sunnudagur, desember 31, 2006

Vá ég er bara orðlaus

Ef þetta er ekki eithvert það al versta kynningarmyndband sem ég hef séð þá bara veit ég ekki hvað. Held að þau ættu að fara á námskeið með Valgerði utan :s Ég held ég verði með kjánahroll langt fram á næsta ár.

  • Kynningarmyndband
  • laugardagur, desember 30, 2006


    Er mikið að gera hjá þessum manni..

    ..maður bara spyr sig .....

    föstudagur, desember 22, 2006



    Jóla hvað ??

    Mér til mikillar skelfingar þá eru bara 2 dagar til jóla og jólakortin (náði að skrifa 4 um daginn og koma þeim út) eru ekki komin í póst og ekki líklegt að þau nái fyrir jól :(
    Ég er held ég búin að kaupa allt sem þarf að kaupa fyrir jól gæti að vísu bætt smá við en það er ekkert alvarlegt. Núna er ég að hugsa um að fara að pakka herleg heitunum inn og koma þeim á áfangastað sem fyrst því ég er að vinna á þorláksmessu og dagurinn því heldur stuttur í annan endann. Við fórum í kvöld og keyptum megnið af matvörum sem við þurfum fyrir hátíðarnar en ætlum að bíða með kjötið þar til á Þorlák.

    Hér er komin einhver ferleg jóla stress þreyta í fullorðna fólkið en börnin láta engan bilbug á sér finna enn. Engar kartöflur hafa endað í skóm þeirra enn sem komið er.

    Nú þarf ég að fara að ákveða hvort ég ætla að sofa eða gera eithvað af viti .....

    fimmtudagur, desember 21, 2006

    fimmtudagur, desember 14, 2006

    Glatað
    Það er glatað að vera veikur í desember !! Ekki nóg með að vera veikur þá bætist við að maður stressat í tætlur yfir öllu sem eftir er og maður getur ekki framkvæmt meðan heilsufarið er í tómu tjóni.
    Ég veit að jólin koma þó maður nái ekki að klára allt og það sé ekki búið að skúra og skrúbba hátt og lágt en þetta er samt fúlt.

    þriðjudagur, desember 12, 2006

    Ekki dauð enn ...

    Þó það líti svo út þá er ég ekki alveg dauð úr öllum æðum enn þó bloggið sé hálf lamað eithvað þessa dagana. Ég hef einfaldlega ekki haft tíma til að skrifa neitt. Ég mun heldur ekki skrifa mikið þessa stundina því mér hefur tekist að ná mér í einhverja umgangspest og er að farast úr höfuðverk og hita. Vonandi lifnar yfir netlífi mínu von bráðar.

    mánudagur, nóvember 27, 2006


    Kúr
    Ég ætla sko þokkalega að kúra fyrir framan imbann í kvöld fyrst yfir Extreme Makeover Home edition og svo er loks þáttur af Grey's sem ég hef ekki séð. Ég er barasta farin að hlakka til :)

    laugardagur, nóvember 25, 2006

    Youtube
    Einn af uppáhaldsstöðunum mínum á netinu er Youtube þar get ég hlustað á flest alla þá tónlist sem mig langar og oftar en ekki rekst maður á skondin myndbönd þar líka. Þetta er sem sagt hinn fullkomni afþreyingar vefur.

    Hér eru svo linkar á það sem ég er að hlusta/horfa á á Youtube þessa dagana:

  • Tomoko


  • Heaven


  • Nothing else matters
  • miðvikudagur, nóvember 22, 2006

    Finnar eru snillingar !!

    Svona á að fara að þessu og ég er ekki frá því að þetta séu lögmætar umkvartanir !!
  • Finnski Kvartkórinn
  • mánudagur, nóvember 20, 2006


    Vetrarundur í Garðabæ

    Þegar ég vaknaði á sunnudagsmorguninn þá leið mér óneytanlega svoldið eins og múmínsnáðanum. Allir voru sofandi og það hafði eithvað skrítið gerst það var snjór yfir öllu og það sko enginn smá snjór. Það vaknaði óneitanlega upp hjá mér þörf til að fela bestu jarðarberjasultuna á góðum stað ef allt færi nú í óefni og ég gáði undir eldhúsinnréttinguna til að sjá hvort þar væri nokkuð lítið dýr sem segði segði "Radamsa" :) Það átti ótrúlega skemtilega við að fá þennan snjó núna þar sem ég er í miðju kafi að lesa Vetrarundur í Múmíndal fyrir Önnu okkur báðum til mikillar skemtunar.
    Það kom mér verulega á óvart hvað strumpastrætóinn minn er góður í snjóakstri og ég varð ekki minna hissa yfir að ég kann enn að keyra í snjó. Ég komst út úr hnédjúpum sköflunum í innkeyrslunni á honum og náði að komast út úr götunni þó það væri enginn búin að keyra hana á undan mér. Ég koms svo klakklaust alla leið í vinnuna og bíllinn spólaði ekki einu sinni. Það sem þarf í Reykvískri vetrarfærð er greinilega strumpastrætó og múmínálfaviðhorf :)

    þriðjudagur, nóvember 14, 2006

    Lifes gonna ..

    Af því mér dettur ekkert betra í hug þá ákvað ég að deila með ykkur þessum líka dásemdar texta eftir Dennis Leary.

    Life's Gonna Suck by Dennis Leary

    This s a special moment right now,
    We'd like to take this time to tell all the kids at home,
    Send your parents out of the room this is a kid's song.

    Life's gonna suck when you grow up,
    When you grow up, when you grow up
    Life's gonna suck when you grow up,
    It sucks pretty bad right now.

    Hey! If you know the words, Sing along!

    You're gonna hafta mow the lawn,
    Do the dishes, make your bed.
    You're gonna hafta go to school until you're seven-teen.
    It's gonna seem about three times as long as that

    You might have to go to war, shoot a gun, kill a nun.
    You might have to go to war, when you get out of school.
    Hey cheer up kids, it gets a lot worse.

    You're gonna hafta deal with stress
    Deal with stress, deal with stress.
    You're gonna be a giant mess
    When you get back from the war.

    Santa Clause does not exist, and there's no Easter Bunny,
    You'll find out when you grow up, that Big Bird isn't funny.
    (funny, funny, hahahahaha!)

    Life's gonna suck when you grow up,
    When you grow up, when you grow up
    Life's gonna suck when you grow up,
    It sucks pretty bad right now.

    You're gonna end up smoking crack, on your back, face the fact.
    You're gonna end up hooked on smack, and then you're gonna die.

    And then you're gonna die-ie-ie-ie-ie.

    Something for the kids,
    Well, I think I smell a lawsuit in that one, What do you think?

    laugardagur, nóvember 11, 2006


    Liljur

    Ótrúlegt að þessi sakleysislegu blóm skuli vera minn versti óvinur :s


    föstudagur, nóvember 10, 2006

    Mit liv som en hund


    Amsterdam
    Originally uploaded by Kitty_B.
    Stóðst ekki að prófa að gera Kvikmyndatónlist við "æfisöguna" eins og ég sá að Erna frænka hafði gert... ég þarf greinilega alltaf að herma eftir henni enda er hún ansi fundvís á skemtilega hluti ;) Valið á tónlistinni fer fram með því að skella tónlistinin á tölvunni á random og ýta á play hér er svo afraksturinn:


    Opening Credits: Á móti sól - Djöfull ertu flottur ---- Þetta þarfnast náttúrlega ekki frekari útskýringa og á náttúrlega alveg óheyrilega vel við.

    Waking Up: Regína Ósk- Don’t try to fool me--- “Listen to just what I’ve got to say. Everything is coming my way.Think I’m gonna be O.K.” Já svona á að byrja daginn takk !!


    First Day at School: Natalie Cole – This can’t be love --- Nei ætil það sé ekki nokkuð rétt athugað bara.

    Falling in Love: Olga Guðrún - Drullum sull -- Ó ætli það ekki bara he he he he ...

    Fight Song: Edda Heiðrún Bachman – Önnur sjónarmið – Titilinn á nú óneitanlega vel við

    Breaking Up: Crystal Gayle – Don’t make my brown eyes blue -- textinn “Don’t know when I’ve been so blue don’t know what come over you. You’ve found somone new. Ill be fine when your’e gone …” Been there done that !

    Getting Back Together: Robbie Wiliams – Supreme ----“Oh what are you really looking for? Another partner in your life to abuse and to adore? Is it lovey dovey stuff,Do you need a bit of rough? Get on your knees” Jah hvað get ég sagt ...grrrrr

    Wedding: Billy Joel – Piano Man – “He says, Bill, I believe this is killing me.As the smile ran away from his face Well Im sure that I could be a movie star If I could get out of this place” Já þar höfum við það ef þetta er ekki dæmi um VONT brúðkaupslag þá veit ég ekki hvað, allavega lofar þetta ekki góðu með endingu :s

    Birth of Child: Queen – One Vision ---“One man one goal one mission.” Ehh já one man ég klúðraði því víst *roðn* En þegar fæðing fer í gang þá er jú bara one goal og one mision og pottþétt ekki aftur snúið.

    Final Battle: Scooter - The Logical Song -- Vá ég skammast sín nú bara fyrir að þurfa að viðurð kenna að þetta sé inná vélinni hjá mér. Og ástæðan fyrir tapaðri loka orrustu er nokkuð ljós, kjánahrollurinn varð mér að bana:þ

    Death Scene: Kylie Minouge – Giving you up “Your backbones breaking And your smooth starts shaking Like you can't stand being alone Your cot starts rocking Little doubts start knockin. Like the whole worlds slipping away ” Vá þetta er sko alvöru death scene verð ég að segja.


    Funeral Song: Hrekkjusvínin – Ekki bíl -- Ó nei mér skal sko dröslað á annan hátt út í garð …

    End Credits: Stuð menn - Hef ég heyrt þetta áður --- Ætli Alzheimer hafi verið farin að hrjá mig í lokin ?

    þriðjudagur, nóvember 07, 2006

    Meiri veikindi

    Árni var sendur heim úr skólanum fyrir hádegi og pabbi er hálf lasarusalegur líka. Er þetta ekki að verða gott ég bara spyr.
    Sumir dagar

    ..eru einfaldlega verri en aðrir frá byrjun. Ég skrölti á fætur fyrir kl. 7 í morgun og var að reyna að hrista af mér ógleðina,hæsina og beinverkina til að dröslast í vinnu. Það gekk ekki enda með hitavellu og almennt bara ekki í lagi svo ég hringdi og lét vita að ég kæmi ekki, ég þurfti nánast að öskra í símann til að koma upp nokkru hljóði. Ég hitaði mér svo meira piparmyntu te og settist niður þegar ég heyri að þau feðgin eru að vakna og heyri strax að eithvað er ekki eins og það á að vera hjá Önnu. Ég rölti inn til þeirra og leggst við hliðina á Önnu og í þá mund gubbar hún í rúmið, Jeij ! Guðni greip hana og hljóp með hana fram á bað meðan ég reif lökin af rúminu. Þegar hún var svo komin inn í sitt rúm sagði hún mér það að hún hefði gubbað því það hefði verið svo mikill sláttur í hjartanu hennar. Ekki veit ég hvort var orsök eða afleiðing í því tilfelli. Ég þarf svo að finna nýtt á rúmið svo ég geti laggst í volæði þar á eftir..........er þetta í lagi ??

    mánudagur, nóvember 06, 2006


    Show your ass
    Originally uploaded by oskarpall.
    vá hvað þessi lýsir mínu sálarlífi þessa dagana. Snilldar mynd eftir Óskar Pál LOL


    Er þetta ekki málið þegar maður er með feituna,ljótuna,leiðuna, einskisnýtuna,tilgangsleysuna, hálsbólgu og kvef.

    föstudagur, nóvember 03, 2006

    Nueva entrada

    Já ég verða að játa að nýji Singstar Legends er eins og sér sniðinn bara fyrir mig. Ég held ég gæti gaulað í heila viku non stop :) Gamlir uppáhalds slagarar eins og Sweet home Alabama, Crazy, Lets call the whole thing off og Son of a preacher man ganga hér aftur og aftur og aftur ....
    Blogg

    Jæja þá er fyrsti pistilinn komin inn á One at all og ég er komin í meðlimaskrána með mynd og allt :)

    Eini ókosturinn er að þegar ég loggaði mig inn á One at all í fyrsta sinn þá fór opnunar skjárinn á blogger yfir í spænsku og hefur verið þannig síðan :s Svo nú stendur Creacion de endradas þar sem áður stóð Create a new post ég skil það svo sem. En hvað Guardar como borrador þýðir er ég ekki viss svo ég verð að fara að finna orðabókina mína til að skilja bloggerinn minn :s

    miðvikudagur, nóvember 01, 2006

    One at all

    Það var verið að bjóða mér að taka þátt í alþjóðlegu bloggi sem mér sýnist vera frekar skemtilegt. Ég ákvað og slá til og taka þátt. Enidilega kíkið á bloggið og ég mæli einllæglega með pistli Norsarans um orð sem nauðsynlegt er að kunna í Noregi :)
  • One at all
  • mánudagur, október 30, 2006

    Sweet home....


