föstudagur, desember 28, 2007

Einmitt

Tekið af mbl.is:
"Vog: Það er svo margt að vita um heiminn. Vertu þakklátur þeim aðstæðum sem benda á að hvapð vantar í menntun þína. Þú fyllir í eyðurnar á næst þremur vikum."

Er þetta eithvað bundið við spána fyrir vogina að hún kemst ekki óbrengluð á netið eða er þetta svona með fleiri merki?? Annars er þetta nú bara lítið og saklaust miðað við sumt.

þriðjudagur, desember 25, 2007


Ha ??

Tekið af mbl.is ( án gríns þarf ekki að fara að athuga með mannskapinn þar??)

Vog: Þú ert flókinn. Það skilja þig ekki allir á alla þá vegu sem þú vera skilinn á. Sálarsystkini styður þig. Treystu þessu sérstaka sambandi.

En jú ég er örugglega flókin og misskilin það liggur eiginlega alveg í augum uppi.

sunnudagur, desember 23, 2007

Jólakveðja

Það tókst að koma jólapóstinum út og jólagjafirnar eru að detta í pakkana. Nú er bara eftir að snyrta slotið og þá mega jólin koma.
Gleðileg jól snúðarnir mínir !!

laugardagur, desember 22, 2007

Hvaða tegund af steik er þetta eiginlega ??
Hvar hafa þessir verið að smíða geimflaugar ??
Visir.is
Þarf að ræða þetta eithvað ??

föstudagur, desember 21, 2007


Reyki....
Á flandri okkar mæðgna í dag gall allt í einu úr aftur sætinu " OJJJ mamma sérðu hann er að reykja!! Það er leigubíll að reykja og hann er með alvöru reykipinna". Þarna var á ferð leigubílstjóri sem hékk hálfur út um gluggann á bílnum og reykti sígarettu af áfergju.
Dóttir mín kann ekki "rétta" orðið yfir þau tól og tæki sem notuð eru til reykinga, svo langt eru reykingar komnar út í horn í samfélaginu að yngri börn kunna þetta ekki. Því fann hún upp þetta fína orð reykipinni sem mér finnst sko eitt af betri nýyrðum sem ég hef heyrt lengi.

Annars er ég komin með jólatremma en er að verða búin með jólainnkaupin. Jólakortin hafa orðið alveg útundan þetta árið og veit ég hreinlega ekki hvort þau verða yfir höfðu skrifuð þetta árið :S

mánudagur, desember 17, 2007

Var dagurinn erfiður ??

Kíktu þá á þetta og sjáðu hvort brúnin lyftist ekki aðeins:



og ef þetta dugar ekki þá getiði kíkt á þetta en þetta er minn allara uppáhalds sketch með Rowan Atkinson:

fimmtudagur, desember 13, 2007

Sagan af Tannálfinum ..

Finnst þessi nokkuð góð og ákvað að deila henni með ykkur :) Sagan af tannálfinum á DPC

Ég held að það sé óhætt ..
.....að áætla að það sé hreint snarvitlaust veður úti. Við Leó getum ekki sofið, ég sit við tölvuna og dreg hausin niður á milli herða í verstu hviðunum því það hljómar hreinlega eins og þakið ætli af kofanum. Leó greyið er ekki alveg að höndla þetta stikar um gólf með skottið á milli lappanna og fletur eyrun niður kemur svo og rekur í mig nefið til að vera fá fullvissu um að þetta verði allt í lagi, stingur svo hausnum undir stól hjá mér.

Samkvæmt mælinum hér á Vífilstaðaveginum kl.02:00 er stöðugt rok upp á 26 m/s hér í Garðabæ og versta hviðan 42 m/s Það er kanski ekki skrítið að mér finnist að þakið ætli af :S

Svo núna eru götuljósin farin að slokkna .. en bara 3 ljós hér í götunni og 2 út á Hafnarfjarðarvegi svoldið skrítið að bara sum detti út þegar rafmagnið blikkar. Ég er sko komin með vasaljós í hönd...vilid óska þess að ég gæti bara sofið þetta af mér eins og restin af fjölskyldunni.

fimmtudagur, desember 06, 2007


Óléttu æði

Ég get svo svarið fyrir það önnur hver kona í mínu nágrenni er ólétt og á að eiga á bilinu mars - júní og ef þær eru ekki óléttar eru þær nýlega búnar. Missti ég af einhverju trendi sem var auglýst eða var eithvað í vatninu á tímabilinu júní -sept ég held ég hafi hreinlega aldrei áður þekkt jafn margar óléttar konur í einu :)
En vissulega er þetta svakalega spennandi og skemmtilegt!

miðvikudagur, desember 05, 2007


Kominn heim

Haldiði ekki að snillingarnir hjá Toyota hafi klárað að laga bílinn í dag akkúrat þegar ég var á rúntinum með yngsta grislinginn svo ég sótti náttúrlega lykilinn og borgaði reikninginn. Svo fórum við GM núna þegar hann var búinn að vinna að sækja greyið. Bíllin er greinilea betri en hann var fyrir og svo voru þeir í Toyota svo sætir að gefa okkur súkkulaði mola í kaupbæti :)
Það sem ég tek mest og best eftir er að núna er hægt að loka rennihurðinni hægra megin án þess að beita öllum kröftum og þeirri lagni sem maður á til ásamt 100 tilraunum, núna lokast hún í fyrstu tilraun án átaka. Við erum 2svar búin að biðja þá að laga þetta en þeir héldu því fram að þetta væri vegna þess að bíllinn væri of þéttur og því væri líklegt að þetta lagaðist með tímanum. En þetta hefur bara versnað og var komið á þann punkt að við vorum hætt að opna hurðarófétið því það var vonlaust að loka aftur svo þeir fengust loks til að laga þetta.

þriðjudagur, desember 04, 2007


Það passar...

Er það ekki klassískt að daginn sem þarf að skutla báðum börnunum í afmæli, Guðni er í vinnu til 22 og á lánsbíl frá pabba sínum þar sem hans bíll er dáinn þá er Prevían í viðgerð hjá Toyota og ólíklegt að þeir nái að klára að gera við hann fyrir lokun. Það kom í ljós fyrir 2 vikum að Hvarfakúturinn er ónýtur og þarf að skpita honum úr og átti að gera það í næstu ástandsskoðun hjá þeim í Toyota. Þegar þeir fara svo að gramsa í bílnum í skoðunni í morgun kemur í ljós að bremsurnar langt komnar svo það má ekki bíða með að skipta um þær. Það kom að vísu í ljós líka að vatnsdælan í bílnum er farin að sýna einhver merki um að hún ætli sér að gefa sig en það getur víst beðið eithvað aðeins að laga það. Við skulum bara átta okkur á því að það er desember og ekki beint það sem mann vantar mest feitur viðgerðarreikningur :s

Það er samt huggun harmi gegn að ég get líka fengið lánaðan bíl hjá pabba svo ég mun væntanlega get sinnt skyldum mínum sem einkabílstjóri barnanna :)

föstudagur, nóvember 30, 2007

Ojj..

Ég er hér heima með höfuðverk, beinverki og illa hás (missi röddina ef ég tala í meira en 2 min.) og ekki á leið á jólakvöld 12-E :-( Ég er ekkert smá fúl yfir þessu er eiginlega barasta grumpy old woman hérna. Ákvað að henda í kjötsúpu í leiðindum mínum enda er það matur sem krefst afskaplega lítillar líkamlegrar vinnu bara að henda hráefnum í pott með vissu millibili. Kosturinn við kjötsúpu er svo að maður fær kraft úr henni og ég er ekki frá því að hún hrekji burtu pestir og aðra óáran vilid að mér hefði dottið þetta í hug aðeins fyrr.

miðvikudagur, nóvember 28, 2007

Er ekki ..

..kominn tími á smá update hér ??

