miðvikudagur, apríl 30, 2008

Tvö gömul og góð




þriðjudagur, apríl 29, 2008

Verðbólgumælir

Einhver besti verðlagsþróunarmælir sem ég hef aðgang að er gossjálfsali sem ég geng framhjá á leið úr og í vinnu. Núna gefur hann greinilega til kynna mjög skarpa hækkun. Þegar ríkið afnam vörugjaldið fyrir ári síðan eða svo kostaði gos úr sjálfsalanum 160 krónur eftir lækkun fór það í 130 sem hélst merkilega lengi. Fyrir tveimur mánuðum eða svo hækkaði verðið í 150. Nú í vikunni voru þeir að hækka verðið aftur flaskan er komin í 170 krónur nema Kristallinn sem kostar núna litlar 200 krónur. ÉG hafði reyndar ekki tekið eftir þessari þróun af sjálfstdáðum mér var bent á þetta og staðfesti söguna á leiðinnu úr vinnunni í gær.
Ég er nefnilega svo útsmogin að ég kaupi Kristalinn minn í Bónus og tek með mér í vinnuna því í Bónus kostar hann enn ekki nema rétt um hundraðkallinn en þá.

En svo maður víki nú að einhverju skemtilegra þá eru hér myndir úr Kræklingaveislunni sem haldin var á laugardaginn. Mynnasafnið er lokað almenningi að hluta á flickr en með því að kíkja á það í gegnum þennan LINK þá er hægt að skoða allar myndirnar :)

mánudagur, apríl 28, 2008

Hvað getur maður sagt ??


föstudagur, apríl 25, 2008

Jæja ..



Síminn hringdi loksins og hluti af niðurstöðunum er kominn. Prufurnar segja að Ásdís sé sannarlega veik en af hverju liggur ekki alveg ljóst fyrir. Læknirinn telur að sennilegast sé þetta Einkyriningssótt því hluti af blóðprufunum styður það en samt ekki prófið sem er mest afgerandi. Blóðprufurnar sem voru mjög saklausar síðast eru núna langt í frá eins saklausar er helsta niðurstaðan. Nú þarf að senda prufur í mótefnamælingu til að sjá hvort að það finnist mótefni við veirunni sem veldur Einkyrningsótt þetta ætti að vera komið í ljós á mánudag. Einnig þarf að bíða fram á mánudag með endanlegar niðurstöður úr strokinu sem tekið var. Þetta þýðir að á mánudag tekur við önnur eins símabið eins og var í dag, ég er barasta strax farin að hlakka til :/


Annars er ég farin að velta fyrir mér afhverju ekkert heyrist af viti um þá staðreynd að hjúkrunarfræðingar á skurðstofum LSH ætla að ganga út eftir 5 daga. Einhverstaðar heyrði ég því fleygt að ráðamenn treystu á að þetta væri kvennastétt með samvisku og því myndu þær ekki ganga út og þar af leiðandi þyrfti ekkert að hafa áhyggjur af þessu. Ætli það sé rétt að það sé hægt að berja á kvennastéttum vegna þess að þær hafi samvisku ?? Hafa karlastéttir ekki samvisku ??
Hefur fólk kanski ekki spáð í það hvað það þýðir ef skurðhjúkrunarfræðingar ganga út og hætta. Ætlum við þá virkilega að senda okkar fólk erlendis í aðgerðir eins og einhver mannvitsbrekkan stakk uppá. Það er þá einsgott að það sé ekki mínútuspursmál um að bjarga við komandi. Er treyst á að þeir geti mannað allar neyðaraðgerðir og senda hina úr landi ?? Gengur það upp ??

Fullorðinn frændi minn benti mér á það að það væri náttúrlega lang hagkvæmast að láta aldraða og sjúka bara fara yfir móðuna miklu. Það tíðkaðist meira að segja í nokkrum menningarsamfélögum að láta aldraða og sjúka bara flakka og þeir væru sáttir við það því þeir vildu ekki vera byrði á fjölskyldum sínum .... en þetta eru nú samt ekki samfélög sem við berum okkur nú oftast saman við.

Næsta staðreynd er að á sama tíma eru samningar við hjúkrunarfæðinga og sjúkraliða lausir og kominn tími á kjarabaráttu. Það tók heilan eilífðar tíma að semja síðast hvernig verður staðan núna ??