    Coffee
    Originally uploaded by Kitty_B.
    where the skys always blue

    Þá er maður komin heim og hvunndagleikinn lekur aftur inn á sjóndeildarhringinn.

    Ég komst að því á föstudaginn að ég get villst í útlöndum og komist heim aftur :) Ég ætlaði nefnilega að fara niður í miðbæ á Leiden á föstudag. Einn íslendingurinn sem vinnur hjá L-S hafið sagt að það væri algert must að skoða Leiden enda væri það gamall bær samsettur úr lágum fallegum gömlum húsum. Ég snara mér út á strætóstoppistöð og les á miðann þar var bara um einn strætó að ræða sem fór frá einhverrir húribúrihollenskri götu að Central Station. Þetta var augljóslega málið svo ég bíð í rólegheitum eftir stræto og hoppa um borð. Kaupi þennan fína strætó dagpassa sem dugar fyrir 2 fullorðna og 3 börn í heilan dag í Leiden. Ég sest svo niður og við keyrum í gegnum slatta af íbúðahverfum og fram hjá litlum haga með óborganlega sætum hestum. Byggðin þéttist aftur og húsin fara að snarhækka eftir því sem stendur á fleiri skiltum Center því hærri verða húsin (*hux sagði maðurinn ekki að þarna væru nánast engar háar byggingar *hux*hux). Þarna var sko hellingur af flottum háum byggingum (sé eftir að hafa ekki rifið upp myndavélina). Við rennum inn á strætóhlutann af Lestarstöðinni ég hoppa út og við blasir merking á húsinu Den Haag Central Staion OMG ég var komin til Den Hag ekki í miðbæinn á Leiden he he he he he.
    Nú ég ákvað að rölta aðeins um bæinn og 2tímum og nokkrum kaffibollum og smá innkaupum seinna rölti ég aftur að lestarstöðinni og heim og það gekk stórslysalaust. Ég komst lifandi heim á hótel þrátt fyrir hrakspár Guðna um að mér væri nú ekki óhætt að fara út úr húsi án hans :) Jú ég villtist vissulega en nr.1 þá vissi ég alltaf um mig sjálf og í öðrulagi þá komst ég heim aftur. Ég koms svo að því síðar að mistök mín láu í því að ég tók vagninn vitlausu megin við götuna en þessi vagn gengur á milli CS Leiden og CS Den Haag og ef ég hefði álpast yfir götuna hefði CS Leiden verið 4 stoppistöðvar í þá átt he he. En þetta var mikið meira ævintýri.

    Ég sá svo aðeins af miðbænum í Leiden um kvöldið þegar við fórum með nokkrum af hinum IT gaurunum út að borða. Þá borgaði strætópassinn sig líka upp því ég gat boðið Guðna 2 ferðir í strætó líka. Hinir strákarnir létu sér detta í hug að þeir gætu þóst vera börnin 3 en strætóbílstjórinn lét nú ekki blekkjast he he he he :)
    Það var nú óneytanleg dáldið gaman að þvælast um með þessum karlmanna hóp 2 Indverjar, 1 Tyrki og Ástralinn, Guðni og svo barasta ég. Vegfarendur horfðu nú óneitanlega dáldið á okkur enda greinilega ekki vaninn að sjá einn kvennmann í svona hóp :)
    Við borðuðum á Argentínskum veitingastað þar sem þjónustan var af Portúgölskum standard þ.e.s. hrikalega sein. Við vorum í alvöru farin að halda að þeir hefðu þurft að fara út að snara nautið slátra því það tók góðan klukkutím að fá steikina á borðið. Meðlætið var svo að tínast inn alveg fam á síðasta bita. En Þeir félagar okkar þarna voru nú samt ekki alveg sáttir því þeir vilja kjötið sitt gegnsteikt og báðu um það en þrátt fyrir allan þennan tíma á grillinu þá var kjötið allt nánast hrátt í miðju :s


    Á laugardag skruppum við Guðni svo til Amsterdam og á stefnuskránni var að skoða Hús Önnu Frank og Van Gogh safnið. Raunin varð hinsvegar að við versluðum þangað til við gátum ekki borðið meira, fengum okkur að borða á frábæru kaffihúsi með útsýni yfir alla Amsterdam (, röltum um rauða hverfið og enduðum á Sex Museum þar sem það var eina safnið sem enn var opið. Skondið safn sem var virkilega gaman að skoða allskyns munir frá örófi alda sem í eina tíð hafa þótt virkilega grófir en eru í dag barnslega saklausir. Þarna var nú líka ýmislegt ansi gróft en það var nú í algerum minnihluta. Ég sé eftir að hafa ekki komist að sjá hús Önnu Frank en ég geri það bara næst því ég ætla sko aftur til Amsterdam einhverntímann og þá ekki á laugardegi því mannmergðin er víst verst þá og þvílíkar biðraðir í allt.

    Ferðin heim gekk svo tíðindalaust fyrir sig nema í fysta skipti í ferðasögu okkar Guðna sem nær aftur til ársins 1997 vorum við stoppuð í tollinum og töskurnar gegnumlýstar. Ég hef sko ekki verið stoppuð í tollinum síðan 1989 og ég held að þá hefi verið sett upp mynd af mér og ferðafélaga mínum á skrifstofunni hjá Tollurunum og þeir beðnir um að gera sjálfum sér greiða og stoppa ekki þessar manneskjur. Myndin er greinilega bara orðin of gömul þar ;)

    föstudagur, október 27, 2006



    Snilld !!

    Best að koma með meira ferðaraus :)

    Dagurinn í gær var hinn notalegasti eftir að ég var búin að blogga hér í gær þá settist ég niður og las meira af Blekkingar leik mér til ánægju. Svo ákvað ég að leggja mig smá aftur og ætlaði að kúra í klukkutíma og fara svo út en þegar ég var búin að sofa í hálftíma kom ræstingarkonan og ég veit ekki hvorri okkar brá meira þegar ég flaug upp úr rúminu :) Hún ætlaði að hlaupa út en ég bað hana blessaða að þrífa bara snöggvast sem hún og gerði. Ég hallaði mér aftur með bókina og þá opnast hurðin aftur og þá er það annar hótelstarfsmaður með spjald i hendi sennilega ætlaði hún að taka út verkið hjá hinni þessari brá engu minna en hinni tók heljarstökk aftur á bak út um dyrnar með afsökunarbeiðni á vörum. Ég reyndi nú að segja henni að þetta væri í góðu og þá spurði konugreyið hvort hin hefði þrifið almennilega og ég sagði svo vera með það hvarf konugreyið á braut. Það verður gaman að sjá hvort það verður eins uppnám í dag :)

    Ég ákvað svo að fá mér smá göngutúr um hverfið enda veðrið með eindæmum gott sólskin og 18° hiti. Ég ætlaði líka að athuga hvort ég fyndi nokkr verslun sem vildi selja mér nauðþurftir.

    Ég hafði asnast til að skilja myndavélina eftir heima og sá nú dáldið eftir því þegar ég gekk fram á morgunverðarfund fugla við skurð hér dáldið ofan við hótelið. En þar voru á fallegu mattgrænu vatnin álftahjón með þrjá stálpaða unga og á bakkanum voru fjórar krákur og einn Skjór (að ég held svartur og hvítur með langt stél) og það leit út fyrir að þau væru öll að spjalla saman yfir morgunbitanum :)

    Ég held ég hafi hreinlega aldrei séð jafnmarga hunda í einum göngutúr eins og í gær það voru hundar út um allt lausir, bundnir, litlir og stórir. Sá flottasti var nú samt súkkulaðibrúnn Labrador hann var rétt eins og Leó örlítið þéttari og svona ljómandi falegur á litinn. Ég hugsaði líka aftur eins og við Ásdís höfðum verið að spá þegar við vorum í Þýskaandi í fyrra hvað líf íslenskra hundeigenda væri mikið ljúfara ef hundar væru velkomnir allstaðar eins og þeir virðast vera hér í Evrópu.

    Þegar ég kom heim á hótel fór ég beint á veitingastaðinn að fá mér hádegis mat og var ekki búin að sitja lengi þegar inn kom kona með hund í bandi eða ölluheldur hundur með konu í bandi. Stuttu síðar kom svo önnur kona með vel upp alinn boxer hund i bandi. Aftur stundi ég í hljóði yfir þvi að hundeigendur á íslandi hafa ekki einu sinni 1 stað sem þeir geta sest og drukkið kaffi með hundana meðferðis. Ég er ekki að tala um að hundar þurfi að vera allstaðar og ofan i öllu en eitt kaffihús finnst mér ekkert ósanngjörn ósk.

    Eftir hádegismatinn fór ég og talaði við þau í lobbýinu og bað þau um að láta athuga með sjónvarpið okkar því það er bilað. Réttast er að lýsa því sem geimverusjónvarpi því fólkið er allt fagur grænt í því og útjaðarinn skringilega bleikur. Græniliturinn hvarf að vísu þegar ég fletti yfir biljardmót en þar varð grænidúkuinn á borðinu fagur blár :s Þau sögðust ætla að senda eihvern upp og ég tölti upp og las í smástund. En á endanum varð of freistandi að leggja sig þar sem ég átti nú enþá inni hálftímann frá því um morguninn ;) Svo ég skreið upp í rúm og rotaðist gersamlega þangað til Guðni hrindi og var á leið heim af ráðstefnunni til að sækja mig og skipta um föt.

    Við fórum svo með rútu ásamt öðrum ráðstefnugestum á einhvern þann fallegasta veitingastað sem ég hef komið inná. Hann er í gömlu húsi sem gæti þessvegna hafa verið hlaða í fyrralífi.

    Við byrjum á fordryk á efri hæð veitingastaðarins og hægt að horfa niður á aðalveitingastaðinn. Ég hélt mig við nýkreistann appelsínusafa sem er með þeim besta svoleiðis sem ég hef fengið. Þegar við erum búin að standa þarna í smástund kemur þessi líka kammó þjónn og segir við okkur Guðna "ég vona að þið séuð ekki lofthrædd" ég brosi bara og segi nei nei hann tekur tvö skref frá okkur á leið burtu og tekur í handriðið og segir í hálfum hljóðum "þetta er nú ekki eins sterkt og það var". Ég færði mig ósjálfrátt innar á gólfið á loftinu he he þó svo handriðið virkaði virkilega traust og gott. Dálítið seinna kemur hann aftur framhjá og býður okkur upp á drykk jú ég þigg það og hann spyr í leiðinni hvaðan við séum. Ég segi honum það hann verður dáldi spes á svipinn og segir "ahh Íslandi ... hvað finnst ykkur eiginlega um Björk" ég fór að hlæja og sagði honum mína skoðun á því LOl Hann virtist ekki ver neitt ýkja hrifinn af björk og spjallar í smá stund og segir svo "Ahh ég hefði átt að átta mig á því strax að þú ert frá Íslandi þú talar alveg eins og Björk alveg sami hreimurinn og allt" og svo lét hann sig hverfa. OMG ég þurfti nánast áfallahjálp eftir þessa fullyrðingu mannsins.