Helstu fréttir héðan eru að Ásdís er farin til pabba síns og kemur ekki aftur fyrr en eftir jól. Hún eignaðist systur úti núna 25.nóv og er afar lukkuleg með það.

Ég minnka við mig í vinnu um miðjan desember og fer þá niður í 50% vinnuhlut fall og vona að með því létti ákveðnu álagi sem hefur verið á familíunni hér síðustu mánuði (lesist ár).


Ég er búin að hengja upp smá af jólaljósum svo jólundirbúiningurinn er formlega hafinn ég er líka búin að fara á jólahlaðborð í Perlunni svo jólin hljóta að vera á næsta leyti. Ekki er ég nú viss um að jólasveinninn komi hingað í ár þar sem ég gerðist sek um að borða bæði Rúdolf og Bamba í þessari ferð (ég er enn með samviskubit yfir þessu með Bamba hann og var ekki einusinni góður). Kanski bjargar það þó málinu að íslenskir jólasveinar eru yfirleitt bara á tveimur jafn fljótum og munu kanski ekki taka þetta neitt nærri sér.
Jólakvöldið í vinnunni er á föstudag, jólakvöld 12-E eru sennilega bestu jólaskemmtanir sem haldnar eru norðan Alpafjalla svo það er óhætt að fara að hlakka til þess.


Síðustu daga hef ég verið með kvefpestardrullu sem er að gera mig létt geggjaða ofan í hana hitti ég svo Liljur í vinnunni í gær og þetta tvennt saman er greinilega ávísun á alvöru veikindi. Mér finnst alveg merkilegt hvað þessi fallegu blóm geta verð illskeytt í viðkynningu og hvað þeim tekst alltaf að mæta í vinnuna til mín. Ég er farin að sjá fram á að þurfa að skipta um vinnu til að losna við þær úr nágrenni mínu því ekki dugar að banna fólki að koma með þær því þær streyma inn í bunkum í hverri viku þrátt fyrir stót skilti á hurðinin sem bannar þær á deildinni.



Ég er svo að keppast við að hysja upp um mig nennið og fara í alvöru í það að klára mitt nám og í leiðinni að taka ákvörðun um hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór. Einu sinni langaði 80% af mér að verða hjúkrunarfræðingur þegar ég yrði stór núna langar 20% af mér í það nám. Gallin er að hin 80% geta engan veginn ákveðið sig hvað þau vilja.

Úff ætli ég verði ekki að fara að sækja gleraugun mín það er komið far á skjáinn eftir nefið á mér .....

miðvikudagur, nóvember 14, 2007

Braceface is here ...


Jæja þá er Ásdís komin með þessar líka fínu spangir :) Hún fékk aðeins spangir í efrigóm til að byrja með(fjúkket léttara fyrir veskið) því að það þarf að leiðrétta bitið áður en hægt er að setja í neðri góm líka. Ásdísi til mikillar hrellingar var sett plast ofan á jaxlana í neðri góm svo að hún geti ekki bitið alveg saman því bitið er svo ójafnt að teinarnir myndu fara í klessu ef hún biti alveg saman.

Mikið hafa spangirnar nú orðið flottari og nettari síðan ég var krakki. Ég hefði vel verið til í að fá svona spangir í staðin fyrir klumpana sem ég var með.

Annars er hellingur í deiglunni hjá Ásdísi en hún fer út til Danmerkur þann 27.nóv og kemur ekki aftur fyrr en milli jóla og nýárs. Hún bíður nú spennt eftir að fá fréttir af fæðingu litlu systur sem er væntanleg á hverri stundu og hlakkar svo mikið til að fara út og hitta hanan og restina af fjölskyldunni í Odense.

Í kvöld klárar hún svo Dale Carnegie námskeiðið tveimur vikum á undan áætlun og með öðrum hóp þar sem lokadagurinn á hennar námskeiði er 30. nóv en þá verður hún flogin burt. Við foreldrarnir eigum að mæta á útskriftina og alles svo það verður stuð í kvöld :)

sunnudagur, nóvember 11, 2007

Já fínt ..

Ekki mikið að frétta héðan þessa stundina en datt samt í hug að bulla eithvað. Vörin á Árna grær vel og á morgun ætla ég að fara með hann upp á heilsugæslu til að láta taka úr honum saumana.
Ásdís er að overdosa á tyggjói til að vera búin að ná 2-3 ára tyggjóskamtinum fyrir miðvikudaginn. Heppin er hún að henni þykja karamelur og annað seigt nammi ekki gott annars yrði sennilega ekkert eftir af tönnum á miðvikudaginn *fliss*

Árni og Anna skelltu sér í sveitasæluna með Ömmu og Afa um helgina svo við hjónin vorum bara ein að dinglast framan af í gær. Við ákváðum að kíkja í Just4kids og nýja Dýraríkið hér í Garðabænum. Mér líst nú bara vel á þetta allt saman mér skilst að vísu að Just4kids sé dýrara en Toys'R'Us en aftur á móti sá ég margt sem ég gæti hugsað mér að kaupa í Just4kids, búðin fannst mér líka á allan hátt skemtilegri en Toys'R'Us. Allavega mun leið mín liggja þangað fyrir næsta barnaafmæli sem ég held svo mikið er ljóst fullt af flottum og skemtilegum hlutum fyrir afmælisveislur.

Dýraríkið er hrikalega stórt ég hef aldrei komið inn í svona stóra gæludýrabúð !! Auðvitað voru vinir mínir box/cow fiskarnir þarna svo ég gat úað og aaað yfir þeim og sýnt Guðna snilldina :) Ég sé líka fram á snilldina við það að hafa Dýraríkið í nágrenninu þar sem Hundamaturinn hans Leós fæst bara þar. Dýraríkið á Grensásvegi er nenfinlega hálfgert pain því að þar er svo vont að komast út af bílastæðinu en þarna er það ekkert mál :) Fyrir utan að það er mjög þægileg gönguleið yfir í dýrðina svo að bílastæði þurfa ekki að vera vandamál ef maður nennir að bera 15 kílóin heim.

miðvikudagur, nóvember 07, 2007


Já Sæll...

Fór með Ásdísi í fyrstu skoðun hjá tannréttingasérfræðingi í dag og þar var ákveðið að hún fær spangir í næstu viku. Hann telur sig komast hjá því að rífa úr henni tennur en það má ekki miklu muna. Ekki mátti heldur seinna vera að koma með hanan því önnur augntönnin er ekki komin niður og er farin að skemma rót á framtönn því má það ekki bíða (og hefði þurft að vera búið fyrir nokkrum árum) að búa til pláss fyrir hana til að koma niður. Ef augntennur eru ekki komnar niður um 10-11 ára aldur þarf að athuga með þær svo það er bara heppni að ekki fór verr. Tíma áætlun í heildarverkið er 2-3 ár og kostnaður 600 þús :S Tryggingastofnun verður væntanlega svo rausnarleg að niðurgreiða 150 þús í þremur þrepum. Maður fær víst 50 þús við upphaf meðferðar annað eins eftir ár og þriðja skammt eftir 2 ár eða við lok meðfeðrar. Upphafskostnaðurinn er verstur en það mun væntanlega kosta litlar 200 þús að setja stellið upp í krakkann. Sérfræðingurinn ætlar svo að kíkja upp í Árna fyrir mig við tækifæri og meta hvað og hvenær þarf að gera eithvað upp í honum. Ég er að hugsa um að fara og setj plástur á veskið mitt ......
Annars líst okkur rosalega vel á tannréttinga sérfræðinginn hressilegur og traustvekjandi maður gerði góðlátlegt grín að öllu saman svo við Ásdís hlógum meira og minna allan tímann :) Og ekki er hægt að segja annað en aðstoðarkonan hanns hafi verið annað en afar viðkunnarleg svo þetta lofar mjög góðu !!


