fimmtudagur, maí 27, 2004

Þrjú tonn af sandi .........

Ég mætti allt of snemma í vinnuna í dag... er´ðetta heilbrigt ég bara spyr. Ég fékk nú samt góð verðlaun fyir þetta trygglyndi mitt við vinnustaðinn og mér var boðin áframhaldandi vinna í vetur. Ég hugsa nú að ég minnki við mig vinnu niður í 60% því 80% er dáldið mikið með börnum í skóla og hundum og köttum og allt.
Ég keypti mér ógeðslega skemtilegt dót í vikunni ég keypti mér Singstar fyrir playstation 2 og ég,Árni og Ásdís erum búin að vera gólandi fyrir framan sjónvarpið síðan. Ég fór sama dag og keypti mér skó fyrir inneignarnótuna mína í Ecco búðinni sem ég fékk í útskirfargjöf frá mömmu, Dísu, Daða og Kristleifi. Ég gat nú ekki annað en glott þegar ég var búin að velja mér þessa líka frábæru sandala (sem eru ógeðslega þægilegir) og dreg upp inneignar nótuna þá lítur konan á mig og brosir og segir " Til hamingju með námið". He he greinilegt að það eru ekki margir sem hafa keypt inneignar nótu upp á síðkastið. Svo af því að í Ecco búðinni voru ekki til ljósir svona sandalar sem mig langaði svo í (ég keypti svarta) þá fór eg í Smáralindina (þar átti ég líka inneign sem ég fékk í útskriftargjöf frá Pabba, Guðna og krökkunum) haldiði að ég hafi ekki fundið ljósu Ecco sandalana þar svo ég smellti mér á par af þeim líka Voooo hoo. Ég fullkomnaði svo daginn með því að kaupa mér 66° N flíspeysu. Það er langt síðan ég hef átt svona góðan dag. Ég lenti að vísu fyrr um daginn á barnafata útsölu þar sem ég missti mig algerlega og keypti fullan poka af fötum á krakkana, það er nefnilega uppáhaldið mitt að kaupa barnaföt. Ég fór svo með prófskírteinið mitt í löggildingu í Heilbrigðisráðuneytið og fór í sjúkraliðafélagið og ætlaði að breyta skráningunni minni og kaupa sjúkraliðanæluna en ég þarf að hafa löggildinguna til þess svo það bíður aðeins. Um leið og ég fór með skírteinið sótti ég líka löggildingarpappírinn fyrir matartækninn en það plagg er búið að liggja niður í ráðuneyti í nokkur ár. Eftir þetta allt endaði ég svo daginn með Leó í prófi í hundaskólanum sem hann glansaði alveg í gegnum gerði bara eina litla villu. Þegar hann átti að bíða sitjandi í 30 sek. þá lagðist hann niður á sekúndu 29,8 ógeðslega svekkjandi hvað hann var nálægt því að fá 10 en þetta setti hann niður í 9,5 eða þannig. Ég tók svo bóklegt próf og vona að ég hafi náð því var reyndar alveg skelfilega illa undir búin og hálf ólesin en vona nú samt að ég nái 5 svo við fáum útskriftarskírteini og þar af leiðandi lækkun á hundaleyfisgjöldunum.
Nú er ég farin að sofa ég þarf víst að mæta í vinnu eftir sjö og hálfan tíma og vera þá búin að kaupa brauð og gúmmulaði í föstudagsmorgunkafffið. ZZZZZZZ.......
Eitt enn áður en ég fer þið sem eruð klár í draumráðningum getiði sagt mér hvað það þýðir að dreyma að maður sé grá lúsugur og öll börnin líka??? Ég vaknaði alveg á iði þar sem mig dreymdið að ég og krakkarnir værum með lús. Endilega komið með hugmyndir !!!!

mánudagur, maí 24, 2004

Þá er maður orðin stór..........eða hvað???

