föstudagur, desember 28, 2007

Einmitt

Tekið af mbl.is:
"Vog: Það er svo margt að vita um heiminn. Vertu þakklátur þeim aðstæðum sem benda á að hvapð vantar í menntun þína. Þú fyllir í eyðurnar á næst þremur vikum."

Er þetta eithvað bundið við spána fyrir vogina að hún kemst ekki óbrengluð á netið eða er þetta svona með fleiri merki?? Annars er þetta nú bara lítið og saklaust miðað við sumt.

þriðjudagur, desember 25, 2007


Ha ??

Tekið af mbl.is ( án gríns þarf ekki að fara að athuga með mannskapinn þar??)

Vog: Þú ert flókinn. Það skilja þig ekki allir á alla þá vegu sem þú vera skilinn á. Sálarsystkini styður þig. Treystu þessu sérstaka sambandi.

En jú ég er örugglega flókin og misskilin það liggur eiginlega alveg í augum uppi.

sunnudagur, desember 23, 2007

Jólakveðja

Það tókst að koma jólapóstinum út og jólagjafirnar eru að detta í pakkana. Nú er bara eftir að snyrta slotið og þá mega jólin koma.
Gleðileg jól snúðarnir mínir !!

laugardagur, desember 22, 2007

Hvaða tegund af steik er þetta eiginlega ??
Hvar hafa þessir verið að smíða geimflaugar ??
Visir.is
Þarf að ræða þetta eithvað ??

föstudagur, desember 21, 2007


Reyki....
Á flandri okkar mæðgna í dag gall allt í einu úr aftur sætinu " OJJJ mamma sérðu hann er að reykja!! Það er leigubíll að reykja og hann er með alvöru reykipinna". Þarna var á ferð leigubílstjóri sem hékk hálfur út um gluggann á bílnum og reykti sígarettu af áfergju.
Dóttir mín kann ekki "rétta" orðið yfir þau tól og tæki sem notuð eru til reykinga, svo langt eru reykingar komnar út í horn í samfélaginu að yngri börn kunna þetta ekki. Því fann hún upp þetta fína orð reykipinni sem mér finnst sko eitt af betri nýyrðum sem ég hef heyrt lengi.

Annars er ég komin með jólatremma en er að verða búin með jólainnkaupin. Jólakortin hafa orðið alveg útundan þetta árið og veit ég hreinlega ekki hvort þau verða yfir höfðu skrifuð þetta árið :S

mánudagur, desember 17, 2007

Var dagurinn erfiður ??

Kíktu þá á þetta og sjáðu hvort brúnin lyftist ekki aðeins:



og ef þetta dugar ekki þá getiði kíkt á þetta en þetta er minn allara uppáhalds sketch með Rowan Atkinson:

fimmtudagur, desember 13, 2007

Sagan af Tannálfinum ..

Finnst þessi nokkuð góð og ákvað að deila henni með ykkur :) Sagan af tannálfinum á DPC

Ég held að það sé óhætt ..
.....að áætla að það sé hreint snarvitlaust veður úti. Við Leó getum ekki sofið, ég sit við tölvuna og dreg hausin niður á milli herða í verstu hviðunum því það hljómar hreinlega eins og þakið ætli af kofanum. Leó greyið er ekki alveg að höndla þetta stikar um gólf með skottið á milli lappanna og fletur eyrun niður kemur svo og rekur í mig nefið til að vera fá fullvissu um að þetta verði allt í lagi, stingur svo hausnum undir stól hjá mér.

Samkvæmt mælinum hér á Vífilstaðaveginum kl.02:00 er stöðugt rok upp á 26 m/s hér í Garðabæ og versta hviðan 42 m/s Það er kanski ekki skrítið að mér finnist að þakið ætli af :S

Svo núna eru götuljósin farin að slokkna .. en bara 3 ljós hér í götunni og 2 út á Hafnarfjarðarvegi svoldið skrítið að bara sum detti út þegar rafmagnið blikkar. Ég er sko komin með vasaljós í hönd...vilid óska þess að ég gæti bara sofið þetta af mér eins og restin af fjölskyldunni.

fimmtudagur, desember 06, 2007


Óléttu æði

Ég get svo svarið fyrir það önnur hver kona í mínu nágrenni er ólétt og á að eiga á bilinu mars - júní og ef þær eru ekki óléttar eru þær nýlega búnar. Missti ég af einhverju trendi sem var auglýst eða var eithvað í vatninu á tímabilinu júní -sept ég held ég hafi hreinlega aldrei áður þekkt jafn margar óléttar konur í einu :)
En vissulega er þetta svakalega spennandi og skemmtilegt!

miðvikudagur, desember 05, 2007


Kominn heim

Haldiði ekki að snillingarnir hjá Toyota hafi klárað að laga bílinn í dag akkúrat þegar ég var á rúntinum með yngsta grislinginn svo ég sótti náttúrlega lykilinn og borgaði reikninginn. Svo fórum við GM núna þegar hann var búinn að vinna að sækja greyið. Bíllin er greinilea betri en hann var fyrir og svo voru þeir í Toyota svo sætir að gefa okkur súkkulaði mola í kaupbæti :)
Það sem ég tek mest og best eftir er að núna er hægt að loka rennihurðinni hægra megin án þess að beita öllum kröftum og þeirri lagni sem maður á til ásamt 100 tilraunum, núna lokast hún í fyrstu tilraun án átaka. Við erum 2svar búin að biðja þá að laga þetta en þeir héldu því fram að þetta væri vegna þess að bíllinn væri of þéttur og því væri líklegt að þetta lagaðist með tímanum. En þetta hefur bara versnað og var komið á þann punkt að við vorum hætt að opna hurðarófétið því það var vonlaust að loka aftur svo þeir fengust loks til að laga þetta.

þriðjudagur, desember 04, 2007


Það passar...

Er það ekki klassískt að daginn sem þarf að skutla báðum börnunum í afmæli, Guðni er í vinnu til 22 og á lánsbíl frá pabba sínum þar sem hans bíll er dáinn þá er Prevían í viðgerð hjá Toyota og ólíklegt að þeir nái að klára að gera við hann fyrir lokun. Það kom í ljós fyrir 2 vikum að Hvarfakúturinn er ónýtur og þarf að skpita honum úr og átti að gera það í næstu ástandsskoðun hjá þeim í Toyota. Þegar þeir fara svo að gramsa í bílnum í skoðunni í morgun kemur í ljós að bremsurnar langt komnar svo það má ekki bíða með að skipta um þær. Það kom að vísu í ljós líka að vatnsdælan í bílnum er farin að sýna einhver merki um að hún ætli sér að gefa sig en það getur víst beðið eithvað aðeins að laga það. Við skulum bara átta okkur á því að það er desember og ekki beint það sem mann vantar mest feitur viðgerðarreikningur :s

Það er samt huggun harmi gegn að ég get líka fengið lánaðan bíl hjá pabba svo ég mun væntanlega get sinnt skyldum mínum sem einkabílstjóri barnanna :)