Eftir ferðina til tannsa fórum við í Dýraríkið að kaupa hundamat og sáum þar þá skrítnustu en jafnframt flottustu fiska sem ég hef um ævina séð. Þeir heita Boxfish og eru hrein völundar smíð, eins og nafnið segir til um eru þeir ferkantaðir gulir með doppum og minna óneytanlega svoldið á Svamp Sveinson. Ég hvet ykkur til að kíkja í Dýraríkið á Grensásvegi og sjá dýrðina þeir eru alveg ferðarinnar virði !!
Myndin hér til hliðar skilar ekki furðulegheitum fisksins til fullnustu.

þriðjudagur, nóvember 06, 2007

Sunnudagur til sælu??

Í gær var sunnudagur og það er ekki hægt að segja að hann hafi verið neitt sérstaklega sæll. Það byrjaði á því að ég hafði gleymt að segja Guðna af afmæli sem Anna átti að fara í (ég var sjálf að vinna). Anna var búin að hlakka til alla vikuna og hafið dansað um með boðskortið alla daga frá því að það kom en dró það upp 2 tímum of seint á sunnudaginn :(

Upp úr klukkan sjö datt Árni svo úr stofusófanum niður á gólf og lenti beint á andlitinu. Eftir að hafa kíkt á sárið var ljóst að við þyrftum að fara upp á slysó eftir klukkutíma veru þar kom í ljós að það þurfti að sauma 3 spor í innanverða vörina (enda sárið ekkert smá djúpt). Hann er núna með neðrivör sem er a.m.k. 3númerum of stór og hann getur ekki borðað neitt sem ekki er mjög mjúkt. Saumana má svo taka eftir viku en Árni greyið getur ekki beðið eftir að bólgan hjaðni því þetta er að gera hann gráhærðan að geta ekki borðað neitt fast og skv. ráðleggingum þeirra á slysó á hann að halda sig frá mjólkurvörum meðan þetta er að gróa, þá er úrvalið á matseðlinum ekkert sérlega mikið.

föstudagur, nóvember 02, 2007



Sóttkví

Maður má víst bara þakka fyrir að það er ekki búið að tjalda yfir hverfið og teipa fyrir dyrnar hjá okkur. Mbl.is Annars er þetta á svæði sem krakkarnir og hundurinn hafa leikið sér mikið á ...gott að það var djúpt á því ....hrollur


þriðjudagur, október 30, 2007


Það er komið að því !!

Það eru bara 54 dagar til jóla svo allar húsmæður með snefil af sjálfsvirðingu verða að fara að æfa jólalögin,skella í nokkrar sortir, föndra jólakortin og kaupa jólagjafir ...... er það ekki annars ??

sunnudagur, október 28, 2007

Fatta ekki...

Ég fór með krakkana í Toys R Us í dag og ég verð að játa að ég fatta nú ekki alveg af hverju allt fór á hliðina út af þessari verslun. Vissulega er þetta sæmilega stór dótabúð en úrvalið er nú ekkert brjálað og ekki þess virði að standa í langri röð fyrir. Ég gef mér það að vísu að verslunar óðir íslendingar hafi hreinsað út það markverðasta enda er ástandið þarna enþá eins og dót hafi aldrei verið selt áður á íslandi. Ástandið á bílastæðinu fyrir utan var bara brandari hvergi laust bílastæði og fólk í vinnu við að stjórna umferðinni um stæðið. Ég stór efast um að krakkarnir muni rella um að fá að fara þangað aftur.

Guðni yfirgaf klakann í morgun það varð tveggja tíma seinkunn á fluginu hjá honum útaf ísingu en mér skilst af SMSunum að hann hafi komist heill á leiðarenda.

Ásdís tognaði í baki á þriðjudaginn og hefur verið heima á verkjalyfjum og hefur lítið skánað. Ég var búin að reyna heimilisráðin sem saman standa af heitum bökstrum, pan away og vöðvaolíu en ekkert gekk þar til Eva ritari á 12-E hringdi og gaf mér upp nafn á verkjaspreyji sem hún hafði góða reynslu. Ég skellti mér í apótekið og keypti Biofreze og það virkar svona líka vel með verkjalyfjunum, þá næ ég henni verkjalausri með þessu :) Biofreze fær mín meðmæli !!

miðvikudagur, október 24, 2007

Ó já

Þegar ég fylgist með umræðunni um nýju útgáfuna á Biblíunni þá get ég ekki varist þvi að þessari vísu skýtur upp í hugann.

Ef allt þetta fólk fær í glitsölum himnana gist,
sem gerir sér mat úr að nugga sér utan í Krist.
Þá hlýtur sú spurning að vakna hvort mikils sé misst
þó maður að síðustu lendi í annari vist.

Höf. J.H.


Mæli með að fólk kíki á þessa síðu postsecrets þar er margt umhugsunar vert að finna. Hvert er þitt leyndarmál ??

miðvikudagur, október 17, 2007

Heres your sign !!
Rakst á þessa á Fiskaspjallinu og ákvað að deila þeim með ykkur.










Afhverju í óköpunum

missirmaður af svona uppákomum ........kanski af því maður býr á Íslandi :s




Og ég var ekki nema 16 þegar þetta var ....en any ways þá hefði ég vel verið til í að rekast á Bruce Springsteen á götu hvort sem er 1988 eða núna.

þriðjudagur, október 16, 2007


Takið eftir því tennurnar ....

Haldiði ekki að Anna sé með 3 lausar tennur ..Ef heldur sem horfir verður barnið tannlaust um jólaleytið. Vonandi bætist jafn hratt í þessi þrjú skörð eins og í fyrsta svo að tannleysið verði ekki til vandræða.

mánudagur, október 15, 2007

Ó já

Aldurinn færist yfir ég þoli geðshræringar greinilega verr en nokkru sinni fyrr og ligg heima með hita, höfuðverk, hálsbólgu og magapest. Ég er reyndar farin að velta fyrir mér hvort ég hafi lent í Aliens verunum á ferðum mínum um helgina allavega passa einkennin ágætlega og ég yriði lítt hissa ef miður krúttleg vera myndi brjótast út úr brjóstkasanum á mér á næstunni.

Eftir veisluhöldin á laugardaginn ákvað ég að fá mér göngutúr um hverfið með Leó sem hefði nú ekki verið í frásögur færandi ef á hring 2 um hverfið hefðum við ekki mætt einmanna RISA stórum ( já og þá meina ég RISA stórum held hann hafi verið næstum því jafn stór og bjarndýr í skógum ameríku eða kanski þriðji hundurinn í Eldfærunum) Rottweiler hundi sem var í kvöldgöngu líka. Fyrst ákvað ég að reyna að láta bara sem ég sæi hann ekki en nei hann ákvað að hann sæi okkur vel og það væri full ástæða til að fara að lóna á eftir okkur. Ég sá mér til smá huggunar að hann var með niðurklipptann skerm um hausinn svo ég var búin að reikna út að ég myndi hugsanlega ráða við hann ef hann ákvæði að verða illskeyttur. Þegar hund ræfillinn var búinn að lóna á eftir okkur í smá stund og færðist alltaf nær og nær sá ég fram á að ég höndlaði þetta ekki mikið lengur og ákvað að snúast til varnar. Ég snýst á hæl og urra á kvikindið "FARÐU HEIM" með allri þeirri djúprödduðustu geðvonsku og urri sem ég átti til (og það var sko enginn smá slatti á þessri stundu ) haldiði ekki mér hafi ekki tekist að hræða dýrið svo rækilega hann snérist á hæl og forðaði sér með skottið á milli lappanna. Yey me !!

Ekki er ég komin neitt lengra í lestri Leyndarmálsins (manuallinn með myndavélinni hefur verið mitt helsta lesefni ) að svo stöddu en ég mun klára þó svo að sumt sem í bókinni er sé mér pínku tormelt ....kanski læri ég þar að láta sandkornið í skónum ekki eyðileggja göngutrúrinn.

