemtun var lokið ætlaði ég að halda á Önnu inn enda var hún berfætt og rennandi blaut. Ég vafði Önnu í handklæði og hélt af stað á leiðinni inn. Ákvað að fara framfyrir jepann þar sem það var svo mikið af drasli fyrir aftan hann að ég var hrædd um að detta. En þegar ég er komin fram fyrir rek ég tærnar í eithvað og dett framfyrir mig og missi Önnu úr höndunum og hún skellur í gangstéttina með miklum dynk. Hún rotaðist nú ekki né vankaðist en ég var alveg viss um að hún væri stórslösuð. Mér brá svo mikið að ég var nærri búin að hringja á sjúkrabíl með það sama. Anna jafnaði sig nú á endanum lagði sig í hálftíma og þá var hún orðin betri en ný úff en hvað mér brá illa. En þetta leiðir mig að þeirri niðurstöðu að það verði að fara að laga planið hérna fyrir utan áður en einhver drepur sig þar. Pabbi datt víst á sama stað á planinuum daginn, en það eru þar tvær hellur sem eru upplagðar til að detta um.
    Annars erum við hjónin að hugsa um að leggja land undir fót/dekk þegar við erum búin að mála og halda jafnvel í rigninguna á norðurlandi en það á nú eftir að skýraast betur síðar. Ég er komin með algeran norðurlands fiðring og langar ofsalega mikið norður. ég hef ekki komið norður síðan á vormánuðum 2002 og það er barasta allt of langt. Svo rigning eða ekki ég fer norður áður en sumrinu lýkur.
    Síðustu setningunum hefur verið breytt eftir þarfa ábendingu ;)

    mánudagur, júní 13, 2005

    Ohhh My GOD.....

    Við fórum að kaupa málningu á húsið áðan og til að gera langa sögu stutta hefur orðið einhver misskilningur milli okkar og sölumannsins og málningin sem við erum með er ekki eins og sú gamla heldur Ryðrauð. Húsið okkar mun því verða ryðrautt að utan :S ekki fáum við málningunn skipt og 30.000 kr. virði af málningu veður maður sennilega að nota :S svo húsið verður Ryðrautt er ég hrædd um OMG. Ég hugga mig við það að húsið hér við hliðina var svona ryðrautt og það vandist rosalega vel mér fanst það dáldið áberandi fyrst en svo vandist það svona líka vel :) vona að þetta geri það líka :S

    föstudagur, júní 10, 2005

    Með kúst og gömlu priki

    Já nú er tiltektar æðið búið að standa í 2 daga ég er búin að eyða góðum parti 2 daga í að þrífa. Þá er ég bara að tala um eldhúsið ég á enn eftir að þrífa upp á eldhúsinnréttingunni og skúra OMG. Ég er reyndar búin að þrífa pínku inn á baði líka en þvílíkt ryk og rusl þetta er bara óeðliegt hvað getur safnast mikið af svoleiðis OJJJ. Núna er stefnan sett á restina af húsinu gaman gaman (NOT) en það verður gaman þegar ég er farin að sjá árangurinn. Merkilegt samt að nú erum við einum einstaklingi færri en venjulega en upp á móti kemur að það eru einhverjir heima allan daginn. Samt ruslast minna út en venjulega ef frá eru talin leikföng yngstu heimasætunnar. Það er ekki eins mikið af tómum fernum, notuðum diskum og alskyns rusli út um allt svo eithvað sé nefn. Er höfuðpaurinn í rusla og drasl mafíunni fundinn hmmmm.....
    Ég er búin að segja kóngulóarfaraldrinum stríð á hendur og geng nú undir nafninu Eiturpési. Það viriðist vera að það klekist út ný hreiður með kóngulóareggjum (í hverju hreiðri eru a.m.k. 100 stk) annan hvern dag og sennilega oftar. Þannig að það er allt vaðandi í kóngulóm hér ég held þeim í skefjum með þvi að fara út með Vapona brúsann á þriggja daga fresti og eitra hringinn um húsið. En mér finnst þetta samt svoldið óþolandi ég verð að segja það. Er farin að íhuga að flytja inn Gekkó eða eithvað svoleiðis til að éta lóurnar fyrir mig. Önnur hugmynd er að rækta upp stóran stofn af Járnsmiðum og sleppa lausum hér fyrir utan og láta þá um lóurnar. Ég sá nefnilega skordýralífsmynd fyrir nokkurm árum (elska svona dýralífsmyndir) og þar kom fram að Járnsmiðir borða kóngulær með bestu lyst og láta sig ekki muna um að ráðast á kóngulær sem eru talsvert stærri en þeir. Mér hefur alltaf verið vel við járnsmiði (ekki þar með sagt að ég vilji hafa þá í rúminu minu OJJJ) og þeir hækkuðu enn í áliti hjá mér. Ég geri mér far um það ef ég sé járnsmiði innandyra að taka þá upp á pappír og fara með þá út í stað þess að drepa þá. Ég er svo illa gerð að ég get bara ekki hugsað mér að hafa pöddur inni hjá mér ekki einu sinni sætan járnsmið eða brúnbjöllu.
    Nóg um það ég er farin að gera eithvað af viti .......eða eins mikið og hægt er að búast við af heyrnarskertri ljósku með freknur.

