mánudagur, október 30, 2006

Sweet home....


Coffee
Originally uploaded by Kitty_B.
where the skys always blue

Þá er maður komin heim og hvunndagleikinn lekur aftur inn á sjóndeildarhringinn.

Ég komst að því á föstudaginn að ég get villst í útlöndum og komist heim aftur :) Ég ætlaði nefnilega að fara niður í miðbæ á Leiden á föstudag. Einn íslendingurinn sem vinnur hjá L-S hafið sagt að það væri algert must að skoða Leiden enda væri það gamall bær samsettur úr lágum fallegum gömlum húsum. Ég snara mér út á strætóstoppistöð og les á miðann þar var bara um einn strætó að ræða sem fór frá einhverrir húribúrihollenskri götu að Central Station. Þetta var augljóslega málið svo ég bíð í rólegheitum eftir stræto og hoppa um borð. Kaupi þennan fína strætó dagpassa sem dugar fyrir 2 fullorðna og 3 börn í heilan dag í Leiden. Ég sest svo niður og við keyrum í gegnum slatta af íbúðahverfum og fram hjá litlum haga með óborganlega sætum hestum. Byggðin þéttist aftur og húsin fara að snarhækka eftir því sem stendur á fleiri skiltum Center því hærri verða húsin (*hux sagði maðurinn ekki að þarna væru nánast engar háar byggingar *hux*hux). Þarna var sko hellingur af flottum háum byggingum (sé eftir að hafa ekki rifið upp myndavélina). Við rennum inn á strætóhlutann af Lestarstöðinni ég hoppa út og við blasir merking á húsinu Den Haag Central Staion OMG ég var komin til Den Hag ekki í miðbæinn á Leiden he he he he he.
Nú ég ákvað að rölta aðeins um bæinn og 2tímum og nokkrum kaffibollum og smá innkaupum seinna rölti ég aftur að lestarstöðinni og heim og það gekk stórslysalaust. Ég komst lifandi heim á hótel þrátt fyrir hrakspár Guðna um að mér væri nú ekki óhætt að fara út úr húsi án hans :) Jú ég villtist vissulega en nr.1 þá vissi ég alltaf um mig sjálf og í öðrulagi þá komst ég heim aftur. Ég koms svo að því síðar að mistök mín láu í því að ég tók vagninn vitlausu megin við götuna en þessi vagn gengur á milli CS Leiden og CS Den Haag og ef ég hefði álpast yfir götuna hefði CS Leiden verið 4 stoppistöðvar í þá átt he he. En þetta var mikið meira ævintýri.

Ég sá svo aðeins af miðbænum í Leiden um kvöldið þegar við fórum með nokkrum af hinum IT gaurunum út að borða. Þá borgaði strætópassinn sig líka upp því ég gat boðið Guðna 2 ferðir í strætó líka. Hinir strákarnir létu sér detta í hug að þeir gætu þóst vera börnin 3 en strætóbílstjórinn lét nú ekki blekkjast he he he he :)
Það var nú óneytanleg dáldið gaman að þvælast um með þessum karlmanna hóp 2 Indverjar, 1 Tyrki og Ástralinn, Guðni og svo barasta ég. Vegfarendur horfðu nú óneitanlega dáldið á okkur enda greinilega ekki vaninn að sjá einn kvennmann í svona hóp :)
Við borðuðum á Argentínskum veitingastað þar sem þjónustan var af Portúgölskum standard þ.e.s. hrikalega sein. Við vorum í alvöru farin að halda að þeir hefðu þurft að fara út að snara nautið slátra því það tók góðan klukkutím að fá steikina á borðið. Meðlætið var svo að tínast inn alveg fam á síðasta bita. En Þeir félagar okkar þarna voru nú samt ekki alveg sáttir því þeir vilja kjötið sitt gegnsteikt og báðu um það en þrátt fyrir allan þennan tíma á grillinu þá var kjötið allt nánast hrátt í miðju :s


Á laugardag skruppum við Guðni svo til Amsterdam og á stefnuskránni var að skoða Hús Önnu Frank og Van Gogh safnið. Raunin varð hinsvegar að við versluðum þangað til við gátum ekki borðið meira, fengum okkur að borða á frábæru kaffihúsi með útsýni yfir alla Amsterdam (, röltum um rauða hverfið og enduðum á Sex Museum þar sem það var eina safnið sem enn var opið. Skondið safn sem var virkilega gaman að skoða allskyns munir frá örófi alda sem í eina tíð hafa þótt virkilega grófir en eru í dag barnslega saklausir. Þarna var nú líka ýmislegt ansi gróft en það var nú í algerum minnihluta. Ég sé eftir að hafa ekki komist að sjá hús Önnu Frank en ég geri það bara næst því ég ætla sko aftur til Amsterdam einhverntímann og þá ekki á laugardegi því mannmergðin er víst verst þá og þvílíkar biðraðir í allt.

Ferðin heim gekk svo tíðindalaust fyrir sig nema í fysta skipti í ferðasögu okkar Guðna sem nær aftur til ársins 1997 vorum við stoppuð í tollinum og töskurnar gegnumlýstar. Ég hef sko ekki verið stoppuð í tollinum síðan 1989 og ég held að þá hefi verið sett upp mynd af mér og ferðafélaga mínum á skrifstofunni hjá Tollurunum og þeir beðnir um að gera sjálfum sér greiða og stoppa ekki þessar manneskjur. Myndin er greinilega bara orðin of gömul þar ;)

föstudagur, október 27, 2006



Snilld !!

