miðvikudagur, mars 31, 2004

Það var nú ekki lítið gaman í kvöld þetta var með skemtilegri kvöldum í langann tíma. Hundaskólinn er svakalega krefjandi og skemmtilegur. Það fylgir því ákveðin ögrun að eiga orkubolta bekkjarins í hundaskólanum. Svo eftir skóla fórum við að hitta Gretti bróður Leós. Þvílíkur hamagangur í þeim bræðrum þeir léku sér stanslaust í 3 tíma. Grettir býr svo vel að það er stór girtur garður fyrir utan hjá honum þar sem hann getur hlaupið og ærslast. Þar létu þeir bræður gamminn geysa í lengri tíma. Leó var orðin alveg uppgefinn þegar við fórum heim og svaf alla leiðina heim og lagði sig svo um leið og við komum heim og hefur sofið síðan. Grettir lauk námskeiði hjá Gallery Voff í síðustu viku og hann er nú talsvert betur upp alin en Leó. Ég vona að Leó verði jafnmikill fyrirmyndar hundur og Grettir er þegar Leó hefur lokið námskeiðinu. En þetta var ótrúlega skemmtilegt að geta farið með Leó í heimsókn eithvert. Hann gerði að vísu svoldið skammarstrik hann pissaði á gólfið hjá þeim **ROÐN** ég greip hann glóðvolgan og rauk með hann út. Til að bæta um betur ákvað Grettir að pissa yfir pollinn hjá Leó. Þvílík merkingakeppni hjá ónyttahvolpunum.
Hér getiði séð myndir af köppunum Leó og Grettir

þriðjudagur, mars 30, 2004

Fékk þetta í tölvupósti áðan og svaraði samvisku samlega. Geri ekki ráð fyrir að neinn af mínum vinum nenni að fylla þetta út svo ég pósta þessu bara hér til gamans.

1. HVENÆR VAKNARÐU Á MORGNANA?
Helst ekki fyrr en um hádegi en ef ég er að fara að vinna þá uppúr kl. 6

2.EF ÞÚ GÆTIR SNÆTT HÁDEGISVERÐ MEÐ EINHVERJUM FRÆGUM, HVER VÆRI ÞAÐ ÞÁ?

Viggó Mortensen ekki spurning !!



3.GULL EÐA SILFUR?
Hmm ekki hef ekki guðmund senilega Gull

4. HVER VAR SÍÐASTA MYNDIN SEM ÞÚ SÁST Í BÍÓ?
Something gotta give .............. frábær mydn grét úr hlátri.



5. UPPÁHALDS SJÓNVARPSÞÁTTURINN ÞINN?
Nip tuck á stöð 2 og The OC á skjá einum eru jafnir í fyrstasætinu enda þvílík hot babe í báðum þáttum ;-)

6. HVAÐ BORÐARÐU Í MORGUNMAT?
Morgunmatur hvað er það............. er komin morgun??


7. GETURÐU SNERT NEFIÐ Á ÞÉR MEÐ TUNGUNNI?
Nei því miður :-(


9. HVAÐ VEITIR ÞÉR INNBLÁSTUR?
Ó mig auma það er ekkert sem veitir mér innblástur

10. HVERT ER MIÐNAFNIÐ ÞITT?
Hef bara mitt eigiðnafn ekkert miðnafn



11. STRÖND, BORG EÐA SVEITASÆLA?
Borg ekki spurning..

12. SUMAR EÐA VETUR?
sumar

13. UPPÁHALDS ÍS?
Dobbel chokolat...frá galaxy sem er hætt að selja hér á landi GRÁT



14. SMJÖR, SALT EÐA SYKURPOPP?
Popp með salti


15. UPPÁHALDS LITURINN ÞINN?
Blár, Rauður, Grænn hver getur valið alltof margir fallegiri litir

16. UPPÁHALDS BÍLLINN ÞINN?
Daihatsu Charade ´80 modelið, vínrauður ber höfuð og herðar yfir aðra bíla. Annars er það hver sá bíll sem kemur mér í heilu lagi frá A-B og er gott að leggja í stæði.


17. HVAÐ FINNST ÞÉR BEST AÐ BORÐA Á SAMLOKU?
Ost og kál, borða samt sjaldan samlokur þær eru ekki í uppáhaldi hjá mér.

18. HVERT FÓRSTU SÍÐAST Í FRÍ?
Til Danmerkur


19. HVAÐA PERSÓNUEIGINLEIKA FYRIRLÍTURÐU?
Ég fyrirlít ekki margt en mér líka ekki óheiðarleiki, óbilgirni, fordómar og sjálfselska.


20. UPPÁHALDSBLÓM?
Afskorin = Fresíur

Pottablóm = Eithvað sem erfitt er að drepa

21. EF ÞÚ YNNIR STÓRA POTTINN Í LOTTÓINU, HVERSU LENGI MYNDIRÐU BÍÐA ÁÐUR EN ÞÚ SEGÐIR FÓLKI FRÁ ÞVÍ?
Þann tíma sem myndi taka að yfirfara miðan 30 sinnum

22. SÓDAVATN EÐA VENJULEGT VATN?
Gaslaust vatn

23. HVERNIG ER BAÐHERBERGIÐ ÞITT Á LITINN?
Grátt

24. HVAÐ ERU MARGIR LYKLAR Á LYKLAKIPPUNNI ÞINNI?
Ahh myndi segja ykkur það ef ég gæti nú bara munað hvað í andsk.. ég setti hana.


25. HVAR ÆTLARÐU AÐ EYÐA ELLINNI?
Á puttaferðalagi um heiminn.


26. GETURÐU JÖGGLAÐ? (góð þýðing)
Nei ég get sko ekki jögglað, get í mestalagi ráðið við að jöggla tveimur boltum mjög hægt.

27. UPPÁHALDS DAGUR VIKUNNAR?
Hver sá dagur sem ég get gefið mér tíma tila að spila Battlefield


28. RAUÐVÍN EÐA HVÍTVÍN?
Ojjj

29. HVERNIG EYDDIRÐU SÍÐASTA AFMÆLISDEGI
Vá ég get ekki munað það

30. ERTU MEÐ LÍFFÆRAGJAFAR KORT?
Nei get ekki ímyndað mér að neinn vilji þetta úrsérgengna drasl


31. SEGÐU EITTHVAÐ FALLEGT UM MANNESKJUNA SEM SENDI ÞÉR ÞETTA:

Æi hún er nú svo mikið krútt þessi elska !!! Allatf til í fjörugt spjall og er svakalega skemtileg !!


32. FRÁ HVERJUM ERU MINNSTAR LÍKUR Á AÐ ÞÚ FÁIR ÞETTA SENT TIL BAKA?
Hmm .... fólkið sem ég þekki er svo upptekið og eða feimið að það tekur sjaldnast þátt í svona dóti.


