fimmtudagur, júlí 31, 2008

Ja hérna ..

Úff það að vera heimsmeistari í akstursíþrótt þýðir greinilega ekki að þú sért góður ökumaður. En ætli það sé alltaf í lagi að keyra á gangandi vegfarendur í Bretlandi eða er það bara ef maður heitir Michaels Schumacher ...Schuemacher keyrir á gangandi vegfaranda

mánudagur, júlí 28, 2008

Summer time..

Ákvað að henda inn nokkrum orðum bara til að láta vita að ég er lífs og að láta mig dreyma um að ég sé loks á bataleið. Vaknaði á fimtudagsmorguninn og fann strax að mér leið betur, á dáldið í land enþá en er samt merkjanlega betri :)
Ég er ekki orðin ökuhæf enn og það fer ansi mikið í mig að vera ekki almennilega frjáls ferða minna.

Hér koma svo fleiri myndir frá læknum góða á heitasta degi ársins...


föstudagur, júlí 18, 2008

Heimavörn...

Okkur fannst dáldið grunsamlegt þegar sama öryggisfyrirtækið hringdi 2svar í Guðna og einu sinni í mig að bjóða okkur öryggiskerfi fyrir heimilið. Við afþökkuðum bæði pent ég með þeim orðum að ég væri sátt við kerfið sem ég væri með. Dálitlu síðar heyrði ég hjá konu hér í Garðabæ (mamma bekkjarsystur Önnu) sem fékk hringingu frá fyrirtækinu sem hún var með kerfi frá og þeir voru að bjóða henni kerfi. Eithvað fannst konunni þetta skrítið þegar hún fór að hugsa málið og fór að grennslast fyrir hjá fyrirtæknu. Henni var þá sagt að þeir væru ekki með fólk í að hringja út og þetta væru sennilega vafasamir karakterar að grennslast fyrir um hvort hún væri yfirhöfuð með kerfi. Ekki sel ég svo dýrara en ég keypti söguna af konunni sem þáði boð um að fá kerfi og var sagt að það kæmi maður til að meta hvernig kerfi myndi henta henni best, jú maðurinn kom nokkrum dögum síðar var brotist inn allt verðmætt hirt en kerfið kom aldrei. Ég heryði svo í fréttunum á RUV í dag varað við þessum símhringingum svo ég ákvað að deila þessu með ykkur. Mórallinn í sögunni er sá að það á ekki að þiggja boð símasölu manna um öryggiskerfi fyrir heimilin ef þið hafið hug á slíku hafið samband við öryggisfyrirtækin sjálf !!

Skelli inn afrakstri göngutúrsins í gær, vildi bara að ég gæti fært ykkur lyktina sem er niðri við læk með myndunum. Það er svo dásamleg eins og hunangslykt í loftinu meðfram læknum mmmmmmmmm...





fimmtudagur, júlí 17, 2008

Sumar, sumar, sumar og sól

Ef satt skal segja lagðist ég ekki í sólböð í gær en ég fór út í göngutúr. Tók staf og myndavél og gekk leið sem venjulega tekur 4-5 mínútur var í heilar 10 að komast út að brúnni sem er hér í hraunjaðrinum. Settist þar niður og naut veðurblíðunnar og þeirrar staðreyndar að svona stutt frá heimilimínu er hægt að komast í nánast ósnortna náttúru. Ég sat á sama stað í klukkutíma og ýmislegt bar fyrir augu.
Hendi inn myndum sem ég tók gæðin á sumum eru nú svo sem ekkert til að hrópa húrra fyrir. Tveir Auðnutittlingar settust hinu meginn við lækinn og ég þorði ekki fyrir mitt litla að hreyfa mig mikið svo ég smellt af þaðan sem ég sat svo að það verður að kroppa myndirnar all hrikalega til að sjá greyin. En ég ákvað samt að henda inn kroppuðu myndunum því þeir eru einfaldlega of mikil krútt til að sleppa því he he







miðvikudagur, júlí 16, 2008

Skítt með kerfið...

..ég er farin út í sólina .......

þriðjudagur, júlí 15, 2008

Mamma mia

Dísa systir bauð mér í bíó í gær og við fórum að sjá myndina Mama Mia. Ég vissi svo sem ekki hverju væri vona á þar sem ég hafið ekki einu sinni séð trailerinn. En það sem við skemmtum okkur ég er með harðsperrur í magavöðunum eftir hláturinn. Ég held að það sé óhætt að segja að ég hefi hlegið frá 3 mínútu og fram að hléi og svo aftur frá hléi til loka. Ég mæli hiklaust með að fólk skelli sér á þessa og ég endurtek svo ráð frá frænku minni ekki fara fyrr en þið hættið að sjá fólk á tjaldinu.
Sú staðreynd að það var uppselt á mánudagskvöldi klukkan átta segir líka eithvað.

Annars markaði þessi ferð okkar systra tímamót þar sem við höfum aldrei áður farið tvær í bíó. Ég vona að við gerum þetta aftur og það fyrr en seinna. Takk fyrir skemtunina Dísa !!

fimmtudagur, júlí 10, 2008

Merkilegt hvað maður getur...

