miðvikudagur, febrúar 28, 2007

>Nú hefur maður séð allt ...

....eða svo gott sem vinir og vandamenn búa í nágrenninu þar sem þetta gerist :o




Jeij fyrir mér ég er búin að læra að linka beint á video :)

laugardagur, febrúar 24, 2007

Vitleysa..
Argh ég er með svo mikla verki í öxlinni og hálsinum að ég get ekki sofið. Ekki var nú neitt óþarflega skemtilegt í sjónvarpinu heldur svo ég leiddist í þá vitleysu að horfa á Greys á netinu sniff sniff... Þvílíkt drama.....sniff sniff
Argh hvad er erfitt að blogga með vinstri :s

föstudagur, febrúar 23, 2007

Vísinda hvað ??

Af einskærum mannlífsáhuga asnaðist ég til að kynna mér nánar málefni Vísindakirkjunnar. Ég hélt í upphafi að þetta væri fólk sem tæki vísindi og tækniframfaririr fram yfir trúarbrögð en vá hvað ég hafði rangt fyrir mér það sem fólki getur dottið í hug.
En þrátt fyrir ýmislegt gott lesefni sem ég fann á netinu þá toppaði þessi South Park þáttur allt því hann fer svo sorglega nálægt sannleikanum á sinn húmoríska hátt.

  • South Park Trapped in the closet

  • South Park trapped in the closet f.RealPlayer

  • Músahús
    Getur einhver sagt mér hvaða gagn er af því að eiga 2 ketti ef maður þarf sjálfur að veiða mýsnar og það í höfuðvígi kattanna (kjallaranum). Þegar ég ætlaði að fara að henda þvotti niður í kjallara í gær sat músarræfill í tröppunum og horfið á mig í sakleysi sínu. Þó mér hafi alla tíð verið vel við mýs langar mig ekkert sérlega til að hafa þær búsettar í híbýlum mínum og hvað þá í lausagöngu. Ég fór því í það verk að veiða músarskottið og gekk það ótrúlega vel þar sem músarræfilinn virtist ekkert sérlega hrædd við mig. Hún flúði að vísu inn í óhreinatauskörfuna sem er neðst í stiganum og ég setti körfuna út fyrir og fór að gramsa í henni til að ná músinni úr. Það tókst en þegar henti músinni burtu gerði hún heiðarlega tilraun til að koma til mín aftur. Ég stuggaði við henni með sokkapari af syninum og það dugði sko til að fæla han burtu nú er bara að sjá hvort hún reynir að flytja inn aftur.

    miðvikudagur, febrúar 14, 2007

    Boring

    Ojj hvað er leiðinlegt að vera lasin :( Ég veit ekki hvort það var niðurfallið sem fór með mig eða að umgangspestirnar sem tröllriðið hafa öllu í næsta nágrenni náðu mér loksins. Ég er búin að liggja í bælinu frá því seinni partinn á mánudagskvöldið og er farið að þykja nóg um. Það er ótrúlegt hvað manni getur farið að leiðast þegar maður hefur ekki orku til að gera neitt af viti. Fyrir utan hvað það leggst á sálina á mér að horfa á ruslið safnast upp á heimilinu og að segja nei þegar hringt er úr vinnunni til að reyna að fá mann á aukavaktir þar sem veikindi eru að hrjá vinnufélagana.

    Ég hef ekki horft mikið á sjónvarpið síðustu vikur og því kom mér á óvart hvað úrvalið af góðu sjónvarpsefni er takmarkað. Þessa daga sem ég er búin að liggja í bælinu hefur varla verið neitt til að glápa á ef Grey's , American Idol og svo Planet Eart eru undanskilin en þessir þættir eru allir á mánudagskvoldum svo það virðast vera einu nothæfu sjónvarpskvöldin. Ég endaði á því að drösla ferðavélinni hér inn í rúm og nýti mér það að horfa á þætti á netinu í staðin. Ég hef náð að stytta mér stundir yfir Heros og Battlestar Galatica og kom mér á óvart hvað Heros eru mikið skemtilegri en ég bjóst við.

