miðvikudagur, júní 30, 2004

TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN BERGÞÓRA !!!

Bergþóra frænka næstum systir á afmæli í dag og óska ég henni innilega til hamingju með það !!
Ásdís er komin heim !!!!!!!!!!!!!!!1

Ég er nú ekki alveg bloggdauð þó það mætti fara að halda það miðað við einlæga leti mína við að skrifa síðustu vikur. Ég hef bara verið svo andlaus og þreytt að ég hef ekki orkað að blogga. En nú er ég búin með verstu vinnuvitleysuna og sé fram á bjartari tíma með eðlilegum fríum og kanski er bara helgar frí innan tveggja vikna héðan í frá (7,9,13). Í dag kláraði ég 6 daga vinnutörnina mína og þarf ekki að fara aftur í vinnuna fyrr en á föstudagskvöldið. Viðvera mín í vinnunni var farin að valda sjúklingunum mínum áhyggjum þar þeim var farið að finnast að ég væri bara alltaf þarna og tók steinin úr daginn sem ég mætti á morgunvakt eftir kvöldvakt. Þá voru 5 manns sem spurðu mig hvernig þetta væri eingilega hvort ég fengi bara aldrei frí og fannst þeim frekar illa farið með mig. He he ég gat nú huggað mannskapinn með því að ég hefði nú náð 7 tíma hvíld á milli vakta svo ég gæti nú ekki kvartað ( það er nú bara slatta meira en sumir læknanemarnir fá :-s). En þetta var að vísu allt sjálfskaparvíti þar sem ég skipti helginni núna síðast fyrir helgi í júlí þaning að ég byrja 2 dögum fyrr í sumarfríi en ég hefði annars gert Jibbí.
Ég var svo hamingjusöm yfir að sjá fram á frí að ég pantaði mér tíma í klippingu og strípur.......get ekki beðið.
Ásdís kom heim núna í kvöld og mikið óskaplega var gott að fá hana aftur. Hún kom auðvitað færandi hendi ég fékk líka þetta fína armband sem er flottasta armband sem ég hef nokkurntíman átt. Allir fengu gjafir og meira að segja kisurnar og Leó fengu dót.
En nú er ég farin að sofa og ætla að njóta dagsins á morgun með eldri grislingunum í bland við að að stinga út rusli og drasli sem safnast hefur upp síðustu dagana.