Best að koma með meira ferðaraus :)

Dagurinn í gær var hinn notalegasti eftir að ég var búin að blogga hér í gær þá settist ég niður og las meira af Blekkingar leik mér til ánægju. Svo ákvað ég að leggja mig smá aftur og ætlaði að kúra í klukkutíma og fara svo út en þegar ég var búin að sofa í hálftíma kom ræstingarkonan og ég veit ekki hvorri okkar brá meira þegar ég flaug upp úr rúminu :) Hún ætlaði að hlaupa út en ég bað hana blessaða að þrífa bara snöggvast sem hún og gerði. Ég hallaði mér aftur með bókina og þá opnast hurðin aftur og þá er það annar hótelstarfsmaður með spjald i hendi sennilega ætlaði hún að taka út verkið hjá hinni þessari brá engu minna en hinni tók heljarstökk aftur á bak út um dyrnar með afsökunarbeiðni á vörum. Ég reyndi nú að segja henni að þetta væri í góðu og þá spurði konugreyið hvort hin hefði þrifið almennilega og ég sagði svo vera með það hvarf konugreyið á braut. Það verður gaman að sjá hvort það verður eins uppnám í dag :)

Ég ákvað svo að fá mér smá göngutúr um hverfið enda veðrið með eindæmum gott sólskin og 18° hiti. Ég ætlaði líka að athuga hvort ég fyndi nokkr verslun sem vildi selja mér nauðþurftir.

Ég hafði asnast til að skilja myndavélina eftir heima og sá nú dáldið eftir því þegar ég gekk fram á morgunverðarfund fugla við skurð hér dáldið ofan við hótelið. En þar voru á fallegu mattgrænu vatnin álftahjón með þrjá stálpaða unga og á bakkanum voru fjórar krákur og einn Skjór (að ég held svartur og hvítur með langt stél) og það leit út fyrir að þau væru öll að spjalla saman yfir morgunbitanum :)

Ég held ég hafi hreinlega aldrei séð jafnmarga hunda í einum göngutúr eins og í gær það voru hundar út um allt lausir, bundnir, litlir og stórir. Sá flottasti var nú samt súkkulaðibrúnn Labrador hann var rétt eins og Leó örlítið þéttari og svona ljómandi falegur á litinn. Ég hugsaði líka aftur eins og við Ásdís höfðum verið að spá þegar við vorum í Þýskaandi í fyrra hvað líf íslenskra hundeigenda væri mikið ljúfara ef hundar væru velkomnir allstaðar eins og þeir virðast vera hér í Evrópu.

Þegar ég kom heim á hótel fór ég beint á veitingastaðinn að fá mér hádegis mat og var ekki búin að sitja lengi þegar inn kom kona með hund í bandi eða ölluheldur hundur með konu í bandi. Stuttu síðar kom svo önnur kona með vel upp alinn boxer hund i bandi. Aftur stundi ég í hljóði yfir þvi að hundeigendur á íslandi hafa ekki einu sinni 1 stað sem þeir geta sest og drukkið kaffi með hundana meðferðis. Ég er ekki að tala um að hundar þurfi að vera allstaðar og ofan i öllu en eitt kaffihús finnst mér ekkert ósanngjörn ósk.

Eftir hádegismatinn fór ég og talaði við þau í lobbýinu og bað þau um að láta athuga með sjónvarpið okkar því það er bilað. Réttast er að lýsa því sem geimverusjónvarpi því fólkið er allt fagur grænt í því og útjaðarinn skringilega bleikur. Græniliturinn hvarf að vísu þegar ég fletti yfir biljardmót en þar varð grænidúkuinn á borðinu fagur blár :s Þau sögðust ætla að senda eihvern upp og ég tölti upp og las í smástund. En á endanum varð of freistandi að leggja sig þar sem ég átti nú enþá inni hálftímann frá því um morguninn ;) Svo ég skreið upp í rúm og rotaðist gersamlega þangað til Guðni hrindi og var á leið heim af ráðstefnunni til að sækja mig og skipta um föt.

Við fórum svo með rútu ásamt öðrum ráðstefnugestum á einhvern þann fallegasta veitingastað sem ég hef komið inná. Hann er í gömlu húsi sem gæti þessvegna hafa verið hlaða í fyrralífi.

