miðvikudagur, nóvember 30, 2005



Jóla..........hvað

Ég ætlaði að vera rosalega dugleg í fyrradag og henda upp eins og einum 5 jólaseríum eða svo. Ég fór galvösk niður í geymslu og ætlaði að finna jólaskrautið og seríurnar en nei það var ekki í innstu geymslunni eins og öll síðast liðin ár. Ekki var það heldur í geymslunni undir stiganum ssvo á endanum ég varð að ryðja mér leið inn í stóru geymsluna og það var nú ekkert smá mál. Ekki tók svo betra við þegar ég opnaði geymsludyrnar því geymslan var að því er virstist slétt full af plastflöskum. Ég hafði greinilega misskilið það alveg vitlaust þegar minn ástkæri sagðist hafa farið með flöskurnar hér um árið hann hafið sem sagt bara farið með þær inn í geymslu ekki í endurvinnsluna. Ég ákvað að láta ekki bugast heldur taldi góssið á mettíma og dreif 6 svarta rustlapoka fulla af samanpressuðum flöskum út í bíl. Mikið þakkaði ég fyrir að vera á stórum og rúmgóðum bíl því þetta smellpassaði inn í hann. Eftir þessa líka skemtiferði á endurvinnslustöð sorpu í Garðabæ dreif ég mig heim með jólaskapið í góðum gír harðákveðin í að finna seríurnar en nei seríurnar fundust ekki allar aðeins 2 ræfilsleg stykki og ekki nóg með það á finn ég hvergi sogskálarnar til að festa þær með. Ég veit að ég á fleirihundruð og fimtán svona stykki og neita staðfastlega að kaupa fleiri......... en sogskálarnar, seríurnar og restin af jólageisladiskunum hafa greinilega haldið til hlýrri landa í ekkijólafrí nú er bara að vona að þetta dót sjái sér fært að koma aftur heim .................fyrr en síðar.

mánudagur, nóvember 28, 2005


Aðventan

Hana nú þar kom að því aðventan er barasta byrjuð með ljósum og látum. Núna er víst orðið réttlætanlegt að vera í jólastuði. Fyrsta aðventukvöld fjölskyldunnar var haldið í gærkvöldi við mikinn fögnuð barnanna á heimilinu. Við höfum skapað okkur smá stemmingu í kringum það að kveikja á aðventukertunum og það kunna börnin hér greinilega að meta. Smá babb kom þó í bátinn þar sem flestir jólageisladiskarnir okkar eru barasta týndir, skil ekki alveg hvað hefur orðið um þá. En sem betur fer fannst eitt stykki sem reddaði jólastemmingunni alveg og nú er ég búin að finna annan sem getur þá hjálpað til næst. En eftir stendur spurningin hvert fara jólalögin í frí eða eru diskarnir bara búnir að láta sig hverfa með geisla og gati. Varð þeim um megn að komast að því að þeir eru ekki nógu góðir til heilsársspilunar. Jamm gátan um týndu jólageislana heldur mér alveg hrikalega spenntri.

miðvikudagur, nóvember 23, 2005




OMG ég er lasin .....

Ég þjáist af afar alvarlegum sjúkdóm....... ég er farin að kaupa jólagjafir og það eru enþá 5 dagar í fyrsta í aðventu. Ég hef að vísu engar áhyggjur af því að ég muni ekki hlaupa um eins og hauslaus hæna á efedríni að leita að síðustu gjöfunum á Þolláknum en samt Halló það er eithvað að þegar ég er farin að hugsa um þetta í nóvember. Held að þetta hafi eithvað með það að gera að ég fékk jólalagaeitrun um daginn. Mér varð það á að opna fyrir Létt 96.7 að kvöldi dags á sunnudag og þar voru spiluð jólalög á jólalög ofan. Ég fann strax fyrir slæmum eitrunareinkennum og þetta er sennilega bara eitt einkennið enn. Ég má sennilega þakka mínum sæla fyrir að vera ekki búin að skreyta hús með grænum greinum og Guð má vita hvað annað sem svona hefur í för með sér.
Hjálp mig vantar móteitur .................... STRAX !!!!

mánudagur, nóvember 21, 2005


Það var lagið ......

