mánudagur, september 26, 2005

Haltibær

Ég held það sé óhætt að segja að Haltibær sé réttnefni á þessu heimli þessa dagana. Eins og áður hefur komið fram hefur Ásdís verið hölt síðustu vikur, en fer þó ört batnandi. Í dag tókst Árna Gunnari svo að detta um skólatösku í skólanum, skella hnénu í gólfið og togna. Hann er nú haltur og skakkur og á að hlífa fætinum næstu daga.

Ég skemti mér svo konunglega yfir Baugs Brasinu þessa dagana þetta er orðinn hin skemtilegasta sápuópera. Hver er að ná sér niður á hverjum, hver svaf hjá hverjum eða reyndi a.m.k. að sofa hjá einhverjum,hvað kosta vínberin, hver sendi hverjum hvað og afhverju, hver lumar á mest krassandi þjófstolna (elska þett orðskrípi)tölvupóstinum, keyptu Baugsfeðgar sláttuvél í útlöndum, eru allir eða enginn múlbundnir af vinnuveitendunum, fékk Jónína hvíta Audiinn eða 70 millurnar og hver fær verstu timburmennina. Ég get bara ekki beðið eftir framhaldinu ég er orðin mest hrædd um að okkur endist ekki ævin í að sjá fyrir endann á þessari sápu.

Ég er alvarlega farin að íhuga þetta DDV dæmi ég sé svo marga í kringum mig vera að ná svo frábærum árangri með þessu mataræði. Ekki spilir svo fyrir að þetta er hérna i Garðabænum. Hef samt dálitlar áhyggjur af því að þetta sé svo mikð að elda og malla og það er bara fátt sem mér þykir leiðinlegra hmm...

Gaman að sjá hvað þær vinkonur mínar brugðust hratt og skemtilega við klukkinu :)

Geysp ég er að fara á næturvakt Geysp .......

föstudagur, september 23, 2005

OMG ég var klukkuð

Sem þýðir víst að ég þarf að koma með 5 alveg gagnslausar staðreyndir um sjálfa mig.
Hér koma þær:

1. Ég er afskaplega feiminn að eðlisfari og myndi sjálfsagt hverfa inn í sjálfa mig og loka og læsa ef mér væri gefinn möguleiki á því. T.d. er það bara núna á síðustu vikum sem ég er farin að þora að hringja í fyrirtæki og spyrjast fyrir um vörur og þjónustu. Ég hef tekið miklum framförum síðan ég gerðist sjúkraliði enda vonlaust að vera svona feiminn þegar maður kynnist milli 3 og 400 nýjum einstaklingum á ári. Símtöl hafa verið mér mikill ljár í þúfu í gegnum tíðina. Hefði ég á stundum selt ömmu mína til að forðast að hringja í fólk, meira að segja góða vini eða fjölskyldumeðlimi.

2. Þegar ég var barn langaði mig meira að vera strákur en stelpa. Eihverntímann um fimm ára aldurinn linnti ég ekki látunum fyrr en búið var að klippa síða hárið niður í drengjakoll. Pils, kjólar og bleikur litur voru gerðir útlæg úr fataskápnum og uppáhalds leikföngin mín voru bílar og byssur.Dúkkur snerti ég ekki ótilneydd og skildi engan veginn dúkuleiki og mömmó sem heillaði jaföldrur mínar. Hernaður í Kirkjuholtinu eða annarstaðar á Kársnesinu var meira að mínu skapi. Príla upp á bílskúra og hoppa niður var hin mesta skemtun. Það næsta sem ég komst dúkkkuleik var þegar ég, Steinar og félagar lékum okkur í Acton Man eða með Tindáta. Mig langaði mikið að eignast Action Man, Tindáta og kanski eina byssu eða svo. Ég gleymi seint þeim vonbrigðum mínum á 8 ára afmælisdaginn þegar afmælisgjöfin mín reyndist Sindy dúkka **SVEKK** Ég gerði náttúrlega mitt besta til að láta vonbrigðin ekki sjást enda vel uppalið barn. Ekki varð gleðin neitt mikið meiri þegar í jólagjöf fékk ég svo húsgögn og föt handa dúkkuófétinu,sem hafði staðið óhreyfð inn í skáp frá því í október. Foreldrar mínir höfðu lagt mikið á sig til að smíða og föndra þessi blessuð húsgögn og sauma fötin. Enn var sparisvipurinn settur upp en þvílíkt svekkelsi, úff.
Drengja árum mínum lauk svo í kringum 12 ára aldurinn en dúkkugreyið fékk ekki uppreisn æru fyrr en dáldið löngu síðar ef ég tók hana þá nokkurntímann í sátt. Hvað ætli hafi orðið um greyið ??