Er það
....merki um óþolinmæði að vera orðin leið á því að stara á símann og bíða eftir að hann hringi ??
Dagurinn er allur eithvað svo undirlagður af því að hlusta eftir símanum og ekki bregður maður sér frá á meðan maður bíður. Það klassíska væri svo að það kæmi ekkert út úr rannsóknunum :/
Sit við síman..

...... og bíð eftir að fá niðurstöður úr rannsóknunum hennar Ásdísar en endanlegar niðurstöður voru ekki komnar kl. 9 svo læknirinn ætlaði að hringja aftur þegar þær bærust.
Ég datt svo niður á myndband af uppáhalds skemtikröftum mínum síðustu daga en það eru GaaaaS löggurnar ógulegu úr Norðlingaholtinu. Ég get bara ekki alveg gert upp við min hvor mér finnst skondnari sá sem orgar GAAAAAAAS eða hinn sem hímir bak við hann og notar sem skjöld .....betra að fórna félaganum ef mannfjöldinn ærist nú.


Annars finnst mér þetta mál allt hið sorglegasta held að báðu megin við borðið hafi fólk svoldið misst sig. Mér finnst ólíðandi að lögreglan sé grýtt og lamin en mér finnst heldur ekki ganga að lögreglan lemji og úði niður fólk sem hefur það eitt til saka unnið að skammast og rífast.

Trukkararnir misstu svo allan trúverðugleika í gær þegar forsprakki þeirra kannaðist ekkert við að þekkja vegfaranda, sem var nýkominn úr hjáaðgerð, sem réðist að tilefnislausu á lögreglumann. Þegar málið er skoðað kemur í ljós að vegfarandinn góði er einn af þremur talsmönnum trukkaranna. Hefði nú ekki verið betra að segja jú því miður þá er hann úr okkar hópi og lýsa svo frati á framgöngu mannsins.

Ég verð að segja að mér finnst nóg komið með eldsneytishækkarirnar almennt þegar ég fékk bílinn sem ég er á núna kostaði tæpar 6000 krónur að fylla hann núna kostar sama magn af bensíni rúmar 9000 krónur.

Ég fjárfesti í ryksugufisk (Ancistu) um daginn, hann átti að fara í stóra búrið en af því hvað hann er lítill og ræfilslegur enþá þá fór hann í búrið hennar Önnu þar til hann verður nógu stór til að fiskarnir í stórabúrinu éti hann ekki í einum bita. Þvílíkur þjarkur sem þetta 4 cm fisskrípi er hann var á einum sólarhring búin að þrífa allar 4 hliðarnar á fiskabúrinu og dæluna sem í búrinu er. Núna er hann í óðaönn að þrífa grjót og plöntur ...mig vantar svona í íbúðina hjá mér takk !!

fimmtudagur, apríl 24, 2008

Allt að verða vitlaust...

Ég ákvað að taka daginn snemma og fara að sækja um nýtt vegabréf þar sem mitt gamla rann út í fyrra. Ég var búin að sjá fyrir mér að það væri sniðugt að vera kominn snemma í þeirri von að það yrði lítið að gera og það gekk svona líka vel eftir það var bara einn á undan mér.
Nú er orðið talsvert auðvelt að sækja um vegabréf maður þarf bara að koma með sjálfan sig og pening eða debetkort,maður fær víst ekki vegabréf eða önnur skilríki út á krít.
Sýslumannsembættið sér núna um myndatökuna (ég fékk meira að segja 2 tilraunir því fyrri myndin var svo hræðileg ekki það að seinni myndin hafi verið nein snilld en jæja) svo þarf maður bara að gefa rafræna eiginhandaráritun og þá er málið afgreitt. Hér áður fyrr krafðist vegabréf ferðar á ljósmyndastofu og svo hellings pappírsvinnu þegar maður sótti um þetta er eiginlega kjánalega auðvelt núna.