Ég er lítið lasið skrímsli
og mig langar ekkert út.
Hornin mín eru völt og veik
og mig vantar snýtuklút.

Ég er orðinn upplitaður,
ég er orðinn voða sljór.
Held ég hringi í lækni því
að halinn er svo mjór.

Skrímsli eru eins og krakkar,
ósköp vesæl ef þau næla sér í kvef
Hver er hræddur við skrímsli
sem er hóstandi og með stíflað nef.

Hef eigilega ekkert meira um málið að segja við mæðgurnar erum enn kvefaðar og Ásdís er komin á sýklalyf við óþverranum. Hún hefur nánast ekkert mætt í skólann síðan í þar síðustu viku. Ég skrölti í vinnuna en það er nú bara ekki meira en svo hrmpf ég hata kvef.
Annars er ég farin að föndra við jólkortin og farin að hlúa að ýmsum öðru föndri sem ég hef vanrækt síðastliðna mánuði.

fimmtudagur, nóvember 17, 2005


Þekkir þú mig ??
Fékk í tölvupósti svona spurninga lista sem á að gera vinum og vandamönnum kleyft að kynnast mér örlítð betur. Þar sem ég hef sent flestum sem eru á póstfangalistanum mínum svona áður ákvað ég að smella þessu hingað inn frekar :) Skora á þá sem lesa og eru með blogg að skella þessu inn hjá sér líka ;) Góða skemtun !!


1. HVENÆR VAKNARÐU Á MORGNANA? 6 :00 ef ég á að mæta í vinnu kl.7, 6:45-7:15 ef ég á að mæta kl.8, 10 + ef ég er á kvöldvakt eða á frí.



2.EF ÞÚ GÆTIR SNÆTT HÁDEGISVERÐ MEÐ EINHVERJUM FRÆGUM, HVER VÆRI ÞAÐ? Vá svo margir möguleikar svo lítill tími... ég hugsa bara... Viggo Mortens yrði fyrir valinu



3. GULL EÐA SILFUR? Fer eftir því í hvað á að nota það !



4. HVAÐ VAR SÍÐASTA MYNDIN SEM ÞÚ SÁST Í BÍÓ? Chiken little - hreint óborganleg mynd .



5. UPPÁHALDS SJÓNVARPSÞÁTTURINN? Desperate Houswives án nokkurs vafa bestu sjónvarpsþættir sem hafa verið framleiddir.



6. HVAÐ BORÐARÐU Í MORGUNMAT? Ristaða brauðneið með osti, Létt AB mjólk með Banana og smá DDV sultutaui.



7. HVAÐ LANGAR ÞIG AÐ GERA ÞEGAR ÞÚ ERT ORÐINN STÓR? Þegar ég verð stór ætla ég að ferðast um heiminn þverann og endilangann!!



8. GETURÐU SNERT NEFIÐ Á ÞÉR MEÐ TUNGUNNI? Ekki séns hef marg reynt, veit ekki enn hvort það er vegna þess að nefið er of lítið eða tungan of stutt ??



9. HVAÐ VEITIR ÞÉR INNBLÁSTUR? Úff ætli það sé ekki bara bjartsýnt og skemtilegt fólk sem veitir mér innblástur



10. HVAÐ ER MIÐNAFNIÐ ÞITT? Foreldra mínir tímdu ekki svoleiðis fíneríi í mig en ég fékk eitt sinn tímarit frá Fróða og þar var búið að gefa mér millinafnið María ég var mjög sátt við það og fannst þetta hljóma vel saman. Hef stundum hugsað að fara niður á hagstofu og láta bæta þessu við ;)



11. STRÖND, BORG EÐA SVEITASÆLA? Defenetly D eða B ekki Strönd ég fíla ekki strendur.



12. SUMAR EÐA VETUR? SUMAR JÁ TAKK!!



13. UPPÁHALDS ÍS? Ó hann fæst ekki lengur En það var Double Chokolat ísinn frá Magnum **sæluhrollur** En annars þeytingur með bláberjum og jarðarberjum.



