miðvikudagur, september 29, 2004

Urrrrr.........

Tekið af mbl.is
Jón Steinar skipaður hæstaréttardómariJón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður, hefur verið skipaður dómari við Hæstarétt, að tillögu Geirs H. Haardes, setts dómsmálaráðherra

Þetta fólk kann ekki að skammast sín !!!! Ég skil að vísu ekki afhverju ég er reið, pirruð eða yfirleitt vitund hissa. Það þvar vitað þegar hann sótti um að staðan væri hans þó að allir sem að málinu komu segðu hann síst hæfastan til starfsins af umsækjendunum. He he nema einkavinur og frændi besta vinar aðal sem skilaði sér áliti um málið.

**STUNA** afhverju er ég ekki svona "vildarvinur" einhvers valdamikils. Mig langar svo til að láta einkavinavæða mig í góða stöðu sem borgar fullt. Best væri ef henni fylgdi líka langt sumarfrí, jeppi, sumarhús, alvöru nuddari, veiðiréttur í dýrustu ám landsins, einkaþota og ársmiða á formúluna. En ég verð víst bara að láta mig dreyma áfram ;-)

Annars er þvílíkt hundalíf í gangi hér að það er með ólíkindum vinkonur Ásdísar eru búnar að vera hér með hundana sína síðustu dagana og þvílíkt fjör. Á mánudag kom Áslaug með tjúann sinn Rusty sem heldur að hann sé stærsti hundur í heimi og að hann ráði yfir Leó. Hann gerir heiðarlegar tilraunir til að riðlast á Leó (sem er til að niðurlægja og sýna hver er efstur í virðingarröðinni), Leó lætur þetta óátalið enda er ég ekki viss um að hann taki almennilega eftir því hvað píslin er að gera þanna á lærinu á honum. Rusty er rétt tæplega jafn stór og önnur afturlöppin á Leó. Stelpurnar fóru svo út með þá félaga og þeir léku sér stanslaust í 5 tíma enda var Leó svo uppgefinn að hann gat ekki sýnt neina ofvirka hegðun frá því kl. 20 á mánudag og þangað til í gærkvöldi.
Hinsvegar er Perla skvísa (bordercollí/íslensk) í heimsókn hjá okkur í dag með Guðlaugu (vinkonu Ásdísar) eiganda sínum. Það er búið að vera svona Love hate samband milli þeirra Leós og Perlu, Perla hefur verið skíthrædd við Leó fram til þessa en allt í einu í dag ákváðu þau að vera vinir. Fóru út að sulla í drullu ,komu grútskítug inn og stelpurnar eru í þessum töluðum orðum að baða þau. Það er alveg frábærlega gaman að fylgjast með því hvað stelpurnar hafa gaman af því að dúllast með hundana sína og fara saman með þá út að leika. Þetta er líka mein hollt fyrir þær því þær eru úti að ærslast með þeim, þetta er svona system þar sem allir græða. Ég er nú samt farin að kvíða svoldið fyrir því að fá þessi tvö svona hundblaut hérna fram úff ........ Ætli það sé þurr þráður á stelpunum ??

mánudagur, september 27, 2004

Letin lamar........

Úff hvað ég er búina að vera löt upp á síðkastið ég hef ekki nennt að gera nokkurn skapaðan hlut af viti ekki einu sinni það sem mig hefur langað til að gera. Ég var nánast barnlaus alla helgina og ætlaði nú heldur betur að nýta tímann en ekkert gekk. Ég er að vísu búin að glápa svo mikið á imbann að það mætti halda að ég hafi aldrei séð sjónvarp áður. Guðni er búinn að vera að vinna myrkrana á milli svo hann hefur ekki sést heima ( er í vinnunni í þessum skrifuðum orðum), Árni fór til U og F og var frá fimmtudagskvöldi þangað til núna fyrir klukkutíma, Ásdís var í skáta "útilegu" frá föstudagskvöldi til sunnudags (í góðaveðrinu). Ég og Anna erum búnar að vera að dúlla okkur hér í rólegheitunum, Anna lék með dúkkur og ég lá í leti og tók á móti gestum öðru hvoru. Mamma kom í heimsókn og gaf mér poncho sem hún var ný búin að hekla handa mér, það er alveg geggjað að eiga svona handavinnuóða mömmu. Bergþóra kíkti líka við og við eyddum lunganu úr laugardeginum í gúmmulaði át og umræður um lífsins gagn og nauðsynjar. Hún færði mér nokkrar þrívíddarmyndir, ég er nefnilega hooked á þrívíddarmyndum en hingað til hef ég ekki átt neinar eins og ég er búina að leita að svona gersemum. Fyrrverandi kona frænda míns átti tvær bækur með svona myndum, ég gat setið tímunum saman og skoðað og reynt að sjá af hverju myndin var. Þetta er nefnilega bara spurning um þjálfun því meira sem maður gerir af þessu því aðveldara verður að sjá þetta.
Ég skrapp aðeins í vinnuna í kvöld það var mjög gaman eins og venjulega. Kvöldið æddi áfram tíminn frá 19 - 23 hvarf einhvernveginn samt var ekkert brjálað að gera bara jafnt og þétt af rólegum og góðum verkefnum. Kanski tekst mér að gera allt þetta sem ég þarf að gera á morgun hmmmmmmmm.

