miðvikudagur, desember 24, 2003

Gleðileg jól öll sömul hafið það gott um jólin !!!!!!

laugardagur, desember 20, 2003

Jibbí ég var rosalega heppin áðan !!!! Ég var að far í hvolpa hitting upp við Rauðavatn og vantaði bensín, nærri tómur tankur. Ég ákvað að stoppa á Shell bensínstöðinni í Árbænum. Ég er nýbúina að horfa á horror þátt um það hjá Ophru þegar kviknar í bílum þegar verið er að dæla á þá og vandræði með að ná börnunum út úr logandi bílunum. Svo ég ákvað að taka Önnu með mér inn og láta dæla á bílinn fyrir mig en ég er venjulega svo mikill sparigrís að dæli sjálf. Jæja við Anna förum inn og ég ákveð að kaupa kókómjólk handa Önnu. Nú þegar ég ætla svo að fara að borga og drengurinn tekur kortið mitt ýtir á einhvern takka segir "þetta verða ....... nei þetta verður ekki neitt, nema 75 kr. fyrir kókómjólkina, þú vannst hjá okkur ókeypis bensín" Ég fékk semsagt fokdýra bensínið með fullu þjónustunni alveg ókeypis. Kann ég Skeljungi hf. mínar bestu þakkir fyrir það. Ég keyri sem sagt í boði Skeljungs næstu 400 km eða svo.

föstudagur, desember 19, 2003

Samkvæmt þessu
  • hér
  • er ég ekki ein um að eiga kunningja sem hafa sungið blessað jólalagið vitlaust. Reyndar fannst mér hálf óhugnarlegt að lesa þetta blogg því það er svo óhugnarlega líkt mínu bloggi á köflum hún bloggar um ótrúlega líka hluti og ég og svo er hún að fá sér hund líka. Úff úff úff ég sem hélt að ég væri einstök svo kemst ég bara að því að ég hef fengið fjöldaframleiddan bónus heila. Greinilega samt góð reynsla á þeim úr því þeir eru í nýrri modelum, nema mamma hennar og pabbi hafi fengið notaðan á útsölu :-s Hennar eintak hefur að vísu orðið fyrir einhverskonar skemdum í æsku því hún fílar ekki Idolið úff úff hallast að því að hún hafi fengið mánudagsframleiðsluna.
    Kíkið svo á þetta það er ýmislegt alveg gjörsamlega óborganlegt að finna
  • hér
  • . Þetta með eldvarnarhátíðina hefur greinilega tröllriðið þjóðfélaginu he he he en ég er ekki viss um að gaurinn á misheyrn hafi "rétta" textann réttan en svo getur verið að ég sé bara með enn eina misheyrnina þetta " er enn barnahátíðin mest" hver veit ekki ég allavega.

    Hér koma svo nokkrar misheyrnir af síðunni sem ég vísa í hér að ofan sem mér finnast fyndnastar :

    "Alelda", Ný Dönsk
    (Frábær þessi ...)
    Vitlaus texti:
    "Alelda ... sólbrenndur bjáni ...."
    Réttur texti:
    "Alelda .. sáldrandi prjáli..."

    Önnur úr sama lagi .. enda auðvelt að misheyra "sáldrandi prjáli" (hver samdi þetta??)

    "Alelda", Ný Dönsk
    Vitlaus texti:
    "Að elda .. sjálfan sig bjáni""
    Réttur texti:
    "Alelda .. sáldrandi prjáli..."


    "Kirsuber", Ný Dönsk
    Vitlaus texti:
    "Hvít, hvít Fljótshlíð ...."
    Réttur texti:
    "Hvít, hvít brjóstin..."

    "Fram í heiðanna ró"
    (Hrein snilld ...)
    Vitlaus texti:
    "Fram í heiðanna ró fann ég bólstraðan stól ...."
    Réttur texti:
    "Fram í heiðanna ró, fann ég bólstað og bjó..."

    "Þjóðsöngurinn",
    Vitlaus texti:
    "... sem tilbiður guð, Sigurgeir ...."
    Réttur texti:
    "... sem tilbiður guð sinn og deyr...."



    "The Night Comes Down", Queen
    Vitlaus texti:
    "And I get afraid, of losing my weight ...." "vá þetta hefur nú ekki verið vanda mál hjá mér frekar svona öfugt tí hí hí -=G.K.=- "
    Réttur texti:
    "And I get afraid, of losing my way..."





