laugardagur, apríl 24, 2004

Þetta fékk ég út úr the right job prófinu hjá þeim vona að þetta sé eitthvað réttara en hin útkoman.

Personable and Creative


You are a true generator of original thoughts. You're equally as good at spinning old ideas as you are at projecting what might be possible in the future.

Your compassionate nature draws people to you. You are particularly intuitive when it comes to reading certain people. And because of your social smarts, people tend to like being around you. That's part of the power you bring to work. However, unless you're in the right job, these talents won't be recognized and rewarded.

Og þetta kom út úr hinu atvinnuprófinu:

Gudny, based on your responses, your top career area is Medicine and Health

Careers in this field usually demand a genuine interest in helping people, and require excellent communication skills, especially when discussing sensitive subjects related to personal health. Most likely, you have an interest in improving other people's lives, and being in a career that you know will truly make a difference.


Vá ég verð nú bara að monta mig aðeins ég fékk þessa líka rosafínu útkomu úr gáfnaprófi sem ég tók á netinu ég er eiginlega búin að grenja úr hlátri. Hér kemur svo lýsingin á Guðnýju gáfuðu :

Your IQ score is 120

This number is the result of a formula based on how many questions you answered correctly on Tickle's Classic IQ test. Your IQ score is scientifically accurate; to read more about the science behind our IQ test, click here.

During the test, you answered four different types of questions — mathematical, visual-spatial, linguistic and logical. We analyzed how you did on each set of those questions, which reveals the way your brain uniquely works.

We also compared your answers with others who have taken the test, and according to the sorts of questions you got correct, we can tell your Intellectual Type is an Inspired Inventor.

This means you've got exceptional verbal and mathematical skills, and are very good at brainstorming new ideas. And that's just some of what we know about you from your test results.

Ég get nú ekki annað en hlegið Guðný innblásinn uppfinningamaður, stærðfræðingur með einstakar málfræðilegar gáfur og á svo gott með að koma með nýjar hugmyndir. Ég hreinlega lá í gólfinu eftir þennan lestur. Þetta sýnir í hnotskurn hvað er mikið að marka vísindalegar rannsóknir. Ég er alvarlega að hugsa um að kaupa ekki 15 blaðsíðna skýrslu frá færum sérfærðingum þessa fyrirtækis um gáfur mínar og hvernig ég get best ræktað þær.
Endilega kíkið á þetta próf og látið ljós ykkar skína. Það tekur manneskju með greindarvísitölu uppá 120 ca. 5 mínútur að svara prófinu. Það eru greinilega bara einhver mistök í úrvinnslu prófa sem hafa leitt til þess að stærðfærði greinar í skóla hafa alltaf verið mér fjötur um fót ég er greinilega bara of klár fyrir almenn stærðfræðipróf. He he he he he he
Hér er svo þetta merka Gáfnapróf