    sunnudagur, febrúar 11, 2007


    :(
    Klukkan 22 var ég búin að bursta hátta og allt þegar ég tek eftir því að rennslið í vaskinum er eithvað tregt. Svo ég ákveð að kíkja niður í kjallara og viti menn er ekki baðvatnið hennar Önnu á öllu þvottahúsgólfinu ásamt ýmsu öðru skemtilegu úr frárennslinu frá húsinu OJJJJJJJJJJJJJJJ Núna erum við búin að losa verstu stífluna og hvað haldiði Birki ófétin hér fyir utan eru búin að koma þvílíkum rótarhnyðjum fyrir í rörinu að það þarf einhverjar hrikalegar aðgerðir til að losa þær alveg. Þetta virðist ætla að verða árlegur viðburður hér þó svo rörin hafi verið grafin upp steypt í kringum þau og ýmsum ráðum beitt til að halda kvikindunum úti. Sennilega er næsta ráð að skipta út lögninni eins og hún leggur sig til að gera kvikindunum erfiðara fyrir með að troða sér inn í kerfið. Ég lagði reyndar líka til að birkið verði fjarlægt og sett skjólgirðing í staðin hún ætti allavega ekki að bora sig norður og niður í niðurfallið.

    laugardagur, febrúar 10, 2007

    Þar láu Danir í því

    Ég er alveg búin að gefa íslenska júróvisionið upp á bátinn eitt lagið þar er það slæmt að mér finnst nánast eins og ég þurfi að fara í bað eftir að hafa hlustað á það svo slepjulegt er það. Fyrir slysni sá ég undankeppnina í danska júróinu og þar var slatti af frambærilegum lögum svo ég horfði á loka keppnina hjá þeim í kvöld. Ekki get ég nú sagt að danskurinn hafi álpast til að kjósa frambærilegasta lagið en samt er ber það nú höfuð og herðar yfir íslensku lufsurnar sem eru í boði.

    Hér má finna danska framlagið til Evrovision 2007

    Nojan


    Brennisteinn
    Originally uploaded by Kitty_B.
    Ég komst að því í gær að fréttaflutningur síðustu vikna hefur haft meiri áhrif á mig en ég hélt. Ég stóð mig að því í gær að vera óvenju tortryggin út í aðstæður og atburði. Ég fór að sækja Önnu á leikskólann í gær og stoppaði í Apóteki og búð á leiðinni heim. Meðan ég var að fá afgreiðslu settist Anna og fór að kubba og eldri maður sem var að bíða eftir lyfjunum sínum gefur sig á tal við hana. Ég stóð mig að vera bara ekkert of hrifin af því að einhver ókunnugur karl væri að spyrja dóttur mína um nafn,leikskóla og sitthvað fleira um hennar hagi. En samræðurnar þeirra voru í þessum hefðbunda eldri fólks og barana dúr svo ég hristi af mér tortryggnina brosti mínu breiðasta og sótti Önnu og fór. Ekki hefði mér fundist neitt að þessu fyrir nokktum vikum síðan enda ekkert óvanalegt að eldra fólk gefi sig á tal við börn þar sem maður er á biðstofum og slíkt. Ekki er nú öll sagan sögð því ég ákvað svo að fara í Hagkaup og á leiðinni inn þá vill Anna endilega stoppa að leika sér í bíl sem er á vegum Barnaspítala Hringsins fyrir utan búðina. Ég leyfi henni það en geng nokkur skref frá henni til að lesa auglýsingar á vegg nálægt. Sé ég hvar bláókunnugur maður á miðjum aldri tekur krók á leið sína til að gefa sig að Önnu. Ég var ekki lengra en svo í burtu að ég heyri vel til þeirra og eftir að hafa heyrt orðaskiptin sem mér fundust í óvenjulegra lagi ákveð ég kalla á Önnu, það var eins og maðurinn hefði verið stunginn honum fatast flugið og forðar sér burtu. Nú er spurningin er maður orðin gersamlega ruglaður úr paranoju eða hvað er málið. Hvernig ætli sé svo að vera karlmaður í dag það má hvergi gefa sig að börnum án þess að fólk stimpli mann sem perra OMG þvílíkt ástand.

    föstudagur, febrúar 09, 2007

    Á batavegi

    Ásdís er sem beturfer á batavegi eftir veikindin svo lífið fer vonandi að færast í réttar skorður aftur :)

    miðvikudagur, febrúar 07, 2007

    Kaffi ...


    Coffee
    Originally uploaded by Kitty_B.

