sunnudagur, desember 31, 2006

Vá ég er bara orðlaus

Ef þetta er ekki eithvert það al versta kynningarmyndband sem ég hef séð þá bara veit ég ekki hvað. Held að þau ættu að fara á námskeið með Valgerði utan :s Ég held ég verði með kjánahroll langt fram á næsta ár.

  • Kynningarmyndband
  • laugardagur, desember 30, 2006


    Er mikið að gera hjá þessum manni..

    ..maður bara spyr sig .....

    föstudagur, desember 22, 2006



    Jóla hvað ??

    Mér til mikillar skelfingar þá eru bara 2 dagar til jóla og jólakortin (náði að skrifa 4 um daginn og koma þeim út) eru ekki komin í póst og ekki líklegt að þau nái fyrir jól :(
    Ég er held ég búin að kaupa allt sem þarf að kaupa fyrir jól gæti að vísu bætt smá við en það er ekkert alvarlegt. Núna er ég að hugsa um að fara að pakka herleg heitunum inn og koma þeim á áfangastað sem fyrst því ég er að vinna á þorláksmessu og dagurinn því heldur stuttur í annan endann. Við fórum í kvöld og keyptum megnið af matvörum sem við þurfum fyrir hátíðarnar en ætlum að bíða með kjötið þar til á Þorlák.

    Hér er komin einhver ferleg jóla stress þreyta í fullorðna fólkið en börnin láta engan bilbug á sér finna enn. Engar kartöflur hafa endað í skóm þeirra enn sem komið er.

    Nú þarf ég að fara að ákveða hvort ég ætla að sofa eða gera eithvað af viti .....

    fimmtudagur, desember 21, 2006

    fimmtudagur, desember 14, 2006

    Glatað
    Það er glatað að vera veikur í desember !! Ekki nóg með að vera veikur þá bætist við að maður stressat í tætlur yfir öllu sem eftir er og maður getur ekki framkvæmt meðan heilsufarið er í tómu tjóni.
    Ég veit að jólin koma þó maður nái ekki að klára allt og það sé ekki búið að skúra og skrúbba hátt og lágt en þetta er samt fúlt.

    þriðjudagur, desember 12, 2006

    Ekki dauð enn ...

    Þó það líti svo út þá er ég ekki alveg dauð úr öllum æðum enn þó bloggið sé hálf lamað eithvað þessa dagana. Ég hef einfaldlega ekki haft tíma til að skrifa neitt. Ég mun heldur ekki skrifa mikið þessa stundina því mér hefur tekist að ná mér í einhverja umgangspest og er að farast úr höfuðverk og hita. Vonandi lifnar yfir netlífi mínu von bráðar.