    Loks er okkur boðið að setjast niðri og farið að bera fram froréttinn sem í fyrstu leit út fyrir að vera grænmeti í brauðkenndri körfu á tómatbeði. En eftir fyrsta smakk kom í ljós að tómatbeðurinn var í raun hrátt nautakjöt en reyndist rosalega gott. Þegar verið er að taka diskana kemur þjónninn góði ásamt öðrum og ég veit ekki alveg hvað gerðist við boðið sem þeir voru að "sinna" en allt í einu var einn karlkyns gestanna kominn með kvenmanns sokkabanda belti í hendurnar og hlátrasköllin og kátínan við borðið leyndi sér ekki. Einn borðfélagi hans tók mynd sem annar þjónnin gekk svo með á milli og sýndi öllum sem vildi sjá að svona klæddust yfirmenn fyrirtækisins á kvöldin :)

    Næsti réttur var borinn fram og reyndist það lax í sítrónu og einhverju gúmmulaði namm namm. Meðan við vorum að borða fóru þjónarnir að ganga á milli borða og láta fólk hafa miða þegar komið var að okkur varð Tyrkneska konan við borðið fyrir valinu og hún fékk miða með númeri og hann tilkynnit okkur það að þetta væri númer á salernið. Vegna þess hve salernin væru fá og lítil væri hópnum við borðið úthlutað númeri og við yrðum öll að fara saman ef við ætluðum á klósettið það var eihverstaðar þarna sem mig fór að gruna að ekki væri allt með feldu við þessa þjóna og ég hafði líka tekið eftir þvi að þeir voru aldrei í að bera fram matinn birtust bara á milli rétta.


    Þegar verið er að fjarlægja diskana okkar aftur koma þeir enn og draga upp sjálflýsandi appelsínugular örvar úr vestisvasanum og fara að hrella einstaklinga við borðin. Guðni varð fyrir valinu á okkar borði enda var hann að tala í símann og gaf þar með þvílíkt færi á sér he he he he



    Svona gekk þetta meðan maturinn var sem reyndist allru virkilega góður meira að segja lamba"hnakkurinn" (lamb saddle) sem var í aðalrétt var hinn ljúffengasti og svo var þvílíkur sykurnammi eftiréttur sem samanstóð af Crembrule, vannillu ís, þeyttum rjoma og súkkulaði namm namm namm namm.



    Meðan við vorum að borða birtust "þjónarnir" í nýju gerfi og léku á alls oddi í slowmotion. Ég fékk veglega útreið frá öðrm þeirra enda ákvað ég strax að leika með og m.a. kom hann "æðandi" eins og hann hefði séð gamlan vin umfaðmar mig og hallar svo stólnum með mér á afturábak svo það leit útfyrir að við værum að detta he he he Liðið við borðið tók svoleiðis andköf að það hálfa hefið verið hellingur he he he he
    Eftir helling af slowmotion atriðum hurfu þeir á braut og birtust svo aftur þegar við vorum að drekka kaffið og þá nánast óþekkjanlegir í hippa80's hasshausa stíl og áfram héldu þeir með brandara og brellur sem gerðu það að verkum að við fengum krampa úr hlátri og manni var hreinlega orðið illt í brosvöðvunum.

    Þetta er án efa einhver skemtilegasta og besta út að borða ferð sem ég hef farið frá upphafi. Ég er L-S SVO þakklát fyrir að hafa borðið mér með út að borða !!
    En eftir stendur var þetta bara djók hjá manninum að ég talaði eins og Björk eða þarf ég að fara á enskunámskeið með Valgerði utan....

    P.S. það er þvílíkt gaman að blogga héðan frá hollandi því hér virkar bloggerinn eins og draumur ekkert vesen ég get sett inn myndir og breytt og bætt af hjartans lyst.

    fimmtudagur, október 26, 2006


    Úti

    Það er nú ekki lagi með mann ...ég er vöknuð búin að borða morgunmat kyssa bóndann bless og komin upp á herbergi að bogga og klukkan rétt að verða 7 að íslenskum :) Ferðin hingað út gekk nú alveg stórslysalaust fyrir sig.

    Við vöknuðum kl. 4 í gærmorgun fengum okkur kaffi og drifum okkur út á völl. Þar var nú ekki mikið að gera svo við komumst tiltölulega fljótt að (eru 25min ekki fínar í biðraðatíma á flugvelli annars ;) Við sluppum í gegnum vopnaleitina og OMG það var enn einu sinni búið að umsnúa öllu á brottfararsvæðinu (vorum þar síðast i maí). Það er sko séð til þess að maður rati sko pottþétt ekki á milli skipta sem maður kemur í flug. Við komumst nú klakklaust í gegnum fríhöfnina keyptum bara smá. Ég keypti mér m.a. maskara 30° frá Kanebo greip hann bara í snarhasti enda var hann staðsettur nálægt rakspírahillunum og ég nennti nú ekki að fá ofnaæmiskast í byrjun ferðar :s Svo datt DaVinci Code ofan í körfuna og eithvað smálegt handa krökkunum. Þetta fyllti varla upp í hornið á pokanum svo þetta er sennnlega nettasta fríhafnarferð sem ég hef farið.

    Næst ákváðum við að fá okkur morgunmat og fórum i hlaðborð á teríunni ég fékk mér cappucino kaffi í vélarómyndinni þeirra og það var bara mjólkurfroðusull með smá kaffislettu til að fá lit og það kostaði litlar 245 kr ARGH. Ég var nærri farin að skæla þegar við vorum búin að borða og fikruðum okkur lengra inn í flugstöðina þegar ég sá útibú frá Kaffitár þar sem alvöru kaffi kostai bara 350kr og það uppáhaldskaffið mitt *grát* Muna að fara ekki á teríuna heldur á Kaffitár næst !!

    Næst stoppaði ég í bókabúðinn og viti menn var ekki komin ný (gömul) bók eftir Dan Brown í íslenskri þýðingu ég náttúrlega keypti hana með það sama og svo fann ég Alkemistann sem mig hefur lengi langað til að lesa nema hvað að Alkemistinn var á 2 fyrir 2000 tilboði svo ég varð náttúrlega að kaupa Kvennspæjarastofu nr.1 líka svo ég hef sko nóg að lesa meðan Guðni er að ráðstefnast.

    Við þurftum að bíða í 3 tíma á Kastrup eftir tengiflugi til Amsterdam svo við röltum um fríhöfnina þar....ég er enn í verðsjokki. Ég sá æðislega sæta dúnúlpu með loðkraga og alles sem hefði passað fínt á Önnu og sem beturfer leit ég á verðmiðann áður en ég rauk til og keypti hanan því hún kostaði litlar 32900 íslenskar krónur, a því verði voru þær til niður í stærð 86 !!! Er í lagi með fólk hver kaupir 33000 kr dúnúlpu á ársgamalt barn ?? Ég held að ég hafi aldrei átt svo dýra yfirhöfn !! Í sömu búð var heill útigalli frá Lego á rétt innan við 9000 krónur sem mér þótti nú mun sangjarnara verð en ég skil ekki hvernig útigalli getur kostað 9000 en úlpa 33000.

    Áfram héldum við og flugum með SAS til Schiphol ég hélt reyndar að sá sem skoðaði vegabréfið mitt áður en hann hleypti mér um borð myndi hreinlega ekki leyfa mér að halda áfram enda er myndin í vegabréfinu mínu frá 1997 hann horfði lengi á myndina svo á mig og aftur á myndina og aftur á mig hnyklaði brýrnar og ákvað svo með semingi þó að hleypa mér um borð. Guði sé lof að vegabréfið rennur út í júlí á næsta ári svo ég þarf að endurnýja. En mér varð nú samt hugsað til lögregluþjóna framtíðarinnar þegar ég sýni ökuskírteinið mitt 2042 og er með mynd frá 2005 í því ætli viðbrögðin verði ekki eithvað svipuð :)
    Ég fór svo í fyrsta skpiti í alvöru lest milli Amsterdam og Leiden mikið er það þægilegur ferðamáti og auðveldara en að troðast út og finna bílaleigubíl og reyna svo að rata sjálfur. Við tókum svo leigubíl frá lestarstöðinni og á hótelið og ökumaðurinn var mjög spenntur fyriri málinu sem við töluðum og vildi endilega fá að vita hvaða mál þetta væri eiginlega því hann heyrði að við notuðum lík orð og í hollensku (við keyrðum nenfilega fram hjá blómasölu og hann heyrði orðið blóm). Þegar við sögðumst talal íslensku þá spurði hann hvaðan við værum og við sögðum náttúrlega Íslandi þá var hann alveg lens Íslandi ?? Hvar er það nú eiginlega einhverstaðar í nágrenni við Bretland ?? Við gerðum okkar besta til að útskýra það en ég held að hann hafi aldrei heyrt talað um N-Atlantshaf hann hafði jú grun um að norðurpóllin var til og endaði á því að við sögðum honum að ísland væri rétt aðeins pínkulítð sunnar en norðupóllinn. Island er nú ekki frægara en svo að utan við Norðulöndin og Þýskaland þá veit enginn að við erum til, ekki einu sinni þó við séum aftur farin að veiða hvali.

    Í gærkvöldi borðuðum við svo með 8 IKEA IT gaurum einn var frá Ástralíu, 2 frá Tyrklandi, 1 frá Saudi Arabíu,1 frá Sameinuðu Arabísku furstadæmunum, 1 frá Kuweit og ég er ekki alveg viss hvaðan hinir 2 voru en einn var frá einhverju arabaríki og hinn sennilega Indlandi eða Pakistan er þó ekki viss. Þetta var mjög gaman og frekar sérstakt að vera eina konan í hópnum. Megnið af matartímanum fór þó í IT umræður en mér tókst nú merkilega vela ð fylgjast með umræðunum og þó ástralinn hefði smá áhyggjur af því að mér leiddist þá var það nú ekki raunin.

    Ég fer svo aftur út að borða í boði ráðstefnuhaldaranna með þessum og fleiri IT mönnum í kvöld svo það er ágætt að vera búin að koma sér inn í málið sem er talað :)

    Ódýra hótelið okkar hérna er svona líka fínt og þetta er sennilega stærsta herbergi sem ég hef haft á mínum ferðum um heiminn þegar ég hef ekki verið með alla famiíuna. Þetta er sko mun rúmbetra og flottara en herbergið á 5 stjörnu hótelinu sem við vorum á í Lýx hér um árið !! Rúmið okkar sem er samsett úr 2 single rúmum er svo stórt að við sofum nánast í sitthvorum endanum á herberginu he he. Svo er auka rúm hér líka ef heitt skyldi nú ekki duga. Baðherbergið er stærra en baðherbergið mitt heima (þarf nú svo sem ekki mikið til) En þar er bæði baðkar og sturtuherbergi.
    Nú ætla ég að fara að hætta þessu raupi og halda áfram að lesa Blekkingarleik. Ég mun svo henda inn myndum við tækifæri.

    þriðjudagur, október 24, 2006

    Fire water burn

    Ég datt um þetta videó um daginn þegar ég var að leita að textaum að þessu fína lagi og það lá hreinlega við að ég pissaði á mig úr hlátri.

  • Fire water burn video


  • Jæja nú á ég 1 og hálfan eftir í vinnunni svo fer ég heim að pakka og legg mig smá og fer svo af landi brott.

    sunnudagur, október 22, 2006

    Afmæli


    Árni
    Originally uploaded by Kitty_B.
    Þá er 10 ára afmælisdagur Árna runnin upp. Skrítin til hugsun að eftir 14tíma og 45 mínútur verða liðin nákvæmlega 10 ár frá því að hann leit dagsins ljós í fyrsta sinn. Þá verða líka 10 ár síðan ég átti barn sem barðist fyrir lífi sínu á gjörgæslu. En þar var hann lífshættuelga veikur í 2 daga og var í rúma viku í viðbót að ná sér. Síðan hefur hann nú spjarað sig vel þessi elska enda jákvæður og þrautseigur frá byrjun. Mér finnast þessi 10 ár hafa liðið ótrúlega hratt og botna nú eignlega ekkert í þvi að þetta geti staðist ...10 ár...nei kanski svona 2 - 3 en ekki 10 ótrúlegt hvað þetta líður hratt hann verður fluttur að heiman áður en ég veit af.