    P.S. setti link á bloggið hans Bjössa (long overdue) á tenglalistan minn hér við hliðina. Endilega kíkið á strákinn hann var að fara fyrstu ferðina sína sem flugmaður hjá Icelandair um dagin. Þar má finna sjá myndir af honum í flugmans uniforminu, stórglæsilegur auðvitað :)

    fimmtudagur, júní 09, 2005

    Að vera eins og þau hin

    Ég tók náttúrlega prófið á síðunni hennar Ernu til að komast að því hversu normal ég virkilega er og mér til mikilla vonbriðga er ég :





    You Are 60% Normal

    (Really Normal)









    Otherwise known as the normal amount of normal

    You're like most people most of the time

    But you've got those quirks that make you endearing

    You're unique, yes... but not frighteningly so!




    Ég er bara venjuleg þó ég sé ljóhærð, heyrnarskert með freknur þá er ég bara normal ojjjjj. Ég sem hef alltaf staðið í þeirri trú að ég væri dáldið skrítin a.m.k. meira en 40% skrítin en nei.


    Ekki veit ég alveg hvað er að gerast með mig Venus hlýtur bara að vera í 8 húsi vatnsberans eða kanski er plútó í hundahúsi Orions eða eithvað. Hví segi ég það jú ég fór sko í vinnuna í gærmorgun kl. 7 vaknaði þar af leiðandi kl.6 það var brjálað að gera í vinnuni og ég hljóp stanslaust allan daginn. Ég kom heim rétt eftir kl.15 skellti í mig einum kakókaffibolla og tók svo til í eldhúsinu (ekki vanþörf á þetta var eins og slæm útgáfa af Allt í Drasli bara ekki með kattaskít) Ég skrubbaði og lagaði til kl. 21 (með smá hléum til að tala við Ásdísi á MSN og SKYPE). Eina ástæðan fyrir því að hreingerningar æðið var sett á hilluna var að ég þurfti að mæta á æfingu hjá 89th og þar var ég í svoleiðis stuði að strákarnir stóðu orðlausir eftir he he he Nú æfingunni lauk kl. 23 þá ætlaði ég nú aldeilis að smella mér upp í rúm að sofa stillti að vísu á stöð2 + til að sjá Strong Medicine en ætlaði svo að fara að sofa en nei ég var sko barasta ekki í neinu svefn stuði ég vakti til 2 og píndi mig þá til að fara að sofa. Þetta er sko ekki heilbrigt þega ég er annars vegar það er alveg ljóst. Ég svaf að vísu eins og engill til klukkan að ganga 11 í morgun spratt þá á fætur (sem er ekki eðlilegt heldur) fékk mér morgunmat og las blöðin. Tók mér svo tusku í hönd og ætlaði að fara að þrífa meira en þá kom bjargvætturinn hún móðir mín í heimsókn svo hreingerningarnar voru settar á hold. Núna var ég að klára að borða miðdagsbitann settist svo hér og ætla svo að fara að þrífa meira. Held ég hafi verið numin á brott af geimverum eða eithvað þetta er ekki heilbrigt.
    Ryksugan á fullu étur alla drullu tralla la la la la la la la la la la ........