33. HVER HELDURÐU AÐ VERÐI FYRST/UR TIL AÐ SENDA ÞÉR ÞETTA TIL BAKA!
Tja hef ekki hugmynd um það ..................


mánudagur, mars 29, 2004

Mér tókst að ryðja út úr einu herbergi í gær, þvílíkt afrek. Svo er ég aftur komnn í leti gírinn núna en ég verð að vera búin að hrista það afmér fyrir kl 15 en þá á ég að mæta í vinnuna. Ég er að byrja í 80% vinnu í dag. Ég er búin að komast að því hvenær ég skipti um helgi en það verður eftir páska. Ég er í fríi páskahelgina og næstuhelgi þar á eftir og svo byrjar nýja helgarrúllan. Þá fer ég að geta horft á formúluna í friði. Ekki það að formúlan sé nú beint eithavað til að horfa á þessa dagana. Ferrari þykist ætla að ráða lögum og lofum í ár og ef þetta heldur svona áfram þá hætti ég að horfa.
Inga Lind í Íslandi í bítið er að ná algerum Idol standard hjá mér og því á hún á tilsvar dagsins í dag. Í morgun var hjá henni kona sem var að segja að það mætti ekki drekka hitaveituvatn vegna þess að í því væri svo mikið af þungmálmum sem setjast að í heilanum. Inga Lind var með lausinina á því og svaraði : " Ekki nema sjóða það fyrst"
Best að fara út með hundinn og athuga hvort ég hressist ekki. Sem minnir mig á það. Ég hlakka hrikalega til dagsins á morgun þá er nefnilega hundaskóli kl. 18-20 og eftir það ætlum við að koma við hja bróður Leó í mosó. Guðni ætlar nefnilega að laga tölvuna hjá Eyjólfi sem á bróður Leós. Ég veit ekki hvað hann heitir núna en hann hét Bangsi þegar hann var hjá mömmu sinni, þar hét Leó nú líka Prins Benjamín Leó þar sem fjölskyldan var ekki alveg sammála um nafnið á hann. Leó og Bansi voru hundarnir sem ég var í vandræðum að gera uppvið mig hvorn ég vildi frekar hefði helst viljað fá þá báða. Það verður gaman að sjá hvernig hinn er stærðar og skaplega séð. Hann útskrifaðist af hundanámskeiði hjá Ástu Dóru fyrir viku og það verður líka gaman að sjá hvað hann hefur lært.

sunnudagur, mars 28, 2004

Ohh ég er að hrökkva uppaf úr leti. Ég ætlaði að vera svo rosalega dugleg að taka til og allt en ég hef eiginlega ekkert gert nema glápa á imbann í dag. Ég nennti ekki einusinni að fara í hundahitting við Reynisvatn það var einfaldlega of mikill vetur hér í Garðabænum og það er alltaf hægt að margfalda kulda og rok hér með 4 og þá er það veðrið við Reynisvatn. Ekki hef ég þorað að fara út að Bala með Leó enþá ég þykist að vísu vera búin að fjárfesta í græjum sem gera það að verkum að ég get labbað þar með Leó þannig að hann getur haft 5 m radíus í kringum mit til að hlaupa á og svo þegar við erum komin niður í fjöru þar sem hann sér örugglega ekki rollur né annað kvikt þá ætti að vera óhætt að sleppa honum. Maður ætti kanski að drífa sig núna meðan bóndinn er byssulaus en kanski hann sé búinn að ráða leigumorðingjann sem hann ætlaði að ráða.
Argh hvað líf mitt er tilbreytngar snautt og leiðinlegt ég hef akkúrat ekkert til að tjá mig um núna. Urr fer að reyna að grafa mér upp eihvert umræðuefni.
Bæ í bili.

föstudagur, mars 26, 2004

Ég átti að eiga helgar frí ég lofaði mér samt í vinnu á laugardagskvöldið snillingur er ég. Þetta eru að vísu bara 4 tímar frá 19 - 23. Ahh þetta verður gott þegar launaumslagið kemur næst.
Guð minn góður ég var að lesa á hvuttar.net að það eru bara litlu tegundirnar sem eru fullvaxta 9-12 mánaða en stóru tegundirnar ná fullum vexti 18-24 mánaða ***kjálkinn í gólfið**** Ég hef staðið í þeirri trú að Leó ætti 2-4 mánuði eftir í vexti en nei þeir eru ca 10 - 16. Ég held það sé að líða yfir mig. Ég er farin að sjá fyrir mér hundana í Eldfærunum ætli augun í Leó verði nokkuð eins og mylluhjól eða sívali turn.
Þá er dýralæknisheimsóknin búin og viti menn Leó vigtaðist 28,3 kíló og hana nú (ónákvæmar mælingar segja að hann sé 61-62 cm upp á herðakamb). Dýralækninum varð um og ó þegar hún sá Leó "litla" og spurði hvort þetta væir ekki örugglega sami Leó og ég kom með í hvolpasprauturnar um daginn ha ha ha svo hló hún. Eftir að ég tjáði mig eithvað um að mér sýndist hann ekki ætla að taka bordercollie stærðina heldur Labrador stærðina sagði hún "Já STÓRU labrador stærðina". Þar höfum við það Leó er STÓR og á sennilega eftir að stækka smá í viðbót enda er hann bara 8 mánaða. Eftir að hafa fylgst með hegðuninni hjá Leó á biðstofunni var hún ekkert sérstaklega bjarsýn á að hormónasprautan myndi virka en sagði að það væri sko sjálfsagt að prófa, en hún var sammála mér um það að þetta væri sennilega bara border collie innréttingin sem væri að segja til sín með þessum hætti. Hún vildi að vísu líka meina að þetta væri bara svona ofboðsleg lífsgleði og hélt því fram að við ættum nú bara öll að vera svona. Ég veit nú ekki hvort ég vildi búa í heimi þar sem allir færu af límingunum þegar þeir sjá annan mann eða bara yfir höfuð lifandi veru. En sprautuna fékk Leó og við ættum að sjá mun eftir 10 daga ef hún virkar, ég bíð bara spennt.
Ég var að kíkja á hvuttar.net og þar stendur að rakki af labradortegund sé 56-57 cm upp á herðakamb og 25-30 kg OMG Leó litli er tröll. Þess má til gamans geta að Border collie rakkarnir eru 50-55 cm upp á herðakamb og 15 - 20kg. Ég var búin að veðja á að Leó yrði þarna á milli tegunda sérstaklega þar sem hann var minnstu af hvolpunum úr sínu goti. Vá hvað ég var langt frá réttu stærðarhlutfalli þarna. Mikið rosalega langar mig að sjá bræður hans og systur. Svo er dáldið fyndið að mér finnst hann bara oggu lítill enþá.
Ég á pantaðann tíma í dag hjá dýralækninum, Leó á að fá hormónasprautu :-s Ásta Dóra hundaþjálfari stakk uppá að við létum sprauta hann til að athuga hvort hann róist gagnvart öðrum hundum. Ég hef rosalega ótrú á að þetta virki en hún hefur meiri reynslu en ég svo auðvitað tek ég hennar ráðum. Þegar ég pantaði tímann var ég spurð hvort hann væri árásargjarn gagnvart öðrum karl hundum og það er hann alls ekki og bara langt frá því. Stúlkan í afgreiðslunni sem er alger gagnabanki í dýravandamálum útskýrði fyrir mér að sprautan virkaði eins og gelding ef vandamál hverfa með sprautunni þá kemur til greina að gelda þá. Þessi vandamál eru aðallega árásargirni og önnur slík vandamál sem þjálfun hefur ekki náð að laga. Eitt sem ég get nú ekki annað en velt fyrir mér er það Leó er ekki kynþroska enn, hann er ekki einusinni farin að lyfta löpp. Í eina skipti sem hann hefur sýnt tík áhuga var þegar honum eldri hundur var að springa úr gre*** og Leó hélt greinilega að þetta væri einhverskonar leikur og elti þau alveg á röndum, en það var dáldið mikill munur á hegðun Leó og Amors í þessu tilfelli. Aumingja Amor gat ekki gengið fyrir gre*** en Leó hoppaði umm eins og álfur og var að leika og hann hlýddi kalli sem hinn gerði ekki. Elti bolta með hinni tíkinni á svæðinu og ekkert mál. Amor hafði sko ekki áhuga á boltum og hann hafði heldur ekki á huga á að urra á Leó en það gerir hann venjulega þegar þeir eru bara tveir. Ástæðan fyrir því að Ásta Dóra talaði um hormónasprautuna fyrir Leó er sú að hann gat ekki á heilum sér tekið að fá ekki að leika við hina hundana athyglin var öll á þeim og hann grét og vældi yfir því að þurfa að vera í bandi og mega ekki haupa og leika. Þetta hefur hann alltaf gert alveg frá því hann var smá kríli. Ef Leó sér annan hund út um gluggann á bílnum eða bara stofugluggan vælir hann og vesenast því hann vill komast út að heilsa og er alveg ómögulegur ef hann kemst ekki til þeirra. Hann hefur aldrei upplifað áður að þurfa að vera í bandi og mega ekki leika eins og vitlaus allan tímann sem hann er nálægt öðrum hundum ég held að þetta sé aga vandamál en ekki hormóna vandamál. En ef hormónasprautan virkar þá er það fínt það verður gaman að sjá hvað dýri segir.