Við byrjum á fordryk á efri hæð veitingastaðarins og hægt að horfa niður á aðalveitingastaðinn. Ég hélt mig við nýkreistann appelsínusafa sem er með þeim besta svoleiðis sem ég hef fengið. Þegar við erum búin að standa þarna í smástund kemur þessi líka kammó þjónn og segir við okkur Guðna "ég vona að þið séuð ekki lofthrædd" ég brosi bara og segi nei nei hann tekur tvö skref frá okkur á leið burtu og tekur í handriðið og segir í hálfum hljóðum "þetta er nú ekki eins sterkt og það var". Ég færði mig ósjálfrátt innar á gólfið á loftinu he he þó svo handriðið virkaði virkilega traust og gott. Dálítið seinna kemur hann aftur framhjá og býður okkur upp á drykk jú ég þigg það og hann spyr í leiðinni hvaðan við séum. Ég segi honum það hann verður dáldi spes á svipinn og segir "ahh Íslandi ... hvað finnst ykkur eiginlega um Björk" ég fór að hlæja og sagði honum mína skoðun á því LOl Hann virtist ekki ver neitt ýkja hrifinn af björk og spjallar í smá stund og segir svo "Ahh ég hefði átt að átta mig á því strax að þú ert frá Íslandi þú talar alveg eins og Björk alveg sami hreimurinn og allt" og svo lét hann sig hverfa. OMG ég þurfti nánast áfallahjálp eftir þessa fullyrðingu mannsins.



Loks er okkur boðið að setjast niðri og farið að bera fram froréttinn sem í fyrstu leit út fyrir að vera grænmeti í brauðkenndri körfu á tómatbeði. En eftir fyrsta smakk kom í ljós að tómatbeðurinn var í raun hrátt nautakjöt en reyndist rosalega gott. Þegar verið er að taka diskana kemur þjónninn góði ásamt öðrum og ég veit ekki alveg hvað gerðist við boðið sem þeir voru að "sinna" en allt í einu var einn karlkyns gestanna kominn með kvenmanns sokkabanda belti í hendurnar og hlátrasköllin og kátínan við borðið leyndi sér ekki. Einn borðfélagi hans tók mynd sem annar þjónnin gekk svo með á milli og sýndi öllum sem vildi sjá að svona klæddust yfirmenn fyrirtækisins á kvöldin :)

Næsti réttur var borinn fram og reyndist það lax í sítrónu og einhverju gúmmulaði namm namm. Meðan við vorum að borða fóru þjónarnir að ganga á milli borða og láta fólk hafa miða þegar komið var að okkur varð Tyrkneska konan við borðið fyrir valinu og hún fékk miða með númeri og hann tilkynnit okkur það að þetta væri númer á salernið. Vegna þess hve salernin væru fá og lítil væri hópnum við borðið úthlutað númeri og við yrðum öll að fara saman ef við ætluðum á klósettið það var eihverstaðar þarna sem mig fór að gruna að ekki væri allt með feldu við þessa þjóna og ég hafði líka tekið eftir þvi að þeir voru aldrei í að bera fram matinn birtust bara á milli rétta.


Þegar verið er að fjarlægja diskana okkar aftur koma þeir enn og draga upp sjálflýsandi appelsínugular örvar úr vestisvasanum og fara að hrella einstaklinga við borðin. Guðni varð fyrir valinu á okkar borði enda var hann að tala í símann og gaf þar með þvílíkt færi á sér he he he he



Svona gekk þetta meðan maturinn var sem reyndist allru virkilega góður meira að segja lamba"hnakkurinn" (lamb saddle) sem var í aðalrétt var hinn ljúffengasti og svo var þvílíkur sykurnammi eftiréttur sem samanstóð af Crembrule, vannillu ís, þeyttum rjoma og súkkulaði namm namm namm namm.



Meðan við vorum að borða birtust "þjónarnir" í nýju gerfi og léku á alls oddi í slowmotion. Ég fékk veglega útreið frá öðrm þeirra enda ákvað ég strax að leika með og m.a. kom hann "æðandi" eins og hann hefði séð gamlan vin umfaðmar mig og hallar svo stólnum með mér á afturábak svo það leit útfyrir að við værum að detta he he he Liðið við borðið tók svoleiðis andköf að það hálfa hefið verið hellingur he he he he
Eftir helling af slowmotion atriðum hurfu þeir á braut og birtust svo aftur þegar við vorum að drekka kaffið og þá nánast óþekkjanlegir í hippa80's hasshausa stíl og áfram héldu þeir með brandara og brellur sem gerðu það að verkum að við fengum krampa úr hlátri og manni var hreinlega orðið illt í brosvöðvunum.

Þetta er án efa einhver skemtilegasta og besta út að borða ferð sem ég hef farið frá upphafi. Ég er L-S SVO þakklát fyrir að hafa borðið mér með út að borða !!
En eftir stendur var þetta bara djók hjá manninum að ég talaði eins og Björk eða þarf ég að fara á enskunámskeið með Valgerði utan....

P.S. það er þvílíkt gaman að blogga héðan frá hollandi því hér virkar bloggerinn eins og draumur ekkert vesen ég get sett inn myndir og breytt og bætt af hjartans lyst.

fimmtudagur, október 26, 2006


Úti

Það er nú ekki lagi með mann ...ég er vöknuð búin að borða morgunmat kyssa bóndann bless og komin upp á herbergi að bogga og klukkan rétt að verða 7 að íslenskum :) Ferðin hingað út gekk nú alveg stórslysalaust fyrir sig.