Ég fór svo í nokkrar búðir og útréttingar í viðbót og þá áttaði ég mig á því að ég hefði gleymt gemsanum heima. Ég átti leið aftur heim hvort sem var og þegar ég kem inn er síminn nötrandi á borðinu hringjandi á fullu og í ofanálag sá ég eftir á að á símanum voru 10 missed calls. Gemsinn minn hringir nánast aldrei en ef ég dirfist að gleyma honum heima í 4-5 tíma þá verður barasta allt vitlaust :s

Ég var varla búin að klára símtalið þegar Ásdís kemur heim og segist hafa farið til skólahjúkrunarfræðingsins þar sem hún var orðin nánast raddlaus og "sjjitt illt í hálsinum" eins og hún orðaði það. Skólahjúkurnarfræðingnum leist ekki betur á barnið en svo að hún pantaði tíma hjá lækni svo ég mátti strauja með Ásdísi til læknis. Eftir að hafa skoðað Ásdísi frá hvirfli til ilja sem sendi hún okkur á Bráðamóttöku barna í blóðprufur og fínerí. Við vorum svo sendar heim þaðan og bíðum eftir niðurstöðum sem jafnvel koma ekki fyrr en á föstudag nema eitthvað "alvarlegt" finnist.

Ásdís greyið er sem sagt enn lasin ég fór með hana á læknavaktina á sunnudaginn þar sem hálsinn á henni er stokkbólgin, læknirinn þar tók streptokokkastrok sem reyndist neikvætt og eftir það vildi hann ekkert fyrir okkur gera og sagði að þetta þyrfti bara að jafna sig. Við foreldraómyndirnar vorum svo harðbrjósta að við sendum hana í skólann á þriðjudag þar sem hitinn var farinn að malla í stöðugum 5-6 kommum. Miðað við hvað skólahjúkkan og læknirinn á heilsugæslunni taka þetta alvarlega (öfugt við Læknavaktarlækninn) þá er ég nú með smá móral yfir því að hafa rekið krakka grísinn í skólann.
Þegar heim var komið var ég eiginlega búin á batteríinu og ætlaði að slaka á yfir fréttunum en þá tókst Önnu að dúndra höfðinu í stólpa á rólunum þar sem hún var að róla sér og kom inn hágrátandi með kúlu á hausnum. Ég var farin að sjá fyrir mér aðra ferð á spítala en sem betur fer reyndist þetta nú bara minniháttar kúla og mest að litla grís hafði aðallega brugðið við skellinn.

Ég verð nú að játa að ég er fegin að þessi dagur er búinn.

Meðan ég man Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn :)

þriðjudagur, apríl 22, 2008

Til að svara commenti við síðustu færslu

Ætlaði að svara þessu á commentakerfinu en svo var þetta nú bara aðeins of langt hjá mér og hentaði betur hér.

Já við erum á leið til Budapest :) Erum búin að sannfæra hina ferðalangana um að þetta sé snilld svo þau ætla að koma líka.
Ohh nú er ég farin að hlakka til sko.... ég er virkilega spennt fyrir þessu. Ég sé nefnilega fullt af möguleikum í Budapest hellingur af söfnum, dýragarður, tivolí og síðast en ekki síst formula 1 braut sem er í aðeins 19km fjarlægð svo það væri hægt að skoða hana. Þarna er allt sem þarf falleg borg gömul og ný menningin lekur af hverju strái og nóg við að vera, svo erum við búin að panta siglingu á Danube (Dóná) með kvöldverði og allt.

Eini gallin er að ég þarf helst að redda skiptum af morguvaktinni 13 því þessi ferð er lengri (kostar það sama) og ekki flogði heim fyrr en eftir miðnætti þann 13 og lending áætluð í KEF kl.3:20 og ég á að mæta í vinnu kl. 7 :S En í versta falli mæti ég lítt sofin í vinnu en það væri svo sem ekki í fyrsta sinn.

Tekið af mbl.is:
Vog: Þú fylgir leiðbeiningum að ævintýri, en villist sem betur fer af leið. Því fyrirsjánlegir hlutir er ekki jafn spennandi. Ævintýrin felast í því sem fer úrskeiðis.

