þriðjudagur, janúar 06, 2004

Eftir stöðugar rannsóknir í hálfan mánuð hef ég komist að þeirri niðurstöðu að það er ekki, ég endur tek EKKI, hægt að deyja úr leti. Ég er búin að gera stórvægilegar og miklar tilraunir á þessu sviði og þetta er niðurstaðan: Ef hægt væri að deyja úr leti væri ég löngu dauð. Ég svindlaði að vísu smá á þessu ransóknar verkefni í gær og tók aðeins til en það var ekki nóg til að spilla heildarniðurstöðu rannsóknarinnar.
Ég las mér til mikillar ánægju að það eru aðeins 60 dagar 10 tímar 9 mínútur og 45 sekúndur (þegar þetta er skrifað) þangað til að formúlutímabilið 2004 hefst. Ég læt mig dreyma um spennandi keppni enda eru nýjir bílar og tvær nýjar brautið Barhrein og Shanghai.
Keppnisdagatalið lítur einhvernvegin svona út:

7 Mars Ástralía
21 Mars Malasía
4 April Bahrain
25 April San Marino
9 Maí Spánn
23 Maí Monakó
30 Maí Evrópa
13 Júní Kanada
20 Júní Bandaríkin
"4 Júlí" Frakkland
11 Júlí Bretland
25 Júlí Þýskaland
15 Ágúst Ungverjaland
29 Ágúst Belgía
12 September Italía
26 September Kína
10 Oktober Japan
24 Oktober Brasilía

Það var að vísu einhver spurning um Frakklandskappaksturinn en öll liðin þurftu að samþykkja dagsetninguna fyrir 31 des. og ég hef enn ekki fundið neitt um hvort þetta var samþykkt eða ekki.
Best að fara að koma sér að sækja Önnu á leikskólann en í dag var fyrsti skóladagur hjá öllum grislingunum hér.