fimmtudagur, mars 25, 2004

Hér kemur enn eitt svar sem á heima á kommentakerfinu við næstu grein hér að neðan en eins og venjulega þegar Guðný opnar munnin er það alltof mikið fyrir venjulegt comenta kerfi:


Auðvitað vill bóndinn verja kindurnar sínar og ekkert athugavert við það, nema að hann notaði SKOTVOPN til þess. Ég er alveg sammála því að það er ekki réttlætanlegt að hundarnir drepi kindurnar hans. Enginn munur á hundum og kindum í því tilfelli. Satt er að Max boxer kom ekki til baka þegar eigandinn kallaði, það gerðu hinir tveir. Max var ekki að bíta kindurnar en var að elta þær. Það er ekki fallegt að elta kasóléttar kindur, það væri ekkert gamana að vera ófrískur (hvað þá af tvíburum) kominn 8 mánuði á leið og fá þurfa að hlaupa af sér hund. Kindurnar eiga alla mína samúð. Hundurinn sem drap Skjóttu og særði Kollu var af tegundinni Shar Pei, allt öðruvísi en Boxer og sá hundur var eigendalaus og allslaus á ferðinni þarna. Held að bakari hafi verið hengdur fyrir smið í þessu tilfelli. Ég get að ekki lofað því að Max hefði ekki bitið rollurnar ef hann hefði haft tíma til en mér finnst það ólíklegt.
Sökin liggur líka hjá hundeigendunum því auðvitað áttu hundaeigendurnir að passa hundana betur. Sérstalega þar sem vitað er að hundar hafa farið í rollurnar þarna áður, get reyndar ekki verið viss um að þau hafi vitað það.
Það gagnast líka lítið að hringja á lögregluna vegna hunda þarna því þeir mega vera lausir á þessu svæði.
Merkilegt finnst mér líka að bóndi sem elskar kindurnar sínar, hirði ekki um að girða í kringum þær. Honum finnst allt í lagi að beita þeim á ógirt tún sem er við veg þar sem er þó nokkur umferð og það frekar hröð. Að ég tali nú ekki um að þarna er hundasvæði við hliðina. Kindurnar hans eru víst til vandræða í kirkjugarðinum þar sem þær éta blóm og annað á leiðunum. Þær eru álíka vinsælar í kirkjugarðinum þarna eins og kanínurnar í Fossvogskirkjugarðinum. Garðurinn er að vísu girtur en hliðið er víst stundum opið.
Ég get heilshugar tekið undir að fréttamennskan á DV er um margt undarleg og ekki vanþörf á endurskoðun þar. En nafnbirtingarnar í þessari grein eru með vitneskju fólksins sem nefnt er og það finnst mér í lagi. Þau gáfu greinilega öll kost á viðtali og þar með nafnbirtingu. En er sammála að þetta með grátandi barnið í símanum er way over the top.
Grein í DV í dag:

Guðjón hundabani skaut hund á færi í Garðabæ

Kolbrún Kristjánsdóttir horfði upp á hundinnn sinn skotinn til bana í gærmorgun. Maðurinn sem skaut hundinn er bóndi og segir árásir hunda á kindurnar sínar tíðar. Lögreglan gerði skotvopn upptæk á heimili bóndans og er með málið til rannsóknar. Fjölskyldan sem átti hundinn er í sjokki og segir fjölskyldufaðirinn málið "óhuggulegt".

"Það ríkir mikil sorg á heimilinu." segir Kolbrún Kristjánsdóttir. Hundurinn hennar, Max, var drepinn í gær. Atvikið átti sér stað þegar hún var með hundinn í morgungöngu úti á Bala; vinsælu útivistarsvæði á Álftanesinu. Max tók sprettinn yfir á jörð Guðjóns Jósepssonar, bónda í Pálshúsum, sem þaut út með riffil og skaut hundinn til bana. Stuttu seinna var lögreglan komin á vettvang og gerði skotvopn Guðjóns upptæk. Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglunni í Hafnarfirði.

"Það voru þrír hundar sem hlupu inn á túnið hjá bóndanum en aðeins tveir sneru aftur," segir Kolbrún. "Ég heyri skothvelli og hleyp af stað til að athuga hvað var að gerast." Kolbrún segist hafa séð bóndann stumrandi yfir einhverju á jörðinni. "Svo skaut hann einu lokaskoti og hljóp inn í hús."

Lögreglan kom fljótlega á staðinn. Kristján Guðnason aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að skotvopn hafi verið gerð upptæk á heimili mannsins og að málið sé í rannsókn. "Meira get ég ekki sagt á þessari stundu."