Smá hundabrandari í lokinn sem gefur kanski smá vísbendingu um afhverju Leó er eins og hann er.

Hvað þarf marga hunda til að skipta um ljósaperu?
Afghan Hound: ,,Ljósapera, hvaða ljósapera?"
Golden Retreiver: ,,Sólin skín, dagurinn er rétt að byrja, við eigum alla ævina fyrir höndum og þú hefur áhyggjur af sprunginni ljósaperu?"
Border Collie: ,,Bara eina? Ég dríf mig bara í að skipta um allar raflagnirnar"
Bulldog: Einn, en það tekur 3 ár.
Australian Shephard: ,,Settu fyrst allar ljósaperurnar í hring......"
Dachshound: ,,Ég næ ekki upp í helvítis lampann"
Toy Poodle: ,,Ég hvísla bara í eyrað á bordernum og hann gerir það"
Rottweiler: ,,Make me!"
Shi-tzu: ,,Komon, til hvers? Þjónustufólkið sér um það"
Labrador: ,,ÓÓ! ég ég veldu mig, geeerðu það leyfðu mér að gera það, má ég, má ég, gerðu það má ég?"
Malamute: ,,Láttu Border Collieinn um það, þú getur gefið mér að éta á meðan hann er upptekinn"
Cocker Spaniel: ,,Af hverju að skipta, ég get alveg pissað á gólfið í myrkrinu"
Doberman Pinscher: ,,á meðan það er dimmt, þá ætla ég að leggja mig á sófanum."
Mastiff: ,,Mastiff hundar eru EKKI myrkfælnir."
Old English sheep dog: "Ljósapera, var þetta sem ég borðaði ljósapera?"
Jack Russell Terrier: "Og hvað fæ ég í staðinn?"


laugardagur, september 25, 2004

Nokkrar einfaldar reglur .............

Ég fékk þetta sent á tölvupósti áðan og ákvað að skella þessu hér í stað þess að senda þetta áfram.


Regla 1: Lífið er ekki réttlátt, reyndu að venjast því.

Regla 2: Veröldinni er sama um þitt sjálfsálit. Allir ætlast til að þú áorkir einhverju áður en þú ferð að vera ánægð/ur með sjálfa/n þig.

Regla 3: Þú munt ekki þéna 4 milljónir á ári strax þegar þú útskrifast úr skóla og þú verður ekki framkvæmdastjóri fyrr en þú hefur unnið fyrirþví.

Regla 4: Ef þér finnst kennarinn þinn strangur og erfiður, bíddu þangað til að þú færð yfirmann.

Regla 5: Að steikja hamborgara á skyndibitastað er ekki fyrir neðan þína virðingu. Amma þín og afi áttu til annað orð yfir það að steikja hamborgara.Þau kölluðu það TÆKIFÆRI.

Regla 6: Ef þú klúðrar, þá er það ekki foreldrum þínum að kenna svo hættu að væla og lærðu af mistökunum.

Regla 7: Foreldrar þínir voru ekki svona leiðinlegir áður en þú fæddist. Þau urðu svona eftir að hafa kostað uppeldi þitt, þvegið fötin þín, þrifið draslið eftir þig og hlustað á hvað þú ert COOL og þau eru hallærinsleg.Svo áður en þú og vinir þínir farið af stað að bjarga regnskógunum og leysa heimsmálin, reyndu þá að taka til og koma reglu á herbergið þitt.