laugardagur, janúar 03, 2004

Og hana nú þá er símamet þessarar aldar í höfn mér tókst að vera nánast samfleytt í 4ra tíma í símanum í dag. Geri aðrir betur í svona frístunda símtölum. Þetta var að vísu ekki við sömu manneskjuna en ég átti semsagt 2 eins og hálfs tíma samtöl í röð það liðu 2mínútur á milli. Það er að segja frá því að ég lagði á eftir fyrra símtalið og þar til síminn hringdi og þá tók við annar 1og hálfur tími í síma. Svo var því rétt lokið þegar næsti hringdi og það tók rúman hálftíma. Annað eyrað á mér er sýnilega stærra eftir daginn.
Ég fór á vídeóleiguna í fyrsta sinn á þessu ári og í fyrsta sinn amk hálft ár. Tók X-men 2 og The hours. Ég skemmti mér konunglega yfir X-men alveg eins og yfir fyrri myndinni. En ekki get ég nú sagt að ég hafi haft mikla ánægju af The Hours mér hreinlega dauðleiddist var alltaf að vona að eithvað gerðist en nei það gerðist nú ekki mikið. Endirinn var að vísu þannig að hann fléttaði myndina saman en mér var næstum því bara alveg sama. Eina sem var virkilega flott við þessa mynd er hvað Nicole Kidman er bara ekkert lík Nicole Kidman. Ég eyddi löngum tíma í að reyna að sjá að þetta væri virkilega hún en það gekk ekki. Ég held að það hafi verið eina ástæðan fyrir því að ég entist til að horfa á alla myndina. Eftir fyrsta klukkutímann var ég að vísu farin að hraðspóla yfir ca. 5 mínútur og horfa á 2 hraðspóla yfir aðrar fimm og horfa á aðrar 2 osvf. The Hours er alveg jafn hrútleiðinleg og The English Patinent það má vart á milli sjá hvor er leiðinlegri. Ég held að þessar tvær myndir muni tróna á toppi 10 leiðinlegustu mynda sem ég hef nokkurntímann séð.
Ja hérna hér hvað haldið þið er ekki bara árið búið, jólin að verða búin og allt. Annars voru þetta bara hin bestu jól og áramót. Ahh á meðan ég man Gleðilegt nýtt ár allir saman og takk fyrir öll gömlu árin. Já jólin fóru bara friðsamlega fram hér he he he. Við vorum saman hér heima á aðfangadagskvöld. Við vorum að vísu svoldið sein með matinn en það gerði ekkert til eða þannig sko. Ég er að vísu voðalega eithvað föst í því að mér finnst að það eigi að byrja að borða strax uppúr kl. 18 og á síðustu 10 árum hefur það tekist 2svar he he og samt held ég áfram að láta mig dreyma um að byrja að borða kl 18. Skil ekki afhverju ég sætti mig ekki bara við það að borða kl. 19 það væri svo mikið einfaldara að plana þetta bara þannig. En burt séð frá þessu þá var aðfangadagur vel heppnaður. Við breyttum til og höfðum svínahrygg (pörusteik) í jólamatinn, en héldum hefðinni með jólasúpunni (rjómalöguð aspassúpa) annars myndu börnin sennilega lögsækja okkur he he. Svo tók þessi klassíska hefð við opnaðir pakkar og svo einhventímann seint og um síðir borðuðum við eftirmatinn sem að þessu sinni var aðkeyptur ís þar sem ónefnd húsmóðir er búin að vera afspyrnulega framtakslaus fyrir þessi jól. Má teljast merkilegt að það skyldu komast upp einhverjar skreytingar en þær voru líka óvenju litlar og ræfilslegar. Á jóladag mætti ég svo til vinnu kl. 15 og það var nú aldeilis fínt reyndar brjálaða að gera svo brjálað að ég var beðin um að mæta á aukavakt á annan í jólum sem ég ákvað að gera. Ég þurfti að vísu ekki að mæta fyrr en kl 9 og fékk að fara heim kl 12 það var rosa lúxus að mæta svona rétt í mesta annatímann og mega svo bara fara heim mmmm. Svo lagði ég mig í smá stund þegar heim var komið. Páll nokkur vinur okkar hringdi svo og kom með afbragðs hugmynd en það var að hittast og spila Battlefield við tókum hann á orðinu boðuðum aðra brjálaða BF spilara í heimsókn og haldið var einstaklega vel heppnað BF mót sem varði til kl 4 um morguninn. Vá þvílíkt STUÐ !!! Nú svo tók við frídagur í leti og ró vaknaði seint enda fór ég "snemma" að sofa. Á sunndudaginn mætti ég svo til vinnu galvösk og það var enn brjálaða að gera því það var einhvernveginn þannig skipulagt aðeins 8 rúm opin á deildinni og því færra starfsfólk en úps allir 8 sjúklingarnir voru barasta mikið veikir svo það var NÓG að gera. Svo komu nokkrir snjóþungir og kaldir dagar sem einkenndust af áframhaldandi leti áður ónefndrar húsmóður. Vegna hálku og eða Snjóþyngsla var ófært út með hundinn og við bæði frekar fúl yfir því.
Það var ekki að spyrja að því Gamlársdagur rann upp með pompi og prakt að venju var haldið til mömmu um sex leytið. Að vísu voru Dísa og Daði svo höfðingleg að skjóta skjólshúsi yfir Fjölskylduveisluna og þvílík snilld. Rúmgott og frábært húsnæði þeirra gerði áramótaveisluna enn betri en hún hefur verið og gott var það fyrir. Á borðum var að venju hangikjöt að hætti Grænvetninga og bragðaðist það amk. jafn vel og alltaf áður þó að það væri reykt í Garði að þessu sinni. Ekki að spyrja að þeim í Görsungum :-) hlaupa undir bagga og bjarga jólunum fyrir okkur, megi þeim launast það tífalt og jafnvel gott betur. Í eftirrétt töfruðu þau svo fram dýrindis súkkulaði köku og heimalagaðann hlynsírópís ég hélt að ég myndi loksins rifna á saumunum þegar þarna var komið við sögu. Þetta var sennilega besti eftirréttur sem ég hef fengið , amk á þeim tíma sem ég man eftir og ég man óþarflega langt aftur. Svo eftir áramótaskaupið (sem mér fannst nú bara vel heppnað hvað sem öðrum finnst um það, Pifft) rúlluðum við heim. Ég vissi nú ekki alveg hverju ég átti von á varðandi Leó og áramótin en auðvitað stóð þessi elska sig alveg eins og hetja var bara rólegur og góður. Honum var nú greinilega ekki alveg sama um lætin en lét sig hafa það. Svo eftir miðnætti mætti brjálaða BF gengið aftur og við spiluðum til kl sex um morguninn. Ég komst að svoldið sorglegri staðreynd eftir það en hún er sú að ég er orðin of gömul til að vaka svona lengi ég er bara alveg hætt að þola þetta SNIFF, SNIFF, SNIFF.
Allavega þá er ég búin að blogga öll helstu ævintýri síðustu vikna nema þetta
  • HÉR
  • sem ég lenti í í dag he he. Eftir að ég fékk Leó hefur hver dagur verið ævintýri líkastur he he he.