þriðjudagur, janúar 31, 2006


Kallarnir og fleira

Það tókst að koma mér verulega skemtilega á óvart í gær. Ég horfði á fyrsta þáttinn af Körlunum aðallega vegna kunningskapar við annan af þáttarstjórnendunum. Ég verð að játa að ég bjóst frekar við því að pína mig í gegnum fyrstu mínúturnar og skipta svo um stöð en nei ég hreinlega grét úr hlátri og horfði á þáttinn til enda. Þetta er án efa besti nýi þátturinn á Sikrkus hann slær Splash TV og Partý 101 út úr hringnum og út á plan. Þátturinn m.a. gengur út á það að taka óheflaða einstaklinga í gegn og gera þá frambærilega á stefnumótamarkaðinn. Í þessum fyrsta þætti tóku þeir sjarmatröllið Gussa , sem er þekktur fyrir m.a. Myndmarksauglýsnigarnar og Fóstbræðraþættina, í gegn. Ég hélt hreinlega að ég myndi deyja þegar þeir fengu Geir Ólafs til að ráðleggja honum um rómantík og stefnumót ...við hjónin hreinlega emjuðum úr hlátri. Þeir sem hafa ekki aðgang að Sirkus geta séð þessa snilld á visi.is en þetta er ekki fyrir fólk sem er viðkvæmt fyrir grófu orðbragði.
  • VEF TV


  • Annars þá á ég hreinlega oft erfitt yfir sjónvarpsstjörnum nútímans sem eru margar ansi illa ...ja hvað skal segja...málhaltar...málviltar...illa máli farnar.... Fyrrum herra ísland og bróðir hans sem sjá um þáttin Splash TV eru þannig máli farnir að mig langar að fara að gráta (að vísu er það ekki það eina sem grætir mig við þann þátt), það skal þó tekið fram að ég hef ekki horft á heilan þátt heldur 3 lítil brot úr þáttum. En þar má finna gullkorn eins og "það var strítt þér svo mikið " og annað í þeim dúr. Ég er reyndar hrædd um að þetta sé sú íslenska sem koma skal því börnin mín snúa setningum svona á hvolf og það virðist vera vonlaust að lagfæra það hjá þeim. Setningar eins og "það var gefið mér" og "það var skammað mig" eru mjög algengar og koma alltaf aftur þó ég leiðrétti þau í hvert sinn.
    Svo er það snilldin ein þegar fólk er að slá um sig með orðatiltækjum og málsháttum sem það ræður ekki við. Ég gat nú ekki varist hlátri í Idolinu síðast þegar Bubbi sagði einum keppandanum "maður sáir eins og maður uppsker".

    Minn ástkæri gaf sjálfum sér öndvegis stafræna myndavél í 35 ára afmælisgjöf. Það þarf náttúrlega ekki að orðlengja það að myndavélina fær hann sjaldnast að handleika sjálfur heldur hef ég hertekið hana. Vélar greyið hefur vakið upp í mér bakteríu sem ég vissi svo sem að ég ætti til en kostnaðurinn hefur haldið mér í skefjum hingað til. En núna er ekkert sem stoppar mig og ég tek myndir daginn út og inn gallin við þetta er sá að áhuginn og framkvæmdagleðin fara langt fram úr hæfileikum eða getu á sviði ljósmyndunar. Ég er að vísu langt komin með að lesa ljósmyndabók sem Dísa og Daði gáfu Guðna í afmælisgjöf ég er líka búin að lesa fína litla handbók á íslensku um ljósmyndun en það breytir því ekki að ég skil ekki upp né niður í öllum þeim fídusum sem vélin hefur uppá að bjóða. Held kanski að ég þurfi að komast á námskeið í ljómyndun sem fyrst.

    mánudagur, janúar 30, 2006


    Krakkarnir voru að fá einkurnirnar sínar fyrir jólaprófin og ekki get ég nú annað verið rífandi stolt af þeim Árni er með meðaleinkunina 8.1 og Ásdís er með meðaleinkunnina 8.0 ekki amalegt það **Breitt Bros** Ásdís er með A í öllum liðum sem snúa að mætingu, hegðun og frágangi en Árni náði í eitt B í þeim flokki og það er fyrir Hegðun en hann á víst til að Masa of mikið. Ekki veit ég hvaðan barnið getur haft þessi ósköp **roðn** Ekki minnist ég þess að hafa séð þetta á mínum einkunaspjöldum í barnaskóla **hóst**hóst**

    þriðjudagur, janúar 24, 2006


    Geysp....