Haldiði að ég hafi ekki fests í lyftu í dag og það var sko ævintýri og hlutur sem fór úrskeiðis.

mánudagur, apríl 21, 2008

Hana nú

Ekki náði spádómsgáfa mín nógu langt til að sjá fyrir símtalið sem ég var að fá ... en ferðaskrifstofan var að hringja og bókanir í flug til Vilníus eru svo lélegar að það er búið að fella ferðina okkar niður. Ég get nú ekki sagt að ég sé neitt argandi hissa. Nú eru góð ráð dýr okkur bjóðast 2 raunhæfir kostir en það er að hætta við að fara og fá endurgreitt eða að fara sömu helgi til Budapest. Ég verð nú að játa að ég er nú mun jákvæðari fyrir Budapest en Vilníus. Ég hef svo sem engin góð rök fyrir þessari jákvæðni minni í garð Budapest, kanski hefur lestur á Kötu frænku eithvað með þetta að gera. Nú á bara eftir að ákveða hvað skal gera.

Ohh
...stundum er ergilegt að hafa spádómhæfileika ég var búin að sjá þetta fyrir með dágóðum fyrirvara ...
Mbl.is

föstudagur, apríl 18, 2008

Always....
Þegar maður er veikur heima er gott að kíkja á þetta:

þriðjudagur, apríl 15, 2008

Bara einhyrningur


Niðurstöðurnar úr blóðprufunni eru komnar og Ásdís er ekki með eikyriningssótt. Væntanlega er hún bara með svona slæma flensu en við þurfum bara að hafa vakandi auga með henni áfram og ef henni batnar ekki á viku eða svo þá þurfum við að láta athuga með hana aftur. Hún er búin að vera hundlasin greyið með rúmlega 39 stiga hita og öll þau verstu einkenni sem flensa getur haft í för með sér. Ég held að hún sé þó aðeins skárri í dag en hún var í gær *krossa fingur*


Ég er sjálf enþá lasin en ætla samt að reyna að druslast í vinnuna á morgun *krossa fingur* Ég er a.m.k. farin að standa undir sjálfri mér núna það er meira en hægt var að segja í gær og fyrradag. Ég er samt enn með hausverk og hita kommur. Vonandi verð ég orðin stálslegin á morgun og get unnið á við þrjá.

Annars er sennilega rétti tíminn núna til að kaupa hlutabréf í Actavis við bryðjum svo mikið af verkjalyfjum mæðgurnar að ég held að það hljóti að fara að sjást í hagnaði fyrirtækisins. Guðni hefur ekki undan að bera heim paratabs :-S

sunnudagur, apríl 13, 2008


Einkyrningur

Það er laglegt ástandið á heimilinu þessa stundina Ásdís liggur fárveik af einkyrningssótt og ég ligg sjálf í einhverri pest.
Ásdís greyið varð vör við stokkbólgin eitil á hálsinum á fimtudag og fór til skólahjúkkunnar sem sagði henni að taka því rólega. Ég var nú ekki á því að leyfa henni að vera heima útaf einum bólgnum eitli enda var hún ekki með hita á þeim tíma. Ég rak hana því með harðri hendi í skólann á föstudagsmorguninn (úff ég er svo vond mamma) en þegar hún kom heim í hádegis hléinu komin með hita og slöpp mildaðist ég nú aðeins og hafið hana heima. Þegar hún var svo orðin enn verri á laugardaginn fjarstýrði ég því úr vinnunni að Guðni færi með hana upp á læknavakt og þar vildi læknirinn meina að hún væri með einkyrningssótt en við henni er ekkert að gera nema hafa sig hægan og bíða eftir að þetta líði hjá. Hún fór því heim með fyrirmæli um að vera heima og hafa sig hæga og ef henni versnaði ætti að fara með hana á bráðamóttöku barna. Hún er reyndar verri en ekki alveg bráðamóttöku veik sýnist mér. Bólgnu eitlunum hefur fjölgað og hitin er kominn hátt upp undir 40 gráðurnar og hún er óttalega lufsuleg greyið. Við höldum svo bara áfram að hafa vakandi augu með henni hún á svo að fara í blóðprufur á morgun til að staðfesta greininguna.
Ég kom heim úr vinnunni á laugardag orðin hálf lufsuleg og kenndi svefnleysi um ákvað að leggja mig þar sem við áttum von á gestum um kvöldið. Ég rotaðist svona gersamlega vaknaði 2 tímum seinna hás með beinverki og höfuðverk dauðanns ásamt slæmum hrolli og almennri vanlíðan, komst svo að því að ég var komin með hita. Gestirnir voru mættir en ég gat bara ekki fyrir mitt litla líf komist á fætur. Guðni kom með panodil handa mér og einum og hálfum tíma síðar rétt skrölti ég upp í stofu í sófann og undir teppi þannig náði að sjá aðeins framan í gestina áður en þeir fóru, skreið svo aftur inn í rúm og sofnaði strax. Ég vaknaði svo í morgun í lítið betra betra ástandi tók meira panodil sem gerði lítið svo ég át ibufen líka og leið skár eftir það hringdi ég í vinnuna og lét vita að ég væri ekki væntaleg á kvöldvaktina. Úff það er sko ekkert grín að hringja sig inn veikan á sunnudegi því maður veit að það er ekkert auðvelt að redda staðgengli fyrir mann :(