miðvikudagur, apríl 21, 2004

Brot úr dagbók hunds

Ég fór út með tvítfættlingunum mínum í bíltúr í dag ég var á mínum vanalega stað í skottinu sem er áreiðanlega besti staðurinn í bílnum. Þar hefur hundur sko gott útsýni yfir hvað er um að vera fyrir utan og getur gefið skipanir til þeirra sem fyrir utan eru ef þannig ber undir. Við fórum á stað sem ég hef ekki komið á áður og ég fékk að hlaupa um laus og ekki í þessu fáránlega bandi sem tvífættlingarnir eru alltaf að reyna að hengja um hálsinn á mér. Það veldur því að þegar mig langar að labba hratt á þarf ég að toga og toga þar til ég er alveg að kafna. Stundum liggur við að ég kasti upp af allr áreynslunni við að toga þau áfram. Stundum býðst ég mjög kurteisislega til að halda bara í spottann sjálfur en þá verða þau alveg snar æpa og garga NEI og baða út öllum öngum. Ég skil bara ekki afhverju við þurfum að vera að þessu drolli alla daga. Nóg um það, aftur að ferðasögunni ég hljóp um las hundatíðindin og svo skrifaði ég í gestabókina við fyrsta runnan sem ég sá, þar fann ég að Snati, Snúður og fleiri höfðu líka skrifað í bókina nýlega. Í Hundatíðindunm las ég að þarna hefðu þó nokkrir hundar, hestar, fuglar og aðrir tvífættlingar komið nýlega. Ég ákvað því að skrifa aftur í gestabókina við stóra steininn hægra megin við veginn. Eftir dágóð hlaup og enn frekar lestur hundatíðinda fann ég þetta líka dásamlega vatnsból það var sko ekkert líkt vatninu sem er í dallinum heima né í læknum. Þetta vatn var svo dásamlega ljósbrúnt og svoldið steinefnabragð af því. Eftir að hafa drukkið nægju mína úr þessari unaðs vin ( Tvífættlingurinn minn var nú eithvað að pípa um ógeð og annað hún veit nú ekkert hvað hún er að tala um). Ég sá það strax í loppu mér að ég varð að slá eign minni á þennan dýrgrip og merkti hann í snarhasti með stóru gulu letri EIGN LEÓS. Hér eftir skal sko enginn, nema ég snerta þessar guðaveigar. Eftir dágóð hlaup ákvað ég að elta tvífættlinginn minn aftur í áttina að bílnum. Ég kom auðvitað við hjá uppsprettunni minni til að ganga úr skugga um að merkingin mín væri enn á sínum stað, vissulega var hún það. Ég ákvað að bragða á dýrðinni einu sinni enn áður en ég héldi heim en eihvað hefur komið fyrir vatnið því það var komið af því eithvert aukabragð sem ég átta mig ekki alveg á svo ég lét duga taka einn sopa, hmmmm... hvað skyldi hafa gerst. Ég þurfti að skrifa í nokkrar gestabækur áður en ég komst að bílnum og ég skrifaði líka þokkalega grein í Hundatíðindin áður en ég kvaddi staðinn. Ég get ekki beðið eftir að komast þangað aftur.
Argh ég er að farast úr leti og sleni og er alveg búin að fá nóg af því og hana nú. Ég var allt of dugleg á mánudaginn ég var að vinna og nátturlega vitlaust að gera og þar sem ég var þreytt og með höfuðverk eftir vinnudaginn var bara eitt að gera. Ég kom heim eftir vinnu tók hundinn og barnavagninn og labbaði upp á leikskóla að sækja Önnu. Veðrið var svo rosalega gott að höfuðverkurinn fauk út í veður og vind og ég var algerlega endurnærð (endorfínnærð ??) þegar ég kom heim. Þá tók við að púsla saman kommóðu sem við keyptum til að hafa inn á baði því gamla komóðan þar hefur gefið upp öndina og allar lífgunartilraunir hafa mistekist. Ég var í IKEA púslinu fram yfir miðnætti en tókst að koma púslinu saman og inn á bað. Ég hafði ekki gert mér alveg grein fyrir hvað blessað stykkið var stórt eða baðherbergið lítið þannig að kommóðan hefur hlotið nafinið Trölli og ræður nú ríkjum á baðherberginu.