    Já það er ekki hægt að kvarta undan framtaksleysi hér þessa dagana. Ég er búin að taka herbergið hans Árna þvílíkt í gegn að það er óþekkjanlegt á eftir. Dótamagnið var minnkað um helming ef ekki meira og húsgögnunum snúið svo nú virðist vera meira pláss þar en var fyrir. Ofan í þetta þá er Árni fluttur inn í sitt herbergi (hversu lengi sem það endist) og hefur sofið þar síðustu nætur. Þetta er stór áfangi í hans lífi. Mér finnst líka óhemju gaman að sjá herbergið hans svona fínt og flott. Nú á svo að fara og fjárfesta í útvarpsvekjara handa honum þar sem systir hans tekur út fyrir að vekja hann oftar á morgnana og gamla góða vekjaraklukkan er bara ekki að vinna sína vinnu almennilega og Árni sefur hringinguna algerlega af sér.
    Fyrir utan þennan dugnað eru þvottavélarnar búnar að ganga stanslaust og búið að brjóta þvottin saman jafnóðum og hann kemur úr þurkaranum svo það eru allar skúffur og skápar að springa utan af öllu góssinu. Gallinn á þessu er að ég vakti til kl. hálf fjögur í nótt við að ganga frá og brjóta saman þvott svo hringdi síminn klukkan hálf átta í morgun þar sem allt var í voða í vinnunni og sár vantaði mannskap og ég lét náttúrlega hafa mig í það að mæta og er því eins og úldin þorskur í framan og geyspandi og á eftir að mæta á eithvert alsherjar bekkjarbingókvöld í Flataskóla í kvöld.
    Well farin að kaupa klukku ...............

    föstudagur, janúar 20, 2006



    Þrettándinn....

    Hér hefur verið tekin stórákvörðun en hún er sú að ákveðnar jólakúlur munu teknar niður í febrúar. Já Leó mun víst sjá á eftir jólakúlunum á næstunni hvenær nákvæmlega kemur í ljós á mánudaginn. Eftir miklar rökræður,hux,humm og fuður þá er þetta niðurstaðan. Við komumst að þeirri niðurstöðu að það er ekki hægt að gera honum að ganga í gegnum fleiri hryllings vikur eins og hann átti nú í desember þegar tík í nágrenninu lóðaði. Hann gat ekki á heilum sér tekið og grét og vældi allan daginn og vildi komast út, hann gat ekki borða né pissað fyrir þessu. Við erum svo að vonast eftir því að græða á fleiri hliðarverkunum við þetta eins og tildæmis það að ekki þurfi að merkja hvert grasstrá, steinvölu eða yfir höfuð hverja þá misfellu sem verður á vegi okkar þegar farið er út úr húsi. Einnig er það í draumum okkar að hann muni geta umgengist tíkur sem vinir okkar eiga án vandræða og að greyið verði kanski rólegri almennt. Líklegast er að hann muni fara í þessa jólakúluniðrtekningu hjá Dýralæknastofunni í Garðabænum en ég fékk verðtilboð sem get vel sætt mig við. Þau hafa séð um allt sem að mínum dýrum kemur síðustu ár og mig langar ekki að fara neitt annað. Við gætum hugsanlega sparað 5000 krónur með því að fara annað en ég tel að sálarheill mín og aukin bensínkostnaður við að fara annað sé alveg 5000 kr virði. Málið er að ég treysti ekki hvaða dýralækni sem er hvað þá fyrir svona stóraðgerð. Ég hef slæma reynslu af nokkrum dýralæknum svo úr því að ég hef fundið landsins bestu dýralækna þá sætti ég mig bara við veðmiðann.