Regla 8: Það getur vel verið að skólinn útskrifi bæði sigurvegara og tapara en lífið gerir það EKKI. Í sumum skólum er hægt að taka sama prófið aftur og aftur.Þannig er þetta ekki úti í atvinnulífinu.

Regla 9: Lífið skiptist ekki í annir og þú munt ekki fá frí öll sumur. Mjög fáir samstarfsmenn munu hafa áhuga á að hjálpa þér að finna sjálfan þig. Gerðu það í þínum eigin tíma

Regla 10: Sjónvarpið er ekki raunveruleikinn. Í raunveruleikanum þarf folk í alvörunni að yfirgefa kaffihúsið og fara í vinnuna .

Regla 11: Vertu almennileg/ur við nördana í skólanum, það endar mjög líklega með því að þú þurfir að vinna hjá einhverjum þeirra.

Bill Gates, nörd í skóla

þriðjudagur, september 21, 2004

Frí frí frí....
Nú fer vikufríinu mínu að ljúka og ég er búin að framkvæma ýmislegt á þessari viku. Fátt er nú samt svo merkilegt að það taki því að skrifa um það hér. En um helgina byrjaði ég á því að draga börnin og pabba í bíltúr sem hafði það markmið að finna rollufrían stað það sem Leó gæti hlaupið um. Annars er ég orðin hálf rög við að leita uppi nýja staði til að fara með Leó á miðað við hverskonar refilstigu fyrri ferðir hafa leitt okkur á. Við héldum út á Reykjanesið og í átt til Krísuvíkur. Á þeirri leið fann ég þennan "fína" afleggjara merktan Vigdísarvellir og ákvað að prófa hann. Fljótlega fundum við svæði þar sem augljóst er að fólk á torfærumóturhjólum notar sem æfingarsvæði. Þar var ekki nokkur kjaftur svo við ákváðum að stoppa og hleypa hundinum út. Við eyddum góðum klukkutíma þarna því krakkarnir höfðu ekki minna gaman af þessu en Leó. Eldrikrakarnir fóru í felu og eltingarleik og tíndu patrónur og skot sem láu þarna á víð og dreif. Þetta er víst jafngildi gulls hjá krökkum á þeirra aldri. Anna vildi aftur á móti tína ber og þar sem ég var náttúrlega vel útbúin með fullt fullt af pokum í vasanum þá fékk hún poka og við leituðum uppi berjalyng. Það var lítið um ber á þessu svæði svo afraksturinn var nú ekki í samræmi við orkuna sem fór í berjaleitina. Hópurinn ákvað því að halda í berjaleit og keyra áframm þennan "fína" veg. Ekki var búið að keyra lengi þegar í ljós kom að vegurinn tjaldaði öllu til sem góður íslenskur vegaslóði getur boðið uppá. Brekkur sundurgrafnar af vatni, þvottabretti og síðast en ekki síst sundlaugar því þetta voru sko engir pollar heldur sundlauar sem hvert sveitarfélag hér í denn hefði verið stolt af. Þegar að stærstu sundlauginni kom brast bílstjórann kjark til að láta vaða yfir en elskulegur aðstoðarbílstjórinn ( faðir minn) var nú ekki á því að það væri neitt að því að fara þarna yfir. En samkvæmt góðum siðum varð að láta einhvern vaða yfir til að athuga hversu djúp sundlaugin væri. Viti menn það fannst viljugur sjálfboðaliði í verkið. Auðvitað var Leó boðinn og búinn að fórna sér fyrir fjöldann og skellti sér út í og það kom í ljós að hann náði til botns alla leið yfir og því var ákveðið að halda ferðinni áframm. Ég verð nú samt að segja að lyktin batnaði nú ekki í bílnum með blautan hundinn þar en það er ljótt að kvarta þegar einstaklingur sýnir svona mikla fórnfýsi. Það var lítið mál að komast yfir og áfram hélt ferðin eftir langa langa langa keyrslu fundum við loksins frábært berjaland þar sem allt var svart af berjum. Familían skellti sér út og tíndi ber af bestu lyst í klukkustund eða svo, Anna er ansi öflug í berjatínslunni og tínir af svo mikilli gleði að það smitar hratt útfrá sér.
Þegar við komum svo niður á alvöru veg aftur lá hann í gegnum hið merka pláss Girndavík og þaðan lá svo leiðin heim.