    Ásdís greyið er ekkert betri gengur enn um eins og hún sé áttræð (hokin og fer hægt yfir). Það sem segir mér líka að eithvað sé í alvöru að er að hún hefur ekki beðið einu sinni um að fá að fara í tölvuna. Hún skiptist á að liggja í sófanum og rúminu mínu en getur ekki rétt almennilega úr sér :(
    Ef þetta er vírus sem er að hrjá hana þá ætti hann víst að ganga yfir á 2-3 dögum (dagur 3 í dag )samkvæmt lækninum á bráða en ef þetta er eithvað af hinum möguleikunum sem hann nefndi s.s. botnlanginn eða blöðrur þá versnar þetta víst bara svo nú er bara að bíða og sjá hvað setur.

    Það er orðið augljóst að heimilistækin hér á bæ voru komin á tíma þar sem uppþvottavélin og ryksugan höfðu báðar andast sá kaffikannan (kaffivélin til að forðast misskilning) sitt óvænna og gaf upp öndina í afmælisveislunni hennar Ásdísar á sunnudag. Kaffikannan (afsakið vélin) lét lífið með látum sló út rafmagninu í húsinu svo það fór ekki fram hjá gestunum hér að henni leið eithvað illa. Andlátið var að vísu ekki staðfest fyrr en á mánudagsmorgun en þá varð endanlega ljóst að henni yrði ekki bjargað og við máttum strauja út í búð að kaupa nýja því kaffilaust getur þetta heimili ekki verið. Furðulegt samt að það var eins með nýju kaffikönnuna (ohh ég meinti .....vélina) og ryksuguna búið að opna pakkan með könnunni (ehh vélinni) og þegar heim var komið vantaði lokið á expressókönnuna og leiðbeininarnar sáust hvergi. Pabbi reddaði loki hið snarasta en sagðist ekki nenna að fara og skammast í þeim sem seldu honum könnuna (urg.. vélina) þar sem gamla lokið passaði, það er að vísu hvítt en vélin (loksins náði ég þessu) svört.
    Ástæðan fyrir þessu kaffivélar brasi mínu er að þegar pabbi fór í Elkó að leita sér að kaffikönnu (orð sem ég hef alist upp við um tæki sem bruggar kaffi) þá kemur að vífandi starfsmaður sem vill endilega hjálpa honum og hann segist vera að leita að kaffikönnu. Stafsmaðurinn strauar að kaffibrúsunum og hitakönnum og vill endilega selja honum eithvað slíkt pabbi var ekki alveg á því og labbar að kaffikönnunum og segist heldur vilja þetta þá átréttar starfsmaðurinn hann um að þetta séu sko ekki kaffikönnur heldur kaffivélar svo hana nú þar höfum við það.

    þriðjudagur, febrúar 06, 2007

    ER

    Jæja það hlaut að koma að því að við fengjum að prófa bráðamóttöku barna. Ásdís er búin að vera með slæma kviðverki svo í Guðni fór með hana á Læknavaktina í gærkvöldi og þaðan var hann sendur áfram á bráðamóttökuna með hana. Ég hitti þau þar þegar þau komu og við vorum þar til kl. 01 í nótt og mættum svo aftur í morgun kl. 8 og biðum til 11 til að komast að því að við ættum að fara heim og bíða og sjá. Ef henni batnar ekki eða versnar þá eigum við að koma aftur. Núna er bara að vona að henni batni sem fyrst. Ég svaf nánast ekkert síðustu nótt Ásdís náði að sofa en mér tókst að áhyggjupésast nóg til að sofa ekki nema í tvo tíma :S Því þegar við fórum heim af bráðamóttökunni í gær var það með þeim orðum að þeir myndu væntanlega a.m.k. gera scopiu til að tékka á hvað væri í gangi en af því að blóðprufurnar hennar skánuðu á milli skipta var hætt við það í morgun. Ég er svo sem dauðfegin að þeir eru ekki svo skurðglaðir að þeir skeri bara til að skera þarna :)
    Best að hætta þessu rausi og fara að tékka á sjúklingnum.

    laugardagur, febrúar 03, 2007

    Gamlir vinir á netinu

    Á netinu má finna flest það sem hugurinn girnist og stundum reyndar ívið meira en það. Stundum rekst maður á gamla félaga eins og þessa hér
  • The Muppet show

  • gaman að kíkja á þessa aftur :)

    Jeij ég gat bloggað í gegnum blogger Vúhú *tryllt fagnaðarlæti brjótast út*