3. Ég get verið sjúklega lofthrædd ég hef einu sinni frosið gersamlega út á svölum upp á 5. hæð **roðn**. Mér er frekar illa við lyftur sérstaklega þær sem fara hærra en upp á 4. hæð. Klettabrúnir og hamrar eru ekki í miklum metum hjá mér heldur **HROLLUR** Ég get fátt hugsað mér verra en að þurfa að príla upp á fjall nema þá helst að þurfa þá að príla aftur niður. Mér er alveg óskiljanleg árátta sumra til að þurfa að príla upp á alla hóla, hæðir og fjöll sem til eru.

4. Ég spilaði á klarínett með skólahljómsveti Kópavogs þegar ég var 10 ára. Ég gæti sennilega ekki komið hljóði úr slíku tóli í dag, þó líf mitt lægi við.


5.Þegar ég var lítil langaði mig mest af öllu í heiminum að eignast stóran bróður. Stóri bróðir átti að vera verndarengilinn minn sem varði mig frá hrekkjusvínunum í heiminum. Hann átti líka að spila við mig fótbolta og leika við mig í öllum þeim skemtilegu strákaleikjum sem til voru, hann hefði líka örugglega skilið mig SVO mikið betur en allir aðrir.
Ég mátaði svo 2 stóra bræður þegar ég var í pössun hjá Ástu föðursystur minni og þeir ýttu enn frekar undir þessa drauma. Þeir einmitt vörðu mig fyrir hrekkjusvínunum á Ólafsfirði. Ég fékk að kúra hjá öðrum þeirra þegar ég gat ekki sofið fyrir heimþrá og skældi í koddan minn að kvöldlagi. Ég fékk líka stundum far á skellinöðru milli staða í bænum, auðvitað að fengnu loforði um að segja mömmu alls ekki frá. Það loforð var haldið fram í rauðann dauðann því stóra bræður sem eru í Guða tölu svíkur maður ekki, ekki einu sinni þó samviskann nagi illa.

Jæja þá eru það komið ég átti nú bara í mesta basli með að finna eithvað til að skrifa um. Ég hef ekki svo margar né nothæfar staðreyndir fram að færa, voðalega er maður eithvað dull.

En ég nota svo tækifærið og klukka Dýrleifu,Katrínu, Ásdísi og Guðna. Ég geri mér fulla grein fyrir að það vantar einn en ég geri mér hvort sem er litlar vonir um að þau 2 síðustu sjái þetta heldur.



Góðar Stundir

fimmtudagur, september 22, 2005


Á þeim sömu nótum

Já það eru fleiri en pólitíkusar sem kunna ekki að skammast sín það er alveg ljóst. Ég las grein eftir Jón Gnarr á baksíðu Fréttablaðsins í dag og hún hitti í mark hjá mér þar sem ég hafði einmitt verið að pirra mig á því sama og Jón, síðast í gær. Greinin góða fjallar um Skítlega hundeigendur sem hirða ekki upp eftir hundana sína og hef ég fulla samúð með honum. Ég læt hér fylgja með svar við grein um þetta mál sem ég setti inn á besta vin fyrr í morgun. En þar kemur meðal annars fram afhverju þetta málefni var að pirra mig meira en venjulega í gær.

