miðvikudagur, júlí 14, 2004

Ég fékk morgunmat í rúmið..............
Klukkan er 9 ég losa svefnin við að það er eithvað loðið í rúminumínu sem allt í einu gefur frá sér mjög torkennilegt hljóð. Mér bregður ég öskra eins og ég eigi lífið að leysa loðna veran skiptist í tvennt og annar helmingurinn hoppar aftur fyrir mig tístandi en hinn hoppar þegjandi afturábak. Þetta var þá frú Gletta að færa mér morgunmat í rúmið morgunmaturinn ber nafnið Þröstur Skógarson og var enn á fæti. Þakkirnar sem Gletta fékk var að henni var hennt út með látum. Svo var farið að athuga með morgunmatinn eftir smá samningaviðræður var ljóst að Þröstur vildi alls ekki vera aðalréttur á matseðlidagsinns. Allavega hélt hann því fram að hann væri allt of ungur og óreyndur í svo mikilvægt verkefni þar sem hann sat á gardínustönginni í herberginu. Þar sem hann var enn fleygur var ljóst að hann átti sér bjarta framtíð og því var ákveðið að leysa hann undan morgunverðarskyldunni. En eithvað kunni hann nú vel við sig í hinum konunglegu sölum í Lækjarfitinni en eftir smá þjark féllst hann á að fara út og flaug hann burt með kurt og pí.
Ég fer í fríið tra la la la ............

Nú nálgast sumarfríið óðfluga en kl. 15 föstudaginn 16.júlí ætla ég í sumarfí. Í dag miðvikudag og á morgun fimtudag ætla ég að undirbúa sumarfríið mitt mjög vandlega. Akkúrat eins og er er ég að taka smá æfingu þes. vera löt og spila Battlefield fram eftir nóttu. Ég held að vísu að vinnuveitendum mínum sé eithvað í nöp við mig ég komst að því í vikunni að fyrsta vaktin mín eftir sumarfrí er morgunvakt sem byrjar kl. 7:00 stundvíslega mánudaginn 9.ágúst. Ég væri nú kanski ekki að kvarta nema vegna þess að ég lendi í Keflavík kl. 23:45 þann 8.ágúst ef guð gefur að það verði ekki seinkun á fluginu. Ég er nefnilega að fara í helgarferð til London 5. ágúst og er farin að hlakka pínku til. Ég hlakka ekki eins mikið til að koma heim og mæta í vinnuna ósofin og kolvitlaus eftir ferðalagið. Ég er búin að liggja í vinnufélögunum og betla skipti en það er nú ekki um auðugan garð að gresja í skiptimálunum og því lítur út fyrir að ég sitji uppi með þessa blessaða 7 vakt OJJJJJJJJJJ.
Hér er búið að ganga á ýmsu síðan ég bloggaði síðast. Anna er orðin stór og búin að skipta um deild á leikskólanum núna er hún komin á Bangsadeild og er hæst ánægð þar eins og systkini hennar á undan henni. Ég verð nú samt að játa að ég sakkna Kanínudeildarinnar svoldið enda frábært starfsfólk þar :-)
Leó fékk eyrnabólgu og tók að fara úr hárum eins og það væri að fara úr tísku að vera með feld. Samkvæmt læknisráðir er hann að fá eyrnadropa, við skiptum um fóður og hann fékk B-vítamín sprautu (auðvitað B-vítamín það læknar bókstaflega allt) Hárlosið af besta vini ryksugunnar var orðið svo mikið að það þrufti að ryksuga amk. 4 sinnum á dag til að það væri líft hérna og hundurinn var kembdur 2svar á dag, á tveggja tíma fresti mátti samt moka lófafylli af hárum úr tröppunum upp í stofu :-S En eftir læknismeðferðina er hann allur að koma til og nú dugar að ryksuga einu sinni á dag 7 9 13 og eyrað er að verða bleikt að innan í staðin fyrir eldrautt.
Anna er alveg í essinu sínu þessa dagana og þykst vera búin að læra að tala alveg helling. Hún tilkynnit mér það um daginn þar sem pabbi hennar var að tala við vinnuna í GSM ........" Pabbi er að bulla" ..... svo sæt á svipinn. Ég gat nú ekki annað en hlegið dáldið að þessu. Bragð er að þá barnið finnur eða eithvað. Ég er að hennar sögn strákur það tilkynnti hún mér í kvöld og tók ekki í mál að ég væri stelpa......kanski komin tími á að raka sig hmmm. Hún er líka farin að pissa í kopp öðruhvoru en vill nú samt heldur pissa í bleyju. Lái henni hver sem vill þetta er svo mikið þægilegar hvar og hvenær sem er.
Anna er búin að vera lasin í dag og seinnipartinn í gær og því hefur hún bara verið heima. Veikindin lýsa sér í hita og kvefi ekkert alvarlegt en hvimleitt.
Ásdís og Árni eru orðin Tívolí sjúk og rella frá því að foreldarnir opna augun á morgnana og þangað til þau sofna á kvöldin um að fara í tívolíið við smáralind. Ekki höfum við aumkað okkur yfir þau enn en ég keyrði Ásdísi og vinkonu hennar í tívolíið um daginn og þær prófuðu sko öll tækinn voru pínku grænar í framan þegar ég sótti þær. Árni græddi svo far með vini sínum úr götunni og kom heim færiandi hendi en hann vann pakka sem hann ætlar að gefa Önnu í afmælisgjöf, sætastur þessi gutti. Enn hljóp svo á snærið hjá þeim systkinum í dag þegar Amma Halla fór með þau í tívolíið og þau skemmtu sér konunglega ég á að vísu eftir að fá nákvæma ferðasögu frá þeim. En nú læt ég mig dreyma um að þau hætti að rella um þetta .............. bjartsýn ekki satt.

Svona í lokinn ætla ég að biðjast formlegara afsökunar á innsláttarvillum sem leynast örugglega í textanum hér að ofan en ég er bara orðin svo sybbin að ég nenni ekkki að lesa þetta yfir.
Góða nótt..........eða góðan daginn öllu heldur !!!

sunnudagur, júlí 04, 2004

Hér sketch er algerlega vanabindandi leikur á netinu. Þetta er Pictonairy á netinu og meira segja á íslensku líka. Einfalt bara ýta á Play now og leita svo að Icelandic á listanum til hliðar. Ég er búin að vera gersamlega föst í þessum leik síðustu dagana.