    Tekið af : http://www.itn.is/~mani/fun/misheyrn/misheyrn.htm

    Jæja bónusheilinn er farinn að heimta hvíld, ohh þetta með bónusheilann útskýrir svo sem ýmislegt sem ég hef verið að velta fyrir mér í gegnum tíðina.


    fimmtudagur, desember 18, 2003

    Jólastússið hefur tekið allan minn tíma fram til þessa og mun sennilega gera eithvað áfram og því hef ég verið einstaklega ódugleg að blogga. En í staðin er ég búin að skrifa og senda jólakortin, búin að kaupa flest allar jólagjafirnar og er að hugsa um að dunda í einhverju skemtilegu jóladundi á næstunni.
    Ég hef að vísu gefið mér tíma til að fara út að labba með Leó við erum búin að finna svo frábæran stað til að labba á en við fórum í morgun og í gærmorgun að Bala sem tilheyrir Garðabæ en er á Álftanesinu rétt sunnan ?? eða suðaustan undir Hrafnistu í Hafnarfirði. Það er mjög gaman að labba þarna og Leó er búin að kynnast 2 frábærum hundum sem þarna koma á sama tíma á morgnana. Trúiði því að ég er farin að fara á fætur á morgnana og mætt með hundinn út kl. 10 og er að skottast þarna út frá í að minnstakosti klukkutíma þetta er rosalega gaman. Hunda vinir Leós eru St. Bernhards tíkin Brák sem er 6 mánaða en orðin á stærð við vel alin kálf og á eftir að stækka mikið enn. Hún áttar sig greinilega ekkert á hvað hún er orðin stór og á til í ærslalátunum að hlaupa mann niður því það munaði kanski ekki nema 5 cm að hún slyppi framhjá. Svo gerði hún heiðarlega tilraun til að hlaupa í gegnum klofið á mér í morgun það misheppnaðist ansi illa he he he he. Höfuðið á henni er að nálgast að vera í höfuð hæð á Árna (kanski smá ýkjur en ekki miklar). Svo er Labrador tíkin Dimma líka vinkona Leós þarna en hún er orðin 13 ára gömul og það er nú alveg farið að sjást á henni að hún er orðin fullorðin enda bera Leó og Brák mikla virðingu fyrir henni og hlýða henni skilyrðislaust. Í morgun mætti líka Boxer hundurinn Max en hann er 2ja ára þeim Leó samdi strax vel og þeir léku sér saman. Því líkt fjör báða morgnana enda liggur Leó alveg eins og skotinn í gólfinu eins og í gær hann er alveg gersamlega búinn á því enda búin að hlaupa og hlaupa og hopppa og skoppa í rúman klukkutíma stans laust. Við Árni hreyfðum okkur nú ekki alveg jafn mikið og Leó en við náðum amk. góðum hálftíma göngutúr út úr þessu. Árni gerði þau mistök að vera ekki í sokkum í gúmístígvélunum og varð svo kalt að hann fór að skæla. Við drifum okkur því heim og fengum okkur kakó með RJÓMA mmmmmmmmm. Mikið rosalega er gott að hafa svona góða og skemmtilega ástæðu til að hypja sig á fætur og vera komin út að labba svona snemma.

    laugardagur, desember 13, 2003

    Jibbí fann réttu lausnina ég er svo klár na na na na na ** PLAFF** ohh þar sprakk ég loksins úr monti :-o
    **Grenj** Bloggið mitt er í algerri klessu og ég gerði ekkert til að verðskulda það ég bara bloggaði á minn gamla hátta ég er svoooooo fúl og get ekki lagað þetta.
    Við Leó lentum í leiðinda atviki sem má lesa nánar um
  • Hér
  • ég skrifa undir nafninu Skottfríður Fjóla.

