þriðjudagur, ágúst 30, 2005

OMG ég held það sé ekkert að marka þessi persónuleikapróf !!



Þetta er niðurstaðan úr prófi sem ég fann hjá Ernu. Ekki það að Móðir Teresa sé ekki góð fyrirmynd og einhver sem væri gott að líkjast en halló ég er nú ekki svona gjafmild né fórnfús.

Ekki batnaði svo ástandið þegar ég tók prófið hvaða bíómynd ertu .....




Hjálp ég þarf auljóslega að taka eithvað til í mínum málum ef ég er blanda af móður Teresu og Shindlers list er komin tími á sálfræðimeðferð.

sunnudagur, ágúst 28, 2005

Komin heim

Já við erum komin aftur eftir svakalega yfirferð um Evrópu. Ég hef ekki tíma til að slá inn ferðasöguna núna. En hér er brot af því sem ég lærði:

Það getur líka ringt í Þýskalandi.

Það verður kalt ef olíuna vantar á kyndinguna.

Kári og Anna María eru gull af fólki (hafði grun um það fyrir fékk það bara staðfest)

Það getur ringt meira í Þýskalandi.

Alparnir eru háir!

Austurríki er dásemdar staður !!!!!!

Saltzburg er falleg.

Það er hlýtt og notaleg á Ítalíu.

Ítalskar þjóvega sjoppur eru snilld.

Fólkið á N-Ítalíu er svakalega grannt.

Mónakó er flott.

F1 brautin í Mónakó er klikkun.

Það getur ringt í Sviss.

Svisslendingar hafa gott hjartalag.

Það er notalegt í Spangdahelm þegar kyndingin virkar.

Kiddi og Sirrý eru algerir englar.

Það getur ringt meira í Þýskalandi.

Það er getur verið gott að koma heim :)

Verð að rjúka skrifa meira síðar.

föstudagur, ágúst 12, 2005

Spennan magnast

Já nú fer spenningurinn fyrir ferðinni að ná hámarki sínu. Ég er búin að klippa þær systur svo þær eru orðnar skæslegar og sætar fyrir Evrópuferðina, pabbi fékk líka að kenna á klippunum svo hann er orðin ferðafær. Nú á bara eftir að snoða Árna og þá erum við ferðbúin.
Annars þarf ég sennilega að heimsækja doktor Saxa á læknavaktina í kvöld þar sem tveggja vikna nefkvefið mitt er orðið að kinnholubólgu með tilheyrandi höfuðverk og stælum. Það mun sennilega ekki batna af sjálfu sér og þarf ég því að setja mín mál í hendur Saxa og vona að hann geri eithvað gott fyrir mig áður en ég fer.
Ég er farin að hlakka til að hitta Guðna aftur og það verður gaman að sjá hvort hann tekur á móti okkur á flugvellinum í spandex gallanum og hvort við munum þekkja hann aftur eftir sænsku yfirhalninguna....SPENNÓ.......
Ef allt hefur gengið að óskum hjá Guðna þá er námskeiðið löngu búið og þau lögð af stað í áttina að Hahn. En þau ætluðu að nota tímann og keyra í rólegheitunum í áttina niðureftir. Guðni ætlaði líka að stoppa í matvörubúð í Hollandi og kaupa Strawberry Hill djús sem er sko besti djús sem framleiddur er í öllum heiminum og þó víðar væri leitað. Ég skil bara ekki afhverju enginn flytur þetta inn og selur hér á klakanum. Ég er alvarlega farin að íhuga að stofna mína eigin heildsölu bara til að flytja þetta inn.
Nóg um það best að ná sér í verkjatöflur og fara svo að taka til :s