    miðvikudagur, júní 08, 2005

    Sumar sumar sumar og sól (eða rigning eða þannig)

    Þá er komið að því að ég er komin í SUMARFRÍ jibbí jibbí jibbí jey. Krakkarnir byrjuðu í sumarfríi á mánudaginn og eru búin að vera í pössun hjá afa meðan við hjónakornin höfum verið í vinnu. En núna er komið að kósyheitum hjá mér Árna og Önnu og Guðni kemst svo loks í frí á föstudag. Ég giska nú samt á að hann verði með annan fótinn í vinnunni um helgina ef ég þekki þetta rétt en hefði ósköp gaman af því að hafa rangt fyrir mér með þetta. Það á sko heldur betur að taka til hendinni í fríinu vonandi verður eithvað af því meðal þess sem er á listanum er að mála húsið og parketleggja hjónaherbergið. Ég held ég þoli ekki mikið lengur þennan bleika lit sem koinn er á húsið en fína málningin okkar hefur upplitast svo að það er skelfilegt. Það er bara bak við þakrennurnar sem upprunalegi liturinn sést enþá.

    Krakkarnir fengu einkunirnar sínar á þriðjudaginn og ég er sko að rifna úr monti yfir þessum duglegu krökkum.

    Ásdísar einkunnir(í sviganum er meðaltal árgangsins í greininni):

    Lestur 9 (8.0)
    Skrift og frágangur 8 (8.6)
    Íslenska 8 (8.3)
    Stærðfræði 7.5 (8.2)
    Enska 9(8.6)
    Landafræði 8 (9)
    Náttúrurfræði 8.5(8.6)
    Heimilisfræði 9.5(9.1)
    Íþróttir 8.5(8.8)

    Stundvísi,Hegðun,Vinnusemi,Mætir með námsgögn og Heimanám er einkunnin A

    Árna einkunnir:

    Lestur 8.0(7.1)
    Skrift og frágangur 7.0(7.0)
    Stærðfræði 8.5 (7.8)
    Stundvísi,Hegðun,Vinnusemi,Mætir með námsgögn og Heimanám þar er einkunnin A


    Maður getur ekki annað en verið ánægður með þetta.

    Jæja best að fara að gera eithvað sumarfríslegt eins og að taka til og svona.

    föstudagur, júní 03, 2005

    Fislétt og fjaðrandi
    Ég rakst á þennan líka ljómandi girnilega megrunarkúr á netinu nú er bara spurningin um að hætta á Herbalifeinu (AS IF) og prófa þennan he he he he.............


    Megrun sem VIRKAR!!!!!!!!!!

    Vandamálið með flesta megrunarkúra er að þú færð ekki nóg að borða (sveltikúrinn), fæðið er of einhæft (bananakúrinn) eða þú ferð á hausinn (nautalundakúrinn). Þetta hefur þær afleiðingar að fólk svindlar í megruninni eða hættir eftir 3 daga. En nú hafa amerískir sérfræðingar komið fram með smábarnakúrinn og íslenskir starfsbræður þeirra aðlagað hann okkar aðstæðum. Þú hefur tekið eftir því að öll tveggja ára börn eru grönn. Nú er lykillinn að velgengni þeirra á þessu sviði öllum aðgengilegur. Hafðu samband við lækni áður en þú byrjar á þessum kúr, annars þarftu að fara til læknis að honum loknum. Gangi þér vel.

    1. dagur.