Guðjón Jósepsson, sem skaut hundinn, segist drepa hunda vegna þess að þeir drepi kindurnar hans. "Það var ein kind drepin hjá mér í fyrradag og önnur stórslösuð," segir Guðjón. "Maður lætur sko ekki hunda myrða kindur fyrir augunum á sér ef maður getur gert eitthvað í því."

Varðandi rannsókn lögreglunnar segir Guðjón að þrjár byssur hafi verið teknar af honum. Aðspurður um hvernig byssu hann hafi notað um morguninn segir Guðjón ekki koma til greina að nota annað en riffla á svona hunda. "Ég skaut hann, hann lamaðist, þá skaut ég hann aftur og drap hann," segir Guðjón og bætir við: "Fólk verður að passa upp á hundana sína."

Mikill harmur ríkir hjá fjölskyldunni sem missti Max. Þegar DV hafði fyrst samband við Kolbrúnu svaraði sonur hennar grátandi í símann. Hann grét út af hundinum sem Kolbrún segir að hafi verið "einn af fjölskyldunni." Hjálmar Guðmundsson, eiginmaður Kolbrúnar, segir þetta mál hið óhuggulegasta. "Manni ber í raun skylda til að segja frá þessu; öðrum hundaeigendum til viðvörunar," segir Hjálmar. Síðdegis í gær safnaðist fjölskyldan saman úti á Bala, sem var síðasti staðurinn sem Max lék sér á og jarðsetti hundinn.

Aðspurður um hvernig fjölskyldan muni takast á við áfallið segir Heimir: "Ég held að það sé ekki hægt að ímynda sér hvernig það er að sjá mann standa úti á túni og aflífa heimilisdýrið; auðvitað erum við í sjokki."


simon@dv.is

Þessi grein birtist í Dagblaðinu í dag, 25. mars 2004. Bls. 6

Sjá nánar ásamt myndum í Dagblaðinu í dag.
Tekið af bestivinur.com
Bara Húsmóðir !!!!

Það gerðist bara....
Börnin vöktust og klæddust,
Grauturinn eldaðist og átst,
Það bjóst um rúmin og sópaðist,
Þvotturinn þvoðist og hengdist upp,
Það gerðist við og stoppaðist í,
Saumaðist og prjónaðist,
Tertan bakaðist og borðaðist
Það vaskaðist upp og gekkst frá
Börnin hugguðust og hjúfruðust
Það breiddist yfir þau og kysstust Góða nótt.
Þegar þau voru spurð:
Hvað gerir mamma þín?
Urðu þau undir leit og svöruðu lágt:
Ekkert, hún er bara heima!

miðvikudagur, mars 24, 2004

Ég er búin að vera alveg miður mín núna síðustu mínúturnar en ég rakst á þessa grein á bestivinur.com:

Hundasvæðið á bala sem hefur lengi veri notað af hundafólki án vandkvæða hefur reynst óöruggt fyrir hunda vegna þess að svæðið er ekki girt af og hundarnir geta farið að angra kindur á næsta bæ. Upp kom, þann 24. mars, að þrír hundar fóru yfir á land bóndans en einungis tveir komu til baka. Bóndinn á bænum hafði tekið upp byssu og skaut boxer hund, með þeim afleiðingum að hundurinn lifði ekki af, eigandinn var á svæðinu ásamt eigendum hinna hundanna og sáu þeir bóndann munda byssuna, heyrðu skothjóð og sáu hundinn liggjandi. Þegar fólkið kom að hundinum var hann látinn og hafði hann hlotið tvö skotsár. Kallað var á lögreglu sem fjarlægði vopnið af manninum. Ekki er að svo stöddu vitað um hvaða afleiðingar þetta mun hafa í för með sér fyrir bóndann.

Texti: Silja Vilhjálmsdóttir

TEKIÐ AÐ BESTIVINUR.COM

Bali hefur verið mitt annað heimili frá því við fengum Leó og tveir hundanna og eigendur þeirra, sem komu við sögu í þessu máli, eru góðir kunningjar okkar en þetta voru english springer spaniel tíkin Lotta (góð vinkona Leós), blendingur nefndur Max og boxer hundur sem hét líka Max (leikfélagi Leós). Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda ef ég hefði farið (eins og ég ætlaði mér) með Leó þarna í dag. Stundum er gott að vera latur, ég er farin að sjá að það er eitthvað til í sögum Thuber Thurber um íkornana. Við hefðum líklegast verið þarna á sama tíma og þau eins og venjulega. Ég held ég taki mér pásur frá því að labba með Leó við Bala á næstunni.
Forsaga málsins er víst sú að í gær réðist Shar Pei hundur á tvær kindur þessa bónda og drap þær. Bóndinn hefur áður orðið fyrir ónæði af völdum hunda sem hafa hlaupið frá Bala yfir í hans land og elt á kindurnar. Lögreglan hefur víst ítrekað beðið bóndann um að beita kindunum ekki á þessu svæði þar sem það er ógirt.
Það var auðvitað að svæðið sem er í mestu uppáhaldi hjá mér til að labba með Leó á sé auðvitað stórhættulegt það er þannig með allt sem er gott eða skemtilegt það er yfirleitt hættulegt eða bannað ef ekki hvort tveggja.
Hundaskóli er MIKIL vinna en rosalega var gaman. Leó er náttúrlega stæstur og frekastur það er reyndar shaffer hvolpur sem er jafn stór honum en hún er dáldið yngri c.a. 2 mánuðum :-s Fyrst voru gerða æfingar í 45 mínútur í að ganga við hæl, setjast og leggjast. Leó var nú ekki alveg á því að hlýða nokkur sem við hann var sagt til að byrja með en svo fór hann að átta sig á að það var ekkert annað í boði og lagaðist aðeins. Eftir verklegu æfingarnar var farið í skólastofuna þar sem bókleg fræðsla fyrir eigendur fer fram. Þar er þétt setinn bekkurinn enda herbergið lítið. Þar gildir sú regla að hundarnir eiga að sitja/liggja góðir hjá eigendunum og mega ekki vesenast neitt. En þessu fylgir lítill böggull en hann er sá að það má ekki skamma hundana með látum. Í staðinn fáum við vatnsbrúsa og ef hundarnir dirfast að vera með vesen þá fá þeir blauta bunu beint á hnakkann og vá þetta virkar. Leó var orðin rennandi blautur á hnakkanum eftir tímann en hann var líka til friðs eftir fyrstu 10 min. Hann var snöggur að fatta að það var samhengi milli smá hreyfingar og blautrar gusu. En þetta er líka allt annar hundur í dag það er ótrúlegt hvað er hægt að ná miklum árangri með Leó þegar maður fær réttu tæknina í hendurnar. Ég hlakka mikið til að halda áfram á námskeiðinu rosa fjör.