Að lokum langar mig að þakka vinum og vandamönnum fyrir frábærar afmælisgjafir og að samgleðjast mér á afmælisdaginn bíð spennt eftir næsta tug svo ég geti boðið ykkur aftur í ammæli :)





fimmtudagur, október 11, 2007

Hver er sinnar gæfu smiður ....

Ég fjárfesti loks í gær í bókinni The Secret eða Leyndarmálið í gær og settist niður við lestur í gærkvöldi. Það kom mér skemtilega á óvart að í ég vissi leyndarmálið en í bókinni fékk ég bara nýja sýn á það sem ég vissi fyrir og aðra tækni við að nýta mér þá vitneskju. Nú verður gaman að sjá hvort ég verð rík, mjó og hamingjusöm eftir að hafa tileinkað mér þetta *fliss*

Leyndarmálið snýst að mestu um lögmál aðdráttaraflsins þú laðar að þér það sem þú hugsar um og einbeitir þér að. Eitt af því sem leyndarmálið gengur út á er að vandamál margra (t.d. háir það mér) er að fólk veit hvað það vill ekki en hefur ekki skýra mynd af því sem það vill. Það vill ekki vera feitt, óhamingjusamt, skuldum vafið en með því að hugsa alltaf um hvað þú villt ekki þá laðarðu það akkúrat að þér. Þessu ber saman við sálfræðina í því að hugsa "ég ætla að hætta að borða nammi" þá skilur heilinn í þér bara skilaboðin "borða nammi" og þú klikkar á því að hætta að borða nammi í staðin á maður víst að hugsa "ég borða hollan mat" eða eithvað sambærilegt á jákvæðu nótunum sem heilinn getur ekki miskilið. Samkvæmt kenningu leyndarmálsins virkar alheimsorkan eins ef þú hugsar bara ég vil ekki vera óhamingjusamur þá sendir þú frá þér "vera óhamingjusamur" og laðar það þar með að þér.
Einn minn helsti höfuð verkur er einmitt að ég hef mjög skýra mynd af því sem ég vil alls ekki en hef ekki grænan grun um hvað ég vil. Ég veit til dæmis ekki hvað ég vil verða þegar ég verð stór... og nú skilst mér að síðasti söludagur á bernsku minni fari að nálgast og því þarf ég sennilega að fara að átta mig á þessu. En hvað í ósköpunum vil ég eiginlega ??? Hjálp !! Kanski lagast þetta þegar ég hef lokið lestrinum á bókinni *krossa fingur*

Ásdís er búin að vera að vinna í total make over dæmi síðustu vikur og svoldið gaman að fylgjast með því að hún er að uppgötva sjálfa sig og er að þróa tísku vitund sína með vinkonum sínum. Enda punkturinn var svo að ég fór með hana í klippingu og strípur og hjálpi mér allir heilagir ég fór inn með barn en kom út með ungling. Ég hefði seint trúað hvað það getur munað miklu að láta klippa styttur og topp í sítt hár.

Svona í lokin er ég að hugsa um að henda inn uppskrift að snilldar góðum mat sem ég prófaði að elda í gærkvöldi við almenna ánægju heimilisfólksins hér.

Mexikanskt Lasagna

4-5 Kjúklingabringur (ég skar þær niður en það má líka nota þær heilar)
1 Rauð paprika (ég notaði 3 liti gula, appelsínu gula og rauða kom vel út)
1 Stór Laukur
1 krukka Salsa sósa (styrkleiki eftir hvað fólk þolir ég notaði milda)
1 pakki Fahitas krydd (Casa Fiesta)
250 ml Rjómi ( ég notaði matreiðslu rjóma sem virkaði fínt kaffirjómi ætti líka að virka)
Mozarella ostur (held maður komist upp með hvaða ost sem er ef hann er feitari en 17%)
Pakki af Tortijja kökum

Brúna kjúklinginn á pönnu, brúna lauk og papriku líka hella kryddinu,salsa sósunni og rjómanum yfir.
Smyrja eldfast mót, setja einfalt lag af tortilla kökum í botninn(ég skar þær í fernt má sennilega skera þær meira) næst er lag af osti svo setjur maður kjúllan & co. yfir, ost ofan á það næst lag af tortilla kökum og ost yfir það. Skella herleg heitunum í ofn á 180°C í 20 min. Fínt að hafa með þessu hrísgrjón, sallat, mexíkanska ostasósu (úr dós), guacamole sósu og sýrðan rjóma.

Verði ykkur að góðu :)

fimmtudagur, október 04, 2007

Maroon 5

Eru að gefa út nýjan disk og ég verð að segja að það eru nokkuð miklar líkur á að ég kaupi þann disk rétt eins og ég keypti fyrsta diskinn þeirra :) Þó að það sé nú kanski ekki hægt að segja að allir textarnir hjá þeim séu beint hugljúfir að þessu sinni. Myndbandið við Wake up call er flott en er dáldið "svæsnara" en maður á að venjast :s






miðvikudagur, október 03, 2007


Stundum..
...má maður vera þakklátur fyrir að komast á milli staða heill á húfi, í gær bjargaði kaffibolli lífi mínu !! Ég var í sakleysi mínu á leið í vinnu kl. 6:40 í gær morgun og hafði hitað mér kaffi og skellt í ferðabollan minn. Þar sem ég sat og beið á rauðu ljósi hér í götunni ákvað ég að fá mér sopa og svo skipti á grænt og af því að ég lenti í smá brasi með að skila bollanum í bollahaldarann lagði ég ekki alveg strax af stað þegar kom grænt og ég þakka mínum sæla fyrir það því þegar ég legg af stað koma 2 bílar yfir á rauðu og hefðu tekið hliðina úr mér ef ég hefði verið komin af stað á eðlilegum tíma. Þetta voru heldur ekki neinar smá tíkur sem komu þarna samsíða á miklum hraða yfir nei annarsvegar Wolksvagen Transporter og hinsvegar Toyota Hilux ég hugsa að það ég hefði ekki þurft plástra eða umbúðir eftir að hitta þá :s Og það var ekki eins og þeir væru að fara yfir á gulu Nei það var búið að vera rautt í smá stund. Ég þakkaði kaffibollanum lífgjöfina en held að bílstjórarnir tveir hljóti að hafa verið með óstöðvandi hiksta það sem eftir var dags og eru það sennilega ennþá, urr hvað það fauk í mig.

mánudagur, október 01, 2007

Yey

Loksins loksins eru Greys Anatomy og Heros byrjuð aftur svo loksins hefur maður eitthvert afþreyingarefni sem vit er í sjónvarpsveturinn ætlar greinilega að byrja með stæl. Annars er greinilegt að smekkur minn á sjónvarps efni er frekar lágkúrulegur en á Skjánum hef ég aðgang að E og þar er alskyns stjörnu slúður og topp 10 listar og guð má vita hvað en á kvöldin eru snilldar þættir sem heita The Girls of the Playboy mansion og ég sit spennt fyrir framan þann snilldar þátt en hann fjallar um daglegt líf kærastanna (úff greinilegt að þetta orð var ekki ætlaði í fleirtölu) hans Hugh Heffner og þvert ofan í það sem ég hélt fyrst þá eru þetta barasta ágætis þættir sem ég hef skemt mér konunglega yfir.
Af innlendu efni þá höfum við hjónin hlegið upphátt að Stelpunum og
Næturvaktinni og af þeim eina þætti af Stöðinni sem ég hef séð þá hló ég nú upphátt að einu atriði.

föstudagur, september 28, 2007

Ágæt áminning..

