mánudagur, maí 30, 2005

Tak í Bak

Ojjj ég fór í bakinu í gær og er nánast farlama : ( Ég gerði ekki einusinni neitt til að verðskulda þetta. Yfirleitt ef ég er slæm í bakinu þá veit ég uppá mig sökina en núna er ég verri en ég hef verið í mörg ár og get ekki ímyndað mér afhverju. Ég get ekki keyrt en ég get gengið (göngulagið er eins og hjá gæs :s), ég get setið en bara í ákveðjum stellingum og það er sárt að standa upp. Ég skil ekki alveg afhverju þetta er svona. Ojj ég er komiin í vont skap af þessu hrmpf.........

Helgin var skemtileg formúlan skemtileg og allt. Við Guðni vorum ekki viðræðu hæf vegna BF spilunar á laugardagskvöldið *roðn* En allir okkar helstu BF félagar voru að spila og úr varð hið mesta fjör. Ég var að vísu alveg SKEL þunn allan laugardaginn eftir drykkjuna á Föstudaginn, enda komin úr allri æfingu í svona drykkju.

laugardagur, maí 28, 2005

Ó Ó óvissuferð

Ó Ó Ó vissuferð óvissuferð í hópi...................
Ég fór í óvissuferð með vinnufélögum mínum í gær og þvílík snilld argandi og gargandi. Byrjað var á vinnudegi þar sem fjallað var um Öryggi sjúklinga og kom margt gott út þur þeirri umræðu. Eftir að vinnudeginum var lokið var farið í gróðrarstöðina Silfurtún og þar skoðuðum við Jarðarberjaræktina hjá þeim og fengum kampavín og jarðarber. SNIIIIILDDDDD !!!! Ég fékk líka að máta 5 vikna obboslega fallegan kettling og klappa hundinum þeirra. Þaðan var svo haldið út í óbyggðir (lítin lund á flúðum) þar var haldin stórskemtileg Survivor keppni. Þegar því var lokið var haldið að sveitabæ einum þarna sem ég get bara ekki fyrir mitt litla líf munað hvað heitir. Þar skoðuðum við hátækni fjós og fengum ískalda ALVÖRU mjólk að drekka NAMMI NAMMI NAMMI, held ég hafi drukkið 8 glös **roðn** reyndi að laumast þegar engin sá til svo það fattaðist ekki að ég þambaði mjólkina ótæpilega ég er laumu alvöru mjólkur fíkill **roðn**. Ég áttaði mig á þvi að það eru sennilega 12 - 14 ár síðan ég fékk ALVÖRU mjólk síðast. Er að hugsa um að fá mér eina kú í garðinn til að geta fengið smá alvöru mjólk. Auðvitað klóraði ég og klappaði kálfunum og fékk einn þeirra til að sjúga á mér puttan. Þetta hef ég ekki gert síðan ég var krakki í fjósinu hjá Afa Einari, það er laaaaaaaaaaaangt síðan **andvarp** og auðvitað klappaði og vesenaðist í hundinum þarna líka **roðn** Hundabakterían mín er ekkert að batna hélt að hún myndi lagast við að ég fengi míns egins hund en NEI öðru nær.
Úr Fjósinu fórum við ilmandi og yndislegar og helmingur af hópnum fór í sund hinn helmingurinn sat út í Guðsgrænni náttúrunni og spjallaði og drakk....drakk og spjallaði, ísbíllinn mætti á svæðið og auðvitað var keyptur ís. Eftir sundferðina var haldið á Hótel Flúðir og borðaður mjög bragðgóður kvöldmatur namm nanmm. EFtir matinn var leikið leikritið Rauðhetta og Úlfurinn þar sem ég var svo heppin að fá hlutverk Úlfsins. Handritið voru miðar sem við höfðum fyrir matinn skrifað á eina setningu hver. Sögu maður las söguna en þegar kom að persónum sögunnar að segja eithvað var dregin miði og hann lesin með leikrænum tilburðum...þvílíkt sem var hlegið. Sögumaðurinn var nánast dáinn úr hlátri og þurfti aðstoð við lesturinn. Þvílíkt fjör !! Eftir þetta var haldið heim á leið og þvílít stuð í rútunni á leiðinni heim jahérna. En þessi ferð styrkti bara grun sem ég hef haft lengi en hann er sá að fólkið sem ég er að vinna með er upp til hópa stórskemmtilegt fólk :) Mikið er ég glöð að forsjónin álpaðist til að koma mér þarna inn sem nema á sínum tíma :)

þriðjudagur, maí 24, 2005

Hvað er að félagsmála yfirvöldum ??