föstudagur, júní 18, 2004

Geysp !!!
Ég gerði leiðinleg mistök í morgun ég vaknaði eldhress kl. 7 spratt á fætur og klæddi mig og ætlaði galvösk í vinnuna. Mér varð það á að kíkja í vaktabókina mína áður en ég lagði af stað og komst að því að ég á að vera á kvöldvakt. ARGH fúlt að vakna svona snemma til einskis.
Ásdís fór á skátamót um síðustu helgi kom heim eins og hún hefði lent í sjávarháska þ.e.s. hún var blaut og köld inn að beini. Helgin hafði víst verið eins og þáttur af Survivor Iceland. Það var grenjandi rigning, tjaldið þeirra breyttist í innanhúss sundlaug, þau fengu víst lítið að borða, sem dæmi var Homblest súkkulaði kex og kókómjólk í morgunmat. Þegar loks var gefist upp á útilegunni mátti flokkurinn hennar Ásdísar ganga 3ja kílómetra leið í rigningunni til að komast í skálann. Það sem gerði gönguna enn súrari var að allir hinir hóparnir höfðu rútur og þurftu því ekki að njóta rigningarinnar á leiðinni í skálann. Það sem mér finnst svoldið skondið í þessu öllu er að skátarnir lögðu til tjaldið þar sem þeir vilidu ekki að krakkarnir kæmu með eiginn tjöld því þau kæmu oftast með "léleg" rúmfatalagerstjöld sem héldu ekki vatni. Ekki voru skátatjöldin neitt betri. Skátarnir lögðu líka til matinn og lögðu blátt bann við að krakkarnir kæmu með ætan bita með sér. Þetta var eini hópurinn sem þurfti að lúta þeirri reglu allir (flestir) hinir komu með gos, nammi og annan mat með sér. Maturinn sem krakkarnir í Vífli fengu voru pulsur í pulsupartýi og svo súkkulaði kex og kókómjólk. Þetta reyndist þeim ekki nægur matur í vosbúinni frá föstudegi til sunnudags. Ég verð nú að játa að ég hélt að þetta væru ýkjur í Ásdísi þegar hún sagði mér af ástandinu þegar hún kom heim enda á hún það til að ýkja svoldið þegar ALLIR hinir koma við sögu og líka hefur hún verið duglega að sjá bara neikvæðuhliðina þegar hún segir frá. En ég fékk þessa frásögn hennar staðfesta í gær og fyrradag fyrst þegar ég talaði við flokkstjórann hennar og svo þegar ég talaði við móður annarar stelpunnar sem fór með henni í ferðina. Ástandið var víst vægast sagt ömurlegt og eithvað hefur verið talað um að reyna að bæta krökkunum þetta upp með því að halda aukafund í næstu viku þar sem á að bjóða þeim upp á pitsu og einhverja skemtun, auðvitað missir Ásdís af því þar sem hún er í Danmörku. He he ef kalla má að missa af því Danmörk vinnur pitsupartý auðveldlega. En þetta voru svo sannarlega kaldir, blautir og svangir krakkar sem komu af skátamótinu um síðustu helgi.
Ég keyrði svo Ásdísi á flugvöllinn á þriðjudagsmorguninn ég lagði af stað héðan kl. 4:30 þessi tími dags á sko alls ekki við mig OJJ ég var eins og Álfur út úr hól ef ekki eithvað þaðan af verra. Svo skemtilega vildi til að Alexandría hennar Cyndiar var að fara á sama tíma til Frankfurt svo við sóttum þær inn í Njarðvík og héldum svo í Leifsstöð. Þar upphófust ósköpin !! Ég innrita Ásdísi og þá kemur fyrsta áfallið auðvitað þarf maður að gefa upp Heimilsfang og símanúmer þess sem tekur á móti henni úti AUÐVITAÐ(Dohh !! You stupid woman) Haldiði að ég hafi munað eftir að hafa þessar upplýsingar á reiðum höndum nei aldeilis ekki langt frá því. Ég panikkaði aðeins en svo datt mér einn bjargvættur í hug Rannsí amma Ásdísar auvitað hefði hún þessar upplýsingar á reiðum höndum. Ég gríp gemsann og tel mig muna númerið en nei ég snéri tölunum eithvað við og alls ókunnur maður svarar í símann (kl. 5 að morgni) ég biðst innilega afsökunar og reyni aftur fullviss að ég hafi lagað mistökin en aftur svarar ókunni maðurinn (grát). Konan í innrituninni benti mér vinsamlegast á að nota 118 sem ég og gerði og bað þær að gefa mér samband. Auðvitað hafði Rannsí þetta allt á reiðum höndum og brást ótrúlega vel við þessari truflun kl. 5 að morgni. Ég er nú enn með samvisku bit yfir að vera að hrella hana á fætur svona snemma og hvað þá aumingja mannina sem ég hringdi tvisvar í að ósekju. Næsta mál er að fá passa svo við Cyndi gætum fylgt stelpunum upp í flugstöðina og það gekk vel fyrir sig. Þá er komið að vopnaleitinni og hvað haldiði. Ásdís fer á undan og það pípir og vælir í henni. Ég tek úlpuna hennar og smelli á færibandið og hún fer aftur í gegn og í þá pípir ekki. Ég skýst í gegn og allt í góðu. Ég sé strax á svipnum á verðinum við gegnumlýsinguna að það er eithvað alvarlegt að. Ég gríp úlpuna hennar Ásdísar og fer að leita í vösunum og hvað finn ég jú Svissneskan hermanna vasahníf með öllu. Hann var auðvitað gerður upptækur og minnstu munaði að Ásdís hefði verði flengd á staðnum. En hún ber fyrir sig minnisleysi og segist ekkert muna hverngi hnífurninn komst í úlpuna. Núna gengur Ásdís undir nafninu Litli Terroristinn og úlpan er hér eftir Glæpagallinn. Á ýmsu átti ég nú von en ekki því að vopn yrði gert upptækt hjá mínu eigin barni í Leifsstöð. Restin af Leifstöðvarævintýrinu gekk nú bara vel. Við komumst meðal annars að því afhverju Iceland Express heitir Iceland EXPRESS. Fyrst má nefna að engin röð var í innritunina og því gerði lítið til þegar allt fór í steik við að skrá upplýsingarnar um Ásdísi það voru ekki 150 reiðir túristar fyrir aftan okkur. Svo átti véiln hennar Ásdísar að fara kl. 7:30 en kl. 7:28 fór hún frá flugstöðinni og 7:34 var hún komin í loftið þetta er sko alvöru Express. Alex hennar Cyndiar átti hinsvegar að fara með Icelandair kl. 7:25 en sú vél fór nú ekki frá flugstöðinni fyrr en 7:45 ekkert Express vð það.