Af Besta vin:
Ég var einmitt að pirra mig á þessu með hundeigendur sem hirða ekki upp eftir hundana sína í gær. Ég var á leið inn í 11/11 í Garðabænum og var rétt stigin í stærðar lort eftir hund. Einhver "góður" hundeigandi hafði greinilega bundið hundinn fyrir utan meðan hann hafði farið inn, hundurinn gert stykkin sín á meðan, eigandinn hefur svo tekið hundinn og labbað burt frá herlegheitunum (og þau voru sko ekki svo lítil að það væri auðvelt að sjá þau ekki). Þarna var engin afsökun gild því minnsta mál var að fara inn í búðina að fá skrjáfpoka undir stykkin og svo er þessi fína ruslatunna fyrir utan búðina. Pokaleysi og slíkt var ekki afsökun þarna. Þetta er fólkið sem er að eyðileggja fyrir okkur sem erum samviskusöm og hirðum upp eftir okkar hunda og annara þegar við þurfum Ég hef svipaða sögu og Tarayr ég geng reglulega eftir hitaveitustokk hér í Garðabænum og það er segin saga að ég þarf að þrífa upp gommu af hundaskít eftir aðra hunda. Ég hef sjaldnast nóg af pokum til að þrífa allt upp enda ef ég hefði nóg af pokum myndi skíturinn þar duga mér í fullan innkaupapoka af skít.
Ég er einlæglega fylgjandi því að fólk sé sektað fyrir að hirða ekki upp eftir hundana sína en gallinn á því er sá að það yrði erfitt að framfylgja því. Því þegar maður finnur lortana er eigandinn á bak og burt fyrir löngu og svo sé ég ekki að lögreglan hafi tíma til að koma í hvert sinn sem maður sér till þegar eihver lætur sitt eftir liggja, fyrir utan vandkvæðin sem myndu fylgja því að halda viðkomandi á staðnum þangað til lögreglan kæmi


Ég var einmitt að ræða þessi hundaskíts mál við eldri dóttur mína í gærkvöldi og þá var ég einmitt að segja henni að maður ætti að gera eins og Jón Gnarr ráðleggur í lok greinarinnar. Ef maður sér hund vera að gera stykkin sín og enginn eigandi er með þá á maður að lokka hundinn til sín, hirða upp skítinn í poka og binda svo pokann við hálsólina á hundinum og senda hann með herlegheitinn heim. Ég er ekki viss um að ég sé eins hrifin af laxerolíu ráðinu en ég hló nú samt að tilhugsuninni.

þriðjudagur, september 20, 2005


Að kunna ekki að skammast sín .....

Ég er alvarlega farin að hugsa um að krefjast þess að fá skattpeningana mína endurgreidda. Ástæðan er sú að mér finst óþolandi að eithvert fólk út í bæ er áskrifendur að þeim án þess að leggja neitt sérstakt á sig til að fá þá. Nýjasta dæmið sem ég er að ergja mig á er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi borgarstjóri og núverandi formaður Samfylkingarinnar. Upp komst sum strákinn Tuma (Ingibjörgu) í vikunni þegar fjölmiðlar greindu frá því að hún mætti barasta aldrei nokkurntímann á bankaráðsfundi Seðlabankans en tók samt rúmar 70 000 krónur á mánðuði fyrir setu í þessu sama ráði ekki nóg með það þá fékk hún 13 mánuðinn greiddan, eins og tíðkast í bankaheiminum. Nei takk fyrir ég sæi það nú í anda að ég mætti ekki í mína vinnu hjá ríkinu og þeir sæu sér samt fært að borga mér laun. Mér finnst að þetta fólk sem er í svona ráðum og nefndum og mæta svo sjaldan eða aldrei á fundi eigi að skila launum aftur í ríkissjóð. Ingibjörg er víst ekki sú eina í Seðlabankaráði sem mætir svona illa því það var víst aðeins einhver framsóknarmaður sem sá sóma sinn í að mæta á flesta eða alla fundina. Mér er spurn sat hann þá þarna einn á sumum fundunum og talaði við sjálfan sig eða hvað ??? En þetta staðfestir bara það sem mig hefur alltaf grunað að það er enginn betri en annar af þessum pólitíkusum þetta eru allt saman úlfar, bara í mislitum gærum. Láttu ekki útlitið blekkja !!!!!