fimmtudagur, ágúst 11, 2005

1.dagur í útkall

Merkilegt hvað tíminn æðir áfram núna er bara alveg að koma að því að við förum. Ég er langt komin með að pakka sem er nú bara nýtt og óþekkt fyrirbæri þ.e.s. að ég sé tilbúin meira en 4 tímum fyrir brottför. Ferðir héðan úr Lækjarfit haf yfirleitt einkennst af síðustu mínútu stressi þar sem síðustu spjarirnar eru settar rakar ofan á í töskuna 5 mínútum áður en farið er útúr dyrunum. Yfirleytt er ekki farið að sofa fyrr en 2 tímum áður en þarf að vakna aftur til að fara út á flugvöll, gaman að sjá hvort mér tekst að breyta útaf þeim vana núna. Ég á að vísu eftir að kaupa smotterí en það er ekki langur listi aðallega að muna eftir fiskamatnum svo þeir svelti ekki. Ég hef núna mestar áhyggjur af því að koma krökkunum í háttin á skikkanlegum tíma annaðkvöld svo ég geti vakið þau milli kl. 3 og 4, það verður gaman NOT !! Svo þarf ég víst að breyta heimilinu í mannabústað svo Bergþóra lifi það af að vera hérna í daga sem hún mun vera hund og heimilishaldari hér.
Ég fékk Ásdísi með mér í að brjóta saman þau tíu véla virði af þvotti sem ég var búin að þvo. Þetta var hin mesta skemtun við fórum út á videóleigu og leigðum okkur myndir settumst svo með þvottin á milli okkar og brutum hann saman meðan við gláptum á myndirnar.
Best að halda áfram í pakningunum.

miðvikudagur, ágúst 10, 2005

Blogg meðmæli vikunnar

Sum blogg eru einfaldlega skemtilegri en önnur og sumir eru bara betri en aðrir í að segja skemtilega frá. Ég rakst á þetta blogg
  • Magga
  • í gegnum síðuna hennar Ólafíu og skemti mér vel við að lesa það.

    Annars er ekkert að frétta héðan rétt rúmir 2 dagar í brottför og það er bara ekki alveg að ferlast hérna hjá mér. Ég er bara farin að hugsa um að pakka ekkert meira. Samt langar mig ekki að pakka í stresskasti á föstudagskvöldið það þýðir að ég mun gleyma einhverju mikilvægu. Það er meira en mánuður síðan ég tók til bókunarnúmerin og vegabréfin samt fæ ég reglulega hjartsláttarköst yfir því hvað vegabréfin séu og hvort þau séu ekki örugglega í gildi og allt það. Held að ég sé óhóflega taugaveikluð og með tendensa til áráttuhegðunar :s Fer kanski vel með þetta innan um aðra en þegar ég sleppi mér í einrúmi þá er það ekki fögur sjón.
    Mp3 spilarinn minn er bilaður **GRÁT** þetta er mér mikið alvöru mál hann hefur nefilega verið nánast gróinn við mig síðan ég fékk hann.
    Ég er að lesa The Eyre affair samkvæmt meðmælum frá Dísu systur er að vísu ekki komin langt en það sem komið er lofar góðu. Gef mér bara allt of lítinn tíma til að lesa en það lagast nú sennilega á þeim þremur og hálfa tíma sem tekur að fljúga til Þýskalands.
  • Hér
  • má finna hugleiðngar höfundarins um bókina og ýmsilegt sem að henni snýr, frekar skemtileg lesning.
    Talandi um bækur þá las ég einhverja þá leiðinlegustu bók sem ég hef nokkurn tímann lesið um daginn. Þessi leiðinda bók ber nafnið Belladonnaskjalið hvet ég ykkur til að forðast þá bók eins og pláguna. Ég las Da Vincy lykilinn og fannst hún bara alveg ágæt mér leiddist aldrei og naut lestursins bara þó nokkuð vel á köflum, það á sko ekki við um Belladonnaskjalið OJJJ.

    P.S. fyrir þá sem málið varðar þá er ég búin að breyta linknum inn á 89th korkana en þeir eru kominir á nýjan stað og eru í svona líka fínu lagi.

    sunnudagur, ágúst 07, 2005

    Ojjjjjj

    O.K. hver pantaði þetta veður ??? Ég get svo svarið fyrir að hreinlega þoli þetta ekki fyrsta haustlægðin mætt á staðinn og það er bara byrjun Ágúst. Ég er ekki sátt.

    miðvikudagur, ágúst 03, 2005

    Mig vantar snýtuklút

    Ojj ég er umsetin af rihnoveirum og finnst það ekkert gaman. Ég er með ljótt og leiðinlegt nefkvef, höfðuverk og slappleika. Þrátt fyrir þetta er ég búin að taka til og taka til og taka svoldið meira til. Árni og Ásdís hafa verið mjög dugleg að hjáplpa mér en ekki er nú vel hægt að segja það sama um Önnu. Ótrúlega er gaman (svoan eftir á) að taka til og sjá heimilið taka stakkarskiptum en það er farin að sjást mikill munur. Ef ég hefði verið hressari væri ég sennilega löngu búinn að þessu en þetta kemur smátt og smátt.
    En over and out ég er farin að elda og svo ætla ég að fara að sofa ég þarf nebbla að vakna kl. 6
    Hugleiðingar dagsins

    Vá hvað mig langar ekki til að verða geimfari þegar ég verð stór. Ef ég á einhverntímann eftir að fá leið á mínu starfi þá get ég alltaf huggað mig við að hafa ekki gerst geimfari eins og mig langaði til þegar ég var 7 ára.