    Mig langar svo að þakka ykkur fyrir jákvæð viðbrögð við útlitsbreytingunum á síðunni.

    miðvikudagur, janúar 18, 2006

    Easy smeasy

    Þetta var nú auðveldara en ég hélt og ég fann loks stað fyrir nýja uppáhalds litinn minn. Ég hef verið með eplagrænan á heilanum síðustu mánuði og hélt að það væri kanski bara svona tímabil sem myndi líða hjá en nei það hefur ágerst ferkar en hitt. Mig hefur dauðlangað til að mála einhvern hluta íbúðarinnar í þessum lit en húsbóndinn hefur ekki tekið neitt sérlega vel í það *andvarp* En hér er hann kominn og mun því bara angra lesendur þessa blessaða bloggs. Vona bara að þetta fæli ykkur ekki endalega burtu.

    Ég færði mig svo yfir í standard blogger commentakerfið því Haloscan hefur verið með leiðindi við mig síðustu vikur. Tolvan hjá mér neitar ansi oft að opna haloscan gluggana á mínu og öðrum bloggum svo ég nenni þessu ekki lengur á míns egin bloggi. Sjáum hverngi þetta kemur út.
    Varúð vinnusvæði

    Ég er orðin leið á útlitinu á blogginu mínu og hef ákveðið að taka það eithvað í gegn ekki er víst að endanlegt útlit liggi fyrir á næstunni :) Ekki láta ykkur bregða.


    Ofankoma

    Ég er heldur að komast í gírinn eftir jólasukkið enda tími til kominn. Ergilegt hvað er fljótlegt að sökkva á vit óhollustu og sukks það tekur nokkra daga að sökkva en vikur að ná sér upp OJJJ En nú skal tekið á því og sykurpúkanum hent öfugum út úr húsinu og lokað og læst á eftir. Annars kom mér mikið á óvart að ég hef ekki gert mér neinn skaða í þessu sukki vigtin stóð pollstabil þrátt fyrir allt svo það er virkilega hvetjandi til að taka sig á og halda upp á þá beinu og breiðu (eða á maður að segja örmjóu og krókóttu).


    Ég hélt að ég væri nú ekki þessi týpiska snjótýpa en mikið finnst mér nú gott að fá snjóinn. Fyrir því eru nokkrar góðar ástæður:

    1. Börnin mín hreyfa sig meira og sjást varla innan dyra þessa dagana og þegar þau koma inn þá lognast þau útaf örþreytt á skikkanlegum tíma kvölds.

    2. Það verður svo mikið bjartara og fallegra yfir öllu í snjónum.

    3. Umferðarhávaðinn frá Hafnarfjarðarveginum hverfur nánast alveg. Ekki það að hann trufli mig mikið dagsdaglega en það munar samt um það þegar hann hverfur.

    4. Hundurinn minn verður svo afskaplega mikið hamingjusamari því hann fær ígildi tveggja tíma göngutúrs út úr 20 mínútna skoppi í snjónum í garðinum.

    mánudagur, janúar 16, 2006

    Makeup.is

    Hvet ykkkur til að kíkja á síðuna hennar Ólafíu Makeup.is og hafa Ólafíu í huga ef ykkur vantar förðun fyrir árshátíðir brúðkaup eða því um slíkt. Rosalega flottur förðunarfræðingur þar á ferð !!! Ég er búin að setja link til hennar hér til vinstri.

    föstudagur, janúar 13, 2006


    Vantar heimili

    Þennan litla mann og systkini hans vantar ný heimili í lok mánaðarins. Ef þið þekkið einhvern sem er í hvolpahugleiðingum endilega látið hann vita af þessum. Ég get svo komið honum í samband við eiganda hvolpanna en þau eru búsett á austurlandi. Foreldrarnir eru báðir hreinræktaðirBorder Collie Labrador blendingar hlýðin og góð.

    mánudagur, janúar 09, 2006

    Að hika er sama og tapa

    Ég er búin að panta tíma hjá ofnæmislækni en ég kemst ekki að fyrr en 14.mars. Ég fékk heldur ekki tíma hjá lækninum sem ég ætlaði til því hún er of vinsæl og það er hætt að bóka hjá henni í bili. En það munar ekki um það hvað þessir ofnæmislæknar eru vinsælir 3ja mánaða bið geri aðrir betur.