þriðjudagur, mars 23, 2004

Hvað er að hjá DV að birta skýrslur úr yfirheyrslum yfir ódæmdum einstaklingum, yfirheyrslan er birt orð fyrir orð. Eru þeir að reyna að hjálpa genginu að samræma sögurnar eða hvað ?? Í skyrslunni eru nafngreindir einstaklingar, með fullu nafni, sem koma málinu sem slíku ekkert við hvers eiga þeir einstaklingar að gjalda. Er þetta það sem koma skal að yfirheyrslur yfir sakbornigum í glæpamálum séu birtar í DV um leið og þeim er lokið. Væri þá ekki bara einfaldara að senda þetta beint út á netinu eða kanski á RÚV í staðin fyrir alþingisumræðurnar. Hverjum í ósköpunum datt í hug að láta DV fá þessa skýrslu ég bara spyr. Ég er svo "heppin" þessa dagana að DV dettur óumbeðið inn um lúguna hjá mér á hverjum morgni með fréttablaðinu og mogganum. Ég verð víst að játa á mig að ég hef lesið meira í þessum pésa en hinum blöðunum báðum til samans síðustu dagana. Ég áttaði mig ekki á því hvað þetta mál fór mikið í taugarnar á mér fyrr en ég fór að skrifa þetta hér. Mér finnst DV vera að skríða algerlega fram af brún alls siðgæðis með fréttaflutningi sínum. Myndbirtingar og nafngreiningar finnast mér algerlega óviðeigandi þegar fólk hefur ekki verið dæmt fyrir glæpina sem það er sakað um. Villandi myndbirtinga og mannorðsmorð framin forsíðum dagblaðanna er ekki það sem ég vil sjá.
Hana nú þá er enn ein helgin búin og farið að styttast í að ég auki við mig í vinnu. Það var brjálað að gera hjá mér alla helgina. Ég var á morgunvakt á laugardag og kvöldvakt á sunnudag, svo datt upp í hendurnar á mér aukavakt á sunnudaginn, heppin ég. Það var svo brjálað að gera í vinnunni að ég vissi varla hvað ég hét þegar vaktin var búin og þá tók við fundur um Gagnreynda starfshætti sem verið er að koma á á spítalanum. Þetta er voða sniðugt system sem miðar að því að koma nýjustu og bestu rannsóknum og tækni sem fyrst inn í starfið á sjúkrahúsinu. En það tekur víst venjulega 10-20 ár að láta rannsóknir nýtast í starfi. Einnig miðar þetta fína kerfi að því að við séum gagnrýnin á það hvað við erum að gera og hvers vegna og svo á að gera voða fínar starfs og meðferðalýsingar. Alla vega er þetta það sem ég náði út úr fundinum en ég var nú ekki í móttækilegu formi þegar þarna var komið við sögu. Ég byrja svo í 80% vinnu á aðfaranótt þriðjudagsins jibbí jibbí. Það verður gaman að sjá hvernig ástandið verður á mér í haust þegar ég verð búin að vera í 80% í 5 mánuði :-s ofan í 6 manna heimili + gæludýr. Ég fæ að vísu 3 vikna sumarfrí í endan júlí byrjun ágúst. Svo sá ég líka nokkrar 3 daga helgar á vaktaplaninu fram í júní svo ég held að ég ætti nú alveg að lifa þetta af :-)
Ásta Dóra hundaþjálfari hringdi loksins eftir langa bið og nú er komið að því að Leó fari í hundaskóla en hann byrjar í kvöld kl. 18 í Reykjahlíð í mosfellsdal, ég hlakka mikið til.

föstudagur, mars 19, 2004

Ætlaði að svara þessu á commentakerfinu en þetta var bara orðið of langt. Til að fá samhengi í skrifin hér þá er best að kíkja á kommentið hennar Dýrleifar neðan við síðsta pistil.

Oh my god ég hafði ekki hugsað þetta svona kanski er líf mitt á heljarþröm og allt á leið í vaskinn. Ahh hvad for helvede það verður þá allavega á nýjum gardínum og sængurveri sem ég fer fram af þröminni.
En elskurnar mínar ekki örvænta það er sko LANGT frá því að vera snyrtilegt hérna MJÖG LANGT. Eiginlega er bara allt vaðandi í rusli og óreiðu. Tvinni og afklippur á víð og dreif hef ekki ryksugað í 2 daga (heimilð þarf að ryksuga 1 á dag ef það á að vera eins og mannabústaður,... það tekst eiginlega aldrei). En það eru nýjar gardínur fyrir, glugganum hennar Ásdísar, eldhúsinu og á baðherberginu og til að kóróna verkið þá er sonur minn nú stoltur eigandi að nýju sængur og koddaveri með þotum á, í stíl við gardínurnar í herberginu. Nýja parketið hefur það gott út í bílskúr þar á það að bíða til bráðabirgða (5-7 ár) en það stendur í leiðbeiningunum með því að það verði að standa í 18° hita í amk. 48 stundir (afstætt hugtak) áður en það er lagt. Þar sem ég er að vinna um helgina á ég ekki von á að það verði lagt fyrr en eftir helgi og jafnvel gæti þurft að bíða oggulítið lengur, allavega situr það við hliðina á dúknum sem var keyptur fyrir þremur árum og átti að leggja á bílskúrinn fljótlega ( fljótlega = 3-7 ár) nú hefur hann félagsskap og þarf ekki að láta sér leiðast lengur.
Á allt örðum nótum, hafiði séð nýju Airwick kristal air auglýsinguna ?? Þetta er með heimskulegri auglýsingum sem ég hef séð lengi !!!! En í henni er kona sem tjáir okkur það að hún hafi alltaf reynt að staldra sem stysðt (styðst, stysst eða hvernig í ósköpunum sem á að skrifa það, meina allavega stutt) við á klósettinu en eftir að hún setti nýja Airwick kristal air þar inn þá þarf hún ekki að flýta sér út lengur og nýtur verunnar betur. Er alltí lagi með fólk, er það virkilega það sem við viljum að fólk fari að setjast að á klósettinu. Er ekki nóg annað sem tefur fólk á settinu þó það þurfin nú ekki að stija þarna tímunum saman að hnusa út í loftið. Ég segi nú bara fyrir mig sem bý á heimili þar sem 5 deila með sér einu baðherbergi ég er ekki líkleg til að kaupa vöru sem gerir það að verkum að fólk fer að hanga á klósettinu í tíma og ótíma, nógu er nú oft erfitt að bíða eins og ástandi er í dag án Airwick.

fimmtudagur, mars 18, 2004

Við erum búin að kaupa parket á svefnherberið. En við keyptum það ekki í BYKO ó nei heldur betur ekki við keyptum það í Europrís. Ég verð nú að játa að ég skil enganveginn vöruúrvalið í Europris þar fæst allt milli himins og jarðar. Mér hefði aldrei dottið í hug að leita að parketi þar en pabbi hafði rekið augun í það um daginn svo við ákváðum að kíkja. Þar var parket sem var þykkara og ótdýrara en í tilboðs parketið sem við vorum að skoða í BYKO. Þetta (eins og parketið í BYKO) er að vísu plastparket en parket er það nú samt og vonandi betra en götótti gólfdúkurinn sem er á gólfinu núna. Þegar ég var að skoða parketið í BYKO þá rak ég augun í svoldið sem mér fannst skondið en það er að sltiþolnin á parketinu var gefin upp í snúningum þ.e.s. parketið sem við vorum að hugas um þar þoldi 7000 snúninga. Önnur parket þoldu 7-9 þús. snúninga. Hvaða snúningar eru þetta eru þetta dans snúningar, vinduhraði á þvottavélinni eða möndulsnúningar jarðarinnar, ég bara spyr. Við spurðum mannin í Europris hvað þeirra parket þyldi marga snúninga og hann horfði á okkur eins og við værum geimverur. Við útskýrðum málið og þá hló hann bara og við reyndar líka. En við erum allavega komin með gólefni sem kostaði aðeins 10550 og þá er undirdúkurinn innifalinn. Nú er bara að skúbba öllu dótinu úr herberginu og leggja parketið á gólfið , vona að það taki ekki 5-7 ár að koma því í verk.

