fimmtudagur, mars 29, 2007


Fannst þetta merkileg frétt..

  • Mogginn

  • Í þessar frétt á mbl.is er talað um að foreldrar ungabarna missi tveggjamánaða svefn á fyrsta ári barnsins. Er nema von að maður hafi verið dáldið úrvinda þegar maður var með ungabarn úff. Ég hef nú grun um að fyrstu mánuðina missi nú margir meira en 90 mínútur á nóttu.
    Það sem kom mér á óvart var að aðeins fjórðungur paranna sagði að næsturbröltið valdi álagi í sambandinu ég hefði veðjað á talsvert stærri hluta.

    miðvikudagur, mars 28, 2007


    Þungu fargi..

    ...er af mér létt ég er búin að vera nálægt því að fá slag útaf fermingarundirbúningi en núna er búið að ganga frá flestu því sem máli skiptir. Ég var að enda við að semja við vel ættaðann matreiðslumann um að elda fyrir okkur og það er sko ekkert smá girnilegur matseðillinn hjá honum. Ég er búin að panta myndatökuna,salinn, prufugreiðslu,aðal fermingargreiðsuna og síðast en alls ekki síst kransakökurnar :) Nú á eftir að fata gelluna upp og klára að ganga frá litaþema og stíl á veislunni og þá er þetta að verða afgreitt og ég get hætt við að fá slag :)

    P.S. Ólafía er hægt að blikka þig með fermingarförðun 29.apríl ??

    föstudagur, mars 23, 2007

    Átti eftir að ..

    tjá mig um þetta ;)
  • Laxdæluspilið
  • mánudagur, mars 19, 2007


    Tékk it át...

    Ég er ekki frá því að það hafi sést í dóttur mína í Íslandi í dag :) Nafnið hennar kemur að vísu fyrir þar líka en það er eignað stúlku sem heitir réttu nafni Selma.
    Fyrir ykkur sem misstuð af þessari dásemd þá set ég link hér fyrir neðan :)
  • Kirkjuból heimsækir Stjórnarráðið

  • Ó gó duglegur

    Guðni er búinn að vera hrikalega duglegur í vetrarfríinu sínu og er búinn að moka drasli út úr bílskúrnum. Brjóta gólf og veggi og nú er hann að byrja að leggja langnir fyrir klósettin 2 sem koma í skúrinn og svo þarf að leggja lagnir, steypa, reisa gips veggi, mála, setja upp eldhús o.s.v.f. Þegar það er búið getur pabbi flutt í bílskúrinn og Guðni fær vinnuaðstöðu í hluta. Þá verður loksins hægt að losna við hálfdauðar tölvur af stofuborðinu og þá verður vonandi hægt að safna þar úti öllu því dóti sem viðgerðunum fylgir :D Myndir af framkvæmdunum koma síðar.

    fimmtudagur, mars 15, 2007


    Það er stórhættulegt að bursta

    Á veggnum á göngudeild háls,nef og eyrna deildinni í Fossvoginum hangir stórt spjald með ýmsum hlutum sem dregnir hafa verið úr eyrum og koki á ólánsömum einstaklingum. Mesta athygli mína vakti tannbursti sem dregin hafði verið úr kokinu á einhverjum sérlega óheppnum. Ég hafði alltaf velt fyrir mér hvernig í ósköpunum einhverjum tókst að festa tannbursta í kokinu á sér en núna er það orðið ljóst.

  • Mogginn


  • Maður er greinilega bara heppinn að hafa ekki lent í þessu sjálfur :S Note to self : standa kyrr við vaskinn meðan maður burstar og vona að það komi ekki jarðskjálfti rétt á meðan.

    miðvikudagur, mars 14, 2007

    Roller coaster in my brain


    Er ekki verið að fíflast í okkur með þetta.... textinn er algerlega óskiljanlegur hortittur. Melódían í laginu er góð en halló hvað er málið með að hljóðið sé ekki í sinki við varirnar á Eika. Ég er hlynnt því að eyða ekki of miklum peningum í Eurovision bröltið en halló þetta myndband er bara sorglega illa gert. Það eina sem ég hef svo séð verra er Photoshopp vinnslan á myndunum af Eika greyinu þar lítur hann út eins og illa borguð þið vitið hvað.... án gríns. Skerpingin á myndinni dregur fram allt það versta í andlitinu OMG held að 6 ára barn hefði getað gert betur.


    Hér er dæmi um þetta hrikalega sjoppulega "veggfóður" sem RÚV lét gera. Hann minnir á sambland af Fríðu og Dýrinu :S Litarhaftið segir að hann sé sjóveikur eða a.m.k. óglatt og svo eru cloneför eða för eftir burn/dogde í andlitinu líka. Ótrúlegt hvað er hægt að fara illa með góðan mann !
    Hér að neðan eru svo linkar á stærri orginalana á RUV.
  • Hin fríðudýrs myndin
  • föstudagur, mars 09, 2007


    Þetta útskýrir ýmislegt

    Jæja þá er fundin ástæðan fyrir öllum mínum vandamálum. Mikið er gott að geta firrt sig allri ábyrgð á þeim ;) *fliss*

  • Mogginn
  • fimmtudagur, mars 08, 2007


    Oft

    Eftir samtal við lækin hans Árna í morgun skilst mér að maður myndi ekki ónæmi fyrir Skarlatsótt hún sagði að maður gæti fengið Skarlatsótt oft og það væru í sjálfu sér enging takmörk á fjölda skipta. Skondið hvað upplýsingar um einn sjúkdóm geta stangast á í ef maður les sér til á netinu og í bókum er talað um að fólk fái þetta bara einu sinni. Annarstaðar er talað um þrisvar og á enn einum staðnum er ónæmiskenningunni eytt. En Árna er allavega að batna hann verður þó inni við fram að helgi bara svona til að það sé ólíklegt að honum slái niður.

    miðvikudagur, mars 07, 2007

    Alltaf lærir maður...