    Morgunmatur: Eitt hrært egg, ristuð brauðsneið með appelsínumarmelaði.
    Borðaðu tvo bita af egginu, notaðu ekki gaffal, hentu restinni af egginu á gólfið. Taktu einn bita af brauði, smyrðu síðan marmelaðinu yfir andlitið og fötin þín.

    Hádegi. Fjórir vaxlitir (hvaða litur sem er), handfylli af kartöfluflögum og eitt mjólkurglas, drekktu 3 mjólkursopa og helltu restinni niður.

    Kvöldmatur. Nagaðu blýantsstubb, gleyptu tvær krónur og gyllta tölu. 4 sopar af flötu Sprite.

    Kvöldsnarl. Hentu ristaðri brauðsneið á eldhúsgólfið.

    2. dagur.

    Morgunmatur. Taktu brauðsneiðina frá því í gærkvöldi upp af eldhúsgólfinu. Drekktu úr einu vanilludropaglasi og borðaðu eina túpu af grænmetiskrafti.

    Hádegi. Hálfur varalitur - Pulsating Pink? og lófafylli af Purina hundamat (valfrjálst bragð). Einn ísmola eftir vali.

    Eftirmiðdagur. Sleiktu stóran sleikjó þar til hann verður klístraður, farðu með hann út og misstu hann í drulluna. Taktu hann upp og sleiktu hann þar til hann er hreinn aftur. Taktu hann þá inn aftur og misstu hann á góða ullarmottu.

    Kvöldmatur. Troddu litlum stein eða baun upp í vinstri nösina á þér. Helltu applsínu-Svala yfir kartöflumús og borðaðu með skeið.

    3. dagur

    Morgunmatur: Tvær pönnukökur með miklu sýrópi, borðaðu aðra með fingrunum, klesstu síðan fingrunum í hárið á þér. Mjólkur-glas, drekktu helminginn, settu hina pönnukökuna ofan í glasið. Eftir morgun-mat skaltu taka sleikjóinn upp af ullarmottunninni, sleikja af kuskið og setja síðan sleikjóinn á setuna á góðum hægindastól.

    Hádegi. Þrjár eldspýtur, hnetusmjörs- og sultusamloka. Hræktu nokkrum bitum af henni á gólfið. Helltu mjólkurglasi á borðið og sötraðu það upp.

    Kvöldmatur. Taktu upp brauðsneiðina frá því í gærkvöldi og fáðu þér einn bita. Full skál af ís, lófafylli af kartöfluflögum, dálítið af rauðu púnsi. Reyndu að láta eitthvað af púnsinu frussast út um nasirnar á þér.

    4. dagur.

    Morgunmatur. Fjórðungur af tannkremstúpu, gerðin skiptir ekki máli, biti af handsápu, ein ólífa. Helltu mjólkurglasi yfir kornflöguskál og hálfan bolla af sykri. Þegar kornflögurnar eru gegnumblautar, drekktu þá mjólkina og gefðu hundinum kornflögurnar.

    Hádegi. Borðaðu brauðmola af eldhús- og borðstofugólfinu. Finndu sleikjóinn og kláraðu hann.

    Kvöldmatur. Glas af spaghetti og kakómalti. Skildu kjötbolluna eftir á diskinum. Smávegis augnbrúnalitur í eftirrétt.

    **ÞETTA KLIKKAR EKKI EF ÞÚ FYLGIR FYRIRMÆLUM KÚRSINS;-D**


    Þar hafiði það krúttin mín ef ykkur vantar hunda matinn til að fullkomna dag 2 þá á ég nóg af Royal Cannin sem Leó vill ekki svo sláið bara á þráðinn og ég sendi ykkur dagskammtinn.

    fimmtudagur, júní 02, 2005

    Lonely, Im miss lonely. I have no Ásdís to call my own...