Þar sem ég lá hvort sem er í rúminu horfði ég á síðasta þáttinn af Mannaveiðum og argh þetta er bara ekki góð framleiðsla því miður. Illa leikin og ótrúverðugur söguþráður.
Gaman samt að sjá Dimmuborgir og fjöllin fyrir norðan það var sko klárlega besti parturinn af þættinum.


Ofan í allt munaði svo minnstu að það kviknaði í húsinu seinni part kvölds þegar vararafstöðin við vinnutölvuna gaf sig með stímabraki og látum eða öllu heldur hrikalegir brunalykt og það var sennilega bara mínútu spursmál hvenær það hefði kviknað í henni. Þakka bara fyrir að þetta gerðist ekki að næturlagi þannig að þetta fékk ekki að malla óáreitt *hrollur*

Sem betur fer er þessi helgi búin og ég er alvarlega að hugsa um að fara með minn lasna haus inn í rúm þar sem birtan af skjánum er full mikil fyrir mig. Ég biðst fyrirfram afsökunar á stafsetningarvillum og ambögum sem hugsanlega má finna í pistlinum en kenni hita og hausverk um að ég nenni ekki að lesa þetta yfir.... over and out.

fimmtudagur, apríl 10, 2008

Halló ...

Ég er nú stundum alveg að missa mig yfir myndskreytingum á netmiðlum þessa lands sérstaklega þegar þeir eru með hrikalega lélegar GSM síma myndir með fréttum. Á Visi í dag er frétt um hvað júróvision lagið okkar er vinsælt og þar eru þeir með mynd af Friðrik Ómari sem gengur alveg fram af mér. Sjá hér

Hvað er málið eiginlega er þetta virkilega besta myndin sem þeir gátu fundið af Friðirk Ómari til að setja með fréttinni ?? Svipurinn á honum er að vísu í lagi en hvað er málið með að láta drenginn líta út fyrir að vera grút skítugur í framan rétt eins og hann hafi skriðið upp úr sótkassanum ... er það kanski einhver lokal brandari ??
Friðrik greyið er nú svo sem ekki eina dæmið um illaheppnaðar júróvision myndir hver man ekki eftir illa unnum og hreint skelfilegum myndum af Eika Hauks í fyrra.

miðvikudagur, apríl 09, 2008

Mamma á 2:55 min

Vá ég þarf að læra að syngja þetta ..væri ekki verrra að fá íslenskan texta á þetta.

þriðjudagur, apríl 08, 2008

Algjör strumpur

Tok strumpa prof sem eg fann a blogginu hans Guðna sja link til hægri -->



Gæti þetta verið nær sannleikanum .... nei sannarlega ekki, eg held að i alvöru se eg elskulegur klaufastrumpur ;) Mali minu til sönnunar er eg buin að tyna kommunni af lyklaboriðinu og fæ bara tvær kommur hvað sem eg geri og þvi er þessi postur kommulaus.
CSI