Ég fékk þetta myndband í tölvupósti í dag og það minnir mann á að dæma ekki af fyrstu sýni. Hlutir geta litið út fyrir að vera "verri" en þeir eru þegar maður hefur ekki heildarmyndina

fimmtudagur, september 27, 2007


Snillingur

Það er orðið ljóst að ég er snillingur því ég er alein vakandi í húsinu komið fram yfir miðnætti og hérahjartað ég sit upp í stofu og horfi á A Haunting á Discovery channel. Ég væri sennilega skriðin undir stólinn ef ég hefði ekki öll ljósin kveikt og hundinn hjá mér. Núna er saga um einstæða móður með tvær dætur sem eru að átta sig á því að það er reimt í húsinu hjá þeim og það lítur út fyrir að annar af a.m.k. 2 draugunum vill þeim ekkert gott eeeeeeeeek Af hverju geri ég mér þetta að vera ein að. horfa á svona þætti, þetta er nefnilega eitt af fáu sem í alvöru hræðir úr mér líftóruna þ.e.s. "sannar" draugasögur. Ég get hroft á flestar uppskáldaðar hryllingsmyndir án nokkurra vandræða en þetta úff ég er með magan í hnút sit á sætisbrúninni og hrekk í alvöru við. Ekki bætir svo úr skák að vindurinn gnauðar í þakinu og hvín í trjánum fyrir utan.

þriðjudagur, september 25, 2007


All by my self

...eða eins langt og það nær ég er víst formlega grasekkja í 2 daga meðan Guðni skellir sér í skemtiferð til USA með Bjössa frænda sínum. Á meðan þarf ég sennilega að sitja af mér fjölmiðlafárviðri sem er í uppsiglingu út af elstu dóttur okkar m.a. (nánar um það síðar). Ótrúlegt hvað lítil þúfa getur velt fólki af stað til að gera úlfalda úr mýflugu og reyna að valda stormi í vatnsglasi. En ég bíð spennt eftir Fréttablaðinu á næstu dögum.

Ég hef stundum ótrúlega gaman af því hvað hlutirnir eiga það til að leysa sig sjálfir án nokkurar áreynslu af minni hálfu. Ég hef verið að hugsa það síðan í vor að Ásdís hefði gott af því að fara á unglinga námskeið hjá Dale Carnegie en þar er sjálfsmynd unglinganna styrkt, þau þjálfuð í samskipta tækni, reiðistjórnun og annað því um líkt. Það sem hefur verið mér þrándur í götu við að senda hana á svona námskeið er verðmiðinn en tíu vikna námskeið kostar litlar 79.000 íslenskar krónur og finnst mér það heldur dýrt. En í dag datt inn um lúguna hjá mér bréf þar sem Garðabær hefur ákveðið að gerast svo rausnarlegur að bjóða unglingum í Garðabæ fæddum 1992-3 þetta námskeið á litlar 20.000 krónur og þær al íslenskar. Ég var búin að skrá Ásdísi áður en klukkutími var liðinn frá því að bréfið datt inn um lúguna.

Ætli það sé ekki best að fara að næra heimilsifólkið svo ég geti komið börnunum í háttin svo ég geti notið þess að vera frjáls og óháð .....

föstudagur, september 21, 2007

Anna Prinsessa


Anna
Originally uploaded by Kitty_B
Önnu var boðið í afmæli hjá bekkjarsystur sinni um daginn á nýjum stað í Kópavoginum sem heitir Stjörnustelpur. Ég hafði aldrei heyrt af staðnum en þvílíkt sem hann hitti í mark hjá Önnu. Þemað í afmælinu var prinsessu þema og stelpurnar fengu andlitsmálun (Anna valdi hóflegu útgáfuna) allar fengu þær litla valdaspropta með stjörnu á toppnum og svo voru búningar og fínerí. Anna sveif á bleiku prinsessu skýji eftir afmælið og er varla komin niður enn.

laugardagur, september 15, 2007

Flickr Explore
Þessar myndir hafa náð þeim merka áfanga að hafa komist inn í Flickr Explore.

www.flickr.com



fimmtudagur, september 13, 2007

Þaulsætin

Eithvað ætlar þessi pest að verða þaulsætin hér ég er enn eins og lufsa sef út í eitt og druslast varla undir sjálfri mér og eftir vinnudaga hef ég sofið í 18 tíma lotum. Var að vísu hressari í morgun en síðustu daga svo ég er að vona að ég sé að koma til.
Guðni fór með Ásdísi á læknavaktina á þriðjudagskvöldið og eftir nákvæma skoðun hjá lækninum kom í ljós að hún er með svæsna eyrnabólgu hægramegin, hálsbólgu og kinnholubólgu svo það er ekki skrítið að hún sé búin að vera lasleg. Í gær fór hún í skóla og vinnu en kom heim alveg búin á því og svo svaf hún illa í nótt fyrir eyrnaverknum svo hún er heima í dag og fer hvorki í skóla né vinnu. Sýklalyfin virðast ekki vera að slá hratt á eyrnabólguna :(


Við Guðni fórum á kynningarfund og hittum nýja kennarann hans Árna í fyrsta sinn og líst vel á hana og planið fyrir veturinn. Hún á að vísu samúð okkar alla því bekkurinn heldur henni greinilega vel við efnið í agamálunum ..úfff . Lýsingarnar eru ekki ólíkar sumu því sem ég man eftir úr mínum bekk þegar ég var í barnaskóla og við fórum í gegnum nokkra kennara og sú sem entist lengst með okkur fékk magasár af álaginu :S
Guðni gerðist hetja og bauð sig fram í bekkjarráð og fær stórt prik hjá mér fyrir það. Hann var alltaf vel virkur í foreldrafélaginu á leikskólanum og svo var hann bekkjarfulltrúi á fyrstu árum Ásdísar í skóla. Þetta er nú aldeilis eithvað annað en félagsmálatröllið konan hans *hóst*

Jæja best að fara að sinna lasarusnum og kanski reyna að gera eithvað fleira af viti.

laugardagur, september 08, 2007

Friðarsúlan

Þar sem ég var á leið minni heim úr vinnu í fyrrakvöld rak ég augun í ótrúlega flotta ljóssúlu sem lýsti upp í skýin svo úr varð fallegur leikur ljóss og skugga. Ég þurfti að hugsa mig um í nokkrar sekúndur til að átta mig á að þetta myndi vera ljóssúlan hennar Yoko en hún er víst í prufukeyrslu núna en verður ekki kveikt formlega á henni fyrr en 9.október. Fólk er greinilega ekki sammála um hvort þetta er fallegt eða ljótt en allavega fyrir minn smekk þá er þetta hreint ótrúlega flott þegar er svona lágskýjað !! Mér fannst hugmyndin frekar kjánaleg þegar ég heyrði af henni ekki að hún hafi kássað neitt uppá mig en ég verð að játa að þetta er flott. Þar að auki skilst mér að það verði bara kveikt á henni í takmarkaðan tíma á hverju ári þ.e.s. frá afmælisdegi Jhonn Lennon og fram að dánardægri (9.okt-8.des) en svo eru hugmyndir um að það megi kanski kveikja á dýrgripnum líka við hátíðleg tækifæri.


Ég varð fyrir óvæntri skemtun í gær en hún fóls í því að hjálpa syni mínum með stærðfræðiheimavinnuna . Ef einhver hefði sagt mér á mínum grunn og mentaskólaárum að ég ætti eftir að skemta mér yfir stærðfræði þá hefði ég látið leggja hann inn með það sama. En það sem við mæðginin gátum skemt okkur yfir þessu. Ég hallast nú að því að bækurnar sem kendar eru í stæðrfræði núna séu þó nokkuð skemtilegri en þær sem mínum árgangi voru kenndar. Alla vega vourm við að leysa einskonar Sodouku með margföldunar dæmum og ýmsar skemtilegar þrautir sem þjálfuðu margföldun og tugabrot. Það kom mér líka ánægjulega á óvart hvað sonur minn getur reiknað stórar tölur í huganum... eithvað sem ég hefði ekki getað á hans aldri. Við lékum okkur að þessu og ég komst að því að við náðum svipuðum hraða í að deila í huganum en notuðum gerólíkar aðferðir (ég var 25 ár að þróa mína hann innan við 10). Árni hefur komið sér upp aðferð alveg á eigin spýtur sem er mjög lík aðferð sem ég las í kenslubók í hraðreikningi sem pabbi á einhverstaðar í fórum sínum.. mér dettur í hug að þetta þýði að sonur minn sé vel innréttaður til stærðfræðináms því mér tókst ekki að tileinka mér þessa ágætis aðferð.