Loksins kom að því ég lauk áfanga sem ég hef sefnt að frá því ég las Söru Barton sem barn. Ég held nefnilega að allt þetta hjúkrunar brjálæði í mér hafi byrjað með Söru Barton. Ég er farin að hallast að því að minn persónuleiki sé að mestu sprottinn upp úr bókum sem ég las þegar ég var lítil. Þegar ég var líti þá var ég ansi oft lasin og þá var lítið annað við að vera en að lesa. Uppáhalds bækurnar mínar voru gamlar bækur sem mamma átti og það voru nú engar smá gersemar Sveitin heillar eftir Enid Blyton sem ég las svo oft að ég var nærri farin að kunna hana utan að. Þessi frábæra bók fjallaði um krakka sem sendir voru í sveit í Bretlandi þar kynnast þau gömlum einbúa sem hefur náð einstöku sambandi við dýrin í skóginum. Hmmm skyldi dýrabrjálæðið hafa byrjað þarna hmmmmm. Næst á eftir Sveitin heillar kom Sara Barton lærir hjúkrun sem eins og titillinn ber með sér er um unga stúlku sem lærir hjúkrun. Frábærlega skemtileg bók ...í minningunni allavega. Svo var auðvitað bókin Kata frænka sem er ættargersemi og öllum börnum af minni móður ætt ber að lesa. Ég hef að vísu ekki tekið eftir því að ég hafi tileinkað mér neitt upp úr Kötu frænku, sem er stór synd og sorg. Ég las að vísu líka Beverly Grey sem Dísa systir átti en ég er nú enn ekki orðin blaðamaður og ekki hef ég farið á hestasleða í snjó ennþá, hvað þá leyst dularfull mál. Fyrir utan þessar dásemdar bækur las ég bækur af bókasafninu enda var ég búin með flestar bækurnar á bókasafninu um 10 ára aldur. Bækur sem standa uppúr þar eru Baldintátu bækurnar, Pollyanna (hver elskar ekki Pollyönnu), Jón Oddur og Jón Bjarni (mikið af minni lífsspeki er sprottin þaðan), Fimm bækurnar, Æfintýrabækurnar og Dularfullubækurnar og síðast en ekki síst Bangsimon sem ég las aftur og aftur og aftur (enda er ég í vaxtarlaginu farin að minna óþarflega mikið á Bansimon).
En hvað um það útskrifuð er ég með vel rúmlega 4,9 og 256 einingar nú hlýtur stúdentsprófið að fara að detta í hús. Útskriftin gekk að mestu slysalaust fyrir sig. Mér tókst að vísu að klúðra lítillega. Þannig er nefnilega að Sjúkraliðafélagið gefur nýútskrifuðum sjúkraliðum rós. Þetta væri ekki í frásögur færandi ef ég hefði ekki reynt að rífa rós af aumingja konunni sem afhenti rósirnar þegar hún ætlaði að rétta manninum fyrir aftan mig rósina fyrst. Þetta leiddi af sér að stúlkan við hliðina á mér ætlaði ekki að gera sömu mistök og lést því ekki sjá konuna þegar hún ákvað svo að rétta henni rós fyrst en ekki konunni í aftari röðinni og þetta varð hin vandræðalegasta uppákoma. Útskriftar veislan heppnaðist svona líka ótrúlega vel ég fékk fullt af flottum blómum og gjöfum. Vil ég nota tækifærið hér og ÞAKKA KÆRLEGA FYRIR MIG!!!!!!!!
En nú er ég að hugsa um að fara út í góða veðrið og nýta það meðan það er enda á víst að draga ský fyrir sólu seinnipartinn og fara að súlda í kvöld OJJJJJJ.

miðvikudagur, maí 19, 2004

Kæru vinir og velgjörðarmenn (og konur ;-)) Ég hef hugsað mér að hafa opið hús hér heima frá kl. 16:30 - 23 á föstudaginn fyrir þá sem vilja koma og samgleðjast mér vegna útskriftarinnar. Enginn sérstakur mætingar tími fólk kemur bara þegar því hentar!! Gaman væri að sjá ykkur sem flest.
Bestu útskrifar kveðjur Guðný

mánudagur, maí 17, 2004

I think my banjo is wet !!!!!!!!!!!