þriðjudagur, júní 08, 2004

Sail on...............

Jæja þá poppa ég upp úr vinnu kafinu í smá stund ég er búin að vera á næturvöktum og því ekki mönnum sinnandi. Ég er víst að fara að vinna aftur á morgun og verð í vinnunni fram á sunnudag. Ég átti nebbla að eiga helgarfrí um næstu helgi en það vantaði á vaktirnar um helgina svo ég tók eina á laugardagskvöld. Ég er mikið að hugsa um að skipta bara um lögheimili héðan í frá verð ég sennilega búsett á Hringbrautinni ekki í Garðabænum eða þannig sko.
Ég heyrði alveg frábært lag í útvarpinu þegar ég var að sækja mér föt á fatalagerinn í vinnunni um daginn. Ég náði ekki nafninu þá en það sem ég náði var að flytjandinn er Regína Ósk og lagið er eftir Jóhann Helgason. Ég er síðan búin að leita logandi ljósi dyrum og dyngjum að þessu blessaða lagi. Eftir að hafa spurt kóng og prest og ýmsa fleiri og fengið hálf undarlegt augnatillit fyrir var ég farin að halda að mig hefði bara dreymt þetta. En svo datt ég áðan um síðuna hennar Regínu
áðan Og þar gat ég lesið mér til um að þetta er lagið Sail On sem kemur út á plötu sem Jóhann Helga var að gefa út. Ég vona nú bara að þetta verði bráðlega fáanlegt á tónlist.is svo ég geti hlustað á það í tætlur, ég er ekki viss um að ég tími að kaupa heila plötu af lögum Jóhanns Helgasonar. Ég er nefnilega búin að komast að því hvað var alltaf að lögunum hans Jóhanns Helga......... það vantaði alltaf Regínu Ósk til að syngja þau samanber frábæra útgáfu hennar á Don´t try to fool me. Eftir að ég var búin að skoða síðuna hennar og hlusta á "hljóðdæmin" sem boðið er uppá er ég enn heillaðri af þessari frábæru söngkonu. Hvet ykkur til að hlusta á Foolish Games og Latly sem er undir óútgefið efni þar má líka finna ágætis útgáfu af gamla Carpenders laginu We´ve only just begun. Svo getiði hlustað á 30 sek brot úr Sail On undir útgefið efni. Ég sit svo bara og bíð eftir plötu með öllum þessum frábæru lögum hennar sem ég hlustaði á þarna á síðunni hennar.

þriðjudagur, júní 01, 2004

Í skóla skemti ég mér trallalala tla la la la ..........

Við vorum að fá prófskírteinið úr Hundaskólanum

Leó útskrifast með 9.6 og Guðný með 10, fjúkket ég er klárari en hundurinn. Ég er nett stolt af þessum árangri okkar Jibbí. Kampavín á mannskapinn og hundinn síðar.