    Er maður brjálaður að vera ferðast um með flugvélum spáið í þessum með flugvélina þarna í Toronto. Vélin verður fyrir eldingu rennur útaf brautinni, dettur í tvennt og svo kviknar í henni. Ótrúlegt að flestir hafi komist ómeiddir frá þessu.

    Haldiði virkilega að sjálfstæðismenn velji Gísla Martein sem sitt borgarstjóra efni. Þó ég sé nú ekkert hrifin af núverandi borgarstjóra þá get ég nú bara ekki hugsað til þess ógrátandi að Gísli Marteinn verði borgarstjóri.

    Hvað er málið með það að Árni Jónssen þurfi alltaf að kúska á skemtikröftunum á Þjóðhátíð. Maður hefði nú kanski getað skilið þetta ef hann hefði verið að berja Krumma í Mínus eða einhvern álíka karakter. Ekki nóg með að hann hafi lamið Pál Óskar þann friðsemdar dreng fyrir nokkrum þjóðhátíðum síðan þá ræðst hann núna á Hreim. HALLÓ lemja litla strákinn með engilsandlitið og framkomuna hvað er að manninum. Held að Þjóðhátíðarnefnd ætti alvarlega að íhuga að hafa kallin í búri svo hann verði ekki sér og öðrum til vandræða.

    Þar kom að því ökumenn landsins eru svo ótrúlega duglegir að brjóta af sér að nú er lögreglan kominn með posa í bílana hjá sér svo maður geti bara borgað sektina á staðnum. Nú er bara spurininn að hægja á sér heldur bara debet eða kredit. Skyldi vera hægt að setja sektirnar á Visa-rað ??

    Er þetta í lagi ég bara spyr ???????

    þriðjudagur, ágúst 02, 2005

    Veðrið hér og þar

    Mér datt í hug að setja inn veðrið á helstu stöðum sem skipta mig mestu máli þetta sumarið. Svona til smá útskýringa þá er Spangdahlem bærinn þar sem við munum gista í Þýskalandi.
    Hann á afmæli í dag hann á afmæli í dag.....

    .....hann á afmæli hann Leó hann á afmæli í dag. Já "litla" krílið er bara orðin tveggja ára blessaður og það þýðir að það eru 2 dagar í að Anna verði 4 ára. Það er bara allta að gerast hérna núna.
    Af okkur er annars það að frétta að Guðni er komin til Delft og byrjaður að skilja IKEA hugtakið/hugmyndafræðina. Ferðin hjá honum gekk barasta vel þau tóku bílaleigu bíl á Hahn og keyrðu upp Moseldalinn (*öfund*) og þaðan upp til Delft. Hann og ferðafélagarnir eru svo búin að hegða sér eins og alvöru uppar keyptu sér spandex galla frá Nike og fara út að skokka á hverjum degi eftir námskeiðið. Veit ekki hverskonar uppa heilsutröll mætir mér á flugvellinum í Hahn eftir 11 daga. En það eru ekki nema 11 dagar í að við leggjum land og sjó undir fót og skellum okkur til Þýskalands. Þetta verður sannkölluð ævintýraferð því við vitum ekki alveg hvernig gistiaðstaðan er við vitum hvar hún er (svona c.a.) en það er víst fín eldunaraðstaða en það er víst eithvað skrítnara með svefnaðstöðuna en það á nú allt eftir að koma í ljós. Ég á nú samt eftir að sjá hvernig mér á eftir að ganga að hrekja alla stóra sem smáa á fætur kl. 3 og koma liðinu út á flugvöll í tæka tíð, hef á tilfinninguni að Anna verði ekki hress með þennan fótaferðatíma. En það eru alveg 11 dagar í þetta og þar af eru ekki nema 2 vinnudagar Jibbí.