Annars erum við Árni alein heimaþví Anna skrapp í heimsókn til vinkonu sinnar sem býr hér í nágrenninu og Ásdís og Guðni eru að vinna. Ásdís greyið er að vísu hálf lasin en vildi alls ekki sleppa vinnunni því henni finnst þetta svo æðislega gaman og hún fær borgað ....hin fullkomna vinna greinilega.
Ég er enn að berjast við pestarlufsuna ég fór í vinnu á miðvikudag og það tók úr mér það mikinn mátt að ég svaf í litla 18 tíma á eftir nánast í einum rykk. Ég kom heim úr vinnuni um 15:30 keyrði Ásdísi í vinnuna stoppaði í búð á leiðinni heim. Skreið upp í rúm þegar heim var komið um kl.17 vaknaði aftur um 22 vakti í einn og hálfan tíma og sofnaði aftur og svaf til 12:30 ...... mætti í vinnu kl. 15 og lufsaðist um og kom varla nokkru vitrænu í verk :s Ég er enn hálf léleg en verð að reyna að hýsja upp um mig hressilegheitin því íbúiðn lítur ekki vel út. Hér hefur ekki verið þrifið frá því að ég veiktist og Leó valdi sama tíma til að fara óhóflega mikið úr hárum svo ástandið er frekar gróft ojjjj.

Anna virðist ætla að taka það með trompi að fá fullorðinstennur þvi það er strax farið að sjást í nýju tönnina þar sem hin fór svo gatið verður ekki lengi. Gallinn er að hún kemur bakvið næstu tönn við hliðina svo mér sýnist að þarna muni verða efni í enn eitt tannréttingabarnið *dæs*

80's er ekki alltaf best !!

Það verður að segjast eins og er að gamalt er ekki alltaf gott eins og þessi tvö sýishorn bera með sér. Fyrra myndbandið er orginal 80's lagið sem er ekki hreint fyrir minn smekk en seinna myndbandið inniheldur útsetningu Gary Jules af sama lagi sem mér finst snilld. Ég valdi Kiwi útgáfuna af myndbandinu einfaldlega af því hvað mér finnst hún krúttleg en samt hrikalega sorgleg alveg heill vasaklútur í hana sniff sniff.






föstudagur, september 07, 2007

Á þeim nótunum...

Ég kynntist enn einum tónlistar manninum um daginn og datt í hug að deila með ykkur þeirri ágætist tónlist en drengurinn mun vera bassaleikari The Sim Redmond band. Bandið er nú svo sem ekkert ofur frægt en þeir spila þó nokkuð mest á tónlistarhátíðum og eru bókaðir flesta laugardaga í brúðkaupum. Sum lögin þeirra eru barasta alveg ágæti ég mæli t.d. með Potholes, Pink guitar, Holes in the ground, Life is Water, Situation og Me and juge . Ég gæti trúað að tónlistin þeirra höfði til mín af því að þetta er dáldið bland af t.d. Regge, Creedence ClearwaterRevival og Cowboy Junkees svo eithvað sé nefnt.

The Sim Redmond Band


Svo er annað sem mér datt í hug að benda tónþyrstum lesendum á en það er síðan radioblogclub.com en þar má finna nánast alla þá tónlist sem maður getur hugsað sér að hlusta á og jafnvel örlítið meira. Það er að vísu ekki hægt að downloda tónlistinni inn á tölvuna en það er hægt að hlusta á tónlistina yfir netið þarna.

Vásers ég var að átta mig á hvað klukkan er orðið ....úff þetta gerist stundum eftir kvöldvaktir ... ég er farin að sofa ...over and out.

fimmtudagur, september 06, 2007

Á þunglyndari nótunum ..

Þá var ég að hlusta á útvarpið áðan og þar var spilað eitt af mínum uppáhalds Queen lögum sem ég hef ekki heyrt í langan tíma svo ég ákvað að leita það uppi á netinu og gefa ykkur tækifæri á að njóta þess líka :)


Fliss ...

Ég komst að þeirri niðurstöðu að á svona gráum dögum væri smá fliss lífsnauðsynlegt :)

Snarvitlaus maður með nýsteikt lambalæri í hendinni vindur sér inn í
Nóatúnsverslun og beint að kjötborðinu og segir við unga
afgreiðslumanninn:
ÉG VAR AÐ STEIKJA ÞETTA LÆRI SEM ÉG KEYPTI HÉR Í DAG OG ÞAÐ VARÐ EKKI AÐ
NEINU, ÉG ER MEÐ MATARBOÐ OG ÞETTA DUGAR EKKI
Afgreiðslumaðurinn ungi horfði skelkaður á þann reiða og sagði svo:
Jáá , veistu hvað ? ég keypti mér lopapeysu um daginn, svo varð hún skítug,
ég henti henni í þvottavél og síðan í þurrkara og hún bara hvarf !!
...bætti svo við , heldur þú að þetta sé af sömu rollunni ??

--------------------------------------------------------------------------------------------------
Í sjoppunni:
,,Þú mátt ekki stinga krónupeningum upp í þig, drengur minn. Það geta verið bakteríur á honum."
,,O, það er alls ekki hættulegt," svaraði stráksi.
,,Pabbi segir að það sé útilokað að bakteríur geti lifað að af einni íslenskri krónu."
--------------------------------------------------------------------------------------------------
Ella var á golfæfingu dag einn er hún hitti illa við átjándu holu og golfkúlan lenti beint inni í runna.

Þegar hún ætlaði að fara að skríða eftir henni sá hún hvar lítill sætur froskur var fastur í gildru , um leið og hún losaði hann sagði froskurinn: Nú færð þú þrjár óskir uppfylltar en ég verð að segja þér frá því að það sem þú óskar þér fær maðurinn þinn tífalt meira af.

Ella sem var mjög glöð og hugsaði með sér að það yrði allt í lagi. Fyrsta ósk hennar var að hún yrði fallegasta kona heims. Froskurinn varaði hana við og sagði henni að þá yrði maðurinn hennar einning fallegasi maður heims. Ella hugsaði með sér að það yrði fínt, hún væri hvort sem er fallegasta konan og að maðurinn hennar hefði ekki augun af henni. KAZAM..... og hún varð að fallegustu konu heims.

Annari ósk sinni varði hún í að biðja um að verða ríkasta kona heims. Þá sagði froskurinn : Þá mun maðurinn þinn verða 10 sinnum ríkari en þú. Ella svaraði : það er allt í lagi , allt hans er mitt og allt mitt er hans. KAZAM..... og hún varð ríkasta kona heims.

Þá sagði froskurinn: Jæja þá áttu aðeins eina ósk eftir, hver er hún ?
Ella svaraði: Ég vil fá vægt hjartaáfall.

Og svo er það munurinn á hvernig konur og karlar fara í sturtu:


How To Shower: Men Vs Women - Watch more free videos

þriðjudagur, september 04, 2007

Myndir segja meira en mörg orð 2:



mánudagur, september 03, 2007


Argh ..

Þá er seinni hlutinn af sumarfríinu mínu búinn og vinnan tekur við á morgun. Ég hef ekki komið nándar nærri öllu í verk sem ég ætlaði :( Ástæðurnar eru 2 fyrri vikuna sá bakið á mér til þess að ég gerði ekkert af viti og þá seinni er ég búin að vera að berjast við umgangspest :s Að vissu leyti er ég fegin að hafa ekki verið í vinnu síðustu vikur því ég hefði ekki getað unnið alla bakveiki vikuna. Pestin sem ég er með hefði séð mér fyrir veikinda dögum í seinni vikunni líka og enþá svo kvefuð og asnaleg að ég er varla vinnufær og neitaði því aukavakt í dag ....hefði nú alveg getað notað aurinn.