Ojjj byrjun þessa dags var nú ekkert óhóflega skemmtileg. Ég átti að mæta í vinnuna klukkan átta og bruna sem leið liggur í áttina að Landspítala háskólasjúkrahúsi við Hringbraut. Af því að minn ástkæri er í útlöndum tók ég Daaewoo spæwoo en ekki gömlu góðu Toyotuna. Ástæðan er einkum sú að það er geislaspilari og almennilegt útvarp í Spæwoo. Ég er svo kominn á Bústaðaveginn og við ljósin þar sem maður getur beygt niður í hlíðarnar kemur rautt. Ég þrammma á bremsurnar og bíllinn hægir á sér en þegar ég er að koma að stöðvunarlínunn dettur bremsupedalinn allt í einu grútmáttlaus í gólfið og bíllinn hættir að bremsa. Ég var semsagt á vita bremsulausum bíl. Ég hafði einhvernveginn rænu á að grípa í handbremsuna og gat þannig með herkjum stoppað bíldrusluna. Með hjartað í buxunum og lífið í lúkunum keyrði ég svo á 20 á vinstri akrein allla leið niður að spítala, notaði handbremsuna til að stoppa og það er sko enginn leikur og maður þarf að undirbúa það með LÖÖÖÖNGUM fyrirvara að stoppa. Ég potaði svo druslunni í stæði og þar er hún enn og verður þangað til mér þóknast að hringja á Vöku og láta draga hræið upp á verkstæði til pabba. Pabbi var svo elskulegur að sækja mig í vinnuna og við kíktum á beygluna áður en við fórum heim. Hún lá í bremsublóði sínu í stæðinu, væntanlega hefur bremsuleiðsla gefið sig og allur vökvaþrýstingur farið af bremsukerfinu. Ég held eg haldi mig við gamla rauð í framtíðinni og vona hreinlega að Beyglu Blakki verði lógað hið snarasta.
Það góða við daginn er svo það að ég er búin að fá frí á föstudaginn svo ég get útskrifast og boðið í smá útskriftar kafi á eftir JIBBBBBBBÍ.

sunnudagur, maí 16, 2004

Þá er ég orðin grasekkja aftur !! Allir í partý heim til mín he he he he
Ég keypti mér nýtt staujárn í gær. Í sorg minni yfir því að bóndinn fór úr landi tók ég mig til og stauaði heilan helling. Ég hef ekki strauað svona mikið í amk. 3 ár og þegar ég fer að hugsa um það hef ég sennilega ekki strauað í 3 ár. Sennilega er það sambland af því að mér finnst alveg óborganlega leiðinlegt að strauja og ofan í það þá var gamla staujárnið orðið óhugnarlega lélegt. Eina húsverkið sem mér finnst leiðinlegra en að strauja er að para sokka, það er heimilisverk sem toppar alveg á leiðindaskalanum.
Nú er ég farin að koma liðinu í háttinn.
Ja hérna hér ég er búin að vera í svo löngu bloggfríi að það er búið að breyta öllu bloggumhverfinu. Mér sýnist nú fljótt á litið að þetta sé til batnaðar frekar en hitt en það á eftir að koma í ljós.