laugardagur, september 17, 2005


Ilmandi kaffi

Já við fjárfestum í þessari líka dásemdar kaffikönnu í gær mmmmmmmmmmm.... Mig er búið að langa í svona kaffikönnu síðan við vorum úti í þýskalandi í sumar. Já MIG langaði í kaffikönnuna því hún býr til kaffi nákvæmlega eins og mér finnst gott. Við hjónin skelltum okkur svo í Fjarðarkaup í gær og keyptum eitt stykki rústrauða og dásamlega Senseo kaffikönnu. Hér sit ég nú og sötra mitt dásamlega kaffi mmmmmmmmmmm........
Nánar um þetta fullkomna kaffi :
  • Senseo


  • N.B. Ég drekk þetta kaffi bert með mjólk :)

    föstudagur, september 16, 2005

    Með vottorð í leikfimi ....

    Héðan er lítið að frétta nema einhverjar heilsuleysissögur. Anna er með flensu og því hefur hún verið heima síðustu 3 daga. Hún er eithvað skárri í dag en ég hafði nú smá áhyggjur af henni í nótt. En þannig var að þegar hún andaði í nótt heyrðist í henni eins og kattarmal bara dáldið mikið hærra. Ég hélt fyrst að þetta væri Skotta í einhverju ofvirku mali en nei þetta kom frá Önnu. Ég reyndi eithvað að hagræða henni í rúminu en það breytti engu marrið hélt áfram. Frekar óhugnarlegt að heyra svona í fólki þegar það andar ég tek það fram þetta voru ekki hrotur heldur eithvert gums ofan í henni sem lét svona. Eeeeeekkkk ekki spennandi.

    Ásdís er búin að vera hölt í rúmar 2 vikur núna við komumst loks að hjá lækni á miðvikudaginn. Hún sendi Ásdísi í röntgen en var búin að gefa upp hvað hún teldi ástæðuna sem röntgenmyndin staðfesti svo í dag. Þetta er einhverskonar álgastengd bólga og svoleiðis í/við vaxtarlínu þar sem vöðvafestan undir hnénu er. Þetta veldur verkjum og vanlíðan sem Ásdís hefur ekki farið varhluta af. Eina ráðið er að minka tímabundið álagið á hnéð og gefa henni bólgueyðandi. Hún fer því ekki í leikfimin næstu 2 vikurnar (er mjög sorgmædd yfir því, NOT) og má ekki gera neitt svona aukalega semm veldur álagi á hnéð. En hún á nú labba þetta venjulega bara ekki hlaupa eða slíkt.

    Af mér er ekkert að frétta ég er bara búin að lifa einhverjum mataræðislegum ólifnaði og er ekki að ná mér uppúr sumarfríssukkinu. Ef heldur sem horfir enda ég á 0 punkti aftur í þeirri viðleitni minni til að minka umfang mitt i heiminum. Ergilegt að vera ekki sterkari á svellinu en svo að eitt heimskt sumarfrí eyðileggi allt.

    Leó fer svo mikið úr hárum núna að ég er komin með nýtt rýjateppi á gólfið og við göngum öll í svörtum pels. Ég ryksuga einu sinni til tvisvar á dag og það sér nánast ekki högg á vatni. Ótrúlegt að hafa tekist að velja mér hund sem er svoldið ofvirkur og með athyglisbrest (sem er reyndar aðeins að eldast af honum), viðkvæmur í eyrum fyrir svæsinni eyrnabólgu og sennilega ofnæmissjúklingur í ofanálag. Kanski er hann með ofnæmi fyrir fólki svona rétt eins og sumt fólk hefur ofnæmi fyrir hundum.

    Gletta tók upp á því aftur að færa okkur morgunverð í rúmið, við takmarkaða hrifningu okkar. Ég fjárfesti því í nýrri ól og 6 bjöllum í viðbót við þá sem var á ólinni. Gletta er nefnilega snillingur í að losa sig við ólar og aðra fylgihluti sem á hana eru settir. Núna keypti ég ól frá Rogz og tegundar heitið er ekki minna en Aristocats, hún eru úr mjúku gegnsæju plasti sem ég trúi bara ekki að hún geti náð henni af sér.