    Var rosalega dugleg á fimtudag og föstudag tók alveg helling til og nú er heimilið farið að minna á mannabústað Jíííha. Ásdís var rosalega dugleg að hjálpa til og lagði virkilega sitt af mörkum ég er svo stolt af henni.
    Nú er farið að styttast í að pabbi Ásdísar, Þórhannna og Þórður Freyr bróðir Ásdísar flytji til Danmerkur þau fljúga út 31.des og koma ekki heim aftur fyrr en eftir nokkur ár. Ásdís sér enn sem komið er bara björtu hliðarnar á þessu og sér fyrir sér að geta verið sumarlangt í Odense og finnst það ekki slæmur kostur, skil hana vel það væri sko frábært að geta farið til Danmerkur stóran part úr sumri.

    Árni og Anna stungu af til ömmu Höllu og afa Kela og ætla að vera þar í nótt. Upphaflega ætlað Árni bara að far með ömmu en ömmu datt í hug að bjóða Önnu að koma með og það þurfti ekki að bjóða henni það tvisvar. Það heyrðist hratt og örugglega JÁ og svo brunaði sú stutta inn í herbergi að sækja "úlpuna mitt" og svo klæddist hún viðeigandi fatnaði og hvarf á braut með ömmu og Árna.

    Við hjónin drifum okkur í jólagjafaleiðangur og varð verulega ágengt nú eru allara mikilvægustu jólagjafirnar fundar svo nú mættu jólin koma á morgun án þess að ég fengi martröð yfir því. Samt eigum við nokkrar gjafir eftir en ekkert stór alvarlegt. Við erum líka búin að kaupa jólafötin á krakkana það eina sem er eftir eru spariskór fyrir Árna annars er allt annað komið í þeirri deildinni, FJÚKKET.

    Ég var að vinna í morgun, það var gaman!! Eftir að ég fór að vinna á 12-E kemur fyrir að ég hreinlega nýt þess að fara í vinnuna. Auðvitað eru dagar sem eru alveg skelfilega leiðinlegir en svo eru aðrir dagar sem eru svo mátulegir á allan hátt. Alltaf nóg að gera en verður ekki yfirþyrmandi, samstarfsfólkið hresst og skemtilegt, sjúklingahópurinn geðgóður og jafnvel glaðlyndur þá er nefnilega svo gaman að vera í vinnunni. Ég er að vísu hálf skelfingu lostinn yfir því að það eru yfirvofandi uppsagnir á spítalanum það væri eftir því að þegar maður loks finnur vinnu sem maður nýtur þá missi maður hana vegna þess að jólasveinarnir 64 eða hvað þeir eru nú margir geta ekki unnið vinnuna sína almennilega. Jólagjöfin til starfsmanna LSP frá ríkisstjórninni er smekklega valin að vanda. Fólk sem er svo vitlaust að láta sér velferð náungans varða og velur sér heilbrigðisgeirann sem starfsvettvang á greinilega ekkert betra né fallegra skilið í jólagjöf en óttann við að verða atvinnulaust 1. jan. Mér finnst að sumir ættu hreinlega að skammast sín fyrir ósmekklegar jólagjafir og hvað þá ósmekklegar gjafir sem þeir gefa sama fólkinu ár eftir ár. Hrmpf nú er Guðný REIÐ.

    Ég er svo reið að ég er farin að spila Battlefield 1942 og ætla að ímynda mér að óvinirnir séu Dabbi, Dóri og Co. Svo er ég að hugs um að finna upp tölvuleik þar sem maður fær að strjórna ráðherrum, ákvarða launin þeirra og eftirlaun og lífsstíl þeirra á allan hátt.


    Allt í klessu ekkert gaman :-(

    fimmtudagur, desember 11, 2003

    Hér með aulýsi ég eftir eigand að Reebokbuxum sem eru hér hjá mér í vanskilum. Eigandi vinsamlegast vitji þeirra sem fyrst og geri grein fyrir veru þeirra hér áður en maðurinn minn skilur við mig vegna framhjáhalds. He he kanski ekki alveg en engu að síður hér eru buxur í óskilum. N.B. þetta eru ekki barnabuxur !!!!!
    Fór út að labba með Leó í gær. Framhjá okkur skokkaði strór svartur Labrador með eiganda sínum. Hundurinn var laus, lét okkur að vísu alveg í friði og fylgdi eiganda sínum algerlega. Stoppaði aðeins til að heilsa öðrum lausum hundi á grasflötinni fyrir neðan Flatirnar. Þeir skokkuðu svo áfram og yfir í þann hluta Garðabæjarins sem Tinna mamma Leós á heima og allt í einu varð mér hugsað ætli hann sé jafn hlýðinn ef það er lóða tík í nágrenninu. Skyldi þetta vera pabbi Leós !!!!!!!! He he he ég er orðin alveg ferleg ég má ekki sjá Labradora á ferðinni í Garðabænum þá liggur við að ég tækli þá og heimti faðernispróf. He he he