Á þriðjudaginn byrjaði ég á því að fara í klippingu og er næstum því með Shinead O´Connor klippingu eftir ég er enn að venjast henni en mikið ógeðslega er þetta þægilegt. Þegar rúningunni var lokið skrapp ég til Guðnýjar í heimsókn og þar á eftir fór ég til mömmu og gaf út dánarvottorð á 15 ára gamla videoið hennar. Þessu næst fór ég að sækja Önnu á leikskólann og það tók mig u.þ.b. 20 mínútur að komast frá leikskólanum hennar og heim því það hafði orðið slys undir Bústaðabrúnni og öll umferð stífluð í norðurátt frá Bústaðabrú og til Hafnarfjarðar. Þegar ég komst svo loksins heim varð ég að skila Önnu inn grípa hundinn og drífa mig að sækja Guðna svo við næðum upp í Mosfellsdal á hundanámskeið. Sitthvað fór nú úrskeiðis í þessu plani og endaði á því að ég keyrði Guðna laus frá Ikea kl. 17: 52 eftir árangurslausar tilraunir til að ná sambandi við hann. Þetta þyddi að ég hafði nákvæmlega 8 mínútur til að komast að Gallerí Voff í MOSFELLSDAL. Ef þið hafið verið að velta því fyrir ykkur þá NEI ÞAÐ ERKKI HÆGT AÐ NÁ UPP Í MOSFELLSDAL Á 8 MÍNÚTUM. Við vorum rúmum tíu mínútum of sein í tímann og það gerði það að verkum að Leó fékk ekki leiktímann og við urðum að byrja að vinna strax. Leó var ekki ánægður með það og var gjörsamlega ómögulegur allan tíman vælandi og grenjandi algerlega friðlaus. En það sem mér fannst skrítnast í þessu er að hann stóð sig í æfingunum við að bíða og koma en bara þegar hann var ekki miðpunktur athyglinnar og átti að bíða góður við hliðina á okkur eigendunum (Guðni mætti svo 10- 15 min á eftir mér) alveg snar. Ég ætla sko ekki að mæta of seint í hundaskólann aftur !!!!!
Í dag er ég búin að vera eins og sprungin blaðra og algerlega áhugalaus um að gera neitt af því sem þarf að gera hér. Leó gerði mér þann greiða að kúka á gólfið til að hrista af mér slenið, kann ég honum mínar bestu þakkir fyrir það (NOT). Anna er búin að vera heima hjá mér í dag því mér fannst hún svo lumpuleg og slöpp í morgun. Hún er líka með leiðinda hósta og mig langar ekki í annan grisling með sýkingu í berkjunum svo ég ákvað að hún færi ekki á leikskólann í dag. Hún hefur aftur á móti gert mér alvöru greiða og verið alveg eins og engill þessi elska. Við ætlum svo að skreppa aðeins út á eftir til að skutla Árna í afmæli.
Ég gerði svo samstarfskonu minni greiða og skipti um helgi við hana núna þessa og næstu helgi. Hún vinnur fyrir mig um þessa helgi og ég vinn fyrir hana næstu helgi. Þetta þýðir að ég get sennilega horft á fúlumúluna á sunnudaginn. Slæma hliðin á þessum skiptum fyrir mig er sú að ég þarf að vinna 7 vaktir í röð í kringum þarnæstu helgi ég vinn frá miðvikudegi til þriðjudags og ég er á næturvakt síðustuvaktina í bununi þetta er nú ekkert svo freistandi finnst mér. Eftir þessa vaktarunu á ég svo einn svefndag og einn frídag og þá kemur að næturvaktarhelgi sem byrjar á aðfaranótt laugardags svo ég verð orðin rosalega dularfull í kollinum aðra vikuna í maí. Ofan á allt þetta er Guðni að fara út til Hollands núna á sunnudaginn og kemur aftur á fimtudaginn.

