fimmtudagur, janúar 27, 2005

Eina ósk ...........

Já ég myndi óska þess að ég hefði frá einhverju skemmtilegu að segja. Ekki það að það hefur áreiðanlega ýmislegt skondið á daga mína drifið síðan ég bloggaði síðast en ég er bundin þagnareið um megnið af því, annað er kanski meira svona einkahúmor sem ekki myndi skila sér hér og andleysi hemur mig í þvi að skrifa um rest.
Mér hefur meðal annars á síðustu dögum tekist að verða mér til skammar vegna allgerrar fáfræði um handbolta. Ég ásamt fleirum var spurð á mánudagsmorguninn hvort ég hefði séð leikinn, ég var að vísu bara að hlusta með öðru eyranum og svaraði því ekki strax. Ég viðurkenndi að hafa ekki séð leikinn og spurði hverjir hefðu verið að spila, fékk skrítið augnaráð og fékk svarið Ísland ...(man ekki hverjir) nú nú segi ég í handbolta, annað eitrað augnaráð, JÁ var svarið. (hefði betur þagað eftir þessar heimskulegu spurningar en ég kann ekki að hætta). Eftir að hafa heyrt ávæning af því að sú sem spurði í upphafi hafði hreinlega öskrað sig hása spurði ég "nú nú fórstu á leikinn" ég fékk augnaráð sem hefði auðveldlega getað drepið fíl. Sá í hendi mér að ég hefði farið alveg yfir markið í fávisku, mér var vinsamlega bent á að leikurinn hefði farið fram í Túnis það væri sko HM í handbolta. Af einhverjum ástæðum hafi þetta heimsmeistaramót farið alveg fram hjá mér. Nú er ég nú heldur betur búin að bæta upp fyrir þetta ég horfði á megnið af seinni tveimur leikjunum sem Íslendingarnir hafa spilað. Í gærkvöldi þegar spurt var hvenær leikurinn væri þá gat ég roggin svarað 19:10 og viti menn það var rétt, Jibbí.

miðvikudagur, janúar 19, 2005

Mig hefur alltaf grunað það en nú er það orðið ljóst að

Það hefur verið logið að mér um aldur alla mína æfi ég er ekki 32 heldur





You Are 23 Years Old



23





Under 12: You are a kid at heart. You still have an optimistic life view - and you look at the world with awe.

13-19: You are a teenager at heart. You question authority and are still trying to find your place in this world.

20-29: You are a twentysomething at heart. You feel excited about what's to come... love, work, and new experiences.

30-39: You are a thirtysomething at heart. You've had a taste of success and true love, but you want more!

40+: You are a mature adult. You've been through most of the ups and downs of life already. Now you get to sit back and relax.



föstudagur, janúar 07, 2005

Sagan endalausa

Já það ætlar að reynast þrautin þyngri að nálgast líkamsræktarkortið. Við hjónin ætluðum saman á miðvikudagskvöldið en þá vildi ekki betur til en hitinn rauk aftur upp og nú hærra en fyrr og með fylgdu beinverkir og höfuðverkur. Þetta ástand ætlar geinilega að duga mér eithvað fram á helgina því miður :( Ég ætla nú samt að fara til læknis á eftir og láta taka fæðingarblett úr hársverðinum á mér. Hliðarverkanirnar af þessari blettatöku finnast mér samt ekki mjög spennandi en ég má ekki þvo mér um hárið í 12 - 14 daga. Ég ætla nú samt að reyna að finna einhverja leið framhjá þessu. Annars verð ég bara að ganga í Burku næstu tvær vikurnar, kanski ágætt að nýta sér þetta til að kynnast öðrum menningarheimum.

þriðjudagur, janúar 04, 2005

Í ræktina skelli mér tralalala tralalalala

Já kæru vinir nú fer jólunum senn að ljúka og komið nýtt ár og sólin hækkar á lofti. Það vekur hjá mér þörf til að setja mér heit um að bæta alla mína helstu lesti og taka á mínum málum. Milli jóla og nýárs tókum við hjónin þá ákvörðun að kaupa okkur árskort í World Class (sem skammstafast WC ég fer sem sagt að æfa í WC, þetta hefur valdið mér smá barnalegu eða smábarnalegu flissi). Það eina sem ég á eftir að gera er að mæta í WC og byrja á fullu, ég tók þá ákvörðun um miðjan dag í gær að drífa mig í dag. Þessi ákvörðun olli því að í gærkvöldið var ég komin með hita og svo slöpp að ég stóð ekki undir sjálfri mér. Það skrítna er að í hvert sinn sem ég kaupi mér líkamsræktarkort þá veikist ég alltaf ég er alvarlega farin að velta fyrir mér hvort þetta sé eithvað sálrænt hmmm.....
Ég er líka að keppast við að hætt að drekka kók í tíma og ótíma þetta hefur gengið furðulega vel. Ég féll reyndar með pompi og prakt seinni part desembermánaðar en er að ná mér upp úr glasinu aftur. Helsta vopn mitt í baráttunni við kókið er Poweraid skvísa sem inniheldur vatn og er ég varin að drekka ca. 4 svoleiðis á dag ca. 2 lítra af vatni. Þetta hefur sannfært mig um að ég hlýt að vera af Úlfaldaættum því ekki veit ég hvert vantið fer en út fer það ekki í neinu óhóflegu magni svo ég taki eftir. En ég safna heldur ekki á mig bjúg þannig að ég er alveg hætt að skilja, úlfaldablóð er það eina sem mér dettur í hug.
Allavega þá verður fróðlegt að sjá hvernig þetta gengur allt saman kanski kemst ég í ræktina það oft á þessu ári að það réttlæti kaup á kortinu. Síðast þegar ég keypti svona árskort í líkamsrækt mætti ég vel í 4 vikur illa í aðrar 4 og ekkert næstu 10 mánuði. Kanski tekst mér líka svo vel að hætta að drekka kók að Vífilfell fer á hausinn og þarf að loka eitt er víst að ef ég hætti að drekka kók alfarið minnkar ársveltan hjá þeim sennilega umtalsvert.
En í lok þessa pistils langar mig nú bara að óska ykkur öllum gæfu og velfarnaðar á nýju ári og þakka fyrir öll gömlu og góðu árin.