    Ég var líka að átta mig á því að það eru bara 3 dagar þangað til við hjónin förum til útlanda. Guðni er að fara á ráðstefnu og þá daga sem hann er þar ætla ég nú bara að slappa af lesa bækur og rölta um bæin og skoða mannlífið. Holland er yndislegur staður og ég hlakka til að rölta um og skoða Leiden. Svo barst okkur tölvupóstur frá fyrirtækinu sem heldur ráðstefnuna en þá höfðu þeir frétt af því að Guðni og einhver annar frá einhverju öðru heimshorni hefðu tekið makana með svo þeir vilja ólmir fá okkur í kvöldverðarboðið sem er á fimtudagskvöldið. Mér finnst þetta nú ótrúelga huggulegt af þeim að bjóða makaræflunum með þeir hefðu nú alveg getað látist ekki vita af okkur :) Ég hafði nú alveg búist við að borða alein á hótelinu þetta kvöld en nei nú er því reddað jibbý !! Eina sem við hjónin höfum svo planað er ferð til Amsterdam. Eins skondið og það er að þá hef ég þvælst um Holland þvert og endilangt en aldrei komið inn í Amsterdam bara komið á Shiphol til að fljúga burt. Nú skal því breytt !! Mig langar mikið að skoða Van Gogh safnið ég er nú ekki mikil safna eða listaverka manneskja en þetta langar mig að sjá !! Mig langar líka að skoða hús Önnu Frank. Mér skilst að það sé svo margt skemtilegt að sjá og upplifa í Amsterdam og bíð ég því spennt eftir að sjá dýrðina. Ég sé líka í hillingum að eyða smá tíma með eiginmanninum og fá smá hvíld frá heimilinu hér ....jeij bara 3 dagar. Ég þarf samt að hafa hraðar hendur og pakka og ganga frá því ég er að vinna mánudags og þriðjudagskvöld og flýg út eldsnemma á miðvikudagsmorgun. Ætli ég hendi ekki ofan í töskur í kvöld og gangi svo í einhverjum gömlum druslum hér heima síðustu dagana. Eins gott að spítalinn skaffar vinnuföt !

    P.S. ég er enn að blogga frá Flickr án flickr væri bloggdögum mínum á blogspot lokið eða allavega ansihreint stopult bloggið frá mér. Gallinn er hinsvegar sá að ég get ekki lagað neinar stafsetningarvillur eða neitt annað sem úrskeiðis fer í textanum hjá mér. Ég get heldur ekki linkað inn á skemtilegar síður eða slíkt...nema þá í ef svo ólíklega vilji til að það róist eithvað í vinnunni þá get ég kanski stolist í tölvuna þar og hent in þeim linkum sem mig langar til að deila með öðrum og lagar stafsetningavillur og bull.

    laugardagur, október 21, 2006

    Singstar Anthems


    Fresiur
    Originally uploaded by Kitty_B.
    Ég upgötvaði í dag mér til mikilar undrunar en líka mikillar gleði að það hafði laumast framhjá mér nýr Singstar diskur sem ber nafnið Singstar Anthems. Á honum eru þvílík snilldarlög svo ég keypti hann náttúrlega á staðnum og fór beint heim að syngja. Þarna eru lög eins og Raining Men, I will survive, Total eclipse of the heart, If I could turn back time, Never been to me, Young hearts run free, Radio ga ga og I want to dance with somebody. Þarna er líka hið hrikalega kjánalega sænskupoppslega lagið Making your mind up ég fæ svo mikin kjánahroll af því að það er svakalegt. Ég mæli einlæglega með þessum hann er mikið betri en síðasti Singstar svo er líka farið að styttast í Singstar Legends og þar eru sko alvöru lög líka :) En þessi stytti biðina nú alveg helling he he

    Ó mæ ó mæ


    Fresíur
    Originally uploaded by Kitty_B.
    Held að það sé nú bara eithvað að hjá mér þessa dagana. Heimilið hefur haldist ofanjarðar síðustu vikur og þar af leiðandi riggaði ég upp bekkjarafmælinu fyrir Árna á föstudag kl. 16 því var svo lokið kl.18 en síðustu gestirnir fóru nú ekki fyrr en um hálf átta. Þá reif ég ryksugunua upp og þreif eftir atganginn enda sá nú dáldið á húsnæðinu eftir 13 fjöruga 10 ára stráka. Þegar tiltektinni var lokið og húsið orðið hreint og fínt aftur þá skipti ég um í þvottavélinni og setti leikskóla fötin hennar Önnu í vélina og tók þau aftur út einum og hálfum tíma síðar. Þá var klukkan rétt um kl. 22 þetta er sko nýtt met á þessu heimili að leikskólafatnaðurinn sé tilbúinn til notkunar á laugardagsmorgni. Yfileitt er hann þvegin á sunnudegi og svo biður maður alla góða vætti um að flýta því að dótið þorni yfir nótt sem gerist nú sjaldnast þegar þvegnar eru vatteraðar úlpur....

    mánudagur, október 16, 2006

    Laser..


    IKEA flugeldar
    Originally uploaded by Kitty_B.
    Þá er ég búin í fyrstu laser meðferðinni hjá honum Bolla húðsjúkdómalækni. Það er alveg ótrúlega gaman að fara til hans því hann er svona léttur og skemtilegur karakter. Hann byrjaði á því að taka einskonar "mugshot" af mér. Það fór þannig fram að hann skrifaði kennitöluna mína á límmiða sem var svo límdur á hökuna á mér síðan var smellt af svo var miðinn færður neðarlega á kinnarnar á mér báðu megin og þær myndaðar. Þetta er víst til að eiga sönnun fyrir TR að ég hafi virkilega þurft á þessu að halda. Því næst lagðist ég á bekkinn og fékk forláta hlífar yfir augun sem halda öllu ljósi úti en það dugar samt ekki því geislinn er svo sterkur að þrátt fyrir hlífarnar og að maður sé með harðlokuð augun þá sér maður samt þvílíkan blossa. Þetta er í sjálfu sér ekki svo rosalega vont bara rétt eins og maður sé stunginn með títuprjón á þau svæði sem skotið er á. Hann tók nánast allt andlitið á mér í gegn enni, kinnar, nef og höku. Mekrilegt var samt að það var verst að láta skjóta á hökuna hún er margfalt viðkvæmari en öll hin svæðin. Þetta var nú samt ekki verra en svo að ég hef farið í strípur sem voru verri en þetta..þ.e.s. þegar verið var að plokka hárið upp úr hettunni með heklunál. Ég er að með smá brunatilfinningu í hægri kinnini en það getur vel verið að það sé bara rósroðinn þetta er svoleiðis sólbruna tilfinning eins og fylgir honum ef þetta er út af lasernum þá er þetta samt ekkert verra en venjulegt r.r.kast. Mér var svo uppálagt að ef það sæist til sólar þegar ég færi út í bíl þá ætti ég að fá mér sterkustu sólarvörn sem fengist í apótekinu niðri áður en ég færi út því húðin verður víst svo viðkvæm að maður getur brunnið í gegnum bílrúðu. Auðvitað var sólskin svo ég trítla mig niður í apótek. Ég ætlaði nú aldrei að finna sólarvörnina og mátti fá aðstoð við það.. enda komin október og sólarvörn er víst ekki ofarlega á innkaupalista Íslendinga. Ég fann þó síðasta brúsann af sólarvörn nr. 30 og skrölti niður í bílageymslu inn í bíl og makaði á mig sólarvörninni áður en ég hætti mér út í dagsbirtuna. Mér fannst þetta nú óborganlega kjánalegt enda skítakuldi og ekkert sólarvarnarlegt veður en allur ver varinn góður. Nú hegða ég mér bara eins og vampíra það sem eftir er dags og held mig inni þar til sólin sest :)

    sunnudagur, október 15, 2006

    IKEA


    IKEA flugeldar
    Originally uploaded by Kitty_B.
    Þá er IKEA formlega opnað og opnunarhelginni lokið vonandi er þá mestu törninni lokið og við endurheimtum vonandi húsbóndann á næstunni.
    Það var sko engin smá flueldasýning eftir lokun hjá þeim í kvöld ég er ekki frá því að þetta hafi verið flottasta flugelda sýning sem ég hef séð !
    Anna er betri hitinn er kominn niður í eðlilegt horf. Skrítið hvernig krakkar eru fá 40 stiga hita (39,9 var hámark gærdagsins) en svo seig hitinn jafnt og þétt niður í dag og hún var orðin hitalaus undir kvöld. Hún er nú enn svoldið lítil í sér og slöpp en hitinn er allavega búinn.
    Geysp held ég haski mér í háttinn ég þarf nefnilega að vakna í fyrramálið og fara í fyrstu lasermeðferðina hjá húðlækninum mínum á morgun. Ég get nú ekki að því gert að ég er það mikil kveif að ég kvíði dáldið fyrir þessu. Þetta er víst ekkert óbærilega vont en samt ekkert þægilegt heldur skilst mér :s En vonandi dugar þetta til að berja rósroðann niður enda ýmislegt á sig leggjandi til þess.

    laugardagur, október 14, 2006

    Jamm og Já


    Flora
    Originally uploaded by Kitty_B.
    Það átti að segja mér eithvað þegar Anna var vöknuð kl. 6:11 í morgun. Allt virtist svo sem í lagi og ég hallaði mér aftur meðan Anna horfði á barnaefni undir traustri handleiðslu afa síns. Mín börn vakna ekki af sjálfsdáðum svona snemma nema eithvað sé að. Anna sofnaði að vísu aftur um 11 leytið og svaf til hálf tvö en þá var líka ljóst að eithvað var að. Hún var eldrauð í framan, glaseygð og lítil í sér. Hitamælirinn sagði 39,3 svo ég var ekki á leið í vinnu :( Eftir hitalækkandi og smá Pepsi fór hitinn niður í 38,0 og nú liggur mín upp í stofu og horfir á Gullbrá og birnina þrjá.
    Ég sem var nú eiginlega búin að hlakka til að komast út úr húsi og á meðal fólks. Deginum í gær var nefnilega að mestu eytt í þrif og þvotta. Ég keypti nýjar gardínur í eldhúsið og nýjan dúk á borðið en hinn nýji dúkurinn var endanlega ónýtur eftir að hafa orðið aftur fyrir heitri steikarpönnu *stuna* Nú dugði ekki að snúa honum og láta bráðna og götótta partinn liggja uppfyrir og að vegg. Í dugnaðarkasti hengdi ég líka upp Glansa stjörnuseríuna í stofugluggann og held að hún komi bara assskolli vel út. Ég veit að tæknilega séð er þetta jólasería (þessvegna hef ég ekki alveg getað kveikt á henni strax) en mér finnst þetta nú bara flott skamdegis gluggaskraut og segi nú bara eins og Guðlaug Jóla hvað ?? ;) Stjörnurnar eru nú líka bara ansi flottar þó það sé slökkt á ljósunum.
    Önnu greyinu ofbauð alveg tilstandsleysið í gær skildi ekkert í því að það væru engar afmælisgjafir, engin kaka og engir gestir heldur. Ég endaði því á að panta pitsu og leigði DVD og ég og börnin kúrðum okkur yfir þessu fram undir háttatíma hjá börnunum.

    föstudagur, október 13, 2006

    Jólaskraut

    Eithvað hef ég verið að segja fólki frá fallega jólaskrautinu í IKEA hér koma svo sýnis horn..........need I say more !!

  • Jóla stígvél


  • Jóla ungar
    Ammæli
    Ég á afmæli í dag,
    ég á afmælí dag.
    Ég á afmæli sjálf,
    ég á afmælí dag.

    Jamm þá er enn einn afmælisdagurinn runnin upp og ekkert nema gott um það að segja:) Ekki verður þó neitt úr afmælisuppáhaldi hér á bæ enda allir á kafi í vinnu ég á að vísu frí á morgun en verð að vinna alla helgina.
    Guðni greyið hefur ekki sést hérna heima síðustu vikur og er ekki kominn heim þegar þessi orð eru skrifuð. Ég á ekki von á að hann verði sýnilegur hér á næstunni heldur. Anna grætur fögrum tárum á hverju kvöldi núna og vill fá pabba. í gærkvöldi horfði hún á mig tárvotum augum og spurði "hann kemur aftur er það ekki "

    miðvikudagur, október 11, 2006

    Flora


    Flora
    Originally uploaded by Kitty_B.

    Ó já

    Ég las grein í Fréttablaðinu um daginn sem vakti hjá mér pínkulitla kátínu. Í greininni er byrjað að segja frá skóla í Noregi sem fer fram á það að strákarnir pissi sitjandi því þeir einfaldlega hitti ekki almennilega í klósettið. Formaður Demókrata í Noregi er víst ekki hrifinn og segir að það sé verið að skipta sér af sköpunarverki Guðs því karlmenn hafi pissað standandi frá upphafi og það séu mannréttindi að vera ekki neyddur til að pissa eins og stelpa. Ekki var þetta nú það eina í greininni sem vakti áhuga minn og fékk mig til að glotta með sjálfri mér því farið var almennt út í þau vandamál sem fylgja þessu uppistandi á karlmönnum. Eithvað er víst um það að karlmenn sem eru ábyrgir fyrir þrifum á klósettum heimilanna venji sig í snarhasti af því að pissa standandi (he he he afhverju ætli það sé). Í henni Ameríku eru víst til samtök sem kallast MAPSU (Mothers against peeing standing up) og þær ganga svo langt að seja að uppistandið sundri fjölskyldum, hana nú þar hafiði það !
    Vitnað var í íslenska bloggfærslu um þetta mál en þeir á fréttablaðinu létu alveg vera að orða hans lausn á málinu he he he ...