Ég næ nú barasta ekki upp í nefið á mér núna! Ég var að lesa í Baugstíðindum að ef fólk sem vildi ættleiða börn færi yfir 25 í BMI væri óskað eftir sérstakri heilsufarsskoðun með tilliti til hjarta og æðasjúkdóma. Þó að fólk reyki eins og strompar þarf það ekki að skila inn neinum heilsufarsvottorðum og ekki gerðar neinar athugasemdir við reykingarnar. Ekki nóg með að reykingarnar séu hættulegri einstaklingnum sem reykir (eykur meira líkur á hjarta, æða og lungnasjúkdómum) heldur en offita þá eru reykingarnar líka heilsuspillandi fyrir barnið sem er ættleitt inn á heimilið. Offitan er ekki eins hættuleg barninu vissulega geta slæmir siðir í matarmálum haft áhrif á lífsgæði barnsins en flestir foreldrar passa betur uppá hvað börnin borða en hvað þeir borða sjálfir. Ég bíð núna eftir því að barnaverndar yfirvöld komi og taki börnin af mér af því ég er yfir 25 í BMI. Á kanski að fara að taka börnin af offeitum mæðrum á fæðingardeildinni líka. Ég get ekki að því gert að mér finnst þetta mál svo fáránlegt að ég næ mér bara ekki. Hvernig ætili það sé ef par ættleiðir og karlinn er offeitur ætli þeim sé synjað um ætleiðingu eða er þetta bara svona spes fyrir konur mér þætti gaman að vita það.
Vá hvað þetta mál pirrar mig mikið ég er alveg að springa hérna urrrrrrrrrrrrrrrrrrrr

Annars er bara allt gott að frétta héðan Pabbi hélt upp á 72 ára afmælið í gær. Við höfðum Læri og meðþví í kvöldmatinn og ís og ferska ávexti í eftirrétt Nammi nammi til að halda upp á þennan stórmerkilega dag.

mánudagur, maí 23, 2005

Comment í klessu

Commenta kerfið er eithvað að stríða mér núna svo ég sé ekki að það hafa verið sett inn comment þannig að ég er ekki að hunsa ykkur ef ég svara ekki kommentunum frá ykkur. Heldur var mér bara fyrst að detta í hug að kíkja á kommentin og sá þá komment þó það stæði 0 í teljaranum. Ég hélt nefnilega að allir væru hættir að lesa rausið mitt og var farin að hugsa um að hætta þessu.
Eurovision hvað

Iss ég held ég fari bara í mótmæla ástand og strengi þess heit að horfa ekki aftur á Eurovision......................á þessu ári. En hvað er að Evrópubúum að Grískalagið hafi unnið stolnara en alt sem stolið er og ekkert sérstaklega gott. En það sem íslenskt framlag í keppnina vantar er greinilega "skora" og einföld laglína sem allir (karlmenn) geta lært. Það er allavega niðurstaðan eftir þessa hörmung.

Helgin hefur farið í almennt sukk og vinnu ég er búin að borða meira af sætindum þessa helgi heldur en síðustu 3 vikurnar samanlagt.

Fór að sjá Star Wars í kvöld VÁ ég skemti mér bara alveg konunglega en eitt er vist að þett er sko ekki og ég endur tek EKKI barna mynd. Ég fékk meira að segja gæsahúð úr hryllingi í lokinn. Börn eiga ekkert erindi á þetta nema þau fari út í hléi þá er það sennilega í lagi. Því fram að hléi var ég búin að vera að velta fyrir mér afhverju hún væri bönnuð en boj ó boj ég komst að því. ÚFFFFFF.... en snilldar ræma þó mér þyki nú gömlu myndirnar allatf bestar þá var þessi bara nokkuð góð mun betri en mynd 1 og 2. Ég hugsa samt til þess með svolitlum söknuði hvað mér hefði fundist þessar myndir mikið ÆÐI ef ég hefði séð þær á aldrinum 7 - 17 eða svo.