Við vöknuðum kl. 4 í gærmorgun fengum okkur kaffi og drifum okkur út á völl. Þar var nú ekki mikið að gera svo við komumst tiltölulega fljótt að (eru 25min ekki fínar í biðraðatíma á flugvelli annars ;) Við sluppum í gegnum vopnaleitina og OMG það var enn einu sinni búið að umsnúa öllu á brottfararsvæðinu (vorum þar síðast i maí). Það er sko séð til þess að maður rati sko pottþétt ekki á milli skipta sem maður kemur í flug. Við komumst nú klakklaust í gegnum fríhöfnina keyptum bara smá. Ég keypti mér m.a. maskara 30° frá Kanebo greip hann bara í snarhasti enda var hann staðsettur nálægt rakspírahillunum og ég nennti nú ekki að fá ofnaæmiskast í byrjun ferðar :s Svo datt DaVinci Code ofan í körfuna og eithvað smálegt handa krökkunum. Þetta fyllti varla upp í hornið á pokanum svo þetta er sennnlega nettasta fríhafnarferð sem ég hef farið.

Næst ákváðum við að fá okkur morgunmat og fórum i hlaðborð á teríunni ég fékk mér cappucino kaffi í vélarómyndinni þeirra og það var bara mjólkurfroðusull með smá kaffislettu til að fá lit og það kostaði litlar 245 kr ARGH. Ég var nærri farin að skæla þegar við vorum búin að borða og fikruðum okkur lengra inn í flugstöðina þegar ég sá útibú frá Kaffitár þar sem alvöru kaffi kostai bara 350kr og það uppáhaldskaffið mitt *grát* Muna að fara ekki á teríuna heldur á Kaffitár næst !!

Næst stoppaði ég í bókabúðinn og viti menn var ekki komin ný (gömul) bók eftir Dan Brown í íslenskri þýðingu ég náttúrlega keypti hana með það sama og svo fann ég Alkemistann sem mig hefur lengi langað til að lesa nema hvað að Alkemistinn var á 2 fyrir 2000 tilboði svo ég varð náttúrlega að kaupa Kvennspæjarastofu nr.1 líka svo ég hef sko nóg að lesa meðan Guðni er að ráðstefnast.

Við þurftum að bíða í 3 tíma á Kastrup eftir tengiflugi til Amsterdam svo við röltum um fríhöfnina þar....ég er enn í verðsjokki. Ég sá æðislega sæta dúnúlpu með loðkraga og alles sem hefði passað fínt á Önnu og sem beturfer leit ég á verðmiðann áður en ég rauk til og keypti hanan því hún kostaði litlar 32900 íslenskar krónur, a því verði voru þær til niður í stærð 86 !!! Er í lagi með fólk hver kaupir 33000 kr dúnúlpu á ársgamalt barn ?? Ég held að ég hafi aldrei átt svo dýra yfirhöfn !! Í sömu búð var heill útigalli frá Lego á rétt innan við 9000 krónur sem mér þótti nú mun sangjarnara verð en ég skil ekki hvernig útigalli getur kostað 9000 en úlpa 33000.

Áfram héldum við og flugum með SAS til Schiphol ég hélt reyndar að sá sem skoðaði vegabréfið mitt áður en hann hleypti mér um borð myndi hreinlega ekki leyfa mér að halda áfram enda er myndin í vegabréfinu mínu frá 1997 hann horfði lengi á myndina svo á mig og aftur á myndina og aftur á mig hnyklaði brýrnar og ákvað svo með semingi þó að hleypa mér um borð. Guði sé lof að vegabréfið rennur út í júlí á næsta ári svo ég þarf að endurnýja. En mér varð nú samt hugsað til lögregluþjóna framtíðarinnar þegar ég sýni ökuskírteinið mitt 2042 og er með mynd frá 2005 í því ætli viðbrögðin verði ekki eithvað svipuð :)
Ég fór svo í fyrsta skpiti í alvöru lest milli Amsterdam og Leiden mikið er það þægilegur ferðamáti og auðveldara en að troðast út og finna bílaleigubíl og reyna svo að rata sjálfur. Við tókum svo leigubíl frá lestarstöðinni og á hótelið og ökumaðurinn var mjög spenntur fyriri málinu sem við töluðum og vildi endilega fá að vita hvaða mál þetta væri eiginlega því hann heyrði að við notuðum lík orð og í hollensku (við keyrðum nenfilega fram hjá blómasölu og hann heyrði orðið blóm). Þegar við sögðumst talal íslensku þá spurði hann hvaðan við værum og við sögðum náttúrlega Íslandi þá var hann alveg lens Íslandi ?? Hvar er það nú eiginlega einhverstaðar í nágrenni við Bretland ?? Við gerðum okkar besta til að útskýra það en ég held að hann hafi aldrei heyrt talað um N-Atlantshaf hann hafði jú grun um að norðurpóllin var til og endaði á því að við sögðum honum að ísland væri rétt aðeins pínkulítð sunnar en norðupóllinn. Island er nú ekki frægara en svo að utan við Norðulöndin og Þýskaland þá veit enginn að við erum til, ekki einu sinni þó við séum aftur farin að veiða hvali.

Í gærkvöldi borðuðum við svo með 8 IKEA IT gaurum einn var frá Ástralíu, 2 frá Tyrklandi, 1 frá Saudi Arabíu,1 frá Sameinuðu Arabísku furstadæmunum, 1 frá Kuweit og ég er ekki alveg viss hvaðan hinir 2 voru en einn var frá einhverju arabaríki og hinn sennilega Indlandi eða Pakistan er þó ekki viss. Þetta var mjög gaman og frekar sérstakt að vera eina konan í hópnum. Megnið af matartímanum fór þó í IT umræður en mér tókst nú merkilega vela ð fylgjast með umræðunum og þó ástralinn hefði smá áhyggjur af því að mér leiddist þá var það nú ekki raunin.