  • Alvöru karlmenn pissa sitjandi

  • Heimasíða MAPSU



  • Ég keypti dót handa börnunum mínum um daginn og áletrunin á umbúðunum hefði passað ágætlega í Headlines hluta af Jay Leno þætti. En textinn er svohljóðandi " It can be happy and gay for children not good hearing if product is with mark" Ekki get ég ímyndað mér hvað í ósköpunum þetta á að þýða.

    Getur einhver útskýrt fyrir mér hvað er að foreldrum sem skamma löggunua fyrir að stöðva börnin þeirra fyrir ofsaakstur. Hvernig dettur móður 17 ára drengs að segja við lögregluna að hún treysti drengnum fyllilega til að aka bíl eftir að krakkinn var tekinn á 125 km hraða innan borgarmarkanna. Finnst fólki þetta virkilega ekkert athugavert ?
    Ég dáist aftur á móti að móðurinni sem hringdi í lögregluna og bað þá að taka gera bílinn sinn upptækann svo sonurinn gæti ekki farið sér að voða á honum eftir að hann hafði verið stöðvaður fyrir ofhraðan akstur. Svona á að taka á málunum !!

    Fór með Önnu og Árna á Family day í nýja IKEA og vá þvílíkt flott og vöruúrvalið er þvílík að það hálfa væri hellingur. Mæli með að fólk kíki í IKEA 12 október !!

    Eina leiðin fyrir mig að blogga þessa dagana virðist vera í gegnum flickr. Þetta er ekki blogger.com að kenna heldur siminn.is og þeir segja fólki að routerinn þeirra sé ónýtur sem er bara bull. Talandi um þjónustuna hjá símanumm ARG !!!!! Skjárinn bilaði ég get ekki horft á neinar stöðvar í gegnum hann kemst bara VODið. Þetta bilar á fimtudag og ég gaf þessu smá séns en kl. 22 ákveð ég að hringja í þjónustuverið og fá aðstoð. Jú ég fæ samband við þjónustu fulltrúa sem gefur mér samband við tækniaðstoð þar er ég aðeins númer 20 í röðnni. Hlusta á einhverja tónlist...nr 19 meiri tónlist...............nr.17 enn meiri tónlist ... nr 16..........ekkert......................................... 5mínútur líða og enn ekkert engin rödd sem segir að ég sé nokkurt númer eða neitt. Þegar þarna er komið við sögu var ég búin að bíða í 35 mínútur í símanum. Ég hélt að sambandið hlyti að hafa slitnað skelli á hringi aftur vel tækniaðstoð og viti menn ég er nr. 22 í röðinni ARG þegar ég fæ að vita að ég er númer 18 tuttugu mín seinna þagnar allt aftur .. ég ákveð að gefa þessu séns...... Klukkutíma seinna svara loks tæknimaður og viti menn hann getur ekkert gert nema senda þetta áfram... reyndi að vísu að láta mig slökkva á routernum, myndlyklinum o.s.v.f. þetta átti að taka 1-3 virka daga og auðvitað var föstudagur daginn eftir. ........ Skjarinn var ekki kominn í lag í morgun svo ég hringi aftur núna sem beturfer bara nr.2 í röðinni aftur er slökkt og kveikt á routernum og lyklinum en ekkert lagast... nú skal aftur senda málið áfram og bíða í 1-3 virka daga og þá er náttúrlega helgi eftir 2 virka............ á meðan borgum við skjáinn væntalega fullu verði. Ekki nenni ég nú að bíða í 1 klukuktíma og 45 mín í 8007000 að fá niðurfellingu á reikningnum ................

    sunnudagur, október 01, 2006

    Bilað


    Rjúpa (Lagopus muta)
    Originally uploaded by Kitty_B.
    Argh suma daga langar mann bara að vera upp í rúmi...sem er synd þar sem það er yndislegt verður. Ekki að það breyti neinu hve gott verðirð er því ég er að fara að vinna ......
    Tölvan mín er biluð, myndirnar, tónlistinn og annað skemtilegt er lokað og læst þar inni núna. Í tilefni af kuldanum blossaði rósroðinn upp er samt skárri en í meðal ári ..enþá. Einhver setti sjóðandi heita steikarpönnu á nýja borðdúkinn í eldhúsinu og hann er nú götóttur og bráðinn. Argh mig langar upp í rúm og breiða sængina upp fyrir haus :(

    miðvikudagur, september 27, 2006




    Bannað að stríða !

    Dóttir mín yngri er alger gullmoli :) Í kvöld vorum við að horfa á sjónvarpsfréttirnar og þá segir Anna "Mamma,mamma ég sá hann mannin sem sagði að það er bannað að stríða" Umræddur maður er Stefán nokkur sem er í forsvari fyrir Samtök Herstöðvaandstæðinga,Anna mundi eftir honum frá því í mótmælunum í Júlí og mundi inntakið af því sem hann hafði sagt ;)

    P.S. Myndasýninguna hans Chris má finna hér:

  • Augnablik á Öræfum 80Mbinnlent dl og þarf Quiktime


  • Augnablik á Öræfum á YouTube í minni gæðum, færri MB en erlent dl
  • Cold,cold water....


    motmaeli 039a
    Originally uploaded by Kitty_B.
    Það er nú greinilega ekki allt í lagi með mig þessa dagana ...eða hvað... Ég er farin að standa mig að því að vera í mótmælagöngum alltaf öðru hvoru núna. Ef einhver hefði sagt mér fyrir hálfu ári síðan að þetta ætti eftir að koma fyrir mig myndi ég saka þann sama um að vera orðinn eithvað tæpur á geði. Ég hef að vísu alltaf verið frekar fúl yfir því hvað íslendingar láta allt yfir sig ganga og segja aldrei neitt og halda svo bara áfram að kjósa sömu stjórn yfir sig aftur og aftur meðan þeir rífast út um hitt munnvikið yfir hvað allt er ómögulegt.
    Ástæðan fyrir því að ég byrjaði að mótmæla er að mér blöskraði þegar kunningi minn af blogging network sat í sprengjuregni án þess að fyrir því væri réttlætanleg ástæða. Saman við það blandaðist líka pirringur yfir stríðs og valdabrölti ákveðinna þjóða sem mér finnast vera farin að stefna óhugnarlega í átt að fjórða ríkinu. Þegar Nostradamus spáði heimstyrjöldinni 3 á sínum tíma talaði hann um að stríðið yrði á milli austulanda nær og vesturlanda og til tók Bandaríkin víst sérstaklega. Hann sagði einnig að 3 anti kristur sæist fyrst með bláan vefjarhött á höfði en ég er nú farin að hallast að því að hann hafi séð bláa derhúfu bara ekki kunnað að lýsa henni betur, enda tíðkuðust derhúfur víst ekki á hans tíma.

    Ástæðan fyrir því að ég sá mér ástæðu til að fara niður í bæ í kvöld var tvíþætt annars vegar fannst mér þetta ágætis tækifæri til að taka myndir fyrir Blogging Reykjavík hins vegar það að mér blöskrar hvernig við erum að fara með landið okkar. Í upphafi skildi ég ekki þetta píp um umhverfið sem var að fara undir vatn ráðamenn þjóðarinnar sögðu að þetta væru nú engar perlur bara sandur og möl (eyðimörk) sem færi þarna undir vatn og ég trúði því(Já já ég átti að vita betur ég veit). Ég keypti líka sönginn um ódýru vistvænu raforkuna sem við ætlum að framleiða, því allir vita að vatnsvirkjanir eru umhverfisvænar, ekki satt. Náttúruverndar sinnarnir sem slettu grænu skyri, skemdu eignir Impreglio og hlekkjuðu sig við vinnuvélar skoruðu nú ekkert sérlega hátt hjá mér (gera það að vísu ekki enn)og ég sá enga ástæðu til að vera að væla yfir sandi og möl sem færi undir vatn sérstaklega ef í því væri fólginn hagvöxtur og gróði fyrir landið. En einn góðan veðurdag þar sem ég var á ferðum mínum um bæinn sá ég mengunar strók liggja frá Álverinu í Straumsvík og yfir nýja Ásahverfið í Hafnarfirði, reykurinn var blágrár og mér varð hugsað að þetta væri nú varla heilsusamlegt. Stuttu síðar bárust fréttir um að eithvað hefði klikkað í síukerfi hjá Álverinu á Grundartanga og það var víst frekar skuggsýnt í Hvalfirðinum á meðan. Skýið var víst sauðmeinlaus kísill sem fólkið í firiðinum mátti anda að sér en samkvæmt heimildum þá mun kísill vera afar algengur í nátturunni og alls ekki helsuspilland,i eina raunverulega mengunin er víst sjónmengun (enda skýið grádrappað á lit og frekar þétt). Ég sá skýið að vísu bara úr fjarska þar sem ég var að borða hammara með manninum mínum fyrir framan Aktu Taktu (já ég veit hammarinn var óhollari en skýið uss..). En allt í einu varð mér hugsað ..hvaða framtíð er ég að bjóða börnunum mínum og barnabörnum upp á ef ég stend þegjandi hjá meðan hvert álverið á fætur öðru rís á landinu. Getum við verið 100% viss um að mengunin sé bara sjónmengun og er það barasta allt í lagi að við hættum að sjá til fjalla fyrir kísilryki. Allt í einu fann ég að mér stóð ekki alveg á sama um þetta allt svo ég fór að lesa mér til. Ég fjárfesti í bókinni Draumalandið og las hanan á einu góðu bretti.. Las mér til á netinu og las blöðin og fylgdist með umræðunum þar. Næst rakst ég á slides myndasýningu frá ljósmyndaranum Christopher Lund (chris.is) þar sam hann sýnir landsvæðið sem á að fara að drekkja ... Hey það var logið að mér þetta er ekki bara sandur og auðn þetta er miklu miklu meira en það. Ef það var logið að mér um þetta hverju öðru er þá verið að ljúga ? Mér finnst ekki gott að láta ljúga að mér og mér finnst dáldið sárt að kyngja því að hafa virkilega látið teyma mig á asnaeyrunum ég átti að vita betur .. kanski var þetta bara leti að ég nennti ekki að vita betur það er svo mikið þægilegra að fljóta bara með straumnum. Og hvað ætli fólk haldi eiginlega um mann ef maður dirfist nú að vera á móti hagvexti og framförum ? Málið er að ég er ekki á móti framförum og hagvexti síður en svo, mér er ekki sama um hvað þetta kostar. Hvað ef stíflan og stóriðjurnar skila ekki þeim hagnaði sem stjórnin lofar, ég treysti því svona mátulega miðað við fyrri reynslu af því að treysta þeim sem þessu lofa.

    Þegar ég heyrði af mótmælagöngunni í dag gat ég allt í einu ekki hugsað mér að sitja kyrr og samþykkja þar með að að mér sé logið og yfirvöld landsins vaði um án þess að hugsa málin til enda. Ég ákvað líka að láta eins og vind um eyrun þjóta þegar ástkær faðir minn segir "hvað heldurðu að það þýði að mótmæla, það skilar akkúrat engu" þetta er líklegast alveg rétt hjá honum en það er þó ekki hægt að segja að maður hafi ekki reynt. Alvöru mótmæli í t.d. í Frakklandi skila nú ýmsu þó það sé ekki annað en að maður taki eftir þeim eins og bóndanum sem keyrði þvert yfir Frakkland á traktornum sínum með skít á kerru til að sturta á tröppurnar á þinghúsinu.