Á sunnudaginn kíktum við á réttir í Mosfellsdalnum og þar voru þó nokkrar rollur og heilir 8 hestar. Anna var enn og aftur himinlifandi og vildi endilega skoða hestana og gefa þeim gras. Hún var nú líklega sú okkar sem naut ferðarinnar best. Ásdís lét sig hafa þetta en Árni var ekki alveg að höndla þessa ferð og eyddi henni stijandi bak við skúr á svæðinu með skeifu sem hefði sómt sér vel undir einhverjum fáknum á svæðinu. Ég ákvað gefa mannskapnum eithvað að borða á heimleiðinni og stoppaði á Essostöðinni upp á höfða. U, F og GÁ komu líka og þau ákveða að fá sér mat á Subway stelpurnar mínar vilja pulsur en Árni vildi Subway samlokuu og ég tek þá ákvörðun að gera það líka. Ég byrja í röðinni eftir pulsunum þar sem ég ímyndaði mér að það tæki styttri tíma en samlokurnar. Vá mikil mistök !! Það voru 2 konur á undan mér með 2 börn hvor 6 pylsur þar og ætti það að taka stuttan tíma en nei aumingjans stúlkan sem afreiddi var í lágadrifinu og sennilega gekk hún ekki alveg á fullum þrýstingi heldur. Konan á undan mér var farin að ókyrrast og þegar var komið að henni var ég einiglega alveg búin að fá nóg af biðinni. En eftir langa mæðu koma að mér og ég bið um pysurnar. "Venjulegar" spyr stúlkan "já venjulegar" segi ég. Þá leitar hún uppi pylsu pakka, svo leitar hún að hníf til að opna pylsupakkan, svo setur hún pylsurnar í pottinn, ég dæsi ( það voru heitar pylsur í hinum helmingnum af pottinum). Næst snýr stúlkan sér við og setur brauðin 2 í þar til gerðan brauðhitara, snýr sér við og rukkar mig fyrir pylsurnar. Því næst kemur önnur stúlka öllu skeleggari og tekur við að afgreiða mig. Hún nær öðru brauðinu úr brauðhitaranum og býður mér eithvað á þær sem ég afþakka og fæ pylsuna í hendurnar. Allt í einu birtist drengur með pylsubrauð í höndunum og er farin að skella á það jukki úr borðinu, stúlku greyið sem er að afgreiða mig fórnar höndum og spyr "tókst þú pylsubrauðið mitt" " já" segir drengurinn "en ég setti annað í" þarna var þá kominn starfsmaður að fá sér hádegismat og stal brauðinu mínu og gerði það að verkum að ég þurfit að bíða ennþá lengur eftir pylsu drusllunni sem eftir var. Á leiftur harða runnu mjög harkalegar hugsanir í gegnum huga mér ( sem snérust um að hvernig ég gæti náð brauðinu af drengunm) en mér tókst með naumindum að halda aftur af mér. Um það leyti sem ég fékk loksins pylsuna var ég búin að lofa sjálfri mér því að kaupa ALDREI aftur pylsur á þessum stað. Á meðan ég stóð í þessum hremmingum lentu U og F í einhverskonar hremmingum á Subway sem gerði það að verkum að þau fóru í pysluröðina ég bað nú Guð að hjálpa þeim og það geriði hann með glans þar sem þau fengu pylsurnar á eðlilegum tíma. Ég hef sennnilega fengið álíka blessun frá þeim þar sem Subway krakkarnir redduðu mínum samlokum á met tíma. Ég slapp nú sennilega vel því ég veit um mann sem entist ekki ævin í að bíða eftir pylsunni sinni í Nesti í Fossvoginum. Mottó sögunnar er að maður á ekki að kaupa pylsur hjá stöðum tengdum Essó.
Nú þarf ég víst að fara að sinna Lasarusnum mínum en leikskólinn hringdi í mig í hádeginum í gær og bað mig að sækja Önnu þar sem hún var komin með 38, 4 stiga hita og var alve sár lasin. Hún var svo hérna heima í gær með bullandi hita en hitin hækkaði verulega seinnipartinn í gær og hún svaf mest megnis. Hún vaknaði svo um miðnættið og vakti til 4 (**Geysp**) en ég er að láta mig dreyma um að hún sé betri núna hún er allavega hressilegri.