sunnudagur, apríl 18, 2004

Ohh vitið hvað ég uppgötvaði svo núna fyrir helgina haldiði ekki að formúlan hafi ekki skipt um helgi um leið og ég :-( þannig að ekki horfi ég á formúluna í sumar. Iss eins og mér sé ekki sama það er hvort sem er ekkert gaman að þessu það er hvort sem er sami kallinn sem vinnur alltaf, sama liðið sem vinnur alltaf, sömu bílarnir sem bila alltaf og bara fúlt. Ég gef hér með frat í formúluna !!!
Halló halló ég er vonandi komin aftur en það er búið að vera svo brjálað að gera hjá mér að ég hef hreinlega ekki mátt vera að því að setjast niður og skrifa. Ég missti glóruna á næturvöktunum sem ég tók og svo asnaðist ég til að taka morgunvakt eftir eftir svefndaginn minn sem setti endanlega úr skorðum allt vit sem ég hafði. Föstudagurinn var svo klikkaður í vinnunni að ég kom heim með hita og slöpp og fór ekki út úr húsi aftur fyrr en í kvöld. En það var nú ekki fyrir lítinn málstað sem ég fór út mér var nefnilega boðið í afmæli til Bjössa. Ég hef ekki komið til Bjössa og Ólafíu síðan þau fluttu en núna loksins tóskt það JIBBÍ !!!!!!! Ofsalega kósý íbúð hjá þeim og frábærar veitingar og skemmtilegt fólk við ætluðum að vera komin heim um klukkan átta en það tóks ekki og við vorum að skríða heim núna uppúr klukkan níu.
Páskafríðið fór nú ekki alveg eins og ég hafði ætlað. Ég var búin að minnast á gubbuna sem gekk hér fyrir páska en á mánudeginum fyrir páska lagðist ég í gubbupest Anna og Árni fylgdu svo eftir og Árni tók annan í gubbu að morgni föstudagsinslanga hann ældi út alla stofuna hjá foreldrum Guðna. Við Guðni ætluðum svo að vera rosalega dugleg á laugardeginum og parketleggja herbergið okkar en áður en við byrjuðum kom Kartín vinkona í heimsókn og frestuðum við framkvæmdum á meðan hún var hér enda er hún sjald séður gestur hér síðan hún flutti til Akureyrar. Við skemmtum okkur konunglega við að spalla um alla heima og geima og alveg frábært að sjá framan í Katrínu aftur. Heimsókninni lauk svo með hópferð í Ríkið þar sem var fjárfest í birgðum fyrir helgina. Þegar við hjónakornin komum svo heim var Guðna farið að líða illa og ekki leið á löngu þar til hann var farinn að eiga nánu sambandi við skúringafötu heimilisins. Hann lá svo hundlasinn fram á páskadag og var eiginlega slappur það sem eftir var af páskunum svo parketið er ennþá í pakningunum út í skúr. Ég er nú eiginlega mest fegin að við vorum ekki byrjuð að bera dótið út úr herberginu áður en Guðni veiktist.
Mamma bauð mér á fund hjá Þórhalli miðli á fimmtudaginn hjá Sálarranssóknarfélagi Hafnarfjarðar og það var vægast sagt mjög skemtilegt ég hló svo mikið að tárin voru farin að renna úr augunm á mér enda er maðurinn hinn besti skemmtikrarftur. Það kom nátturlega enginn til mín né Mömmu, Bergþóru eða Ingu sem voru með mér þarna. Ég veit ekki hvað þetta á að þýða ég þekki nú slatta af fólki þarna hinumegin og fer að halda að þeim þyki ég svo leiðinleg og það sé svo fegið að vera laust við mig að það nenni því ekkert að koma á svona fundi :-s Æ, svo getur nú verið að það sé bara svona busy að það megi ekki vera að því að mæta hver veit.
Ásdís var sú eina sem slapp við gubbupestina góðu um daginn en hún fann sér sko annað í staðin hún fékk þetta fína kvef mér fanns hún það slæm á miðvikudag og fimmtudag að ég hélt henni heima á föstudaginn sendi ég hana í skólan þó hún væri nú ekki mikið betri og við það fór hún að fá hita og læti. Eftir að hafa talað við Svöfu sem sagði mér að það væri að ganga lungnabólgu pest ákváðum við hjónin að fara með hana á Læknavaktina. Guðni dreif sig með hana á föstudagskvöldið og viti menn kvefið var komið niður í berkjur og á leið ofan í lungun á henni. Hún fékk vænan penesilin skammt og er vonandi að lagast.
Jæja best að láta þessu lokið í bili og fara að sinna fjölskyldunni og fara svo að sofa því það er vinna í fyrramálið.