    mánudagur, desember 08, 2003

    Þar kom að því fyrstu elli merkin eru farin að láta kræla á sér !!! En ég komst að því þegar ég fór að lesa moggann í dag að ég er að komast á það stig að þola illa breytingar. Þegar ég fletti mogganum komst ég nefnilega að því að það er búið að breyta myndasögunum ARGH ég fékk bara hálfgert kvíðakast, hvar eru Grettir, Ljóska, Smáfólkið, Ferdinand og Lubbi ???? Ég leitaði í ofboði að gömlu góðu svarthvítu myndasögunum en nei þær var hvergi að finna. Ég fann að vísu tilkynningu frá ritstjórn blaðsins um að nú væri komið nýtt form á myndasögurnar og þær yrðu í lit hér eftir. Mér til huggunar verða Grettir og Smáfólkið öðruhvoru áfram en Ferdinand, Ljóska og fleiri eru farin yfir móðuna miklu. Sniff sniff. Vil ég nota tækifærið og votta þeim Ferdinad og Ljósku virðingu mína, þakka þeim fyrir 26 ára samfylgd og segja að þeirra verður sárt saknað. Blessuð sé minning þeirra. Ég er hrædd um að framhaldssögur um Lukku Láka komi seint í stað stuttra og laggóðra teiknimynda um þau skötuhjú sem nú kveðja. Ég með minn Alsheimer light get sko ekki munað svona söguþráð frá degi til dags. Ég er nefnilega meira fyrir svona Skrípó (var búin að gleyma þessu orði, heyrði það aftur um daginn og finnst það svo kósý) og þá akkúrat stuttar og hnitmiðaðar Skrípómyndir. Ég las nánast aldrei litateiknimyndirnar í Myndasögublaði moggans en ég hef alltaf lesið svarthvítu stuttusögurnar í blaðinu sjálfu og nú á að breyta þessu ég tek þetta MJÖG nærri mér.
    Héðan er svo sem ekki mikið að frétta vinahópurinn hélt dýrindis jólahlaðborð heima hjá Guðlaugu og Helga á laugardagskvöld og var það í allastaði vel heppnað.
    Ég fór í konfektgerð með "Saumaklúbbnum" á föstudagskvöldið það var MJÖG gaman og afraksturinn vel heppnaður þó ég segi sjálf frá.
    Á sunnudaginn fórum ég, Guðni, Ásdís og Árni með Leó að hitta aðra Border Collie hunda upp við Reynisvatn það var alveg rosalega gaman allir skemtu sér mjög vel bæði menn og hundar myndir má sjá hér á
  • Hvuttar.net

  • á blaðsíðum 6 og 7. Það er samt ótrúlega fyndið hvað Leó er algjörlega laus við að hafa fengið nokkuð af Border Collie útlitinu hann er 99% Labbi. Hann er jafnstór ársgömlum Border Colie hundi (Fróða) sem var á staðnum. Hinir hundarnir voru allir á svipaðir á stærð og Leó og sá yngsti var 7 mánaða og var örlítði minni en Leó svo hann á eftir að verða ansi mikið stærri en Border Colie hundarnir verða. Ég verð nú að játa að mér brá dáldið þegar ég uppgötvaði hvað Leó er orðin STÓR að fjögurra mána krílið mitt er orðin jafn stór fullvöxnum hundum úr móðurætt sinni. Hann ætlar greinilega að taka stærðina frá pabba og sá hefur verið STÓR.
    Jibbí svo er ég að fara í Dirty Dancing partý til Ernu í kvöld ég er sko farin að hlakka mikið til. Vá þetta er nú bara að verða alveg rosaleg partý helgi frá föstudagskvöldi fram á mánudagskvöld félagslífið hefur ekki verið svona virkt hjá mér í mörg herrans ár. Svo er ég sennilega að fara út úr húsi aftur á miðvikudagskvölið en þá ætla morðóðir starfsmenn IKEA að hittast í Bunker í Síðumúlanum og skjóta mann og annan.