    Ég lagði af stað niður í bæ í kvöld átti ég von á 100-200 hræðum í besta falli en það sem ég varð hissa þegar ég sá að það voru sko ekki færri mættir en þegar Gay Pride var eða þegar Magni kom heim. Er möguleiki að íslendingar geti allt í einu staðið upp og verið samstíga um eithvað sem skiptir máli.

    sunnudagur, september 24, 2006

    Barnaland

    Þó ég hneykslist ansi oft á umræðunum á barnalandi þá er stundum ekki annað hægt en að elska barnaland alveg út af lífinu ;) Það á nefnilega líka til með að stytta manni biðina eftir góðum hlutum !

    laugardagur, september 23, 2006

    Bensi.is

    Þar kom að því að Bensi frændi er farinn að sækjast eftir þingsæti og ekkert nema gott um það að segja. En eru þeir hjá mbl.is ekki að grínast með myndina af manninum...hvað kom eiginlega fyrir hjá þeim, það hlýtur að vera til betri mynd af honum. Það lítur út fyrir að þeir hafi skannað inn passamynd í litlum gæðum og stækkað upp svo hún verður gróf og ljót.
  • Mbl.is
  • fimmtudagur, september 21, 2006

    Víst má Lotta næstum allt


    Á ströndinni
    Originally uploaded by Kitty_B.
    Þar sem ég er of lasin til að blogga neitt af viti ákvað ég að prófa að blogga frá Flickr. Ég var að bæta við myndum frá í sumar og þetta er ein af uppáhalds myndunum mínum í þeim hópi. Minnir mann dáldið á það hvernig það er að vera of lítill til að geta verið með eldri systkinum sínum. Hver kannast ekki við að standa límdur upp við herbergis hurðir eldri systkinana, hangandi á hurðar húninum, biðjandi, vælandi eða skælandi um að fá að koma inn og skilja alls ekki afhverju maður má ekki vera með í þeirri paradís sem herbergi eldir systkina óneitanlega eru.

    Annars er slatti af myndunum mínum falinn þannig að einungis vinir og fjölskylda geta skoðað þær og til þess þurfa þeir/þau að vera skráð á flickr sem er alveg ókeypis....blikk blikk.
    Ég hef tekið eftir vandamáli þar sem íslensku stafirnir á síðunni fara í klessu og verða að einhverjum torkennilegum táknum og prósentumerkjum. Ráðið við þessu er að fara í Internet options -->Delet files --> OK Loka browsernum opna hann aftur og opna síðuna og þá hrekkur þetta í lag.

    miðvikudagur, september 20, 2006


    Richard Hammond í lífshættu

    Samkvæmt fréttum Sky News er hinn geðþekki þáttastjórnandi Top Gear Richard Hammond lífshættulega slasaður eftir slys sem hann varð fyrir við tökur á innslagi fyrir Topp Gear í dag. Hammond var á 480 km hraða þegar "bíllinn" valt og Hammond stórslasaðist.
    Ég vona bara að hann nái sér eftir þetta blessaður strákurinn. Hvað er að gerast með sjónvarpsþátta stjórnendur nútímans eru þeir allir meira og minna í stór hættu ??
  • Sky News

  • Hvað er málið

    Óborganlegt að lesa blöðin þessa dagana, það sem fólk nennir að rífast yfir. Núna er Magnús Kjartansson alveg brjálaður út í Moggann fyri að nota erlent lag í auglýsinguna sína um breytingar á útliti blaðsins. Ég skil ekki alveg afhverju þetta er svona mikill glæpur, vissulega væri betra fyrir íslenska tónlistarmenn að fá tekjur af auglýsingalögum en verða þeir þá ekki bara að fara semja lög sem passa í auglýsingar ??

    Tendó komst í fréttirnar í síðustu viku eftir að húsleit var gerð hjá nágranna hans í leit að fíkniefnum. Mér finnst karlinn nú hugaður að þora að láta taka viðtal við sig vegna þessa. Ég myndi ekki leggja í að smella smettinu á mér eða nafni í sjónvarpið í umræðu um dópsala í nágrenninu hver veit hverju maður getur átt von á eftir það.
  • RUV


  • Við Árni og Anna fórum í Smáralindina að taka á móti Magna á sunnudaginn. Við vorum svo heppin að álpast lengst hægra megin í salinn svo við vorum í stúku stæðum þegar Magni kom og fór. Árni fékk meira að segja hig five frá Magna og nú mun hann ekki þvo hendina næstu vikur he he he
    Jæja

    Nú er bara að vona að mínum vandræðum með bloggið sé lokið ég hef verið í endalausum vandræðum með bloggið síðustu vikur. Núna færði ég mig yfir á Bolgging in Beta og þá allt í einu birtist pósturinn sem ég hef verið að reyna að koma inn síðustu daga. Það vantar að vísu alla póstana sem hurfu út í bláinn þar á milli en samt þetta var betra en ekkert.
    Af mér er annars lítið að frétta þessa stundina er ég með kvef, hita, höfuðverk og beinverki og er mikið að velta fyrir mér hvort ég verði á fótum á morgun til að komast í vinnuna :S
    Ég mun blogga meira síðar ....ef Blogger leyfir sýnist að þetta Beta dót sé mjög sniðugt vonandi virkar það jafn vel og þeir segja.

    þriðjudagur, september 19, 2006

    Singstar Legends

    Ég held að óneitanlega verði næsti Singstar diskur betri en sá síðasti sem innihélt ekki nema 3-4 syngjanleg lög. Núna eru sko klassikerarnir allsráðandi ...ég get sko ekki beðið til 2. nóvember eftir þessum.
    Lagalistinn lítur víst svona út:

    Aretha Franklin Respect

    Barry White You're The First, The Last, My Everything
    Black Sabbath Paranoid

    Blur Parklife

    David Bowie Life On Mars?

    Depeche Mode Enjoy The Silence

    Dusty Springfield Son Of A Preacher Man

    Ella Fitzgerald & Louis Armstrong Let's Call The Whole Thing Off

    Elton John Rocket Man

    Elvis Presley Blue Suede Shoes

    Jackie Wilson Reet Petite (The Finest Girl You Ever Want To Meet)

    John Lennon Imagine

    Johnnny Cash Ring Of Fire

    Lynyrd Skynyrd Sweet Home Alabama

    Madonna Papa Don't Preach
    Marvin Gaye I Heard It Through The Grapevine

    Nirvana Smells Like Teen Spirit

    Patsy Cline Crazy

    Pet Shop Boys Always On My Mind

    Roxy Music Love Is The Drug

    Sam Cooke What A Wonderful World

    The Jackson 5 I Want You Back

    The Monkees Daydream Believer

    The Police Roxanne

    The Righteous Brothers Unchained Melody

    The Rolling Stones Sympathy For The Devil

    The Smiths This Charming Man

    Tina Turner What's Love Got To Do With It?

    U2 Vertigo

    Whitney Houston The Greatest Love Of All

    Ég skáletraði þau lög sem ég hlakka mest til að kljást við :) Fyrir ykkur sem áttið ykkur ekki á Reet Petite þá er það gamall slagari sem textinn er á þessa leið :
    Well, lookabell,lookabell,lookabell,lookabell Oooooh Weeeeee
    Lookabell,lookabell,lookabell OoooooWeeee
    Oh, Ah, Oh, Ah, Oh wee
    Well, she's so fine, fine, fine, She's so fine fa fine
    She's so fi iii ine,She's so fine, fine, fine
    She's really sweet the finest girl you ever wanna meet

    Oh,oh,oh,oh Oh,oh,oh,oh,oh
    Rrrrrrrr Reet Petite, the finest girl you ever wanna meet

    Well, have you ever seen a girl for whom your soul you'd give
    For whom you'd fight for, die for, pray to God you'd lie for

    laugardagur, september 16, 2006

    laugardagur, september 09, 2006


    Come undone

    So rock 'n' roll, so corporate suit
    So damn ugly, so damn cute
    So well-trained, so animal
    So need your love, so fuck you all
    I'm not scared of dying, I just don't want to
    If I stop lying, I'll just disappoint you


    Úff hvað mig langar að færa Robbie hunangste, parkódín forte og einhverja góða stera til að ná bólgunni úr raddböndunum á honum. Skil ekki afhverju honum er ekki séð fyrir einhverju heitu og mýkjandi að drekka úr því hann er svona hundlasinn á sviðinu. Ég er hálft í hvoru farin að hafa áhyggjur af því að hann detti niður því hann er greinilega of lasin til að vera að syngja :(

    OMG ég var rétt búin að pósta þessu þegar hann rann og datt úff !!

    mánudagur, september 04, 2006

    Crikey ?

    Þær sorgarfréttir bárust í fyrradag (skrifaði þennan póst þann dag en bloggerinn er eithvað að stríða svo ég get ekki póstað nema hipsum haps) að Steve Irvine hefði látist við tökur á heimildar mynd um hættulegustu skepnur sjávarins. Steve var fastagestur á skjánum hjá mér þegar ég var með fjölvarpið hér um árið og hefur mér alltaf þótt virkilega gaman að honum. Við Ásdís áttum margar góðar stundir saman fyrir framan The Crocodile Hunter ! Hann virkaði svo skemtilega ofvirkur og geggjaður en um leið sá maður hvað hann bar mikla virðingu fyrir náttúrunni og dýrunum sem hann var að sýna. Partur af skemtuninni við að horfa á þættina hans var að hneyskast á glæfraskapnum hjá honum þegar hann hékk í halanum á eitruðustu slöngum heims og tilkynnti “ ahh nú er hún orðin pirruð” OMG. Ég upplifði það reglulega að geta ekki gert upp við mig hvort hann væri svona klár að meðhöndla dýrin eða of vitlaus til að átta sig á hvað þau voru hættuleg. Maður átti nú vona á að hann ætti eftir að slasa sig á krókódílum ,kóngulóm eða eiturslöngum að að Skötu tækist að drepa hann var nú ekki alveg á radarnum. Það er víst líka alveg stjarnfræðilega ólíklegt að vera drepin af Stingskötu. Fólk hefur vissulega slasast af þeirra völdum en dauðsföll eru víst MJÖG sjaldgæf.
    Held að þetta sé í fyrsta sinn í 30 ár sem ég tek það nærri mér þegar skemtikraftur deyr ? síðast var það Vilhjálmur Vilhjálmsson en ég var 3 eða 4 ára og fannst það alveg hræðilega sorglegt þegar hann dó skældi alveg helling enda var hann og er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég er að vísu ekki farina að skæla enn yfir Steve Irvine en ég finn samt að fráfall hans setti meiri beyglu í daginn hjá mér en t.d. Díana prinsessa gerði þegar hún dó hmm þegar ég hugsa um það man ég nú ekki einu sinni eftir neinum öðrum sem ég hef beint tekið eftir að hafi dáið.......

    miðvikudagur, ágúst 30, 2006


    Ég var að fatta...

    að ég hlýt að vera þunglynd úr því að mér fannst ástæða til að ræða hægðir í fyrra innleggi mínu hér í dag OMG !!

    Lægðir og Hægðir..

    Ég hélt ég yrði ekki eldri yfir hádegisfréttunum í morgun en þar var viðtal við veðurfréttakonuna þeirra á NFS og hún sagði orðrétt " Það eru þessir skotvindar og með þeim ferðast lægðir og hægðir..." Ojjj barasta **hrollur** Ég er sko farin að kaupa mér regnhlíf og pollagalla. Ég stóð samt varla í fæturna eftir þessa setningu þar sem skotvindar og hægðir eru bara eithvað svo fyndin saman *fliss*
    Næsta gullkorn í sama viðtali var nú ekki nærri eins fyndið en það hljómaði svona "Ég veit ekki hvort einn eskimói hefur kyndað bál á Grænlandsjökli" þetta kom nú ekki beint vel út hjá konugreyinu.

    miðvikudagur, ágúst 23, 2006

    Allt er til...

    ..í henni Ameríku !! Kíkið á þetta:
  • Americas got talent
  • þriðjudagur, ágúst 15, 2006

    Meðmæli dagsins

    Fær Erna frænka fyrir æðislegar myndir frá Norðurlandi þó sérstaklega Grænavatns myndirnar. Þvílíkt flottar myndir hjá henni ég sat og skoðaði þær og fékk hreinlega heimþrá norður.
    Endilega kíkið á myndirnar
  • Erna á Flickr
  • sunnudagur, ágúst 13, 2006


    Í dag eru þau merku tímamót að við hjónin erum búin að vera saman í 12 ár og eigum 11 ára trúlofunarafmæli :)

    laugardagur, ágúst 12, 2006


    Ætlaði bara að láta vita að ég er ekki dauð. Ég er bara búin að vera lasin og er ekki orðin góð enn :( Ætla samt að herða mig upp og fara í Gaypride gönguna á morgun ef það rignir ekki eldi og brennisteini. Mér finnst samt ógeðslega fúlt að fá einhverja furðukvefs, hita og beinverkja pest svona um mitt sumar.