Ég fór á Flataskólahátíðina sem haldin var í gær en hefði betur haldið mig heima því mér batnaði nú ekki við útstáelsið :( En veðrið var svo gott og þetta voru ekki nema 2 tímar svo ég ákvað að drífa mig í þeirri von um að ég myndi hressast. Krakkarnir voru í essinu sínu og Árni klifraði klifurveggin 4 sinnum enda veit hann fátt skemtilegra en klifurveggi. Hann prufaði þetta fyrst í skemtigarði í Þýskalandi fyrir 3 árum eða svo og hefur verið óstöðvandi síðan má ekki sjá klifurveggi án þess að þurfa að prófa og lætur langar raðir ekki stoppa sig.
Anna fékk andlitsmálun og prófaði að setjast inn í lögreglubíl og kveikja á ljósunum og prófa kallkerfið í bílnum kom út brosandi hringinn. Lögregluþjónninn sem sýndi henni bílinn var líka einkar viðfeldinn og var greinilega í essinu sínu við að umgangast börn og náði þvílíkt vel til þeirra að feimnustu börn eins og Anna gleymdu feimninni fljótt.

Jæja best að skella sér í frekari pestarfælingar ... felur í sér ógeðsdrykkinn margrómaða (sítrónute,hvítlauk, engifer og hungang) og nánast bað uppúr Thieves og Purification kjarnaolíum. Verst að hvítlaukslyktinn af manni er nú ekki vinsæl en lyktina af olíunum bætir það aðeins upp. Krakkarnir eru reyndar hrifin af lyktinni af Thieves sem lyktar eins og piparkökur svo ég má þakka fyrir að verða ekki étin þegar ég fer framhjá þeim.


föstudagur, ágúst 31, 2007

Sagt er að myndir...

segi meira en mörg orð svo hér kemur ein.....
























Smellið á myndina til að stækka

miðvikudagur, ágúst 29, 2007

Argh get ekki sofið...


Einhver pestarlurða er að gera mér ókleyft að sofna svo þegar ég ætlaði að brölta fram úr steig ég ofan á inniskóinn minn ( sem mundi greinilega ekkert eftir mér ófétið að tarna note to self hringja í Vörutorg og panta gáfaða inniskó) missteig mig og hélt í smá stund að ég hefði tognað (var næstum farin að skæla úr sársauka) en sem betur fer þá var þetta bara svona hrottalegur sinadráttur. Þetta gerði það að verkum að ég er glaðvökunuð og sit því hér með auman kálfa og fokill út í heimska inniskóinn minn sem átti að muna hve mikil brussa ég er og forða sér. Ofan á það er hver sá sem hélt því fram að sinadráttur væri betri en enginn dráttur ofarlega á hit listanum hjá mér þessa stundina urrrr...



Þar sem ég sit hér alein um miðja nótt fær hundurinn ekki martröð og fer að gelta upp úr svefni mér brá svo að hjartað hoppaði upp í háls. Þegar ég var búin að jafna mig á þessu mátti ég gjöra svo vel og vekja hann, hann var svo ringlaður að hann hljóp í hringjum geltandi :-s Það var nú pínku fyndið að fylgjast með honum þó ég fyndi nú til með honum líka það er svo vont að fá martraðir og vera lengi að ná áttum eftir að maður vaknar.
Kanskii var hann að dreyma þetta ?



Ætti ég að fara aftur inn í rúm og sjá hvort að Vörutorg getur ekki svæft mig úr leiðindum ?? Æi þegar ég hugsa málið betur þá er nú ekki líklegt að ég sofni undir því leiðinda sjónvarps efni er líklegri til að fá grænar bólur og varanlegan kjánahroll.

P.S. eða E.S.
Ef ykkur leiðist rosa mikið og vitið ekkert hvað þið eigið við tíma ykkar að gera þá er hér linkur á slidshow af uppáhalds myndunum mínum á Flickr:
Flickr

þriðjudagur, ágúst 28, 2007


Smá prufa

ég var að taka eftir alveg nýjum fídusum á blogger .... kanski eru þeir ekkert nýjir hafa alltaf verið hérna og ég bara ekki fattað það **roðn**



  1. Það er komið viðmót eins og í Word svo það verður auveldara að setja fídusa inn í færslur

  2. það er boðið uppá að setja videóklipp inn í bloggin

  3. Möguleiki á að lita texta

  4. Breyta leturgerð og stærð á letri

  5. Ítalskt letur
  6. Nú getur maður ráðið stærð og staðsetningu mynda eins og í word þarf ekki að finna út úr pixlafjölda og vera með eithvað vesen ef small, medium eða large formatið passar ekki fyrir myndina.

Þetta gæti átt eftir að auðvelda mér lífið í bloggheimum til muna :)


En allavega þá er allt við það sama hér á bæ við erum smátt og smátt að venja Önnu við að labba eina í og úr skóla gengur vel enn sem komið er.


Árni er búin að vera hálfgerður lasarus síðan á föstudag hefur mætt í skólann en er ósköp slappur með höfuðverk og kvef.... hann hefur móðurlega greiningu upp á kinnholubólgur og nú er bara að bíða og sjá hvort hann nær þessu úr sér á næstu dögum eða hvort hann þarf að fá pensilín.

Ásdís greyið er á fullu að komast að því hvað það er erfitt að vera unglingur og hvað heimur unglinganna er grimmur. Ég finn líka dáldið til þess hvað maður er vanmáttugur til að hjálpa til í þessum aðstæðum öðruvísi en að reyna að ræða málin og vera til staðar til að ræða og ráðleggja.
Ég man svo sem alveg eftir því hvernig það var að vera á hennar aldri og hvað þetta gat oft verið erfitt og pirrandi allt saman ég var ekki á þannig nótum við mína foreldra að ég gæti rætt þessi mál við þau svo mér finnst það nú nokkuð gott að Ásdís leitar þó til mín og ræðir málin sem gerir mig vonandi að pínku cool foreldri :)

föstudagur, ágúst 24, 2007


Haust 2007 ..

Haustið virðist ætla að byrja með stæl hjá okkur hér. Krakkarnir eru byrjaðir í skólanum og gengur vel enn sem komið er en bæði Árni og Anna komu slöpp heim úr skólanum í dag og eru sennilega að mynda sig til við að fá einhverja umgangspest urrr... ég vona þó að þetta gangi hratt yfir .
Við ætluðum norður í göngur um helgina en höfum ákveðið að blása ferðina af Guðni er fastur í bænum vegna vinnu, ég er er ófær um að keyra lengi vegna þess að bakið á mér er í steik og svo bætist við þessi lurða í krökkunum :S Ég var búin að hlakka þvílíkt til að fara enda finnst mér ótrúlega gaman að fara í göngur og toppnum er náð þegar farið er að draga í sundur. Ég verð víst að sætta mig við að lufsast í bænum en en hefði nú alveg getað hugsað mér að gera eithvað skemtilegra en það. Guðni verður í standandi veisluhöldum um helgina en það er svaka húllum hæ í gangi í vinnunni hjá honum um helgina svo han mun væntanlega lítið sjást heima.