    Loksins jákvæðar fréttir héðan Árni vaknaði upp nýr maður í morgun sýklalyfin hafa greinilega gert kraftaverk fyrir hann. Útbrotin nánast horfin og hann allur hressari :) Ég hef svo eftir áreiðanlegum heimildum að Skarlatsótt sé hægt að fá þrisvar sinnum um ævina vegna þess að það séu 3 mismunandi týpur af Streptokokka bakteríunni sem geta valdið Skarlatsótt og maður myndi þá bara mótefni fyrir einni í einu. Nú er bara að vona að Árni láti vera að fá þriðju týpuna *krossa fingur*

    Ég er enn drullu kvefuð en finnst samt að það sé aðeins að losna um kvefdrulluna og ég svaf nánast alveg í nótt sem er góð tilbreyting. Ég hósta að vísu helling enþá og er nánast raddlaus en samt ætla ég að leyfa mér að vona að þetta sé að lagast. Ég hef líka sagt helv. pestinni stríð á hendur það byrjaði með kjötsúpu áti á mánudagskvöld (held að kjötspúpa lækni næstum allt), slatti af ógeðsdrykk(sítrónute, sítrónuolía,hunang,hvítlaukur og engifer) í gær og dag, ég gerði nýja tilraun með ilmkjarnaolíurnar sniffaði þvílíkt að það er merkilegt að ég skuli ekki vera skökk eftir allt sniffið :s

    Mig er farið að langa mikið að losna úr þessari prísund hér heima og komast innan um fólk. Það eina sem ég hef farið út úr húsi síðustu daga er að sækja Önnu á leikskólann, til læknis með Árna og í apótekið. Þetta mætir ekki alveg minni þörf fyrir útiveru og félagsskap.

    þriðjudagur, mars 06, 2007

    Ég er farin að halda
    Að þessi netpróf séu ótrúlega marktæk *fliss* reyndar hef ég elst um 3 ár á síðustu 2 árum samkvæmt þessu.
    You Are 26 Years Old


    20-29: You are a twentysomething at heart. You feel excited about what's to come... love, work, and new experiences.


    .


    ....Já mér leiðist ......


    Er verið að kinda mig ...

    Það er nú ekki einleikið með heilsufarið á mannskapnum hér. Við erum 3 heima lasin Ásdís er þó skást farin og áætlað að hún fari í skólann á morgun. Ég er enn drullu kvefuð og lasin veit samt ekki hvort er meiri refsing að vera veikur eða fastur innan veggja heimilisins.
    Árni greyið toppar þó öll veikindi hér hann er búin að vera með hita á bilinu 38 - 40° frá því á föstudag. Í morgun vaknaði hann svo upp alþakinn útbrotum ég hringid á heilsugæsluna og eins og fyrir kraftaverk var laus tími þar. Ég fer með drenginn upp eftir og fæ þá greiningu að hann sé með Skarlatssótt, strok var tekið og sent í rannsókn og niðurstöður fást á fimtudag. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en ég ræddi við bóndann í símann eftir að ég kom heim að Árni fékk skarlatssótt þegar hann var 3 eða 4 ára svo það er ekki líklegt að hann sé að fá hana aftur. Strákræfillin er allaveg hund lasinn og hreint ekki gaman að vita ekki alveg hvað er í gangi en hann er allavega á sýklalyfjum þar til annað kemur í ljós.
    Annars virðist sem fyrstu vikurnar í mars séu að verða einhverskonar hefðbundinn veikinda tími hjá þessari familíu :(

    laugardagur, mars 03, 2007

    LOL
    Þegar maður er veikur heima er þarf oft ekki mikið til að fá mann til að glotta..

    föstudagur, mars 02, 2007


    Ekki allt í standi ..


    Jæja þá er flensan mætt í öllu sínu veldi :( Árni kom heim í kvöld og kvartaði undan höfuðverk allstaðar við mælingu kom í ljós að hann var í 38.6 fékk paratabs kvartaði klukkutíma síðar um að honum liði verr og viti menn hitinn var enn í 38.6 þrátt fyrir paratabsið :( Höfuðverkur, beinverkir, hiti ekkert kvef enn eða neitt annað augljóst sem sennilega þýðir alvöru inflúensa. Ég er búin að vera lasin í 2 daga sjálf með hálsbólgu og hita. Ég get nú ekki sagt að mér finnsist mér vera að batna heldur í hina áttina. Ég held þó í vonina því ég á vera í vinnu annað kvöld.
    Núna er maður bara með ilmkjarnaolíurnar á lofti til að reyna að drepa flensuna sem fyrst vonandi text það áður en restin af familíunni leggst.