14. SMJÖR, SALT EÐA SYKUR Á POPP? Salt og smá smjör kanski en hvaða vitfirringi datt þetta í hug með sykurinn **GUBB**



15. UPPÁHALDS LITURINN ÞINN? Þessa stundina fagur eplagrænn en annars blár eða rauður eða eða eða arg alltof margir fallegiri litir.



16. UPPÁHALDS BÍLLINN ÞINN? Previan mín vinnur þetta án samkeppni en í öðrusæti er gamli rauði Daihatsu.





17. HVAÐ FINNST ÞÉR BEST AÐ BORÐA Á SAMLOKU? Bestu samlokur í heimi eru heitar Ítalskar samlokur með mosarella, tómötum og basil (fást í öllum betri vegasjoppum á norður Ítalíu) ég geri stundum svona eftirlíkingar hér heima ekki alveg jafngóðar en samt NAMMMMMMMM



18. HVERT FÓRSTU SÍÐAST Í FRÍ? Í helgar frí fór ég síðast í Sumarbústað en síðasta surmarfríi var eytt í Þýskalandi.Austurríki,Ítalíu,Mónakó,Frakklandi og Sviss ahh mig langar aftur út.



19. HVAÐA PERSÓNUEIGINLEIKA FYRIRLÍTURÐU? Óbilgirni, ósanngirni, ósannsögli og hroka



20. UPPÁHALDSBLÓM? Silkiblóm ...þarf ekki að muna eftir að vökva..



21. EF ÞÚ YNNIR STÓRA POTTINN Í LOTTÓINU, HVERSU LENGI MYNDIRÐU BÍÐA ÁÐUR EN ÞÚ SEGÐIR FÓLKI FRÁ ÞVÍ? Er barasta ekki viss um að ég myndi segja frá því.





22. SÓDAVATN EÐA VENJULEGT VATN? Venjulegt kranavatn takk hverjum datt þetta Sódaóeð í hug **Hrollur**



23. HVERNIG ER BAÐHERBERGIÐ ÞITT Á LITINN? Marmaragrátt með hvítri innréttingu og blámunstruðu sturtuhengi.





24. HVAÐ ERU MARGIR LYKLAR Á LYKLAKIPPUNNI ÞINNI? Hvorri þeirra ?? Varð að skipta upp í tvær kippur á annari eru 4 og hinni 6 allt lífsnauðsynlegir lyklar he he... ehhhemm...



25. HVAR ÆTLARÐU AÐ EYÐA ELLINNI? Einhverstaðar þar sem er hlýtt og notalegt og barnabörnin geta komið í heimsókn. Versta martröðin væri að lenda á elliheimili eeeekkkk



26. GETURÐU JÖGGLAÐ? ..... ekki fleiri en 2 boltum..........



27. UPPÁHALDS DAGUR VIKUNNAR? Sá dagur sem ég er í frí og vakna útsofin og hress



28. RAUÐVÍN EÐA HVÍTVÍN? Ojj nei takk ómöguleg mér verður svo illt í maganum af þessu glundri....



29. HVERNIG EYDDIRÐU SÍÐASTA AFMÆLISDEGI? Fór út að borða á Humarhúsið með mínum heittelskaða .



30. ERTU MEÐ LÍFFÆRAGJAFAR KORT? Nei en hefði sennilega ekkert á móti því að gefa þetta gamla drasl ef einhver gæti notað það eftir minn dag.



31. HVORT MYNDIRU VILJA EIGNAST STRÁK EÐA STELPU? Á bæði og sé ekki ástæðu til að breyta hlutföllunum í þeirri eign neitt ;)



32. HVAÐ KEMUR ÞÉR Í GÍRINN? Góð tónlist og skemtilegt fólk.



33. ERTU FEMINSTI? Er ég feministi það er góð spurning. Þar sem ég er kona og hef skoðun á réttindum kvenna og finnst að konur eigi að hafa 100% sömu réttindi og laun karlar. En ég hef ekki áhuga á að taka þátt í sérréttindabaráttu kvenna !!



