miðvikudagur, desember 31, 2008

miðvikudagur, desember 17, 2008

Fékk þennan
..frábæra tölvupóst áðan og ég skelli honum hér og meina það !!!




Til allra vina og vandamanna sem sendu mér tölvupóst árið 2008 með loforðum um
heppni og hamingju ef ég sendi póstinn áfram... ÞETTA VIRKAÐI EKKI !
Vinsamlegast sendið mér bara peninga, bjór eða súkkulaði árið 2009

mánudagur, desember 15, 2008

Senn líður að jólum

sunnudagur, desember 14, 2008

Gott ráð ...

Vog: Ákveddu að hætta einhverju sem skaðar heilsu þína. Leitaðu að
andlegri rót vandamálanna og notaðu orkuna þína til að
lækna.

tekið af mbl.is


miðvikudagur, desember 10, 2008

Úff ég þarf greinilega

að forðast mannleg samskipti í dag. Ég byrja nú misskilninginn sjálf með því að skilja ekki alveg þessa stjörnuspá. Hverjar ætli ég eigi að láta í ljós hmm ég er búin að henda Skjaldfléttunum sem ég skellti alltaf undir ljósin í fiskabúrinu eftir að sumarið fór, svo valla eru það þær. Ég hef ekki hugsað mér að skella manneskjum í ljós óumbeðið svo ég ætti að vera nokk safe þar. Nú þá má ímynda sér að spáin eigi við skoðanir mínar ... Ó nei það bað mig enginn um skoðun á stjörnuspá mbl.is úff ég er í djúpum sk..

Vog: Það er líklegt að einhver misskilningur eigi sér stað í samskiptum þínum við annað fólk í dag. Láttu þær í ljós þegar þú er beðinn um það, haltu annars aftur af þér.

þriðjudagur, desember 09, 2008

Já það skyldi nú ekki eithvað henda mig ..

Vog: Þú verður að sýna gætni því annars áttu það á hættu að eitthvað hendi þig. Reyndu því að einbeita þér að aðstæðum sem heilla þig endalaust.

Ég sýndi greinilega ekki gætni í dag því að það henti mig að gleyma alfarið að fá mér að borða og drekka frá því ég vaknaði kl.10 og til rétt rúmlega hálf sex.

Ég skakklappaðist út úr húsi kl. 10:10 myndavélina og ætlaði að ná morgun himninum sem var óvenju fallegur. Ég byrja að mynda og mynda til þess eins að átta mig á eftir smá stunda að það kemur allaf NO CF card melding á skjáin. Haldiði að ég hafi ekki asnast til að gleyma minniskortinu í kortalesaranum.

Það að sama skapi henti mig að ég aum í botninum eftir að sitja of lengi við tölvuna. Gætti greinilega ekki að mér að standa nógu oft upp. En þetta hafði ég upp úr því að einbeita mér endalaust að tölvunni urr..

Það er alveg ljóst að þessi spá er gulls í gildi ef maður sýnir ekki gætni gæti eithvað hent mann LOL





Loksins..


Er aðventulag Baggalúts komið út. Ég var farin að orvænta þar sem aðventan er bara ekki fullkomin á þess !!!!
Það koma vonandi jól

laugardagur, desember 06, 2008

Á nálum

Skrítið hvað þarf stundum lítið til að maður sé á nálum...ef lítð skyldi kalla. Það er búin að vera í gangi innbrotahrina hér í Garðabænum síðustu vikuna. Meðal annara fórnarlamba þessara þrjóta er fjölskylda bekkjarbræðra Önnu sem búa hér í götunni, fjórum húsum frá okkur. Farið var inn í til þeirra um hábjartan dag meðan fjölskyldan var í vinnu og skóla. Þetta þýðir það að ég er farin að horfa rannsakandi á allt og alla sem hreyfast í götunni núna nágrannarnir halda örugglega að ég sé að fara yfirum úr forvitni um þeirra hagi en það er ekki svo bara almenn tortryggni í gangi. Núna fær Leó sjaldnast að fara með familíunni út heldur er skilin eftir sem heimavörn enda ljóst að það fer enginn ókunnugur hér inn meðan hann er einn heima.

Af okkur er annars lítið að frétta Guðni vinnur og vinnur og vinnur svo bara svolítið meira. Hann mun ekki eiga helgar frí fyrr en eftir jól. Þessa helgina er hann að dunda sér við að taka myndir af jólasveini og þeim börnum sem eiga leið um IKEA.
Ég er bara alltaf við sama heygarðshornið, rangeyg og klaufaleg....eða þannig sko. Mér tókst svo að ná mér í einhverja kvefpest sem leggst aðallega á augun og hálsin á mér. Kerfið hjá mér er greinilega svo viðkvæmt að ég má ekki við smá sýkingu þá sogast öll orka út af batterýinu og ég verð bara eins og lufsa.

Á föstudaginn í síðustu viku mættu tvær hörkuduglegar stelpur hingað og þrifu hátt og lágt ég held að þetta heimili hafi aldrei verið jafn vel skúrað og þrifið. Það skrítna er svo að þetta hélst svona fínt í nokkra daga ég held að hundurinn hafi hreinlega ekki þorað að fara úr hárum á fínheitin. Þær voru tvær vegna þess að önnur var að byrja í bransanum og önnur reyndari því send með henni. Hún kemur svo væntanlega ein á fimtudaginn. Mér fannst fáránlega erfitt að horfa á meðan aðrir skúra og þrífa. Ég vissi eigilega bara ekki hvernig eða hvar ég átti að vera meðan þær voru að þrífa.

Krakkarnir eru farnir að telja niður í jólafríið og tilhlökkunin mikil. Ásdis hlakkar tvöfallt til þar sem daginn sem daginn sem fríið byrjar kemur Bo aftur í heimsókn og ætlar að vera fram á Þorláksmessu. Nú er bara að vona að veður og norðuljósaguðirnir verði okkur hliðhollir þessa daga sem hann verður hérna svo við getum sýnt honum þessar dásemdir norðursins.

Anna Sólveig er að slá fjölskyldu met í fjölda tanna sem detta á einum ársfjórðungi og vesalings tannálfurinn hefur ekki undan að heimsækja hana og borga út tennur. Gæti trúað að ef þetta heldur afram fari Tannálfabankinn á hausinn eins og íslensku bankarnir.

föstudagur, desember 05, 2008

Rubber ducky ..



Ég hlýt að vera skyld Earnie því einn af mínum uppáhalds hlutum í heiminum eru litlar plast endur. Ást mín á gúmmí öndum er svo áberandi að sonur minn safnaði þeim fyrir mig þegar hann fór til tannlæknis en þar voru hreint æðislegar litlar endur í verðlaun. Ekki varð kátínan mín minni þegar jólasveinninn ;) færði yngstu dótturinni endur í öllum regnbogans litum sem skipta um lit þegar þær koma í volgt vatn.
Ég sá svo að á ljósmyndakeppni.is er þema í keppni Rubber Ducky og nú vantar mig bara góða hugmynd og orku í að framkvæma hana :) Rubber Ducky hefur verið mörgum ljósmyndaranum inblástur og erfitt að finna nýjan vinkil á krúttlegar gúmmíendur
Kíkið á þetta..

..ikea.is sjáið hvort þið kannist við einhvern ;-)

þriðjudagur, desember 02, 2008

22 dagar til jóla

Jóla jóla jóla jóla hvað .....

Í tilefni þess að aðventan er byrjuð skelli ég hér inn eihverju besta aðventulagi norðan alpafjalla og þó víðar væri leitað !!