P.S. ég er búin að kaupa tvinnan og er farin að sauma !!!


Ég er búin að vera að springa úr framkvæmdagleði núna síðustu dagana. Ég keypti loksins efni í nýjar gardínur fyrir gluggann hjá Ásdísi en það hefur staðið til hjá mér í rúm 7 ár. Þegar við fluttum voru settar upp gamlar gardínur úr Brekkubyggðinni til bráðabirgða. Bráðabirgð hjá mér er greinilega 7 ár. Ég er langt komin með verkið en mér til mikils ama kláraðist tvinninn í gærkvöldi svo ég er stopp enn sem komið er en ætla að fara í Rúmfatalagerinn á eftir og kaupa sækja mér birgðir af tvinna. Kanski kem ég svo í verk að sauma sængurver handa Árna en efnið í það hefur verið upp í skáp hjá mér í 5 ár.
Ætlaði að blaðra eithvað meira en Guðni hringdi og vill fá mig í BYKO að skoða plastparket sem er á viðráðanlegu verði þar. JIBBI kanski fæ ég nýtt gólfefni á svefnherbergið mitt.

mánudagur, mars 15, 2004

Ég get ekki annað en mælt með því að fara út með hudninn. Ég fór í gær með Leó niður á Bala og við vorum þar að leika okkur og vesenast í klukkutíma. Á þessum klukkutíma safnaði ég upp nægri orku til að fara og klippa hekkið hér fyrir utan. Ég náði að klára að klippa gljávíðinn og stóran part af Birkinu þegar botninn fór úr dugnaðinum þegar ég klippti í sundur rafmagnssnúruna í klippurnar **ROÐN**
Guðni dugnaðrarforkur og pabbi kláruðu að moka draslinu út úr bílskúrnum og tóku í leiðinni leifarnar af grindverkinu sem er búið að liggja í garðinum hjá okkur í ca. 2ár ef ekki lengur. Þeir fóru líka með allt annað lausa rusl sem hefur verið mér til mikils ama hér fyrir utan, svo nú er garðurinn næstum því snyrtilegur.
Gamli rauður þoldi illa volkið á fimtudaginn og bremsurnar eru sennilega ónýtar,blessaður karlinn hann er orðin of gamall fyrir svona ævintýri. Ég sé fram á að vera bíllaus á næstuni, gaman gaman.
Æi jæja ætli ég verði ekki að fara að sækja Önnu á leikskólann og jafnvel nota tækifærið og viðra Leó aðeins.

sunnudagur, mars 14, 2004

A ha ég er búin að finna lausnina hverju ég byrja á ég ætla út að labba með Leó og hugsa um allt hitt sem ég gæti verið að gera!!
Það er óhætt að segja að þetta hafi verið viðburðarík og löng helgi. Helgin byrjaði á sumarbústaðaferð í Svignaskarð ferðafélagarnir voru auk mín Una, Friðrik, Árni, Dísa, Ásdís, Grétar, Árni og Anna. Árni var í bíl með Unu, Friðrik og Grétari ég var með Ásdísi og Önnu og svo voru systkinin Árni og Dísa á sínum fjalla Volvo. Ferðalagið gekk vel til að byrja með en við Friðrik og Una misstum fljótt sjónar af Árna og co. en þeim lá voðalega á að komast uppeftir. Ég hef aldrei komið í Svignaskarð áður svo ég setti allt mitt traust á Unu og Friðrik og elti þau í blindni. Við komum að Svignaskarði og sækjum lykilinn en finnum ekki Árna og Dísu upp úr kafinu kemur að þau beygðu á vitlausum stað á afleggjaranum niður að sumarbústaðalandinu og voru föst í drullu svaði á vegaslóða í nágrenninu. Við höldum af stað til að athuga hvort við getum hjálpað þeim en sáum fljólega að það myndi aldrei ganga og ætluðum að forða okkur burt eftir að hafa hringt í staðarhaldarann sem ætlaði að koma á jeppanum sínum og redda málinu. Ekki vildi betur til en svo að frú Guðnýju tókst að festa sig á baka leiðinni og loka Unu og Friðrik inni. Að vísu var ég betur stödd en Árni og co þau voru föst í drullupoli með leðju og ógeð upp á miðjar hliðar á bílnum mér tóks bara að setja vinstra framhjólið ofan í leðju en ekki allan bílinn en þetta var nóg til að ég var pikk föst. Blessaður staðarhaldarinn kom og dró okkur uppúr það ég var ekki lítið fegin að vera laus úr prísundinni og kann ég manninum mínar bestu þakkir fyrir. Við komumst svo loks í bústaðin og þar höfðum við það ósköp notalegt ég svaf að vísu ekki mikið fór að sofa kl. 3 vaknaði aftur kl. 6:15 við að Anna vaknaði við fórum fram í stofu og ég gat platað hana til að leggja sig aftur kl. 7:15 komu Árni og Grétar og ætluðu að fara að spila tölvuleiki þeir voru reknir með harðri hendi aftur upp í rúm. Ég vaknaði endanlega um kl. 10 ekki mikill svefn það. Eftir að hafa verið í góðu yfirlæti í Svigna skarði hélt ég heim með stelpurnar um 3 leytið um daginn. Árni varð eftir í Svignaskarði og kemur heim einhverntímann á eftir. Við vorum komnar heim einhverntímann um fimmleytið enda var svo mikið rok undir hafnarfjallinu og þar að ég keyrði rólega og ákvað að taka mér bara góðan tíma enda lá okkur ekkert á.
Ég var svo mætt spikk og span kl. 20 í keiluhöllina að hitta kvennaklúbbsstelpurnar við spiluðum eina umferð af keilu og ég náði 3ja sætinu og er nú bara stolt af þeim áfanga þar sem ég hef ekki spilað keilu MJÖG lengi. Eftir keiluna fórum við á veitingastaðinn Italíu og fengum okkur að borða ég pantaði mér pasta með kjúklingakjöti og sveppum, MMMMMMMMM.. það var rosalega gott eins og allur matur sem ég hef fengið í gegnum tíðina á þessum frábæra veitinga stað. Eftir þetta tók við pöbbarölt og ég kom ekki heim fyrr en upp úr kl. 3 leiðin lá beit inn í rúm þar sem ég sofnaði áður en höfðuið snerti koddann.
Á laugardags morgunin vaknaði ég svo hress og kát spratt fram úr rúminu og hóf tiltekt á heimilinu enda ekki vanþörf á. Eldhúsið var eins og í einhverslags greni og ekki var baðherbergið betra. Palli var mættur og höfðu þeir Guðni farið í bakaríði og keypt dýrindis kjallarabollur og álegg. Þeir héldu svo út í skúr og kepptust við að rífa, brjóta og bramla og keyra draslið í Sorpu. Um miðjan daginn komu Guðlaug, Helgi og börn og við Guðlaug tókum kjaftatörn meðan strákarnir kepptust við úti. Svo fórum við í verslunarleiðangur, komum heim og grilluðum ofan í drengina þessar líka fínu grísakótelettur. Gulla og dætur mættu svo á staðin og borðuðu með okkur. Þegar máltíðinni var lokið drifu Palli, Gulla og co sig heim en við sem eftir sátum spiluðum Battlefield fram eftir nóttu. Undir morgun drattaðist ég inn í rúm en þó ekki fyrr en ég var búin að horfa á Idolið sem ástkær ektamaki minn tók upp fyrir mig á föstudagskvöldið.
Nú er víst komin Sunnudagur og enn sem komið er er afrekaskráin nú ekkert glæsileg. Verkefnin sem ég get valið úr eru eftirfarandi. Klippa trén úti, taka aftur til, þvo þvott, þvo upp, kemba dætrunum, skúra, liggja í leti og hugsa um allt sem ég á eftir að gera, spila tölvuleiki, horfa á sjónvarpið, lesa Syni duftsins eða Hroka og hleypidóma. Það læðist að mér sá leiðinlegi grunur að ég velji eithvað af síðustu þremur verkernunum en ég get nefnilega hugsað öðruhvoru um allt sem ég á eftir að gera meðan ég spila tölvuleiki, horfi á sjónvarpið eða les bók. Góð afköst það!!!