    Að kunna ekki að skammast sín ...

    Já það er til fólk sem heldur því statt og stöðugt fram að hundar kunni ekki að skammast sín. Gott og vel en ég get bara ekki verið sammála !!!! Leó kann að skammast sín það er alveg ljóst. Þetta veit ég vegna þess að ef hann gerir eithvað af sér þá sést það á honum langar leiðir áður en ég finn hvað hann hefur gert. Eins og í dag hann er búin að vera svo lúpulegur og ganga um með höfuðið hengt og ef ég kalla á hann kemur hann nánast skríðandi eins og hann eigi von á að ég muni taka ærlega í hann. Ég hef ekki getað skilið afhverju hann lætur svona enda gat ég ekkert fundið sem útskýrði þessa hegðun sem hefur núna staðið í 2 tíma. En svo fór ég niður í þvottahús núna áðan og viti menn þar hafði áður nefndur hundur pissað á gólfið og þvottabala sem á gólfinu stendur. Nú veit ég afhverju hann er svona SKÖMMUSTUlegur hann gerði eithvað sem hann má ekki og er búin að vera að bíða eftir að ég fatti það. Ég er ekki endilega viss um að hann skammist sín þannig að hann hafi hugsað beint um afleiðingar gerða sinna o.s.v.f. en hann vissi greinilega að hann hafði gert eithvað rangt og var ekki hress með það og það er í mínum augum að skammast sín.

    miðvikudagur, janúar 04, 2006

    Pestin

    Það tók ekki langan tíma fyrir fyrstu pest ársins að halda innreið sína hingað magapestin sem hefur verið að hrella höfuðborgarbúa er mætt hingað. OJJJJJJ !! Það hefur að vísu gerst áður að pestir hafa verið snemma á ferðinni hér jafnvel tekið hús á okkur um áramótin sjálf mér finnst það nú bara helber dónaskapur ég verð að segja það.


    Ég held svo að ég verði að fara í sykur afvötnun sem fyrst. Ég datt í það á Jóladag og hef legið meira og minna í því síðan :( Ég náði samt merkum áfanga núna á mánudaginn en ég skipti niður í nýtt jakkanúmer í vinnunni :) Ég er komin í jakka nr. 44 en þá er ég að nálgast þá fatastærð sem ég notaði fyrir 13 árum síðan en þá notaði ég jakka númer 42. Ég hef ekki notað svona "lítinn" jakka í óhóflega mörg ár. En til að viðhalda þessum áfanga og ná mér niður um nokkur jakkanúmer í viðbót þar ég að taka mig á í mataræðinu hvernig svo sem ég fer að því. Ofnnæmis/óþols ógeðið er mér fjötur um fót ég er enn að fá köst. Síðast á Gamlársdag borðaði ég greinilega eithvað sem ég þoldi ekki því ég vaknaði eins og þvottabjörn á nýársdagsmorgun og það look dugði mér fram á 2.jan. En hefur hjaðnað aftur frekar fljótt með því að ég hef passað extra vel hvað ég læt ofan í mig. Versti fjandinn að ég skuli ekki hafa ofnæmi fyrir sykri arrrggghhh það hefði hentað svo gasalega
    vel


    Að öðru leyti fóru áramótin vel fram og ég fílaði áramótaskaupið alveg í ræmur. Uppáhalds atriðin mín voru (ekki endilega í þessari röð) Björgvin sem Bjössi bróðir hennar Helgu, mislægu gatnamótin, gömluhjónin sem eyddu ævikvöldinu í strætó og konan sem var enn í sama fatanúmerinu og hún var í þegar hún fermdist. Ég get endalaust hlegið að þessu he he .....
    Eftir hinn hefðbundna áramótakvöldverð (sem var einkar ljúffengur) með fjölskyldunni skelltum við okkur heim fuðruðum upp nokkrum blysum og tertum. Drifum okkur svo til Guðlaugar og Helga og skemtum okkur þar við rökræður og svo söng fram til kl. 6 á nýárs morgun. Held að þetta hafi bara verið meðal bestu áramóta sem ég man eftir frá upphafi.