Ég er farin að sofa ég Geyspa svo mikið að tárin sprautast úr augunum, vaknaði nefnilega kl. 6 og um hádegi var búið á batteríinu og nú er klukkan farin að ganga 2 að nótti RUGL er þetta.

föstudagur, maí 20, 2005

Einn góðan dag er ég viss um að....

Já merkilegt með Eurovision hvað maður getur orðið svekktur ég hélt að ég yrði ekkert svekkt yfir því að ísland kæmist ekki áfram en svo fann ég það seinnipartinn í gærkvöldi að ég var bara pínku svekkt. Mér finnst alveg furðulegt að maður skuli sogast svona inn í Euro fílinginn mér fanst lagið ekkert gott þegar ég heyrði það fyrst en svo við að heyra þaða aftur og aftur (unglingurinn á heimilinu sá til þess) þá batnaði það um allan helming og mér var farið að þykja það þrusugott í lokin. Ekki get ég alveg skilið tónlistarsmekk Evrópubúa sum lögin sem komust áfram eru grátlega léleg. Málið er kanski að íslenska lagið er ekki nógu grípandi heldur þarf það smá tíma. Kankski er Evrópa bara einfaldlega ekki tilbúinn fyrir mikilfenglegheit Íslending he he he .........

Mér er alvarlega farið að finnast að það ætti að krefjast þess af ökumönnum að þeir fari í ökuskóla reglulega til að rifja upp umferðarreglurnar. Sérstaklega finnst mér áberandi hvað fólk skilur ekki vinstribeygjur. Í fyrstalagi er eithvert vandamál með að taka vinstri beygjur þegar ekki eru málaðar línur í malbikið sem sýnir hvar viðkomandi á að keyra. Nokkrum sinnum hef ég lent í því að fólk ætlar að taka vinstri beyju með því að fara afturfyrir bílinn hjá mér eða þanig ef þið skiljið hvað ég meina. Ég get nú bara ímyndað mér hve lengi maður væri að komast yfir á ljósum ef þetta ætti að fara svona fram. Tannhjóla system í vinstribeyjum gengi aldrei held ég . Svo er hitt málið með að ef ég er að taka hægri beygju ´þá á vinstri beygjan ekki réttinn fyrir mér. Þeir sem eru að fara beint eða taka hægri beygju eiga réttinn fyrir þeim sem eru að koma á moti og taka vinstri beygju. Þetta virðist vera að vefjast dáldið fyrir nokkrum einstaklingum í umferðinni. Það hefur verið látið gott heita ef sá sem er að taka vinstri beygjuna fer á vinstri akrein og sá sem er að taka hægribeyjuna fer á hægri það gengur alveg. En manneskja sem tekur vinstri beygju og ætlar beint á hægri þarf að bíða eftir að hægribeygju bíllinn sé farinn. Ég mátti þakka mínum sæla fyrir að augnaráð gat ekki drepið um daginn þegar vinsribeygju kona var nærri búin að keyra inn í miðjan bílin hjá mér þegar hún frekjaðist(vinstribeygja yfir á hægriakrein) yfir þar sem ég var að koma út úr Lækjarfitinni inn á Hafnarfjarðarveginn (hægri beyja á hægir akrein). Það var augljóst á ferlinu sem eftir fylgdi að hún var sein fyrir ef svo hefði ekki verið hefði hún sennilega elt mig til að berja mig :o
Ég vorkenndi henni dáldið því ég held að hún hafi kanski verið búin að bursta tennurnar upp úr AD kremi og brjóta hælin undan skónum sínum áður en þarna var komið við sögu (og kl. rétt 8:30)

Ætli mér sé ekki hollast að fara að gera eithvað af viti ég er að reyna að skrapa saman nennu til að fara niður í Laugar það er ókeypis fyrir Sjúkraliða í baðstofuna þessa viku. Veit ekki alveg hvað maður gerir í baðstofunni og veit ekki alveg hvort ég nenni ein. En hitt er víst að ég hefði gott af því að fara niðureftir og hreyfa mig dáldið. En það er svo allt önnur saga :s

laugardagur, maí 14, 2005

Hvað er málið ??

Með að..

... þingmenn geti skipt um flokk á miðju kjörtímabili og tekið sætið frá flokknum yfir í annan flokk. Ég get ekki byrjað að lýsa hvað mér finnst þetta asnalegt.