    Að öðruleyti er allt gott að frétta Ásdís er í góðum málum í Baunaveldi. Skólin hennar byrjar á mánudag en hún byrjar víst í skóla fyrir innflytjendur þar sem sérstök áhersla er lögð á dönsku fyrir innflytjendur. Þar mun hún deila bekk með Irönum, Færeyingum og Finnum svo eithvað sé nefnt. Við mæðgurnar spjöllum saman með aðstoð MSN á hverjum degi. Mikill lúxus er það nú að geta talað svona heimshornana á milli alveg ókeypis ! Ég man þá tíð er systir mín var í námi í Danmörku það var nú ekki hringt á milli á hverjum degi, ég efast meira segja um að það hafi verið hringt einu sinni í mánuði mér finnst líklegt að símtöl ársins hafi verið talin á fingrum annarar handar. Enda var kostnaður við svona símtal fáránlegur fyrir utan að það hefur líklega þurft að panta símtalið í gegnum landsímann eins og tíðkaðist í þá daga **gráu hárin spretta fram** Þvílíkur lúxus þegar það var loksins hægt að hringja beint til útlanda whooopy.
    Ég hringdi fyrir 12 árum síðan eitt samtal til Danmerkur talaði í 25 - 30 mín Símreikningurinn endai í litlum 11þús krónur takk fyrir. Ég geri þetta ekki aftur nema í neyðartilfellum, mæli með að þeir sem ferðast eða búa erlendis fái sér MSN eða SKYPE ef þeir vija heyra í mér á meðan.
    Well best að fara að hátta ef maður ætlar að orka það að fara í Gay göngu :)

    mánudagur, ágúst 07, 2006

    Langar þig að verða bæklunarskuðlæknir

    Hér getiði athugað hvort þetta starf á við ykkur:

  • Bæklunar læknirinn


  • Hnéaðgerð


  • Mjaðmaaðgerð
  • miðvikudagur, ágúst 02, 2006

    OMG....
    ..þá er það opinber ég er væluskjóða.. ekki nóg með að ég skæli nánast með ekka yfir Grey´s Anatomy núna er ég farin að tárast yfir Rockstar Supernova.... held ég þurfi að fara að leita mér aðstoðar við þessu.

    Vill einhver giska hver á þessi augu og hvað er að .....

    A46

    Eins og þið giskuðuð á þá eru þetta augun í Önnu en ástæðan var ekki grátur nei ..... að öllum líkindum OFNÆMI. Hún virðist vera að byrja á ferlinu sem Árni byrjaði á þegar hann fór að fá ofnæmisköstin það sem skilur hana frá er að hún er yngri en hann var og þessu fylgdi ekki kláði. Læknirinn sem skoðaði hanan treysi sér ekki til að dæma um hvort þetta væri sýking eða ofnæmi, en roðin var horfinn í morgunnn ásamt stíflaða nefinu sem kom um leið og augnroðinn. Anna sofnaði áður en við náðum að gefa henni augndropana sem hún fékk svo þetta er ólíklega sýking. En Ofnæmið er líklegra þar sem það var búið að vera gott veður og frjókorn og annar ósómi á fullri ferð. Roðinn hefur svo ekkert látið á sér kræla í rigningunni í dag.

    mánudagur, júlí 31, 2006

    Farin...

    Þá er Ásdís flutt út til pabba síns og við bara 5 eftir í kotinu. Ferðin út gekk víst bara vel hjá þeim og hún komin í eigið herbergi með TÖLVU !! Anna átti dáldið erfitt með að kyngja þessu og skældi góðan part af leiðinni heim (eftir að við skildum við Ásdísi á flugvellinum) og vildi fá Ásdísi aftur.
    Við hjónin kíktum svo á Sigurrósar tónleikana niður í bæ í gær og þetta var sko enginn smá mannfjöldi sem saman var kominn á túninu úff. Ótrúlegt samt hvað var auðvelt að komast að og frá tónleikasvæðinu. Við fórum ekki af stað niður eftir fyrr en upp úr kl. 22 og fengum bílastæði í Eskihlíðinni svo ekki þurftum við að ofreyna okkur við að ganga á svæðið. Við stoppuðum að vísu ekki nema í kanski klukkutíma eða svo og héldum þá heim á leið og horfðum á restina af tónleikunum í sjónvarpinu. Frábært framtak hjá Sigurrós að bjóða upp á þessa tónleika !

    föstudagur, júlí 28, 2006

    15
    Það kom að því að ég fékk hluta af 15 mínútunum mínum he he he he (mæli með að spóla fram á mínútu 42-48 af fréttatímanum ;)

  • Fimmfréttir
  • fimmtudagur, júlí 27, 2006


    Mótmæli

    Mig langar að vekja athygli á því að á morgun verður mótmælastaða vegna árásana á Líbanon við Bandaríska sendiráðið kl.17:30 hvet alla sem vettlingi geta valdið til að mæta.

    Sjá nánar :
  • Friður.is
  • þriðjudagur, júlí 25, 2006

    Get ekki sagt ..

    ... að þetta komi mér nokkuð á óvart ég var nú eiginlega búin að uppgötva þetta af sjálfsdáðum.
  • Mbl.is
  • mánudagur, júlí 24, 2006

    Leó

    Rétt upp hend sem langar að mæta þessum á hlaupum ;)



    Held að þetta sé ógnvænlegasta mynd sem ég hef tekið af Leó greyinu hann minnir mest á eithvert agalegat óargadýr saman rekinn og hel massaður.
    Annars var ég voða ánægð eftir heimsókn okkar til dýra þar sem var til þess tekið hvað hann er með flottan glansandi feld, í góðum holdum og stæltur **stolt** **stolt** Geldingin hefur greinilega bara gert honum gott hann hefur að vísu léttst um 300 gr síðan en samt borðar hann betur en hann gerði.

    Blogging Beirut hefur heldur betur náð heimsathygli CNN hefur vísað á það og núna var grein í New York Times um bloggið góða og ég hef eftir áreiðanlegum heimildum að fleiri stórir fréttamiðlar hafa augastað á Fink Ployd sem sér um bloggið.
  • Grein í NYT um BB

  • En hver var fyrstur með fréttirnar iss auðvitað ég ;) Guðný með puttan á púlsinum ..... palperar heiminn ......he he he

    Flickr

    Þá er ég loksins komin með almennilega hýsingu fyrir myndirnar mínar. Flickr.com varð fyrir valinu og ég keypti mér ársáskrift til að byrja með. Augnablik.is hefur ekki borið sitt barr síðan nýjir aðilar tóku við og breyttu nafninu í Mbanki.is. Árið á Flickr kostar einhverjar 1850 krónur sem mér finnst nú bara vel sloppið. Ég er að keppast við að henda inn myndum þessa stundina og vonanndi hafa einhverjir gaman af.

    laugardagur, júlí 22, 2006


    Þjálfaði..

    Portugal svona fyrir HM ?????

  • Portugal in training


  • Ég var búin að lofa þessum link hér fyrir dágóðu síðan en þá lenti ég í þeim ósköpum að sá linkur virkaði ekki en svo var ég svo heppin að finna þetta annarstaðar. Góða skemtun :)

    fimmtudagur, júlí 20, 2006


    Hvernig ??

    Hvernig getur hatrið orðið svo mikið að fólki finnist í lagi að börn skrifi kveðjur á sprengjur sem murka lífið úr saklausu fólki þar á meðal börnum ??

    Hvernig stendur á því að heimurinn stendur hjá og horfir á aðgerðalaus þegar saklaust fólk er sprengt í loft upp ??

    Þegar maður heyrir um loftárásir og önnur stríðsátök þá er oft erfitt að gera sér í hugarlund hvað er í raun að gerast því sem betur fer er þessi raunveruleiki svo langt frá okkur.
    Hér fyrir neðan set ég 2 linka á myndasíður sem lýsa ástandinu ótrúlega vel. Vef Der Spiegel annars vegar og hins vegar From Israel to Lebanon sem er ALLS ekki fyrir viðkvæma og eiginlega aðeins fyrir hörkutól að skoða. Þarna eru myndir sem enginn ætti að þurfa að upplifa !! Ég var í dágóða stund að jafna mig eftir að hafa skoðað myndirnar. Vegna mikillar umferðar um þá liggur síðan stundum niðri og getur verið erfitt að komast inn á hana.

  • Der Spiegel


  • From Israel to Lebanon (alls ekki fyrir viðkvæma!!)

  • Einu sinn var

    .... ég var að lesa gömul blogg sem ég skrifaði og komst að þeirri niðustöðu að einu sinni var ég skemtileg hvað varð um þann hæfileika minn ??

    mánudagur, júlí 17, 2006

    Það var og

    Argh það mátti vita að Grey's endaði svona ...... arr ég er að hugsa um að fara fram á kleenex styrk frá framleiðendunum og sennilega þarf ég að fá róandi líka ef ég á að þola að bíða fram á haust. Þeir eiga nú bara að skammast sín að drepa bæði hundinn og Denny í sama þættinum þetta er nú bara too much *snökt*

    Ég held að blogginnetwork hafi ekki þolað alla athyglina sem Blogging Beirut hefur fengið síðustu dagana og kerfið hefur greinilega hrunið. Vonandi verðu því kippt í liðinn fyrr en seinna.
    Blogging Beirut


  • Ég hef ekki verið dugleg að blogga upp á síðkastið hvorki hér eða á Blogging Reykjavik. Ein af ástæðunum hefur verið hin endalausa rigning sem hefur gert það nánast ómögulegt að hætta sér út með myndavélina. Ég hef sennilega verið manna duglegust að kvarta og kveina undan veðurfarinu þetta sumarið. Ég er samt farin að skammast mín verulega fyrir þetta eftir að fylgjast með félaga mínaum hjá Blogging Beirut sem lætur sig ekki muna um að fara út í sprengjuregninu og taka myndir og blogga hvað sem tautar og raular. Hann er líka iðulegast fyrstur með fréttirnar svo maður segir bara CNN hvað!! Hvet ykkur til að kíkja á bloggið hans og sjá hvernig hinn venjulegi borgari í Beirut upplifir árásirnar.

    Blogging Beirut


  • Hvað okkur íslendingana varðar þá skilst mér að sumarið eigi loksins að koma núna í lok vikunnar og þá hressist vonandi yfir blogg lífi mínu um leið. Ég get þá kanski komist upp úr risaeðlupælingunum og fraið að blogga um eithvað skemtilegt :)
    Í góða veðrinu í gær skelltum við okkur í frábæra ferð út á yfirgefið fiskherslusvæði á Rreykjanesinu ásamt Guðlaugu, Helga, börnum og hundum. Þessi staður er eins og skemtigarður fyrir hunda og börn. Um leið og ég er búin að finna út úr myndhýsingarvandræðum mínum á netinu mun ég deila með ykkur myndum úr þeirri snilldar ferð.
    Varðandi risaeðlutilhnegingu mína þessa dagana þá heyrðum við lag í bílnum í gær sem enn og aftur vakti risaeðluna í mér en það mun heita Is it love or is it coce. Lagið er al íslenskt og eins og textinn ber með sér dásamar það kókaínneyslu og fleira í þeim dúr ........

    Síðasti þáttur af Grey´s Anatomy get varla beðið spennan er í hámarki og mig grunar sterklega að þátturinn muni enda þannig að ég muni bíða í ofvæni eftir næstu seríu.

    laugardagur, júlí 15, 2006

    Risaeðlan
    Góðan dag ég heiti Guðný og er níræð.... eða það finnst mér allavega núna upp á síðkastið þegar ég spekúlera í tónlistinni sem er í boði og myndböndunum sem fylgja. Eitt af uppáhaldslögum sonar míns er þetta hér :
  • Shake that f. WMP

  • Í þessu vídeoi er að vísu búið að þagga niður í dónalegu orðunum. Fyrir hraustmenni er textinn hér
  • Shake that textinn


  • Er þetta í lagi eða er ég orðin að risaeðlu :s

    miðvikudagur, júlí 12, 2006

    Upprennandi...