Annars er Anna í þessum töluðum orðum greinilega að hressast eithvað *krossa fingur*
Hún var nú alveg í essinu sínu í gær. fór út að leika sér gróf upp tvo ánamaðka og tilkynnti mér að þeir væru kóngurinn og drottningin og hún ætlaði að byggja handa þeim höll.


miðvikudagur, ágúst 15, 2007

Það er að kvikna í
.....það er að brenna ....í Sjálandshverfinu í Garðabæ og við sitjum hérna í reykjarkófi og fýlu :( Ég held að við höfum fengið smjörþefinn af því hvernig beikon er búið til OJJJJ
Laus tönn

Já haldiði ekki að Anna sé með fyrstu lausu tönnina sína ..... Anna kom skoppandi á móti mér þegar ég sótti hana á leikskólann í dag og tilkynnti mér stolt að hún væri með lausa tönn og viti menn ein af framtönnunum í neðri góm er laf laus. Ég held að liti grísin minn sé enn stærri en ég gerði mér grein fyrir. Hinir krakkarnir voru reyndar orðnir 7 ára eða komin langt á sjöunda ár áður en tennurnar voru farnar að losna í þeim svo Anna sló met með þessu :)

Vá hvað tíminn flýgur..

Úff ég var að átta mig á því hvað börnin mín eru orðin stór !! Ég var að prenta út innkaupalista fyrir 6. og 9. bekk argh hvernig getur svona ung kona átt svona stór börn :s
Við fórum og keyptum skólatösku og skólaföt fyrir Önnu og ég uppgötvaði þá að ég var í afneitun á því hvað Anna er orðin stór þegar ég reyndi að troða henni í föt sem voru 2 númerum of lítil *roðn* Ég hélt að hún væri einhverstaðar á bilunu 104 - 110 en hún reyndist nota stærð 116 sem betur fer lét ég hana máta fötin áður en þau voru keypt. Anna bræddi mig náttúrlega eins og smjör þar sem við stóðum inn í mátunarklefanum í Hagkaup og vorum að keppast við að máta föt. Hún stoppaði augnablilk leit á mig sínum bláu augum og sagði í sínum einlægasta tón " Mikið er ég heppin að eiga svona góða mömmu og góðan Pabba" *bráðn vikunnar*

Það er fátt eins skemtilegt og að kaupa fyrstu skólatöskuna það hættir aldrei að vera krúttlegt en samt óborganlega fyndið að setja skólatösku á barn sem stendur varla upp úr eða niður undan töskunni. Maður hefur á tilfinningunni að ef maður setur eitt epli og einn banana í töskuna þá muni þau detta aftur fyrir sig. Anna er yfir sig ánægð með fötin og töskuna og bíður nú spennt eftir að hætta á leikskólanum (á fimtudaginn) og byrja í skólanum ( miðvikudag í næstu viku).

Ég lenti í smá klandri þegar ég fór að sækja Önnu á leikskólann dagin eftir stórinnkaupin því ég mætti eins og venjulega á leikskólalóðina og horfði yfir völlinn í leit að bleikasta barninu en sá ekkert ofurbleikt barn. Það tók mig smá stund að finna Önnu enda var hún í nýju fötunum sem samanstóðu af grænum og brúnum camouflage buxum, bláum jogging jakka og grænu camó Hello Kitty buffi, ekkert bleikt þar nema smá deplar í buffinu.

mánudagur, ágúst 13, 2007


Stundum held ég
... að þegar sú sem sér um stjörnu spána í Mogganum og MBL.is tekur töflurnar sínar þá fái hún óhugnarlega mikla innsýn í mitt líf .............

Vog: Þú ert þreyttur á að þurfa sífellt að vera til staðar. Það er góð afslöppun að draga sig til hlés og horfa á mannlífið líða hjá. Það er fallegt

En á skemtilegri nótunum þá eigum við Guðni 13 ára samvistar afmæli í dag :) Ótrúlegt hvað 13 ár geta liðið hratt mér finnst nánast eins og það hafi verið í gær eða fyrra dag sem ég græddi hann í kaupbæti við hamborgara og franskar á Aktu Taktu ;)

þriðjudagur, ágúst 07, 2007


Kaffi já takk :)
Sko kaffi er mein hollt og allra meina bót !!
  • Mbl.is
  • þriðjudagur, júlí 17, 2007


    Smá
    Ætlaði nú bara að láta vita að ég er á lífi :) Sem betur fer er búið að vera svo gott veður að ég hef verið úti að dunda en ekki gefið mér tíma til að sitja inni að lesa eða skrifa.

    Góðviðrið síðustu daga hefur orðið til þess að ég er í fyrsta sinn á minni 14 ára búskapar tíð stoltur eigandi garðúðara he he Hélt að ég ætti nú ekki eftir að þurfa að eiga slíkan grip miðað við rigninguna sem hefur fallið óspart öll síðustu 14 sumur en nú kom að því. Ég man að svona gripur var til á heimilinu þegar ég var barn en ég minnist þess nú ekki að hann hafi verið notaður oft. Ég hafði beðið þolinmóð í 4 vikur eftir rigningu og grasið hjá mér var farið að brenna og ljóti víðirinn sunnan til í garðinum var upp á sitt ljótasta og nær dauða en lífi þegar ég sá að kaup á almennilegri garðslöngu, úðara og öðrum fylgihlutum væri óumflýjanleg. Ég hélt nú reyndar að þessi fjárfesting myndi mana fram rigningu en núna hef ég vökvað garðinn samviskusamlega í eina og hálfa viku og þarf sennilega að vökva í 2 daga í viðbót.
    Anna er þvílíkt hrifin af öllu vatnssullinu og pantar að fá að leika sér með stútinn á slöngunni en þá er nú best að vera hvergi nálægt því allir og allt næstatt verður gegndrepa, Leó til sérlegrar armæðu.

    Guðni er búinn að vera hrikalega duglegur í bílskúrnum og búin að setja nýja glugga í skúrinn með dyggri aðstoð Palla. Svo skúrinn mjakast áfram hægt og örugglega.

    Þegar ég hef svo skriðið inn úr sólinni hefur vatn sullið bara haldið áfram því dælan í fiskabúrinu bilað og ég tók ekki eftir því fyrr en nokkiri af fiskunum mínum fóru að synda á bakinu (enda var ég alltaf úti og gáði ekki almennilega að fiskabúrinu:(). Þetta hefur kostað það að ég fór í svaka framkvæmdir í búrinu endur raðaði grjótinu, fann nýja tegund af fiskum sem ég varð að eignast. Setti lifandi plöntur í búrið, endurnýjaði ljósaperurnar sem á víst að gera einu sinni á ári en ég fékk þessar með búrinu fyrir 6 eða 7 árum*roðn*. Ég held grín laust að ég sé búin að bera hátt í 500 lítra af vatni í 10 lítra fötu í og úr stofunni á síðustu 2 vikum og er farin að sjá þörf fyrir að hanna almennilegan slöngubúnað til að tæma og fylla búrið ekki það ég hef gott af hreyfingunni og að styrkja upphandleggs vöðvana með þessu.

    Svona lítur búrið út núna:


    Nýjustu fiskarnir eru Demantasíklíður sem líta svona út:


    En þegar þær verða orðnar fullorðnar og í essinu sínu munu þær líta svona út:

    Þessi myndi sýnir litinn að vísu ekki alveg nógu vel en þær verða nánast neon appelsínu gular með fagurbláumdeplum :)

    Í gær bætti ég svo við ryksugu og oggulitlum Yellow Lab en þeir eru svo feimnir að ég hef ekki náð almennilegum myndum af þeim enn.

    miðvikudagur, júlí 04, 2007

    Er ekki verið að grínast í mér
  • Fötluð ungmenni fá ekki full laun


  • Hvernig er hægt að réttlæta það að láta fólk vinna í 20 tíma en borga þeim bara 14 ??

    Vá stundum

    hittir stjörnuspáin naglann á höfuðið .....
    Vog: Fullkomin athygli þín er fágæt gjöf, sem fáir útvaldir fá að upplifa. Þú hlustar á fólk og það vaknar upp til lífsins, þegar þú nærir það með athygli þinni.

    .....já ég held að allir sem mig þekkja viti að fullkomin athygli hjá mér er eithvað sem MJÖG fáir upplifa *roðn*