34. FLOTTASTI LÍKAMSHLUTINN Á HINU KYNINU? Hmm finnst líkamshlutar nú hálf lélegir slitnir úr samhengi ;) En ég hef alltaf verið veik fyrir upphandleggjum með mátulegum vinnuvöðvum fíla ekki vaxtarræktarblöðrur.



35. ELSKARÐU EINHVERN? ) Já ég get víst ekki neitað því :)



35.SEGÐU EITTHVAÐ FALLEGT UM MANNESKJUNA SEM SENDI ÞÉR ÞETTA: Manneskjan sem sendi mér þetta er yndisleg og skemtileg manneskja og raungóður vinur !!



36. FRÁ HVERJUM ERU MINNSTAR LÍKUR Á AÐ ÞÚ FÁIR ÞETTA SENT TIL BAKA? ??? Hmm hef ekki hugmynd .....



37. HVER HELDURÐU AÐ VERÐI FYRST/UR TIL AÐ SENDA ÞÉR ÞETTA TIL BAKA? Well á ekki svar við því heldur .....
Aaaaatshjúúúú........

Fyrsta pest vetrarins hefur haldið innreið sína hingað á heimilið. Byrjaði með því að Ásdís veiktist fékk barkabólgu og allt. Næst var ég í röðinni ekki barkabólga en þvílíkt hæsi, nefstíflur, höfuð og beinverkir og hiti. Árni er líka illa kvefaður enn eru Anna og Guðni í þolanlegum málum hversu lengi sem það endist.
Ergilegasta aukaverkunin af þessari pest hjá mér er sú að ég komst ekki í vigtunina í dag og mun því ekki fá neinar tölur fyrr en í næstu viku **SVEKK** Gamla góða skífuvigtin hér heima sem ég hef tékkað að ber saman við DDV vigtina hefur sigið hratt og örugglega niður svo ég er svoldið svekkt að fá ekki staðfestingu á því en það verður bara að hafa það.

miðvikudagur, nóvember 09, 2005



Red,gold and green !!

Já það er sko nostalgía dauðanns sem fylgir Singstar 80´s.
Carma Kamelion með Boy George minnir mig á það þegar ég var á aldrinum frá 10 - 12 ára og eftir skóla fór ég oft heim til Baddýar vinkonu minnar og við horfðum á gömul áramótaskaup eða tólilstar myndbönd (oft kom áður nefnt lag þar við sögu) og náttúrlega 99 luftballons með Nenu. Við hlustuðum líka á vinsældarlistann á Rás 2 og tókum náttúrlega þátt í að velja á listann.... mjög spennó... Við vorum Duran Duran aðdáendur fram í fingurgóma og því passar fínt að Duran Duran lagið Rió er á Singstar disnum líka. Baddý hafði líka mikið dálæti á Madonnu (Material girl er á singstar disknum líka) og var oftar en ekki klædd í stíl við þá söngkonu tjullið, griflurnar og krossarnir voru alsráðandi. Ekki má svo gleyma öllum neonlitu grifflunum og legghlífunum. Ósjaldan var farið niður í bæ í búðina 1001 nótt sem hafði á boðstólum m.a. grænt og svart naglalakk sem var náttúrlega ómissandi á diskótekunum í Þinghól þar sem dansað var við lög eins og Final countdown með Europe. Þá rifjast upp jólaballið fyrsta árið mitt í Þinghól þar sem satínskyrtur voru aðal tísku flíkurnar þá. Ég fékk forláta fjólubláa satínskyrtu sem ég var hæst ánægð með (ég man að Guðlaug átti kóngabláa slíka skyrtu ;) en einhver galli leyndist í skyrtunni góðu og það kom á hana saumspretta upp eftri allri hægri hliðinni :s og þar með mátti ég halda heim af ballinu og skyrtan ónýt. Ofan á allt þá voru skyrturnar búnar í búðinni og skyrtan sem ég fékk í staðinn var ekki nærri því eins flott **SVEKK**