Ég fer svo aftur út að borða í boði ráðstefnuhaldaranna með þessum og fleiri IT mönnum í kvöld svo það er ágætt að vera búin að koma sér inn í málið sem er talað :)

Ódýra hótelið okkar hérna er svona líka fínt og þetta er sennilega stærsta herbergi sem ég hef haft á mínum ferðum um heiminn þegar ég hef ekki verið með alla famiíuna. Þetta er sko mun rúmbetra og flottara en herbergið á 5 stjörnu hótelinu sem við vorum á í Lýx hér um árið !! Rúmið okkar sem er samsett úr 2 single rúmum er svo stórt að við sofum nánast í sitthvorum endanum á herberginu he he. Svo er auka rúm hér líka ef heitt skyldi nú ekki duga. Baðherbergið er stærra en baðherbergið mitt heima (þarf nú svo sem ekki mikið til) En þar er bæði baðkar og sturtuherbergi.
Nú ætla ég að fara að hætta þessu raupi og halda áfram að lesa Blekkingarleik. Ég mun svo henda inn myndum við tækifæri.

þriðjudagur, október 24, 2006

Fire water burn

Ég datt um þetta videó um daginn þegar ég var að leita að textaum að þessu fína lagi og það lá hreinlega við að ég pissaði á mig úr hlátri.

  • Fire water burn video


  • Jæja nú á ég 1 og hálfan eftir í vinnunni svo fer ég heim að pakka og legg mig smá og fer svo af landi brott.

    sunnudagur, október 22, 2006

    Afmæli


    Árni
    Originally uploaded by Kitty_B.
    Þá er 10 ára afmælisdagur Árna runnin upp. Skrítin til hugsun að eftir 14tíma og 45 mínútur verða liðin nákvæmlega 10 ár frá því að hann leit dagsins ljós í fyrsta sinn. Þá verða líka 10 ár síðan ég átti barn sem barðist fyrir lífi sínu á gjörgæslu. En þar var hann lífshættuelga veikur í 2 daga og var í rúma viku í viðbót að ná sér. Síðan hefur hann nú spjarað sig vel þessi elska enda jákvæður og þrautseigur frá byrjun. Mér finnast þessi 10 ár hafa liðið ótrúlega hratt og botna nú eignlega ekkert í þvi að þetta geti staðist ...10 ár...nei kanski svona 2 - 3 en ekki 10 ótrúlegt hvað þetta líður hratt hann verður fluttur að heiman áður en ég veit af.

    Ég var líka að átta mig á því að það eru bara 3 dagar þangað til við hjónin förum til útlanda. Guðni er að fara á ráðstefnu og þá daga sem hann er þar ætla ég nú bara að slappa af lesa bækur og rölta um bæin og skoða mannlífið. Holland er yndislegur staður og ég hlakka til að rölta um og skoða Leiden. Svo barst okkur tölvupóstur frá fyrirtækinu sem heldur ráðstefnuna en þá höfðu þeir frétt af því að Guðni og einhver annar frá einhverju öðru heimshorni hefðu tekið makana með svo þeir vilja ólmir fá okkur í kvöldverðarboðið sem er á fimtudagskvöldið. Mér finnst þetta nú ótrúelga huggulegt af þeim að bjóða makaræflunum með þeir hefðu nú alveg getað látist ekki vita af okkur :) Ég hafði nú alveg búist við að borða alein á hótelinu þetta kvöld en nei nú er því reddað jibbý !! Eina sem við hjónin höfum svo planað er ferð til Amsterdam. Eins skondið og það er að þá hef ég þvælst um Holland þvert og endilangt en aldrei komið inn í Amsterdam bara komið á Shiphol til að fljúga burt. Nú skal því breytt !! Mig langar mikið að skoða Van Gogh safnið ég er nú ekki mikil safna eða listaverka manneskja en þetta langar mig að sjá !! Mig langar líka að skoða hús Önnu Frank. Mér skilst að það sé svo margt skemtilegt að sjá og upplifa í Amsterdam og bíð ég því spennt eftir að sjá dýrðina. Ég sé líka í hillingum að eyða smá tíma með eiginmanninum og fá smá hvíld frá heimilinu hér ....jeij bara 3 dagar. Ég þarf samt að hafa hraðar hendur og pakka og ganga frá því ég er að vinna mánudags og þriðjudagskvöld og flýg út eldsnemma á miðvikudagsmorgun. Ætli ég hendi ekki ofan í töskur í kvöld og gangi svo í einhverjum gömlum druslum hér heima síðustu dagana. Eins gott að spítalinn skaffar vinnuföt !