    fimmtudagur, desember 04, 2003

    Var að setja inn fleiri myndir og nú bara af krökkunum svo þið sem vorðu farin að hafa ahyggjur af því að ég væri farin að vanrækja börnin getið bráðum farið að anda léttar. Hlutfallið á myndunum er að vísu enn gæludýrunum í hag en það munar aðeins 4 myndum og þetta stendur til bóta á næstunni.
    Vá ég er sennilega síðust með fréttirnar en ég er sko farin að hlakka til F1 vertíðarinnar 2005 útaf þessu :
    Tekið af mbl.is

    Montoya heldur ekki vöku fyrir Coulthard

    Menn myndu sennilega fyrirgefa David Coulthard ef í ljós kæmi að hann væri með Juan Pablo Montoya á heilanum þar sem sá síðarnefndi hefur ráðið sig til að keppa fyrir McLaren 2005. Coulthard segir hins vegar ekki missa neinn svefn yfir því.
    „Ég hugsa ekkert út í það," sagði Coulthard er hann kom til Valencia á Spáni til að sinna bílprófunum fyrir McLaren og var spurður hvort ráðningin valdi honum áhyggjum og heilabrotum.

    „Ég mun sinna tilraunaakstri með liðinu í vikunni og það er það eina sem kemst að í kollinum. Ég hef verk að vinna og mun einbeita mér 100% að því," sagði Coulthard einnig

    Tilvitnun lýkur.

    Það eina sem gæti skemmt þetta væri ef Mc laren heldur ekki í Raikonen en að hafa Montoya og hann saman í líði draumur í dós þá þarf ég ekki að hafa frekar áhyggjur af því hverjum ég á að halda með í formúlunni lengur. Get ótrauð farið að halda með mínu gamla liði og hætt að horfa á neina aðra.
    Lauda er víst eithvað að röfla í Raikkonen að hann þurfi að bæta framistöðu sína ef hann ætli að vera liðsfélagi Montoya en ég held að Mc laren menn væru eitthvað illa bilaðir ef þeir hafa þá ekki saman.

    miðvikudagur, desember 03, 2003

    Ohh mig vantar smá hjálp vitið þið hvort Margrét Eir segir í laginu Heiðin Há:

    "Heathcliff það var ég, ég Kata komdu heim því mér er svo kalt hleyptu mér inn um gluggann " EÐA "Heathcliff það er ég ég kalla komdu heim því mér er svo kalt hleyptu mér inn um gluggan" eða kanski einhver blanda af þessu báðu eða þannig ég er nú mest að velta fyrir mér þessu með "það var ég ég Kata eða Kalla" Allar hugmyndir að textanum eru vel þegnar.
    Annars heyrði ég af dáldið skemmtilegri misheyrn á texta um helgina en þar var ein samstarfskona mín sem hafði í ansi mörg ár misheyrt textann í einu af okkar ástkæru seinnitíma jólalögum en textinn er einhvernveginn svona
    "tra la la la er enn barna hátíðin mest" en þessi elskulega stúlka heyrði alltaf og söng með eftirfarandi texta " tra la la la er eldvarnarhátíðin mest" Vissulega er full þörf á því að minna fólk á að fara varlega með kerti og rafmagnsbúnað á þessari hátíð ljóss og friðar en ég veit ekki til þess að neinn hafi sett það í lagatexta enn sem komið er.
    Hæ hæ langaði til að nota tækifærið og koma smá tilkynningu á framfæri Eygló hringdi í mig í gærkvöldi og lét mig vita að það er útsala hjá henni í kvöld frá 19:00 - 20:30 í Friendtex búðinni í Síðumúla 13.
    Ég ætla að reyna að komast en ég er að fara á bekkjarkvöld hjá Árna sem er frá 18 - 20 svo þetta verður naumt tímalega séð hjá mér. Ég hlakka nú dáldið til kvöldsins en það á að skreyta piparkökur og borða pitsur og þetta verður örugglega rosalega gaman.
    Eins og venjulega er lítið af mér að frétta var að vinna um helgina það var bara nokkuð gaman. Enn skemmtilegra var þó í jólapartýi deildarinnar en eins og mig grunaði eru þetta upp til hópa skemmtilegustu manneskjur sem ég er að vinna með og ég var með verki í brosvöðvunum eftir kvöldið. Það skemmtilega við þetta var að ég fann ekkert fyrir því að ég þekki þær ekki mjög mikið. Þær sem ég hef unnið mest með mættu allar svo ég varð ekki svona Palli var einn í heiminum eins og stundum vill verða þegar maður er að fara í fyrstu vinnu eða einhverskonar partý í nýjum hóp. Ég fór snemma heim þar sem ég hafði verið á morgunvakt og svaf lítið fyrir hana svo ég gat ekki meira um kl. eitt eftir miðnætti. En um tvöleytið fór restin af hópnum á Gauk á Stöng þar sem ein þeirra er á sér samningi og þær komust framfyrir röðina og fengu frítt inn á Sálina. Ég verð nú að segja að ég hefði nú gjarnan viljað fara með þeim enda var víst rosalega gaman.
    Þegar ég kom heim kom ég að Ásdísi þar sem hún sat upp í stofu og horfði á American Pie 2 og skemmti sér konunglega. Þetta var nú kanski ekki alveg myndin sem ég hafði hugsað mér að væri heppilegust fyrir hana en svo sem enginn stór skaði skeður. Ég spurði hana hvernig henni hefði fundist myndin og svarið var auðvitað "alveg ógeðslega skemmtileg, samt var langfyndnast þegar strákurinn límdi hendina fasta við tippið á sér og videóspólu á hina hendina" ég verð að viðurkenna að þetta er alveg ógeðslega fyndið atriði en samt er eitthvað sem angrar mig við að 10 ára gömul dóttir mín sé að horfa á það. En well ekkert við því að gera úr þessu. Ég er reyndar að uppgötva það hvað er gaman að setjast niður með dóttur minni þeirri eldri og horfa á allskonar myndir og þætti sem ekki eru alveg á barna og teiknimynda sviðinu en við höfum nú hingað til haldið okkur við að myndirnar séu leyfðar öllum aldurshópum. Ég var einmitt að furða mig á því um daginn að þegar bekkjarbróðir Ásdísar hélt upp á afmælið sitt um daginn bauð hann strákunum í bíó á Matrix Revolutions sem mér finnst nú alls ekki við hæfi 10 ára barna. Held að vísu að hún sé aðeins bönnuð innan 12 en samt hún er mjög dökk, drungaleg og svo eru nokkur atriði sem eru bara þó nokkuð ógeðsleg. Ég er svoldið hissa á að fólk skuli ver að fara með hóp af litlum strákum á þessa mynd. Kanski er ég bara svona rosalega tepruleg en ég vil að mín börn virði aldurstakmarkið á myndum. Ég sé fyrir mér að ég eigi eftir að verða svona erfið mamma eins og ein vinkona sem setti allt úr skorðum í bekk elsta sonar síns þegar hún neitaði að leyfa honum að horfa á bannaða mynd með bekkjarfélögum sínum í afmælisboði, nánar tiltekið Scary movie 2. Þetta urðu heljarinnar leiðindi því foreldarnir sem héldu afmælið voru ekki sáttir við að hún tæki ekki í mál að sonur hennar horfði á bannaðar myndir. Þessi vinkona mín var að vísu ekki með nein leiðindi hún hafði sagt syni sínum að koma bara heim þegar strákarnir færu að horfa á myndina og að hann gæti alveg verið í afmælinu fram að því. En mamman afmælisbarnsins var ekki sátt við þetta og gerði rosalegt mál úr þessu öllu og endaði á því að skila afmælisgjöfinni frá drengnum með miklum drama. Ég sé mig í þeim sporum að ef Ásdísi hefði verið boðið á Matrix hefði ég ekki leyft henni að fara og því staðið í þessum sömu sporum og vinkona mín. Mér finnst dáldið hart að þurfa að lenda í rokna leiðindum og hasar af því að maður er að reyna að kenna börnunum sínum ákveðin gildi og að virða reglur. Ég er eiginlega svoldið stolt af þessari vinkonum minni fyrir að halda fast í sínar skoðanir og uppeldisgildi en láta ekki undan hópþrýstingnum eins og manni hættir svo oft til að gera. Það er svo freistandi að falla fyrir setningunni EN ALLIR HINIR FÁ AÐ ....