Áfram heldur ég niður laga listann og kem að 9 to 5 með Dolly Parton og jú þar rifjar upp skemtilega tíma frá því ég var á fliss aldrinum. Ég og Lilja vinkona mín vorum heima hjá henni en ég hafði fengið leyfi til að vera hjá henni meðan foreldrar hennar fóru eithvað út að kvöldlagi á föstudegi. Við fórum út í sjoppu (Biðskýlið á Kópavogsbrautinni) og keyptum gos og smá nammi. Í sjónvarpinu þetta kvöld var svo myndinn 9 to 5 og það sem við hlóum við lágum á gólfinu gersamlega öskrandi úr hlátri. Og svo fengum við annað hláturskast vegna þess að við skömmuðumst okkar svo fyrir hvað við hlógum mikið (gelgjan allsráðandi). Á þessum tíma fengum við fliss hlátursköst yfir flestu sem fyrir okkur kom og áttum ansi oft bágt með að standa í fæturna úr hlátri. Innkaupa ferðir í Sækjör sem þá var og hét enduðu oft í hláturskasti fyrir utan búðina en eigandi búðarinnar var einstaklega skapstriður og endaði því oft á því að brussast eithvað við afgreiðsluna okkur til óhemju mikillar skemtunar.

Belinda Carlisle með lagið Heaven is a Place on Earth rifjar upp fyrir mér ýmislegt varðandi fyrsta strákinn sem ég varð skotin í. En við dunduðum okkur við að vera skotin hvort í öðru frá því við vorum 4 á róló og þangað til við vorum svona c.a 18 oftast vorum við bara ekki skotin hvort í öðru á sama tímanum (og tannréttinga vesen sem rústaði sjálfsmati annars okkar um tíma ) he he he ..... sem gerði okkur talsvert erfitt fyrir og er sennilega ástæðan fyrir að við erum ekki saman í dag og hamingjusamlega gift einhverjum allt öðrum he he he

Simple Minds með Don't You (Forget About Me) þar er minning um fyrsta kærastann en hann hélt mikið upp á Simple Minds, sem náði ekki alveg mestu vinsældum sem hægt var að ná á Íslandi he he Og því fékk maður nokkrum sinnum ræður um vinsældar væl og annað þegar hlustað var á tónlist sem okkur hinum þótti góð....Súr eru þau sagði refurinn.... he he
Á rúntinum á svörtum miðstöðvar lausum trabant með þokuljósum og rauðmáluðu nafninu FREDDY aftan á, enda hafði drengurinn mikið uppá hald á Nightmare on Elmstreet myndunum sem var horft á a.m.k. þrisvar í viku. Trabbi rafmagnslaus fyrir utan Laugarásbíó og það þurfti að ýta honum í gang OMG þetta var hallærislegasta stund þess árs. Ohh þetta var frábærlega skemtilegur tími ....þó ég sé nú ekki viss um að Guðlaug se sammála mér umm allt þar enda hafði hún mikið á móti samskiptum mínum við þennan annars ágæta dreng ;) he he

Wham og Wake me up before you go, go rifjar upp margar góðar ferðir á diskótek í Þinghól og náttúrlega stríðið milli Wham og Duran Duran aðdáenda hér. Ég man enn eftir Duran Duran hátíðinni sem haldin var (sennilga árið 1984) á einhverjum sleesy stað niður í bæ og ég fékk Guðlaugu til að koma með mér. Hún vildi svo fá mig með á sama stað á Wham hátíð en þar gat ég nú ekki látið sjá mig sem heiðvirður Duran aðdáandinn.