    P.S. ég er enn að blogga frá Flickr án flickr væri bloggdögum mínum á blogspot lokið eða allavega ansihreint stopult bloggið frá mér. Gallinn er hinsvegar sá að ég get ekki lagað neinar stafsetningarvillur eða neitt annað sem úrskeiðis fer í textanum hjá mér. Ég get heldur ekki linkað inn á skemtilegar síður eða slíkt...nema þá í ef svo ólíklega vilji til að það róist eithvað í vinnunni þá get ég kanski stolist í tölvuna þar og hent in þeim linkum sem mig langar til að deila með öðrum og lagar stafsetningavillur og bull.

    laugardagur, október 21, 2006

    Singstar Anthems


    Fresiur
    Originally uploaded by Kitty_B.
    Ég upgötvaði í dag mér til mikilar undrunar en líka mikillar gleði að það hafði laumast framhjá mér nýr Singstar diskur sem ber nafnið Singstar Anthems. Á honum eru þvílík snilldarlög svo ég keypti hann náttúrlega á staðnum og fór beint heim að syngja. Þarna eru lög eins og Raining Men, I will survive, Total eclipse of the heart, If I could turn back time, Never been to me, Young hearts run free, Radio ga ga og I want to dance with somebody. Þarna er líka hið hrikalega kjánalega sænskupoppslega lagið Making your mind up ég fæ svo mikin kjánahroll af því að það er svakalegt. Ég mæli einlæglega með þessum hann er mikið betri en síðasti Singstar svo er líka farið að styttast í Singstar Legends og þar eru sko alvöru lög líka :) En þessi stytti biðina nú alveg helling he he

    Ó mæ ó mæ


    Fresíur
    Originally uploaded by Kitty_B.
    Held að það sé nú bara eithvað að hjá mér þessa dagana. Heimilið hefur haldist ofanjarðar síðustu vikur og þar af leiðandi riggaði ég upp bekkjarafmælinu fyrir Árna á föstudag kl. 16 því var svo lokið kl.18 en síðustu gestirnir fóru nú ekki fyrr en um hálf átta. Þá reif ég ryksugunua upp og þreif eftir atganginn enda sá nú dáldið á húsnæðinu eftir 13 fjöruga 10 ára stráka. Þegar tiltektinni var lokið og húsið orðið hreint og fínt aftur þá skipti ég um í þvottavélinni og setti leikskóla fötin hennar Önnu í vélina og tók þau aftur út einum og hálfum tíma síðar. Þá var klukkan rétt um kl. 22 þetta er sko nýtt met á þessu heimili að leikskólafatnaðurinn sé tilbúinn til notkunar á laugardagsmorgni. Yfileitt er hann þvegin á sunnudegi og svo biður maður alla góða vætti um að flýta því að dótið þorni yfir nótt sem gerist nú sjaldnast þegar þvegnar eru vatteraðar úlpur....

    mánudagur, október 16, 2006

    Laser..


    IKEA flugeldar
    Originally uploaded by Kitty_B.
    Þá er ég búin í fyrstu laser meðferðinni hjá honum Bolla húðsjúkdómalækni. Það er alveg ótrúlega gaman að fara til hans því hann er svona léttur og skemtilegur karakter. Hann byrjaði á því að taka einskonar "mugshot" af mér. Það fór þannig fram að hann skrifaði kennitöluna mína á límmiða sem var svo límdur á hökuna á mér síðan var smellt af svo var miðinn færður neðarlega á kinnarnar á mér báðu megin og þær myndaðar. Þetta er víst til að eiga sönnun fyrir TR að ég hafi virkilega þurft á þessu að halda. Því næst lagðist ég á bekkinn og fékk forláta hlífar yfir augun sem halda öllu ljósi úti en það dugar samt ekki því geislinn er svo sterkur að þrátt fyrir hlífarnar og að maður sé með harðlokuð augun þá sér maður samt þvílíkan blossa. Þetta er í sjálfu sér ekki svo rosalega vont bara rétt eins og maður sé stunginn með títuprjón á þau svæði sem skotið er á. Hann tók nánast allt andlitið á mér í gegn enni, kinnar, nef og höku. Mekrilegt var samt að það var verst að láta skjóta á hökuna hún er margfalt viðkvæmari en öll hin svæðin. Þetta var nú samt ekki verra en svo að ég hef farið í strípur sem voru verri en þetta..þ.e.s. þegar verið var að plokka hárið upp úr hettunni með heklunál. Ég er að með smá brunatilfinningu í hægri kinnini en það getur vel verið að það sé bara rósroðinn þetta er svoleiðis sólbruna tilfinning eins og fylgir honum ef þetta er út af lasernum þá er þetta samt ekkert verra en venjulegt r.r.kast. Mér var svo uppálagt að ef það sæist til sólar þegar ég færi út í bíl þá ætti ég að fá mér sterkustu sólarvörn sem fengist í apótekinu niðri áður en ég færi út því húðin verður víst svo viðkvæm að maður getur brunnið í gegnum bílrúðu. Auðvitað var sólskin svo ég trítla mig niður í apótek. Ég ætlaði nú aldrei að finna sólarvörnina og mátti fá aðstoð við það.. enda komin október og sólarvörn er víst ekki ofarlega á innkaupalista Íslendinga. Ég fann þó síðasta brúsann af sólarvörn nr. 30 og skrölti niður í bílageymslu inn í bíl og makaði á mig sólarvörninni áður en ég hætti mér út í dagsbirtuna. Mér fannst þetta nú óborganlega kjánalegt enda skítakuldi og ekkert sólarvarnarlegt veður en allur ver varinn góður. Nú hegða ég mér bara eins og vampíra það sem eftir er dags og held mig inni þar til sólin sest :)