miðvikudagur, mars 10, 2004

Ohhhhh............ ég er svo stolt af manninnum mínum og pabba!!!!!!! Þeir eru búnir að vera svo duglegir að brjóta allt og bramla í bílskúrnum ég er farin að þora að láta mig dreyma um að þetta verði einhverntímann íbúðarhæft.
Nú er ég búin að liggja í tvo daga lasin nú nenni ég ekki meir ég ætla að taka til og gera heimilið íbúðarhæft. Svo ætla ég að fara að búa mig undir skemtiatriði vikunnar nú er sko nóg að gera framundan hjá mér dagskráin byrjar á morgun. En hún er einhvern veginn svona:

1. Fimtudagur: Fara í sumarbústað í Svignaskarði með krakkana eina nótt með Unu, Friðriki og Grétari Áka.
2. Föstudagur: Koma sér heim seinnipartinn. Hafa sig til hitta kvennaklúbbstelpurnar í Keiluhöllinni kl. 20 spila keilu hafa rosa gaman og gera svo eithvað fleira skemtilegt með stelpunum.
3. Laugardagur fá Guðlaugu, Helga, Palla, Gullu og börn í heimsókn. Strákarnir ætla víst að vera voða karlmannlegir og duglegir og brjóta meira og bramla í bílskúrnum. Svo ætlum við að borða eithvað gott og spila BF 1942 þegar þeir eru búnir. Spennandi !!!!!
4. Sunnudagur: Slappa af og safna kröftum eftir alla skemtunina.

Ótrúlaga fyndið hvað allar svona skemtanir lenda alltaf á sömu helgunum. En ég er allavega farin að hlakka til þetta ætti að geta orðið mjög skemtileg helgi, það var að vísu svoldið púsl að koma dagskránni saman þannig að ég gæti gert allt sem var í boði þessa helgina en það verður væntanlega vel þess virði.

þriðjudagur, mars 09, 2004

Urr búin að vera með hita, höfuðverk og magapínu frá því á sunnudagskvöld er orðin dáldið leið á þessu :-( Ég komst að því að aumingjaskapur minn í vinnunni um helgina stafaði víst af því að ég var lasinn ekki bara aumingi. Ég hélt nefnilega að nú væri ég endanlega komin úr öllu formi þegar ég fylgdi einstaklingi af deildinni minni niður í kringlu, þar upp götvaði ég að ég hafði gleymt dóti uppi sem hann þurfti að hafa með sér. Ég náttúrlega hljóp á "harða" spretti upp á deild, sótti dótið og hljóp niður aftur. Ég rétt kom einstaklingnum út í bílinn fyrir utan hálf skreið inn og langaði mest að leggjast fyrir á gólfinu í andyrinu og hreyfa mig aldrei aftur. Mér fannst leiðin upp á deild vera svoooooo löng að hún óx mér verulega í augum. Ég rétt hafði það af að komast upp og harkaði af mér það sem eftir var vaktarinnar. Svo harkaði ég af mér aumingjaskapinn til að fara í afmælispartý hjá Ástu Margéti, í nýja húsinu. Frábær veisla í ekkert smá flottu húsi. Þegar ég loksins hafði mig heim, síðust að vanda (það tryggir að fólkið tali ekki illa um mann eftir að maður fer sjáiði til ;-) ) þá gafst ég upp í sófanum og gat ekki meir. Á endanum datt mér í hug að mæla mig og viti menn ég var með hita. Síðan þá er ég búin að liggja fyrir og ég er að vona að nú sé mér að batna. Að vanda var hringt í gær og ég beðin um að vinna kvöldvakt en ég sagði nei er að vísu svoldið svekkt mig vantar bæði tímann og aurinn. En ljósið í myrkrinu er samt það að ég er ekki alveg búin með allt líkamlegt form eins og ég var farin að halda um helgina það er kanski eithvað af því eftir, vona það að minsta kosti.

föstudagur, mars 05, 2004

Er að láta mig dreyma um að þetta sé að komast í lag hjá mér. Ég vona það að minsta kosti þetta er að gera mig geggjaða !!!
Vá ég komst að því að það var ekki ég sem var að rústa blogginu með fikti heldur er bara einhver böggur í þessu öllu sem endaði á því að bloggið mitt dó drottni sínum áðan. Nú má ég semsagt byrja á öllu upp á nýtt. ARGH
Þetta er pottþétt uppáhalds auglýsingin mín þessa dagana
  • Flug og mynd...
  • ég fíla hana hreint í ræmur, Oh what a feeling !!!. Drengurinn er frábær í henni og hann er farinn að fá stig hjá mér fyrir leikhæfileika. Mér fannst fyrri auglýsingin frá Myndmark með honum líka góð en þessi slær öllu út. Hugsa að ég biðji hann um eiginhandaráritun næst þegar við erum í sömu röð í bónus.
    Vá held að ég sé að verða búin að fikta bloggið mitt í hel...........vona að það virki samt eithvað áfram. Mér tókst að fikta þannig í því að allur Html kódinn sem sagði síðunni hvar gömlu bloggin (archives) væri að finna hvarf og allt fyrir neðan það líka, ég hef ekki grun um hvert þetta fór eða hvort það skiptir máli, allavega er linkurinn á archivið mitt týndur og farin. Blessuð sé minning hans. (Mínútu þögn hér takk) Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast html textans og afkvæma hans er bent á dósa og flöskusjóð skátanna.