Soft Cell með Tainted Love og Alice Cooper með Poison rifja upp að vera á rúntinum með Unu öll stráka vandræðin á þeim tíma og partýin heima hjá Tóta vini mínum. Hann bjó í stóru húsi á Arnarnesinu og foreldrar hans brugðu sér oftar en ekki af bæ heilu og hálfu helgarnar og þá var náttúrlega haldið PARTÝ. Allir í heita pottinn og dúndrandi tónlist og læti. Skil ekki hvað nágrannarnir voru þolinmóðir!! Við keyrðum um göturnar á 250 kúbica krossara sem var með ónýta kúplingu og hálf ónýtt púströr :s Eltingarleikur á flótta undan lögreglunni á krossaranum (eða svona næstum því...ehemm ekki segja mömmu og pabba frá þessu susssh) Tóti æfði svo á trommur í bílskúrnum Oftar en ekki voru svo fleiri með hljóðfæri og við stelpurnar breimuðum með, ósjaldan var Magga Eiríks lagði Ford ´57 tekið .... aumingja nágranninn úff hann hlýtur að hafa verið heyrnarlaus ....eða minnsta kosti óskað þess að vera það.


Æi já það er ótrúlega margt stórskemtilegt sem rifjast upp við yfirferðina á Singstar 80´s

Ætli það sé svo ekki nær lagi að enda þennan pistil á öðrum texta við hið ágæta lag Culture Club. En hann er á þessa leið.......Kama kama kam kam kamarinn er komin undir hamari hi hi hinn. Náðhúsið mitt á nauðungar uppboð fer ég held ég verð að hægja méreheheheher .....

Klóakkið okkar er nefnilega stíflað og allt í steik OJJJJBARA


Singing in the slydda !!

Já Singstar 80´s er komið í hús og ég er á leiðinni upp í stofu að syngja.
Vigtun vikunnar var MJÖG ásættanleg og er ég hæst ánægð með árangurinn. Eins og ein vinkona mín segir stundum ....ja, það er eins gott að ég er með eyru annars myndi ég brosa hringinn ......

Ég er farin að syngja ..............

föstudagur, nóvember 04, 2005

DV datt á rassinn......

Já þau á DV hafa verið svo góð að gefa mér eintak af sneplinum sínum alla síðustu viku. En í dag sá ég nú aldeilis svart á hvítu hvað fréttamennska þeirra og val á efni í blaðið er lítið ígrundað. Þeir settu SPAM tölvupóstinn alræmda (sem ég ræddi lítilega um í gær) í blaðið í dag notuðu bara undirskrift LSH konunnar og létu líta út eins og hún hefði sjálf sent póstinn til blaðsins. Ekki höfðu þeir nú fyrir því að kanna málið eða athuga sannleiksgildi bréfsins. Er allt sem þeir birta í blaðinu svona illa ígrundað ?? Mér finnst vel skiljanlegt að hinn sauðsvarti almúgi láti platast en harðsvíraðir blaðamenn, iss það finnst mér nú barasta dáldið lélegt.

fimmtudagur, nóvember 03, 2005

Er það alvöru

Er það í satt að drengirnir í Zúúber hafi valdið manni hjartaáfalli með símahrekk og sett hrekkkinn svo á netið ?? Er ekki alveg í lagi með fólk ?? Ég vona bara að þetta sé allt í plati.
Einu sinni enn er farin af stað tölvupóstur sem varar fólk við HIV menguðum sprautunálum sem komið er fyrir á hinum ýmsu stöðum í París. Til að auka trúverðugleika póstsins er undirskriftin á honum frá starfsmanni Landspítalans. Póstur þessi er algert plat og svo kallaður SPAM póstur, undirskriftin er að vísu ekta en konukindin lét platast af póstinum eins og aðrir. Endilega sendið hann ekki áfram ef hann berst í pósthófið ykkar, þessi á best heima í ruslinu. Á heimasíðu landspítalans landspitali.is er m.a. nánari útskýring á þessu.

Jæja best að fara að undirbúa sig undir kvöld í vinnunni.

miðvikudagur, nóvember 02, 2005



Og niður tikkar hún

Ég er mun ánægðari eftir þessa viku en síðustu vigtin tikkar hægt og rólega áfram niður og ég mun vera kílói rýrari í þessari viku en þeirri síðustu. Þannig að það hefur saxast á fyrsta takmarkið mitt sem er að kveðja 10 kg.

Mig langar að nota tækifærið og óska Ólafíu til hamingju með frábæran árangur !!