    Fyrir minn smekk er þessi hér einn af flottustu upprennandni áhugaljósmyndurunum á íslandi í dag ......
  • Olgeir

  • Þekki drenginn ekki neitt hef bara séð myndirnar hans á ferðum mínum um netið.

    mánudagur, júlí 10, 2006


    Í kvöld....

    ... er næstsíðasti þátturinn í seríu 1 af Grey's Anatomy ég mun sitja límd við kassan, það verður slökkt á símanum og ég læst inn í herbergi svo ég fái frið til að horfa.

    mánudagur, júlí 03, 2006


    Grey's Anatomy

    Ég held hreinlega að þessir þættir eigi eftir að ganga frá mér endanlega. Ég hef ekki séð jafngóða sjónvarpsþætti lengi en þeir taka á taugarnar. Ég hef skælt þessi líka ósköp yfir þeim og í kvöld þá hreinlega öskraði ég á sjónvarpið. Núna er ég á barmi taugaáfalls og þarf að bíða í viku með að sjá hvað gerist næst *skæl*
    Þetta er náttúrlega ekki normal !!

    miðvikudagur, júní 28, 2006

    Talningu lokið

    Niðurstöðurnar eru ljósar eftir að hafa farið í tvenn ofnæmispróf er ljóst að Árni er með slæmt ofnæmi fyrir köttum og Túnfíflum og vægt ofnæmi fyrir hundum. Hann er aftur á móti alveg laus við fæðuofnæmi sem er mikill léttir :)

    þriðjudagur, júní 27, 2006

    Töfraduft

    Yngri dóttir mín gengur um heimilið með litla tösku sem að hennar sögn inniheldur töfraduft sem "gerir mann glaðan í hjartanu sínu". Hún gengur samviskusamlega á milli allra fjölskyldumeðlimanna og sáldrar smá töfradufti á kollinn á okkur. Ég get svo svarið að það virkar *BRÁÐN* ;)

    Draumalandið

    Ég keypti mér bók í dag, nánar til tekið Draumalandið eftir Andra Snæ Magnason. Ég velti henni þó nokkra stund milli handanna og spekúleraðí í því hvort hún væri ekki full dýr af "kilju" að vera. Ég ákvað þó að slá til þar sem þessi bók hefur kallað til mín frá því að ég heyrði um hana fyrst. Eins og er þá hef ég lokið lestri á 71 blaðsíðu og bókin er búin að borga sig upp, hún má versna mikið úr þessu til að ég sjái eftir kaupunum. Andri Snær er greinilega snillingur hann orðar hlutina svo frábærlega að ég held ekki vatni af hrifningu. Hlutir sem maður hefur hugsað en ekki getað komið í orð eru svo snilldarlega orðuð og dæmisögurnar hreint frábærar, fáránleiki nútimans á kjarnyrtri íslensku. Ég hef bara mestar áhyggjur af því að þeir sem þurfa mest á lestri hennar að halda lesi hana einmitt ekki.

    mánudagur, júní 26, 2006

    Hux

    Það er ekki eins og ég hafi alveg týnst í kvikmyndagetrauninni heldur er bloggið búið að vera að stríða mér og hefur ekki skráð neina af þeim snilldar póstum sem ég hef verið að skrifa. Gullkornin mín hafa horfið yfir móðuna miklu um leið og ég ýti á publish. Kanski er þetta alheims samsæri til að forða heiminum frá skoðunum mínum á t.d. Orkuveitu auglýsingunni og ýmsu öðru sem ég hef verið að pirra mig á upp á síðkastið.
    Rigningin hefur líka verið að pirra mig því það hefur ekki verið myndavél út sigandi og því hef ég ekki lent í neinum almennilegum ævintýrum.

    Ég komst loks út úr húsi á Laugardaginn og fór á þessa líka fínu Fjölskylduhátíð starfsmannafélag IKEA. Eins og venjulega höfðu þau samið um sænska sumarblíðu. Boðið var upp á að teyma hesta undir börnunum, hoppukastala og tarmbolín. Svo voru grillaðar pylsur ofan í mannskapinn og borði upp á gos með. Hátíðinn fór vel þar t til að díselvéin sem sá um að halda lofti í hoppukastalanum og öðrum loftleikföngum bilaði og á sama tíma fór vindurinn úr hátíðinni. En virkilega velheppnað þó og IKEA starfsmenn fá enn eina rós í hnappagatið frá mér fyrir flotta hátíð.
    Við tókum Leó með okkur á hátíðina og áttum allt eins von á að þurfa að geyma hann að mestu í bílnum en viti menn hundurinn sýndi sínar bestu hliðar og var hlýðinn og góður. Hann gelti ekki einu sinni á hestana en hann hefur aldrei áður hitt hesta augliti til auglitis áður. Hann hefur bara séð hesta út um bílgluggan og þá hefur hann sett upp kamb og gelt eins og vitlaus á þessar hræðilega hættulegu stóru skepnur. En þessir hestar voru greinilega ekki eins skelfilegir og kanski hefur eithvað með það að gera að annar þeirra hét Snati ;)

    fimmtudagur, júní 15, 2006

    100 kvikmyndatitlar ??

    Þegar ég ligg veik heima þá hætti mér til að sökkva mér niður í eithvað mjög gagnslaust og klikkað. Nýjasta er þessi fína mynd frá Lovefilm.com en á henni eru faldi 100 kvikmyndatitlar þetta er hin mesta skemtun í byrjun en endar í þráhyggju allavega hjá mér :s

    Smellið á myndina tilo að stækka hana ég hendi svo inn í commentin þeim tiltlum sem ég hef fundið við tækifæri, er komin í tæpa 50 ef þeir eru réttir hjá mér :S
    Opinbera hintið til að koma manni af stað í þessum leik er að þar sem sagirnar tvær eru eru titlarnir að myndunum Saw og Saw 2 ekki það að þessi leikur segir sig nokkuð sjálfur :)
    Ég bíð svo spennt eftir að þeir gefi út rétt svör
    Góða skemtun !!
  • Lovefilm.com


  • P.S. Það væri gaman að sjá hvað þið finnið ef þið á annað borð nennið að liggja yfir þessu ;)

    miðvikudagur, júní 14, 2006

    Hvar er sumarið...
    hvar er sólin sem ég þrái.
    Oj oj rigningin....


    Ég bara spyr hvert fór sumarið sem var hér í Apríl ??

    mánudagur, júní 12, 2006

    Komin heim

    "........ í heiðar dalinn,
    komin heim með slitna skó"



    Þá er velheppnaðri ferð fjölskyldunnar til Portúgal lokið og það eina sem við erum ósátt við er að vera komin heim. Við hefðum vel verið til í að vera lengur.
    Eldri krakkarnir eru komnir með sundfit á milli tánna eftir að hafa búið í vatni í 2 vikur. Við hin erum úthvíld sólbrún (húðlituð) og sæl. Ásdís vann brúnkukeppnina og skildi okkur hin eftir í reykmekkinum aftan úr sér. Hún er nánast svört meðan við hin erum farin að nálgast heilbrigðan húðlit :s Enda skein sólin alla daga nema 1 og hitinn fór ekki undir 25 stigin á daginn.
    Við gerðum okkur ýmislegt til gamans fórum í sunlaugargarð þar sem feðgarnir slóu flesum ferðafélögum okkar ref fyrir rass í skelfilegustu rennibrautinni og fóru hátt í 20 ferðir.
    Við fórum líka í sædýrasafnið þeirra og sáum þar höfrunga leika listir sínar sem fyrir höfrungafíklana í fjölskyldunni var alger hápunktur á ferðinni. Ef við hefðum vaðið í seðlum hefðum við skellt okkur í það að synda með höfrungunum en það var bara dáldið of dýrt, geri það þegar ég verð stór ;)
    Við leigðum okkur bíl í 3 daga. Fyrsta daginn keyðum við að Gokart braut sem hönnuð er af Ayrton Senna heitnum og er smækkuð mynd af Brasilísku F1 brautinni. Við Anna biðum meðan að þau hin keyrðu á brautinni og sást þá augljós munur á aksturslagi kynjanna Strákarnir gáfu allt í botn og skrensuðu í gegnum beyjurnar (Árni var að keyra í fyrsta sinn) en Ásdís keyrði af festu og öryggi allan tímann en var ekkert að botnstíga bílinn :)
    Annan daginn á bílnum fórum við til Sevilla og skeltum okkur í fanta stóran og góðan skemtigarð þar. Ætluðum að finna "vel vaxna" nautabanan líka en það var orðið áliðið og umferðin í Sevilla er hrikaleg svo við ákváðum að hann yrði að bíða betri tíma.
    Síðasta daginn sem við höfðum bílinn keyrðum við út á Heimsenda sem er Suðvestasti oddi Portúgal. Leiðin er frekar hrjóstrug og landslagið gerði það að verkum að mér fannst stundum eins og ég hefði dottið inni í gamlan spaghettivestra. Ég átti hálft í hvoru von á því að sjá fjúkandi greinafækjur rúlla eftir veginum. Það gerðist að vísu ekki en þess í stað keyrðum við fram á stærðar snák sem hafði verið keyrt yfir.
    Við fundum okkur þennan líka fína Ástralska veitingastað(Koala garden) í Albufeira og borðuðum þar tvisvar. Guðni byrjaði á því að láta gamlan draum rætast og fékk sér krókódíla steik og við Árni fengum okkur kengúrusteikur. Ásdís sat hinumegin við borðið yfir sig hneyksluð á þessum ósóma að borða kengúrur og ætlaði varla að jafna sig á villimennskunni, gat sætt sig við krókódíla át en ekki kengúrur. Ég verð að viðurkenna að kengúrustekin er einkar ljúffeng og ég get hiklaust mælt með henni. Það eina sem setti blett á máltíðina fyrir mér var að þegar ég var komin hálfa leið með steikina fékk ég upphafslagið úr þáttunum um Skippý á heilan og var með það á heilanum það sem eftir var kvölds, hefnd kengúrunnar ??
    Í seinni heimsókn okkar á staðin héldum við Árni okkur við hefðbundari rétti en Guðni fékk sér Strút sem var ekki af verri endanum frekar en nokkuð annað sem við borðuðum þarna hjá þeim.
    Heim ferðin gekk vel og síðustu vikunni í sumarfríinu var eytt í leti og svo skruppum við í sumarbústað til vinahjóna okkar frá laugardegi ti sunnudags. Guðni mætti svo galvaskur í vinnu í morgun og ég mun mæta stundvíslega kl. 7:00 í vinnu á morgun. Ég verð nú samt að viðurkenna að ég er ekki alveg að fíla það að sumarfríið sé búðið ég hefði svo verið til í fleiri vikur í leti og lúxus.

    sunnudagur, maí 21, 2006

    Congratulations Lordi !!

    Þá er einhver skemtilegasta Eurovisionkeppni sem ég man eftir lokið og hún endaði eins og ég hafði óskað mér :) Þessi keppni hafði allt sem ein góð keppni getur haft t.d.
    1. Vondu kallana sem maður elskar að hata (Grikkirnir)
    2. Lítil magnarnir sem maður vorkennir og ná fram hefndum í lokin (Litháen)
    3. Ólíklegu hetjurnar sem koma, sjá og sigra.
    4. Kosninga "svindl" eða þannig he he þ.e.s. allir kjósa bara nágrannan og maður
    hefur á tilfinningunni að sumstaðar hafi 12 stigin verið frátekin fyrir þá
    og símakosningin hafi bara náð yfir 8 - 10 stiginn :)
    5. Hallærislegir búningar, fölsk lög og furðuleg heit.

    Hvers getur maður óskað sér betra ??
    Ég er samt enn að furða mig á hvað það er sem stuðar Evrópu. Sylvía setur allt á hliðina en korselett klæddar súludansmeyjar í stórvafasömum dansi hreyfa ekki við mannskapnum. Ekki heyrðist heldur píp um girl on girl atriðið heldur sem segir mér "klám" er í lagi í Eurovision en kaldhæðni ekki s.b.r. mótökurnar sem Sylvía og Litháenarnir fengu. Reyndar getur verið að við höfum komið með "klámið" inn í þetta hér um árið þegar Páll Óskar fór út. Tatu komu með girl on girl á sínum tíma þó það færi ekki á sviðið þegar til átti að taka. Kaldhæðni verður sennilega í lagi eftir 2 -3 ár :)

    Nú er farið að styttast í útrás fjölskyldunnar versta er að mér finnst ég vera að veikjast ... en ætli það sé ekki fínt að baka úr sér flensu í Portúgal :s