    It isn't a poem
    Non curo. Si metrum non habet, non est poema.
    "I don't care. If it doesn't rhyme, it isn't
    a poem."
    You are a type A personality. You like bright
    things, you don't call in sick to work, and you
    have devastating opinions about art.


    Which Weird Latin Phrase Are You?
    brought to you by Quizilla

    fimmtudagur, mars 04, 2004

    Hugmynd vikunnar:

    Helgi Hjörvar kom með hugmynd vikunnar í Íslandi í dag í gærkvöldi.

    Það er ódýrara að kaupa búning handa Birni Bjarnasyni til að marsera í heima heldur en að veita 250 milj. í að stækka sérsveitir lögreglunnar.

    Ég styð þessa hugmynd Helga einlæglega og auglýsi hér með eftir búningi handa Birni. Hvengi væri að halda bara þjóðarsöfnun svo við getum keypt almennilegan búning á kallinn.

    p.s. Helgi Hjörvar fékk stórt prik hjá mér í gær, hef aldrei þolað mannin fyrr en í gærkvöld. Sennilega er þetta vikan sem fólk fær uppreisn æru hjá mér.
    Jæja þá er ég búin að sjá myndina Monster, fær meðmæli frá mér. Charlize Theron átti alveg skilið að vinna Golden Globe og Óskarinn fyrir hana, hún er alveg hreint mögnuð í myndinni. Cristina Ricci er leikona sem ég hef haft alveg ofnæmi fyrir síðan hún var í Ally McBeal en hún nær að hækka í áliti hjá mér aftur eftir þessa mynd. Merkileg mynd um ömurlega æfi Aileen Wuornos sem var fjöldamorðingi í Bandaríkjunum í kringum 1990. Saga hennar er sögð á einfaldan og skýran hátt ekkert verði að velta sér upp úr ógeði og viðbjóði en samt situr í manni óhugur og hrollur. Eftir að hafa séð myndir af Aileen Wournos og Charlize í gerfi hennar finnst mér alveg ótrúlegt hvað kvikmyndargerðarmennirnir hafa náða að gera þær líkar.
  • Hér geti þið séð myndir af þeim hlið við hlið
  • Ótrúlegt ekki satt, alls ekki eins en nógu nálægt. Ef þið hafið 2 tíma sem þið hafið ekkert við að gera er ágætt að eyða þeim í þessa mynd.
    .
  • Hér er svo smá fróðleikur um Aileen Wournos ef þið hafið áhuga

  • þriðjudagur, mars 02, 2004

    Þá hefur gubbupestin haldið inreið sína á heimilið Anna greyið er búin að vera sárlasin í allan dag og er enn slöpp. Hér hafa verið veikindi í aðra hvora viku síðan í október og ég er alveg búin að fá nóg af þessu. Nú bíður maður bara spenntur eftir því hver verður næstur í gubbuna. Urrr, ekkert skemtilegt í dag!!!! Leó tók sig til og prílaði upp í rúmið okkar Guðna þegar engin sá til og pissaði þar. Sem betur fer, ef það má orða það þannig, var sæng í rúminu sem hann pissaði yfir þannig að það var auðvelt að þrífa eftir hann. Ég uppgötvaði glæpinn ekki fyrr en löngu seinna en þegar hundurinn sá mig koma út úr herberginu þá smellti hann skottinu á milli lappana og hengdi haus. Hann vissi sko alveg upp á sig sökina og meðan ég var að skammast í honum fyrir að pissa í rúmið mitt ákvað hann að pissa bara á gólfið líka. Held hann vanti kanski athyli því Anna er náttúrlega búin að hafa 200% athygli í dag og hann enga.

    mánudagur, mars 01, 2004

    Ja hérna hér nú hlýtur eithvað slæmt að fara að gerast !!!! Þegar hlutirnir ganga upp og allt gengur vel er það mín reynsla að þá fer eithvað úrskeiðis og oftast eithvað mikið. Lífið getur aldrei fengið að vera gott og notalegt í einhvern tíma í einu það þarf alltaf að taka vinkilbeygju út í skurð ef vel gengur. Í dag var enn einn hluturinn sem mig hefur langað að breyta að breytast alveg af sjálfusér án þess að ég þyrfti að hafa nokkuð fyrir því. Hlutirnir eru búinir að ganga svo ótrúlega upp allir sem einn núna upp á síðkastið að ég er orðin hrædd. Ég fékk aukna prósentu í vinnunni alveg án þess að það væri mikið mál og ég er búin að fá sumarvinnu líka, þetta er nánast ógerlegt í mínum geira þessa dagana. Sjúkraliðanemar sitja um allt með grátstafinn í kverkunum því þeir fá hvergi vinnu og geta því ekki útskrifast. Ég sé fram á að geta útskrifast í vor því ég á að ná að vinna mínar 28 vaktir fyrir 18 maí. Ég fer að vinna 80% vinnu núna 29. mars og var voða happy með það. Eina sem hefur verið að plaga mig en kansi ekki verið mjög alvarlegur faktor er að ég er að vinna þær helgar sem formúlan er og þá helgi sem er fríhelgi hjá vinafólki mínu sem vinnur vaktavinnu. En hvað haldiði rétt áðan hringdi elskulegur deildarstjórinn minn og bað mig um að skipta um helgi svo nú get ég kanski farið að hitta vini og vandamenn og horft á formúluna JIBBÍ.
    Fór í bíó í gærkvöldi og sá einhverja þá bestu mynd sem ég hef séð í langan tíma. Það var svo sem vitað að þessi gæti ekki klikkað. Hverni getur mynd með Jack Nickolsson og Dianne Keaton klikkað það einfaldlega gerist ekki !!!! Something gotta give er hreinlega frábær, fær fullt hús stiga frá mér. Ég hló eins og bestía mestalla myndina og svo þegar ég áttaði mig á að myndin var að verða búin langaði mig ekkert til að hún væri búin. Þetta er mynd sem lætur manni líða svona "warm ´n fussy inside" (góð íslensk þýðing eða staðgengill óskast). Þetta er tvímælalaust besta mynd sem ég hef séð lengi lengi lengi lengi..... það er alveg óhætt að eyða 800 kallinum sínum í þetta ég sé ekki eftir krónu. Það er nefnilega orðið sjaldgæft að ég fari í bíó mér finnst það svo ógeðslega dýrt og oftar en ekki sé ég eftir hverri krónu en ekki í gær, Jibbí !!!!
    Mig langar eiginlega að sjá hana aftur og aftur og aftur og aftur..............................