föstudagur, apríl 09, 2004

Jibbí yeeha
Ég er komin í páskafrí wooohoooo !!!!!!!!!!!!! Ég á þriggja daga frí þvílík hamingja ég var beðin um að vera á bakvakt um helgina ef vantaði á næturvaktir og ég sagði nei takk (orðaði það að vísu "helst ekki nei") enda hef ég unnið nánast alla frídaga sem ég hef átt hingað til. Ég tók veikindadag á mánudaginn enda fékk ég þessa fínu magapest aðfaranótt mánudagsins og hún entist mér langt fram eftir mánudeginum ojjjjjjjjj svo ég nýtti þriðjudagsfrídaginn minn í að jafna mig eftir það. Það er búið að vera svo brjálað að gera í vinnunni að ég hef tekið slatta af aukavöktum held að þessa fyrstu viku í 80% hafi ég náð rúmum 100%. Dagarnir hafa líka verið fljótir að líða morgunvaktirnar þjóta fram hjá ég lít á klukkuna kl 8 og svo er hún allt í einu orðin 3 og dagurinn að verða búinn.
Ég var ekki ein um að fá magapestina þessa vikuna Árni og Anna fengu bæði í magann Guðni var heima á miðvikudaginn með Önnu veika og Árni fékk í magann á miðvikudagskvöldið. Ég veit ekki alveg með statusinn á Ásdísi en hún skelti sér í sumarbústað með Rakel vinkonu sinni ( seinni partinn á miðvikudaginn) og ég ætla bara að vona að hún hafi sloppið.
Ég er búin að vera rosalega dugleg að drífa mig út að labba og hreyfa mig upp á síðkastið enda var það nú partur af áramótaloforðinu mínu en það var að koma mér í betra form á árinu. Ég á líka þessa fínu líkamsræktarstöð á 4 fótum sem ég fæ mikla hreyfingu út úr. Ég fann fínan stað til að labba á suður á Reykjanesi og krökkunum finnst mjög gaman að labba þar líka. Ég fór fyrst á sunnudaginn eftir vinnu með Árna, Önnu,Pabba og Leó. Þarna er kanínu nýlenda í skógarrjóðri og krakkarnir voru nú ekki lítið hrifnir af því. Það var Leó reyndar líka en það var ekki eins ánægjulegt því hann hélt að þetta væru leikföng og fór að elta þær ég varð að setja hann í taum og draga hann burtu það þurfti slatta af kröftum til en það tókst nú á endanum. Þegar við vorum svo kominn í dálitla frjalægð frá kanínunum var hægt að sleppa Leó aftur því hann heldur sig innan ákveðins radíuss frá okkur. Árni er að vísu dáldið duglegur við að stækka þennan radíus því hann spænir alltaf í burtu frá hópnum og hundurinn á undan honum **stuna** Þeir tveir eru greinilega á sama þroska skeiðinu he he he. Þeir skemmtu sér konunglega við að hlaupa saman inn í öll skógarrjóðrin (grenihrísluhrúgurnar) sem þarna leyndust og klöngrast upp í klettana fyrir ofan (Set inn myndir síðar). Við skelltum okkur svo aftur þarna suðureftir seinnipartinn á þriðjudaginn þá fórum ég, Guðni, allir krakkagrísirnir og Leó. Ásdísi varð að vísu um og ó þegar við lásum á skilti sem er við vegaslóðann en þegar við fórum á þriðjudeginum var ekkert lesmál á staurnum en nú var komið þetta fína skilti. Á skiltinu er nefnilega viðvörun um að þetta sé gamalt skotæfingasvæði og þó að það hafi verið hreinsað geti enn leynst þarna sprengjur og ef maður finni einhverja torkennilega málmhluti eigimaður að merkja staðinn vel og láta lögregluna eða landhelgisgæsluna vita. Ásdísi leist nú ekki meira en svo á blikuna og var nú ekki alveg á því að við ættum að vera að þvælast þarna. Ég treysti nú á að þar sem þarna sem við erum að labba er skógræktarsvæði og vegaslóði þá ættum við nú að vera nokkuð örugg ef við þvælumst ekki mikið út fyrir slóðann og út í hraunið. Það væri svo sem eftir því að okkur tækist að sprengja okkur í loft upp á flóttanum undan skotglaða bóndanum á Álftanesinu he he he.
Á þriðjudagskvöldið var svo hundaskóli við Guðni mættum galvösk með Leó og haldiði að við höfum ekki fengið hrós frá kennaranum þar sem Leó var svo stiltur og góður og gerið æfingarnar vel **stolt** stolt** stolt** Enda er allt annað að eiga við hundinn eftir að við fórum að fara þarna með hann Ásta Dóra hundaþjálfari fær topp einkunn frá mér. Hún fer nú svo sem engum vettlingatökum um hunda né eigendur en það sem hún gerir virkar og alveg óhætt að taka mark á því sem hún segir.
Ég tók mér svo smá pásu frá utandyra hlaupum eftir vinnu á miðvikudaginn en þá var ég líka búin að hlaupa allan morguninn frá kl. 8 og til kl. 3 tók að vísu örstuttan morgunmat og örstuttan hádegismat en ég sat nú ekki í friði á meðan svo það taldist nú ekki almennilega með. Þegar ég kom heim tók ég mér klukkutíma pásu í að leika við Önnu og Árna og svo fór ég að taka til og tók til þreif og skúraði frá hálf sex til miðnættis. Eftir þessa 6 og hálfs tíma törn leit ég í kringum mig og langaði mest til að fara að gráta því það sá ekki högg á vatni í þessu bæli hér að vísu sást orðið í parketið á gófinu en það var varla meira en það. Stofan minnti á líknardeild fyrir tölvur enda allt fullt af tölvum, prenturum, skjám og lyklaborðum á mismunandi stað í dauðaferlinu. Tölvu inniyflin lágu svo eins og hráviði um allt ***ARGH**** Þegar þarna var komið við sögu ákvað ég að láta þessum degi lokið og skreið inn í rúm og breiddi upp yfir haus og neitaði að koma undan sænginni aftur fyrr en kl. 10 í morgunn. Þá fór ég og tók pínku meira til en það er samt nóg eftir enn **SNIFF SNIFF**
Eftir vaktina í kvöld kom ég svo heim greip hundinn og karlinn og við skelltum okkur í göngutúr komum við í 10-11 sem er nefnilega komin aftur hérna í Lyngásinn og er sko opin til kl. 24. Við náðum þangað 2 mínútur í 24 og aumingja strákarnir voru búinir að loka og læsa en opnuðu samt fyrir okkur þessar elskur og við gátum keypt það sem okkur vantaði. Svo löbbuðum við upp hverfið fyrir ofan 10-11 og yfir fínu fínu göngubrúna þar og heim. Ég var mjög ánægð með það að við gengum frekar hratt upp alla heilu brekkuna og ég var ekki illa móð af því **stolt** og við héldum ansi góðum hraða alla leiðina heim. Ég er því svo bjartsýn að áætla að ég sé að ná einhverju þoli upp jibbí jibbí.
Núna sit ég hér við tölvuna og er að skrifa diska fyrir ástkæra vinkonu mína og læt mér líða vel í endorfín kikkinu sem maður fær af því að hreyfa sig mikið og vel yfir daginn. Hreyfing er greinilega ávanabindandi !!
Best að láta þessari alsherjar skrifræpu lokið.
Gleðilega páska allir !!!!!!!!!!