...við erum bara að eyða tæpum miljarði í gamla fólkið okkar svo 950 einstaklingar búa með "ókunnugum" á herbergi. Með 7-9 miljörðum gætum við lagað ástandið og búið betur að gamla fólkinu okkar.
Rétt upp hend sem vill flytja inn með ókunnugum einstaklingi sem N.B. þú færð ekki að velja sjálfur og þarft að búa restina af þinni æfi með.

...ég er í vinnunni mæti manni á ganginum brosi mínu breiðasta býð góðan daginn og hann svarar Góðan daginn FRÚ **svekk**svekk**svekk** Ég fann gráu hárin spretta fram og ég get svo svarið fyrir að það hrúguðust hrukkur í anlitið.

..unglinga í Garðabæ ....eða er þetta fullorðins vandamál ?

..allir skemtilegir atburðir lenda alltaf á sama deginum.

.. Guðný er svo löt að hún nennir ekki í ræktina. Er alltaf að hugsa um að fara en það nær ekki lengra en svo að hún horfir á Í fínu formi á stöð 2. Er að vísu hætt að drekka kók á meðan, drekkur bara vatn yfir þættinum núna.

.. nammi er óhollt og fitandi og manni verður illt í maganum ef maður borðar það, en samt er það svo "gott" að maður hefur ekki vit á að láta það vera.

..draslið á heimilinu tekur sig ekki til sjálft og hárin af Leó hafa ekki vit á að detta af utandyra.

..ég asnast yfirleitt til að vaka allt of lengi og er svo sybbin stóran hluta næsta dags.

...ég er eldri í dag en í gær en er alveg hætt að vita meira og meira.

... ég sit hér og skrifa í staðin fyrir að druslast til að taka til eða eithvað annað gáfulegt.


Góðar stundir !!

mánudagur, maí 09, 2005

Í allt aðra sálma

Tónleikaferðin í Hveragerði heppnaðist svona líka rosalega vel þetta voru hreint magnaðir tónleikar. Get einlæglega mælt með því að fólk skelli sér á tónleika með þeim systkinum.
Helgin einkenndist af vinnu og leti þess á milli ég er búin að vera eithvað svo orkulaus núna síðustu 3 dagana að það er ekki einusinni fyndið. Ég rétt lufsast í vinnuna og búið.
Guðni þurfti á laugardagskvöldið að fara í viðgerðar ferð upp í Mosó og tók okkur Önnu með. Við áttum eftir að borða og ákváðum að fara á Ruby Thuesdays upp á höfða. Við skellum okkur þangað. Við pöntum okkur mat ég peppercon laxinn og Guðni Churchsreet kjúklinginn og handa Önnu pöntuðum við fisknagga. Við fáum svo matinn okkar en Anna þurfti að bíða aðeins eftir sínum mat. Þegar hann loksins kemur fer ég að skera hann í bita fyrir hana kemur í ljós að einn naggurinn er kaldur og HRÁR. Við hóum í mann sem var að bera fram matinn á næsta borð. Hann lítur á diskinn hennar Önnu og segir strax NEI þetta lítur ekki vel út grípur disinn og hverfur með hann. Kemur aftur eftir smá stund og biðst afsökunar á þessu og spyr hvort Anna viji enn fá matinn sinn Anna játar því, þó hun hafi þá verið búin að borða fjórðung af matnum mínum. Í óspurðum fréttum segir maðurinn okkur svo að við þurfum ekkert að borga fyrir matinn. Hann bað Önnu svo sérstaklega afsökunar á þessu og talaði aðeins við hana. Hann kom svo aftur eftir smá stund með matinn hennar Önnu og sagði okkur að ef þett klikkaði þá yrði kokkurinn einfaldlega rekinn, sem betur fer var maturinn í fínu lagi. Hann fór svo með Önnu þegar hún var búin að borða og gaf henni blöðru. Anna var alveg hæst ánægð með þetta allt og þessi maður var sko hennar besti vinur aðal. Við vorum líka meira sátt fengum mjög góðan mat og alveg ókeypis. Við vorum þvílíkt ánægð með þjónustuna og allt þarna að við förum sko örugglega aftur þangað. Allt viðmót og þjónusta var mikið betri en í Skipholtinu þar sem ég fékk hárið í matnum :) þarna þurfti ekki að biðja um afslátt heldur fengum við vel ríflegan afslátt og frábæra þjónsutu líka.

föstudagur, maí 06, 2005

Gaman, gaman ....
Ég er líka að fara á tónleika með Ellen og KK í kvöld Gaman gaman hjá mér. Ég hlakka SVO mikið til.