    sunnudagur, október 15, 2006

    IKEA


    IKEA flugeldar
    Originally uploaded by Kitty_B.
    Þá er IKEA formlega opnað og opnunarhelginni lokið vonandi er þá mestu törninni lokið og við endurheimtum vonandi húsbóndann á næstunni.
    Það var sko engin smá flueldasýning eftir lokun hjá þeim í kvöld ég er ekki frá því að þetta hafi verið flottasta flugelda sýning sem ég hef séð !
    Anna er betri hitinn er kominn niður í eðlilegt horf. Skrítið hvernig krakkar eru fá 40 stiga hita (39,9 var hámark gærdagsins) en svo seig hitinn jafnt og þétt niður í dag og hún var orðin hitalaus undir kvöld. Hún er nú enn svoldið lítil í sér og slöpp en hitinn er allavega búinn.
    Geysp held ég haski mér í háttinn ég þarf nefnilega að vakna í fyrramálið og fara í fyrstu lasermeðferðina hjá húðlækninum mínum á morgun. Ég get nú ekki að því gert að ég er það mikil kveif að ég kvíði dáldið fyrir þessu. Þetta er víst ekkert óbærilega vont en samt ekkert þægilegt heldur skilst mér :s En vonandi dugar þetta til að berja rósroðann niður enda ýmislegt á sig leggjandi til þess.

    laugardagur, október 14, 2006

    Jamm og Já


    Flora
    Originally uploaded by Kitty_B.
    Það átti að segja mér eithvað þegar Anna var vöknuð kl. 6:11 í morgun. Allt virtist svo sem í lagi og ég hallaði mér aftur meðan Anna horfði á barnaefni undir traustri handleiðslu afa síns. Mín börn vakna ekki af sjálfsdáðum svona snemma nema eithvað sé að. Anna sofnaði að vísu aftur um 11 leytið og svaf til hálf tvö en þá var líka ljóst að eithvað var að. Hún var eldrauð í framan, glaseygð og lítil í sér. Hitamælirinn sagði 39,3 svo ég var ekki á leið í vinnu :( Eftir hitalækkandi og smá Pepsi fór hitinn niður í 38,0 og nú liggur mín upp í stofu og horfir á Gullbrá og birnina þrjá.
    Ég sem var nú eiginlega búin að hlakka til að komast út úr húsi og á meðal fólks. Deginum í gær var nefnilega að mestu eytt í þrif og þvotta. Ég keypti nýjar gardínur í eldhúsið og nýjan dúk á borðið en hinn nýji dúkurinn var endanlega ónýtur eftir að hafa orðið aftur fyrir heitri steikarpönnu *stuna* Nú dugði ekki að snúa honum og láta bráðna og götótta partinn liggja uppfyrir og að vegg. Í dugnaðarkasti hengdi ég líka upp Glansa stjörnuseríuna í stofugluggann og held að hún komi bara assskolli vel út. Ég veit að tæknilega séð er þetta jólasería (þessvegna hef ég ekki alveg getað kveikt á henni strax) en mér finnst þetta nú bara flott skamdegis gluggaskraut og segi nú bara eins og Guðlaug Jóla hvað ?? ;) Stjörnurnar eru nú líka bara ansi flottar þó það sé slökkt á ljósunum.
    Önnu greyinu ofbauð alveg tilstandsleysið í gær skildi ekkert í því að það væru engar afmælisgjafir, engin kaka og engir gestir heldur. Ég endaði því á að panta pitsu og leigði DVD og ég og börnin kúrðum okkur yfir þessu fram undir háttatíma hjá börnunum.

    föstudagur, október 13, 2006

    Jólaskraut

    Eithvað hef ég verið að segja fólki frá fallega jólaskrautinu í IKEA hér koma svo sýnis horn..........need I say more !!

  • Jóla stígvél


  • Jóla ungar
    Ammæli
    Ég á afmæli í dag,
    ég á afmælí dag.
    Ég á afmæli sjálf,
    ég á afmælí dag.

    Jamm þá er enn einn afmælisdagurinn runnin upp og ekkert nema gott um það að segja:) Ekki verður þó neitt úr afmælisuppáhaldi hér á bæ enda allir á kafi í vinnu ég á að vísu frí á morgun en verð að vinna alla helgina.
    Guðni greyið hefur ekki sést hérna heima síðustu vikur og er ekki kominn heim þegar þessi orð eru skrifuð. Ég á ekki von á að hann verði sýnilegur hér á næstunni heldur. Anna grætur fögrum tárum á hverju kvöldi núna og vill fá pabba. í gærkvöldi horfði hún á mig tárvotum augum og spurði "hann kemur aftur er það ekki "

    miðvikudagur, október 11, 2006

    Flora


    Flora
    Originally uploaded by Kitty_B.