föstudagur, apríl 02, 2004

Loksins loksins loksins er búið að aflétta Bingó bölvun fjölskyldunnar. Það hefur nefnilega verið þannig með mig og mína að við höfum aldrei unnið neitt í bingó en þetta breyttist í gærkvöldi. Guðni fór með krakkana á bingókvöld hjá Ikea. Í vinning voru RISAstór páskaegg, páskaegg nr.6, páskaegg nr. 4 og ein páskakanína úr súkkulaði. Ásdís vann STÓRT egg og ekki nóg með það heldur vann Árni Páskaegg nr.6. Stóra eggið er það stór egg að unginn ofan á er nánast í raunstærð ( ég set inn myndir af vinningshöfunum við fyrsta tækifæri). Það er semsagt búið að redda páskunum hér á þessu heimili með stærstu páskaeggjum sem ég hef fengið inn á mitt heimili. Svo eigum við 4 bónus egg nr.3 hvað vill maður hafa þetta betra ég bara spyr.
ZZZZZZZZ ég er ógeðslega sybbin ég svaf svo illa í nótt og fór á fætur kl. 7 bjarti punktuinn er að ég er á kvöldvakt á morgun svo ég er í góðum málum og fæ að sofa út á morgun. Mig langar mikið til að leggja mig en er nú að hugsa um að fara út með hundinn í staðinn enda er það mikið hollara fyrir líkama og sál.
Hrós dagsins fær Anna sem þykist vera farin að lesa tölur hún leit á blað hjá afa sínum í gærkvöldi og sagði "etta er níu" og benti á tölustafinn 9 á blaðinu. Skörp er hún litla skinnið.
Slæmu fréttir dagsins fyrir fólk í mínum geira er að starfsmenn Eflingar á Landspítalanum kusu í gær og veittu félaginu umboð til verkfallsboðunar. Ef samningar nást ekki fara allir starfsmenn Eflingar í verkfall 15 apríl, þá verður nú aldeilis gaman að vera til eða hitt þó heldur. Spítalinn verður orðin eins og meðal breskt sjúkrahús eftir fyrstu vikuna og svo förum við undir þeirra staðal og þá hætti ég að mæta í vinnuna :-s


fimmtudagur, apríl 01, 2004



Svona verð ég farin að líta út um kl. 16 í dag !!!!