Ég ætla að senda ykkur inní helgina með dásamlegu færeysku fréttabroti úr Dimmalætting
Tekð af dimma.fo

Bubbi, Eivør og Stanley fyltu høllina

Ítróttarhøllin á Skála var stúgvandi full tá ið tveir av okkara fremstu vísu- og fólkasangarum, Eivør Pálsdóttir og Stanley Samuelsen, saman við fólkakærasta sangaranum í Íslandi, Bubba Mortens, spældu eina frálíka konsert.


Eins og alltaf komast færeyingar vela að orði, en ég hefði nú alveg getað hugsað mér að fara á þessa tónleika. Hvað getur klikkað þegar Eivör og Bubbi koma saman ábyggilega bara snilld. Eivör á nokkur af uppáhaldslögunum mínum þessa dagana s.s. Mær lengist, Only a friend of mine og Við gengum tvö.
En hvað um það hafið það gott um helgina.
Gaman, gaman ....
Ég er líka að fara á tónleika með Ellen og KK í kvöld Gaman gaman hjá mér. Ég hlakka SVO mikið til.

Ég ætla að senda ykkur inní helgina með dásamlegu færeysku fréttabroti úr Dimmalætting
Tekð af dimma.fo

Bubbi, Eivør og Stanley fyltu høllina

Ítróttarhøllin á Skála var stúgvandi full tá ið tveir av okkara fremstu vísu- og fólkasangarum, Eivør Pálsdóttir og Stanley Samuelsen, saman við fólkakærasta sangaranum í Íslandi, Bubba Mortens, spældu eina frálíka konsert.


Eins og alltaf komast færeyingar vela að orði, en ég hefði nú alveg getað hugsað mér að fara á þessa tónleika. Hvað getur klikkað þegar Eivör og Bubbi koma saman ábyggilega bara snilld. Eivör á nokkur af uppáhaldslögunum mínum þessa dagana s.s. Mær lengist, Only a friend of mine og Við gengum tvö.
En hvað um það hafið það gott um helgina.

miðvikudagur, maí 04, 2005

Sagði einhver leiðinlegur

Nei leiðinlegur er hann ekki en augljóslega úlfur í sauðargæru. Ágæt vinkona mín sagði á blogginu sínu fyri nokkru að Coulthard væri leiðinlegur ökumaður, ég held að hann hafi heyrt til hennar og sé nú að vinna hörðum höndum við að afsanna þessi orð.

Tekið af mbl.is:

Coulthard sá rautt og tók Massa hálstaki
David Coulthard hjá Red Bull sá rautt yfir aðfinnslum Sauberþórsins Felipe Massa og greip hann hálstaki að tjaldabaki eftir kappaksturinn í Imola um síðustu helgi.

„Ég varð bálvondur og sá rautt, teygði mig inn í bílinn og tók hann hálstaki,“ segir Coulthard sem gekk í veg fyrir bíl Massa til að jafna um við hann er Sauberþórinn hugðist yfirgefa kappakstursbrautina að keppni lokinni.

Upplýsir Coulthard þetta í viðtali við breska blaðið Daily Mirror. Massa kvartaði stórum undan því að Coulthard hafi ekki hleypt honum fram úr er hann gerði ítrekaðar tilraunir til framúraksturs í Imola.

„Ég ber virðingu fyrir öðrum ökuþórum og ætlast til hins sama af þeim. Þá leit ég upp og sá foreldra hans í aftursæti bílsins og sleppti og málin róuðust fljótt. Ég vildi ekki niðurlægja hann frammifyrir þeim. En hann hélt áfram að tuða um að ég hafi hagað mér óíþróttamannslega.

Massa sakaði mig um að hafa knúið sig út úr brautinni á 320 kílómetra hraða en slíkt hef ég aldrei gerst sekur um. En ég er ekki í íþróttinni til að gefa nokkrum manni eftir,“ segir Coulthard.