    Já Ásdís er farin til Danmerkur ég var að koma heim af flugvelinum ......með tárin í augunum og allt **sniff**sniff** (tregafull fiðlutónlist heyrist í bakgrunni). Mamma og Co. eru farin norður í fermingu sem ég er að missa af (meiri tregafull fiðlutónlist) er þvílíkt skúffuð yfir að komast ekki norður í fjörið, veit að það verður gaman.
    Jákvæðu fréttir dagsins eru að ég keypti bílstól handa Önnu í dag hann kostaði formúgu en hann er hreinasta snilld !! Hann er af gerðinni RECARO og mun duga Önnu til 12 ára aldurs.
  • Stóllinn (velja lit Black/Gray til að sjá rétta litinn)
  • Einn snilldar fidusinn í stólnum er að í höfuðpúðunum eru hátalarar sem hægt er að tengja við mp3spilara eða geisladiskapilara svo barnið getur hlustað á tónlist að eign vali á ferðinni. Það heyrist mátulega í þessu fyrir barnið en fram í heyrir maður ekkert SNILLD. Ég er þvílíkt ánægð með kaupin en hann kostaði líka sitt þegar ég vinn í lottóinu ætla ég að kaupa fótstig neðan við stólinn sem er enn ein argandi snilldin sem hægt er að fá á þennan stól. Anna sat í stólknum á leiðini suðureftir og hún var hæst ánægð hún situr það hátt að hún sér vel út og svo heyrðist eftir að hún var búin að sitja í smá stund "hann er svo mjúkur" Enda er eins og rússkinnsáferð á honum og það er "gorma" sessa í honum svo hann er þægilegur að sitja í. Mikill munur frá harð og frauðplastinu sem börnin okkar hafa setið á hingað til. Ofan í allt er svo 2ja ára ábyrgð á herleg heitunum og ef það kemur svo mikið sem saumspretta eða áklæðið hnökrar á ég að koma með hann og þeir skipta um það 1..2 og 3 Takk fyrir. Ég verð líka að nota tækifærið og hrósa sölumanninum upp í RECARO hann var snilld syndi okkur stólinn alveg fram og aftur Skemmti Önnu þvílíkt vel með því að setja stólinn í sæti sem var hægt að hækka og lækka svo hún var komin í nokkurskonar Tívolí hjá honum. Eftir að ég keypti stólinn sýndi hann mér svo alla fídusa (passaði að ég kynni þá) stillti stólinnn fyrir Önnu og það munaði minnstu að hann bæri hann út í bíl og festi Önnu í hann þar. Alvöru góð þjónusta !!!



    Jæja best að skella sér í skordýraeiturs leiðangur þvi kóngulærnar eru komnar af stað og það er barasta allt morandi þetta er að verða eins og í hellinum í Indiana Jones 2 **hrollur** Kóngulóarvefir og kóngulær af öllum stærðum og gerðum á ferðinni. Vantar bara snákana og sporðdrekana......vona ég **gúlp***

    Over and out farin að drekkja sorgum mínum í Pepsi Max og sordýra eitri .............ekki saman þó..................

    miðvikudagur, júní 01, 2005

    Hart í bak

    Já sennilega eru þetta ellimerki eins og vinkona mín benti á í commentinu hér að neðan. Bakið á mér er lítið betra ég gat ekki mætt í vinnu í gær útaf því ég er samt að láta mig dreyma um að komast í vinnu á föstudaginn en þá á ég að vinna næst. Ég get verið til með því að bryðja íbúkód eins og ég sé á launum hjá framleiðandanum eða þannig sko. Enda líklega með magasár úr íbúkód áti ...annað ellimerki. Ojj hvað er fúlt að vera orðin svona obboslega aldraður ætli það sé ekki best að fara að panta sér pláss á Hrafnistu og reit í Gufunesinu..........ætli sé of semmt að sækja um ellílífeyrinn?
    Ásdís fer til Danmerkur á morgun og verður fram í miðjan Júlí ég er hrædd um að það eigi eftir að verða frekar tómlegt í kotinu án hennar. En mér finnst hún heppin að geta fengið að fara í danskt sumar væri þokkalega til í að fara sjálf.