    Ó já

    Ég las grein í Fréttablaðinu um daginn sem vakti hjá mér pínkulitla kátínu. Í greininni er byrjað að segja frá skóla í Noregi sem fer fram á það að strákarnir pissi sitjandi því þeir einfaldlega hitti ekki almennilega í klósettið. Formaður Demókrata í Noregi er víst ekki hrifinn og segir að það sé verið að skipta sér af sköpunarverki Guðs því karlmenn hafi pissað standandi frá upphafi og það séu mannréttindi að vera ekki neyddur til að pissa eins og stelpa. Ekki var þetta nú það eina í greininni sem vakti áhuga minn og fékk mig til að glotta með sjálfri mér því farið var almennt út í þau vandamál sem fylgja þessu uppistandi á karlmönnum. Eithvað er víst um það að karlmenn sem eru ábyrgir fyrir þrifum á klósettum heimilanna venji sig í snarhasti af því að pissa standandi (he he he afhverju ætli það sé). Í henni Ameríku eru víst til samtök sem kallast MAPSU (Mothers against peeing standing up) og þær ganga svo langt að seja að uppistandið sundri fjölskyldum, hana nú þar hafiði það !
    Vitnað var í íslenska bloggfærslu um þetta mál en þeir á fréttablaðinu létu alveg vera að orða hans lausn á málinu he he he ...

  • Alvöru karlmenn pissa sitjandi

  • Heimasíða MAPSU



  • Ég keypti dót handa börnunum mínum um daginn og áletrunin á umbúðunum hefði passað ágætlega í Headlines hluta af Jay Leno þætti. En textinn er svohljóðandi " It can be happy and gay for children not good hearing if product is with mark" Ekki get ég ímyndað mér hvað í ósköpunum þetta á að þýða.

    Getur einhver útskýrt fyrir mér hvað er að foreldrum sem skamma löggunua fyrir að stöðva börnin þeirra fyrir ofsaakstur. Hvernig dettur móður 17 ára drengs að segja við lögregluna að hún treysti drengnum fyllilega til að aka bíl eftir að krakkinn var tekinn á 125 km hraða innan borgarmarkanna. Finnst fólki þetta virkilega ekkert athugavert ?
    Ég dáist aftur á móti að móðurinni sem hringdi í lögregluna og bað þá að taka gera bílinn sinn upptækann svo sonurinn gæti ekki farið sér að voða á honum eftir að hann hafði verið stöðvaður fyrir ofhraðan akstur. Svona á að taka á málunum !!

    Fór með Önnu og Árna á Family day í nýja IKEA og vá þvílíkt flott og vöruúrvalið er þvílík að það hálfa væri hellingur. Mæli með að fólk kíki í IKEA 12 október !!

    Eina leiðin fyrir mig að blogga þessa dagana virðist vera í gegnum flickr. Þetta er ekki blogger.com að kenna heldur siminn.is og þeir segja fólki að routerinn þeirra sé ónýtur sem er bara bull. Talandi um þjónustuna hjá símanumm ARG !!!!! Skjárinn bilaði ég get ekki horft á neinar stöðvar í gegnum hann kemst bara VODið. Þetta bilar á fimtudag og ég gaf þessu smá séns en kl. 22 ákveð ég að hringja í þjónustuverið og fá aðstoð. Jú ég fæ samband við þjónustu fulltrúa sem gefur mér samband við tækniaðstoð þar er ég aðeins númer 20 í röðnni. Hlusta á einhverja tónlist...nr 19 meiri tónlist...............nr.17 enn meiri tónlist ... nr 16..........ekkert......................................... 5mínútur líða og enn ekkert engin rödd sem segir að ég sé nokkurt númer eða neitt. Þegar þarna er komið við sögu var ég búin að bíða í 35 mínútur í símanum. Ég hélt að sambandið hlyti að hafa slitnað skelli á hringi aftur vel tækniaðstoð og viti menn ég er nr. 22 í röðinni ARG þegar ég fæ að vita að ég er númer 18 tuttugu mín seinna þagnar allt aftur .. ég ákveð að gefa þessu séns...... Klukkutíma seinna svara loks tæknimaður og viti menn hann getur ekkert gert nema senda þetta áfram... reyndi að vísu að láta mig slökkva á routernum, myndlyklinum o.s.v.f. þetta átti að taka 1-3 virka daga og auðvitað var föstudagur daginn eftir. ........ Skjarinn var ekki kominn í lag í morgun svo ég hringi aftur núna sem beturfer bara nr.2 í röðinni aftur er slökkt og kveikt á routernum og lyklinum en ekkert lagast... nú skal aftur senda málið áfram og bíða í 1-3 virka daga og þá er náttúrlega helgi eftir 2 virka............ á meðan borgum við skjáinn væntalega fullu verði. Ekki nenni ég nú að bíða í 1 klukuktíma og 45 mín í 8007000 að fá niðurfellingu á reikningnum ................

    sunnudagur, október 01, 2006

    Bilað


    Rjúpa (Lagopus muta)
    Originally uploaded by Kitty_B.
    Argh suma daga langar mann bara að vera upp í rúmi...sem er synd þar sem það er yndislegt verður. Ekki að það breyti neinu hve gott verðirð er því ég er að fara að vinna ......
    Tölvan mín er biluð, myndirnar, tónlistinn og annað skemtilegt er lokað og læst þar inni núna. Í tilefni af kuldanum blossaði rósroðinn upp er samt skárri en í meðal ári ..enþá. Einhver setti sjóðandi heita steikarpönnu á nýja borðdúkinn í eldhúsinu og hann er nú götóttur og bráðinn. Argh mig langar upp í rúm og breiða sængina upp fyrir haus :(