...látið sér leiðast þegar maður er ekki í ástandi til að gera neitt skemtilegt. Ég er alvarlega farin að hugsa um að hunsa leiðbeiningar eins læknisins míns sem ráðlagði mér að halda mig frá sólböðum og fara út í sólbað ...urg það er glatað að horfa á sólina skína og vera ekki úti í henni. Mig grunar reyndar að þessi löngun í sólbað stafi aðallega af því að ég á að láta það vera því venjulga langar mig ekkert í sólbað. En mér hlýtur að vera óhætt að láta skína á mig í smá stund ætla ekki að liggja hálfnakin í garðinum í marga klukkutíma he he he he

Annars á ég svo sem ekkert að vera að kvarta mamma kom í dag og gaf mér forláta peysu sem hún prjónaði handa mér. Hún er sko ekkert smá flott :) Þetta er svona utanyfir peysa sem er svört í gruninn og við skreyttum hana með hekluðum laufblöðum í haustlitum. Set inn mynd við tækifæri.

Ég skrölti líka út í dag og eitraði fyrir kóngulónum hérna í kringum gluggan hjá Ásdísi og í kringum eldhúsið. Ég get svo svarið fyrir það að það duttu niður 20 dauðar kóngulær eftir fyrstu eitrun og það voru bara þær sem voru nógu stórar til að maður sæi þær. Hér inni hef ég svo ryksugað upp annað eins ef ekki fleiri. Ég er gersamlega að tapa mér í þessum kóngulóar fansi.

Ég fann í gær hóp af kóngulóarungum sem voru bara svo krúttlegir að ég tímdi ekki að drepa þá og myndaði þá bara í staðinn. Sökum skjálfta og skorts á macro linsu eru myndirnar ekkert til að hrópa húrra fyrir en það er nú bara eins og það er. Árni var hinsvegar ekkert sérstaklega hrifin af því hvað ég var hrifin af lóubörnunum. Hann horfði á mig þungbrýndur og sagði " þú gerir þér grein fyrir að þær stækka og koma inn og þá þarf ég að veiða þær..". Honum fannst sem sagt full ástæða til að ég eitraði fyrir greyjunum og það strax því hann er orðin hundleiður á starfi sínu sem serlegur kóngulóar bani fyrir okkur eldri mæðgurnar, Anna er nefnilega alveg sjálfbjarga með að losa sig við kóngulær og finnst það ekki mikið mál.


Við fundum geitungabú í garðinum í síðustu viku á svipuðum slóðum og búið var um verslunarmanna helgina í fyrra. Núna fundum við búið sem betur fer áður en einhver hafiði reitt geitungana til reiði og eitruðum fyrir því áður en svo færi. Ergilegt hvað geitungarnir eru hrifnir af grjóthleðsunni minni en það er allavega auðvelt að finna þá þarna og gera útaf við þá. Annas sat ég og fylgdist með þeim í smá stund, skondin kvikindi. Ég var auðvitað með myndavelina og það voru strá fyrir opinu sem voru að pirra mig svo ég ákvað að kippa þeim burtu meðan enginn geitungur var sjáanlegur við opið. En úpsí ræturnar lágu frekar langt niður og þegar ég var búin að toga aðeins í grasið voru rótarlufsur komnar fyrir opið og viti menn koma ekki 2 geitungar með það sama að athuga hvað gengi á. Þeir skoða ræturnar og spá og spekulera í smá stund og taka svo til við að hreinsa þær burtu, þeim virtist vera slétt sama um mig þarna. Þetta virkaði svolítið á mig eins og þeir greindu tilfærslu á grasi sem náttúrulegt fyrirbæri sem þyrfit ekki að bregðast við með neinum afgerandi hætti :) Ég hallast að því að geitungar séu merkilegri kvikindi en maður gefur þeim kredit fyrir.

þriðjudagur, júlí 08, 2008


Alveg andlaus

Ég er alveg andlaus blogglega séð enda gerist fátt spennandi í mínu lífi þessa dagana. Ég fór og hitti sérfræðinginn og deildarlækinn í dag og fékk "niðursöður" á rannsóknum. Það er greinilega eithvað að en þeir vita bara ekki alveg hvað, góðu fréttirnar eru þær að ég er ekki með gigt en einhver bólguóáran er samt að hrjá á mér kerfið. Bólguskellur á heila og bólguprótein í mænuvökva var niðurstaðan sem segir samt ekki neitt og engin nákvæmari greining væntanleg nema eithvað meira gerist. Nú má ég bara bíða eftir að fá jafnvægið aftur til að geta farið að vinna, hvenær sem það verður nú, ég fékk ótíma bundið vottorð aftur.
Það sem hrjáir mig samt mest þessa dagana er samviskubit yfir því að geta ekki mætt í vinnu,get ekki einu sinni komið mér þangað sjálf glætan að ég myndi gera eithvert gagn þar. Þetta er samt einhvernvegin hálf glatað að hanga heima og vera með hnút í maganum gagnvart vinnunni.
En svo maður snúi sér nú að einhverju léttara þá eru hér tveir linkar sem ég gat nú ekki annað en brosað að.
Konur
Skjáhreinsir