Ég er argandi fúl yfir 2 af þremur söngvakeppnum helgarinnar !!! Ég er svo fúl út í American Idol að ég er næstum því að hugsa um að hætta að horfa. Ég lýsi alsherjar frati á Evrovision. Ekki vegna þess að íslenskalagið komst ekki áfram ég var búin að spá því 17. sætinu og kom mér ekkert á óvart að það endaði í nítjánda sæti. Ég vil bara endur taka hér það sem ég hef áður sagt að mér finnst synd að eyða flottum strák eins og Jónsa í svona vont lag. En hvað er málið með Evrópubúa mér fannst Ruslana svo sem ágæt og var sátt við hana í topp 5 slagnum en í fyrsta sæti........hmm ég er ekki alveg sannfærð. Lagið er nú ekki neitt sérstakt það er aðallega sviðsframkoman sem skildi Ruslönu frá fjöldanum þarna, þetta er ekki útvarpsvænt lag. En hvað er svo málið með þennan ógeðslega hallærislega gaur frá Grikklandi mér varð hreinlega illt. Mér fannst að lagið frá Kýpur hefði átt að vinna það er MJÖG gott lag og flottur flytjandi líka. Lagið frá Serbíu og svartfjallalandi var svo gott að ég var búin að gleyma því áður en kom að atkvæðagreiðslunni og ég get enn ekki rifjað upp hvernig það var. Tyrkneska lagið fannst mér að vísu allt í lagi minnti svoldið á lög með Madness og yfirhalningin á hljómsveitinni í stíl við það. En er ekkert athugavert við það að það eru öll lögin nema eitt sem enduðu í topp 5 sætunum voru líka í undankeppninni. En nóg um það í bili.
Eina söngvakeppni helgarinnar sem ég er sátt við var Karóke söngvakeppni kvennaklúbbsins sem ég er í. Það var komið að mér að halda kvennaklúbbinn að þessu sinni og það var búið að ákveða að hafa Karóke kvöld. Þvílíkt gargandi stuð, ég verð að viðurkenna að ég var haldin SMÁ fordómum út í þetta karóke dæmi en ég er alveg búin að skipta um skoðun á því. Keppnin fólst í því að við urðum allar að syngja eitt íslenskt og eitt erlent lag. Raddlausa hása og kvefaða ég lenti í öðru sæti eftir að hafa sungið af innlifun lag 200 þúsund naglbíta - Láttu mig vera og svo Prestley ballöðuna Suspicius minds. Enda voru þetta einu lögin í boði sem lágu á raddsviði sem ég átti til um helgina. Ég held nú líka að annað sætið hafi verið tilkomið af því hvað stelpurnar vorkennu mér mikið fyrir hæsina og kvefið .......eða eithvað svoleiðis. Kanski þorðu þær bara ekki að móðga gestgjafann. En hvað sem örðu líður þá var þetta háværasta partý sem ég hef um æfina haldið og það verða sennilega önnur 32 ár þangað til ég held annað svona hávært partý. En það var samt ótrúlegt kvalræði fyrir einstakling sem elskar að vera sígaulandi daginn út og inn að vera í Söngpartýi og geta eiginlega ekkert sungið vegna hæsis.
Í gærkvöldi var svo Júróvision partý sem var öllu fjölskylduvænna en föstudagspartýið og var hin best skemmtun þrátt fyrir fúla keppni.
Ég ætla svo að láta þessum pistli lokið með þeim indælis fréttum að ég mun útskrifast með viðhöfn sem sjúkraliði næstkomandi föstudag. Ég á að vísu enn eftir að finna út úr því að fá frí svo ég geti tekið við prófskírteininu og slíku en ég vona nú að það reddist fyrir horn.

laugardagur, maí 08, 2004

Þetta var persónuleikapróf sem ég gat alls ekki staðist og útkomann kom mér mjög skemtilega á óvart.

kermit.jpeg
You are Kermit the Frog.
You are reliable, responsible and caring. And you
have a habit of waving your arms about
maniacally.

FAVORITE EXPRESSIONS:
"Hi ho!" "Yaaay!" and
"Sheesh!"
FAVORITE MOVIE:
"How Green Was My Mother"

LAST BOOK READ:
"Surfin' the Webfoot: A Frog's Guide to the
Internet"

HOBBIES:
Sitting in the swamp playing banjo.

QUOTE:
"Hmm, my banjo is wet."