Einu sinni fannst mér ég búa í svefnbæ þar sem það merkilegasta sem gerðist á dagin var ef maður sá hest á beit á túninu fyrir framan húsið eða þegara traktorarnir frá bænum voru mættir fyrir allar aldir til að dreifa skít á sama blett. Núna eru eldhúsgluggarnir hjá mér að verða betri en dagskrá sjónvarpsins lögreglan ákvað á sínum tíma að breyta götunni í sérlegt svæði fyrir athuganir á ástandi ökumanna með tilheyrandi lögregluviðbúnaði og slíku. Ekki er langt síðan hluta hverfisins var lokað vegna aðgerða lögreglu og slökkviliðs við að fjarlægja miltisbrandssmitað hræ af kú. Í gær þegar við hjónin ætluðum svo að fara að elda kvöldmat fyllist gatan af lögreglubílum næsta sem við vitum er að maður er leiddur út úr nágranna húsi í handjárnum og góss borið út í "svörtu maríu" og brennt burtu. Hvað er að gerast hérna eiginlega ?? Þarf maður að fara að íhuga að flytja í öruggara hverfi ??


Viðbot: Her er nagrannin sem var handtekinn i gær

mánudagur, apríl 07, 2008

Lithuania 10 points..

Ja hérna hér haldiði ekki að ég eigi pantað far til Vilníus í maí.... maður spyr sig hvernig gerist svona lagað eiginlega. Jú þetta hefst upp úr því að vera giftur ;) Starfsmannafélag mannsins míns ákvað að það væri ægilega gaman að skreppa saman til útlanda og eftir miklar pælingar ákváðu þau að best væri að fara til Litháen .... ég er enn að velta fyrir mér hverjir hinir kostirnir voru eiginlega.
En svo allara sanngirni sé gætt þá verð ég nú að segja að mér finnst þetta nú pínku spennandi enda hefði ég aldrei látið mér detta það í hug af eigin frumkvæði að ferðast til Litháen.

Ég er búin að vera að spyrjast fyrir um hvað maður geri eiginlega í Litháen og það eina sem mér skilst að sé hægt að gera þar er að versla, skoða gamlar byggingar, versla, drekka áfengi, versla, slappa af og versla svolítið meira. Gallinn er bara að ég hef takmarkað gaman af því að versla og hvað þá að drekka áfengi en ég get þá alltaf haft með mér góða bók og notað tímann og slappað af .. ég hef gaman af því. Mér skilst að Litháen sé fjárhagslega sterkt, lítið atvinnuleysi og verð á hlutum í lágmarki hvað þá ef miðað er við Ísland.


Í Vilníus er víst kirkja sem Napóleon fannst svo falleg að hann vildi endilega geta flutt hana til Parísar svo það er algert must að skoða hana. Ég hef alltaf haft einlægan áhuga á flestu því sem Napóleon tók sér fyrir hendur (hef alltaf haldið því fram að hann hafi verið misskilinn) og því ekki amalegt að geta staðið á svipuðum slóðum og komist að því hvort við höfum svipaðan smekk.

Almennt er Vilníus talin örugg borg svo lengi sem maður forðast að halda til í nágrenni við aðalbrautarstöðina. Er það ekki bara það sama og í öllum löndum ?? Ég reyndar lifði það af að villast til DenHag og stoppa á aðalbrautarstöðinni þar alein og yfirgefin sá ekkert misjafnt eða ljótt þar. Ég get ekki sagt það sama um aðalbrautarstöðina í Frankfurt úff ojj ojj ojj þangað vildi ég ekki villast ein og yfirgefin !!

Reunionið fór afskaplega vel fram og ótrúlega gaman að hitta allt gengið aftur. Það kom mér dáldið á óvart hvað þetta var í raun og veru gaman. Stemmingin fyrir reunioninu var greinilega mikil hjá öllum mikið spjallað og rifjuð upp gömul prakkarstrik og annað skemtilegt.
Ég ætlaði aldeilis að vera sniðug og stal myndavélinni af dótturinni til að hafa netta og þægilega myndavél til að smella af liðinu en ég kann greinilega ekki baun á svona imbamatik og hefði betur bara farið með stóra veskið og hlunkinn minn með mér. Af þeim 10 myndum sem mér tókst að taka þá eru 3 nothæfar.

Annars er eithvað lítið og ræfilslegt héðan að frétta það eina er sennilega að Ásdís fer í tannréttingar á morgun og á að fá seinni hlutann af spöngunum þ.e.s. í neðrigóm. Annað markvert er ekki á dagskrá hér svo vitað sé.