Sauberþórinn ók aftan á bíl Coulthards og sýndi honum fingur í reiði sinni er honum tókst loks að komast fram úr Rauða tudda (Red Bull) undir lok kappakstursins.

„Ég sýndi [Michael] einu sinni puttann í reiði minni en ég bað hann afsökunar á því eftir keppni,“ bætir skoski þórinn við. „Massa fékk tækifæri til þess eftir kappaksturinn en greip það ekki,“ segir hann.

Massa lauk keppni í 12. sæti og kom á mark rétt á undan Coulthard.


Nei leiðinlegur er hann ekki en hann er greinilega að læra full mikið af Sjúmma kallinum og er mér alveg hætt að lítast á blikuna.

mánudagur, maí 02, 2005

OOOps I did it again...........

I played with my time and lost in the game....úúúú baby baby

Já enn og aftur beit mig í rassinn að halda að ég gæti gert margt í einu...skamm skamm Guðný þú áttir að vera búin að læra þetta. En svona er þetta þegar gylliboðin detta inn hvert af öðru þá barasta fer allt í steik. Það var búið að ákveða pönnuköku partý, myndlistarsýningu og Leikhúsferð á laugardaginn og það hefði sennilega bara gengið vel upp ef Handboltamót hjá Árna hefði ekki bæst við. Og eins og þegar maður reynir að gera allt í einu þá er eithvað sem verður útundan og maður nýtur alls ekki sem skyldi og endar svo bara með móral yfir öllu saman. Partur af móralnum lagaðist þó þegar ég komst að því að Leikhúsferðafélagar mínir höfðu lent í sömug gryfju og ég. Sú staðreynd að ég varð sein breytti engu fyrir þær þar sem þær voru seinar líka, fjúkket, en ég var búin að vera með mígandi móral yfir að hafa verið að eyðileggja allt fyrir þeim. Það var ofan á móralinn yfir að geta ekki stoppað eins lengi og mig langaði í pönnukökupartýinu, og að missa af verðlaunaafhendingunni hjá Árna og að hafa bara farið í mýflugumynd á myndlistarsýninguna hennar Önnu. Mér tókst að hafa móral yfir mörgu þennan dag.
En uppúr stendur að myndirnar á sýningunni hennar Önnu voru voða fínar og flottar og það var lyktin af vöfflunum þar líka. Árna gekk rosalega vel í handboltanum og vann liðið hanns 3 af 4 leikjum sem þeir spiluðu. Pönnukökurnar hjá Dísu og Daða voru hreint frábærar og veðrið á pallinum var náttúrlega bara snilld. Ekkert smá notalegt að stija á pallinum og sulla með annari hendinni í heitapottinum. Maturinn á Ruby Thuesday´s var ROSALEGA bragðgóður. Ég læt nú vera að langa langa rauða hárið sem var í matnum mínum brætt saman við ostinn í hrísgrjónunm hafi verið neitt lostæti. En ég fékk nýjan disk af mat út á hárið og ofan í það fékk ég svo alveg 20% afslátt af matnum (það er saga á bak við þetta of löng til að rekja hér). Þjónustan á staðnum var nú ekki til fyrirmyndar það var bið eftir öllu og ábótina á gosið sem við báðum um fengum við aldrei, við biðum heil heil lengi eftir reikningnum svo eithvað sé nefnt. Eftir matinn fórum við svo að sjá Edit Piaff og mikið var það frábært. Ég gleymdi mér bara alveg við að hlusta á tónlistina mér fannst tónlistinn alveg ÆÐI ég gersamlega týndi mér. Ég lenti einhvernveginn inn í einhverju draumkenndu ástandi nánast dáleiddist. Ég gleymdi alveg að ég var í leikhúsi flaut þarna bara í persónum og tónlist frábær upplifun. Mikið rosalega leikur hún Brynhildur Guðjónsdóttir vel og hvað þá hvernig hún syngur ég get svo svarið fyrir það að ég sat þarna með króníska gæsahúð. Annað sem mér fannst alveg stórkostlegt er að sjá Þórunni Lárusdóttur og Brynhildi hlið við hlið Þórunn þessi netta glæsilega kona verður eins og tröllvaxið ferlíki við hliðina á Brynhildi. En allavega ef þið hafið ekki séð Edit Piaff þá mæli ég eindregið með að þið farið hið fyrsta, frábær upplifun.