What Muppet are you?
brought to you by Quizilla

þriðjudagur, maí 04, 2004

Núna er ég opinberlega búin að fá nóg !!!!!!!! Heilsufarið á þessu heimili er algerlega óásættanlegt svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Ásdís er nánast ekkert búin að mæta í skólann síðustu 3 vikur vegna veikinda held að húna hafi náð 4 dögum á þessum 3 vikum. Fyrst var það berkubólga og svo núna ennis og kinnholubólga og hún er að byrja á sýklalyfja skammti nr.2 á þessum 3 vikum í dag. Hún er undir ströngum fyrirmælum frá lækni að hún fari ekki út fyrr en hitin er alveg farinn úr henni og hún búin að vera hitalaus í sólarhring.
Árni kvartaði um magaverk í morgun við harðbrjósta foreldrarnir sendum hann samt í skólann. Hann hefur svo verið frekar hress í dag og var að leika sér með vinum sínum fram á kvöld. Kom heim seinnipartinn og sofnaði í sófanum við hliðina á yngri systur sinni sem lognaðist útaf á sama tíma. Árni vaknaði svo með látum um 10 leytið og gubbaði allt heimilið út. Anna vaknaði svo stuttu síðar og kvartar undan magaverk, við bíðum í ofvæni eftir að sjá hvað verður úr því. Þar sem við hjónin stóðum upp í hné í þessu þá gat ég glatt manninn minn með því að hjúkrunarfræðingurinn í Flataskóla hringdi í dag til að biðja um að Ásdísi yrði kembt því það hefði komið upp lús í bekknum hennar. Ég held að Garðabær sé að breytast í lúsanýlendu og stefnir sennilega í það að hér verði fleir lýs en menn.
Ég fór sjálf aftur upp á læknavakt í gær því belssaður bronkinn var ekkert að batna, hitinn neitaði að lækka og ég var farin að anda eins og fýsibelgur. Ég kom heim aftur með astma lyf og resept fyrir mixtúru sem fæst aðeins í einu apóteki á landinu og það apótek var lokað í gær (sunnudag). Astmalyfin bættu samt líðan mína talsvert svo ég gat sofið síðastliðna nótt. Ég var farin að halda að ég myndi aldrei sofa væran blund aftur þar sem ég hef gelt allar nætur síðan aðfara nótt miðvikudagsins síðasta. Pabbi þessi elska fór svo og sótti blessaða elsku mixtúruna mína fyrir mig í morgun og þvílík dásemd hún svín virkar. Enda hlaðin af Kódeini og einhverju fleira gotteríi sem slær á allt kvef og sull. Hitinn er kominn niður úr 39 stigunum lokskins og útlitið því skárra en það hefur verið þó það sé ekki orðið gott enþá.
Eftir allar veikinda hremmingar vetrarins er ég alvarlega farin að íhuga að setja fjölskylduna á makróbiotiskt fæði, hveitispírusafa, hrossaskammta af sólhatti og C vítamíni og eitthverju fleira í þeim dúr.

laugardagur, maí 01, 2004

Haldiði ekki að mér hafi tekis að ná mér í Bronkitis. Ég hef ekki prófað það áður og hafði alveg ætlað mér að sleppa því. En hálsbólgan sem varr búin að vera að hrjá mig í viku breyttist á miðvikudaginn í 40 stiga hita og ljótan hósta með ógeðslega skrautlegum uppgangi. Ég fór á læknavaktina á fimmtudagskvöldið og fékk sýklalyf og alles en það virðist nú ekki vera að gera mikið alla vega er ég enn með hita og allt annað sem fylgir þessu ógeði. Mamma kom í gær með leynivopnin sín gegn kvefi en það eru fjallagrös, hvannrót, sítrónur og hunang. Ég svolgra sem sagt í mig te úr þessu alltaf reglulega og ég er ekki frá því að þetta losi svoldið um slímgumsið. Ég reyndar bætti mínum leynivopnum út í sem eru sítrónute, hvítlaukur og engiferrót og svo tek ég sólhatt með þessu öllu líka. Ef allt þetta og penecilinið duga ekki þá veit ég nú ekki hvað. Ég komst að því að það hefur ýmsar undarlegar aukaverkanir að vera með hátt í 40 stiga hita í nokkra daga í röð. Ég var nefnilega næstum því farin að skæla yfir American Idol í gærkvöldi þegar Johnn Stevens var kosinn burtu. Ekki get ég alveg ímyndað mér afhverju ég var nærri farin að skæla ég hélt ekki með honum, finnst í raun að hann hafi átt að vera löngu farinn og sé ekki fram á að sakna hanns neitt. Annað merki um að það er ekki alveg í lagi með mig (umfram venjulega) er að þegar ég vaknaði endalega við hóstaköstin um kl. 7 í morgun fór ég að reyna að horfa á sjónvarpið og horfði á restina af Chiken Run á Bíórásinni. Þetta hefði nú ekki verið í frásögur færandi ef ég hefði ekki horft á þetta ruglað og hljóðlaust. Ég hef aðgang að Bíórásinni óruglaðir allt sem ég hefði þurft að gera var að ýta á 1 takka á fjarstýringunni að sjónvarpinu en nei ég horfði á þetta ruglað. Svo horfði ég líka á Discovery channel ruglaða um stund. Þetta er auðvitað engan veginn í lagi.