laugardagur, september 11, 2004

Ég segi nú bara eins og Jaffar í Alladín ................... " það er ótrúlegt hvað hægt er að lifa af "

Fann þetta á Ananova.com


Cat survives washing machine
A cat which fell asleep in a washing machine survived a 60-minute cycle at 40C.
Toreilles had sneaked into a neighbour's house looking for a warm spot, reports the Daily Mirror.
The 15-month-old tabby is now recovering at an animal hospital after escaping with minor injuries.
Owner Debbie Sainsbury, 44, said: "Apparently he just dropped out when the door opened.
"He couldn't walk but was purring and very much alive - now he's looking better every day.
"I think he definitely lost one his nine lives - he's a very lucky cat."
Vet Sheelagh Houlden said: "He was in considerably good shape considering what he had been through. He was fairly lucky to be alive."

Mér finnst þó gott að sjá að kettir geta lifa af ferð í þvottavélina ég hef nefnilega í gegnum tíðina haft áhyggjur af mínum köttum. Þeir halda nefnilega til í þvotta húsinu og eiga til að leggja sig í óhreina þvottinum svo ég hef stundum verið hálf smeyk um að skúbba þeim í vélina. Ég hef að vísu ekki haft miklar áhyggjur af því að skúbba Skottu eitt eða neitt henni verður nú ekki skúbbað svo auðveldlega. Gletta greyið hefur fengið að finna rækilega fyrir því að búa á heimili þar sem hinn kötturinn er um 10 kg þegar hún er sjálf í kringum 4 kg. Ég á það nefnilega til að sparka Glettu greyinu óþyrmilega fram úr rúminu þegar hún liggur til fóta hjá mér. Í svefnrofunum átta ég mig nefnilega ekkert á því að þetta er köttur sem liggur þarna. Því ef Skotta liggur til fóta þá sparkar maður henni ekkert óvart framúr það fer ekkert á milli mála að þetta er kötturinn því það er svo mikið viðnám sem mætir fætinum sem rekst í hana. Ég finn eftur á móti engan mun á Glettu og flík, handklæði eða einhverju álíka léttvægu sem börnin eiga til að skilja eftir til fóta í rúminu mínu.

sunnudagur, september 05, 2004

Dugnaðurinn !!
Haldiði að við hjónin höfum ekki bara klárað að moka niður staurana meðfram birkinu og víðinum alveg inn að sólberjarunnunum. Nú á bara eftir að grafa niður ca. 8 staura og þá er þetta að verða komið Jibbí. Svo þarf bara að setja girðinguna á og þá er garðurinn hund og barn heldur.
Að girða er gaman ...................................eða þannig sko !!

Ohh ég er búin að vera SVO dugleg !!! Ég fór út í gær og gróf holu til að pota niður girðingarstaur en Æðasta yfrirvaldið hafði eithvað á móti framkvæmdagleði minni og ákvað að opna himininn með ofsa rigningu mátti ég flýja inn án þess að ná að klára verkið. Í nótt dreymdi mig svo betri aðferð við að vinna verkið svo ég valhoppaði út í garði í dag (vel klædd og búin til að hrinda af mér regni) og viti menn draumaaðferðin virkað svona líka vel að ég potaði niður 3 staurum á einhverjum 35 mín. Ég var nú bara einhverjar 15 mínútur að moka pínkulitla holu í gær sem dugði ekki fyrir staurinn :-( Ég tók mér svo pásu frá girðingarframkvæmdunum til að taka á móti gestum og skella mér í Bónus og versla núna er svo málið að haska sér út aftur. Ég sé það að ef ég moka niður 3-4 staura á dag þá verð ég búin að girða áður en veturinn skellur á. Kanski tekur þá ekki 3 - 7 ár að klára þetta verkefni. Ég ætti svo sennilega bara að skella mér í trésmíðakúrs og kúrs í uppsetningu á gipsplötum og rafvirjkunar námskeið og þá get ég bara klárað bílskúrinn líka. Ekki má gleyma parketlagningarnámskeiði sem ég þarf nauðsynlega að komast á svo ég geti skipt um gólfefni í svefnherberginu mínu.