    Aukakostur við þetta er að núna vitum líka alltaf hvar Gletta er þvílíkur bjöllukór þegar greyið hreyfir sig. Hér hefur ekki komið inn fugl síðan hún fékk þennan útbúnað 7,9,13.......... Neðst á þessari síðu má svo sjá mynd af gerseminni ásamt fagurri lýsingu á ólinni (nema ólin hennar Glettu er appelsínugul)
  • Rogz kattaólar



  • Rogz eru snilldar flottar hunda og katta vörur og set ég inn slóðina á síðuna þeirra fyrir áhugasama.
  • Rogz
  • föstudagur, september 09, 2005

    Ég ætla sko...

    ...... að verða seðlabankastjóri þegar ég verð stór !!! Já takk ég vil gjarnan 1354000 í grunnlaun á mánuði takk og þurfa ekki að sýna fram á neina hæfileika né menntun við ráðningu. Já takk ég vil gjarnan fá 27% launahækkun bara si svona, hærri launahækkun en flestir aðrir í þjóðfélaginu. Íslenskt já takk !!
  • Sjá nánar ...
  • Bara venjulegir hundar !!

    Í tilefni af því sem ég var að segja hér fyrir neðan um Stefán Jón og víghundana ákvað ég að bæta þessu við.

    Hér er linkur á síðu sem eigendur Doberman hunda hafa sett á laggirnar
  • Bara-Hundar
  • .

    Hér fyrir neðan er svo grein frá einum af stofnendunm síðunar. Tekið af bestavinur.com
    Kæru hundaeigendur.

    Við hundaeigendur af hundakyninu Dobermann höfum átt í höggi við fordóma í garð tegundarinnar sem jaða við ofsóknum. Hundar eru yfirleitt ekki fréttaefni hér á landi, nema þegar þeir eru af kynjum á við Dobermann og hafa gert eitthvað af sér. Þá er þeim umsvifalaust slegið upp sem æsifrétt og fólk hrópar “úlfur, úlfur” eða í okkar tilfellum “vígahundur”. Fréttamenn keppast um að gera fordómana hjá almenningi enn verri og pólitíkusar sjá sér leik í því að krækja í fleiri atkvæði með því að fordæma tegundina. Þetta eru hundarnir okkar sem leika við börnin okkar og börn nágranna, hundarnir sem ylja okkur á tánum á kvöldin þegar við sitjum við sjónvarpið. Okkar bestu vinir.

    Við höfum fengið nóg. Við viljum fá víga- forskeytið af tegundinni okkar og hafa þá sem bara hunda. Við viljum geta farið í göngutúr um hverfið okkar án þess að á okkur sé hrækt. Sitja við sama borð og aðrir hundaeigendur og þurfa ekki að vera í felum með fjölskyldumeðlimi okkar.

    Í þessu skyni var sett upp heimasíða sem er að mestu byggð á myndum af Dobermann hundum í sinni réttu mynd – sem fjölskyldu dýr. Þar eru myndir af Dobermann með börnum og öðrum dýrum og við leiki. Myndir sem sýna að Dobermann eru bara hundar! Ósk okkar er sú að fá viðurkenningu á vinum okkar í þjóðfélaginu og fólk fari að líta á hundana okkar öðrum augum en það hefur gert hingað til. Vonandi sjá einhverjir það sem þeir hefðu ekki ímyndað sér áður og gefi okkur örlítið meira svigrúm til að vera bara eins og hverjir aðrir hundaeigendur.

    Vonandi getið þið, kæru hundaeigendur, hjálpað okkur í þessari herferð okkar gegn fordómum og komið þessu á framfæri við sem flest tækifæri.
    Tell 5 and make a wish, tell 10 and make my day

    Dobermann, bara hundar! www.bara-hundar.tk

    Fyrir hönd Dobermann eigenda,
    Begga

    fimmtudagur, september 08, 2005

    Hmmm

    Já það er aldeilis fjör í tíkinni þessa dagana Dabbi bara hættur. Þetta er sá pólitíkus sem ég hef elskað að hata síðan 1990 .....hvað á ég nú að gera ha ?? Ekki það að það var kominn meira en tími á karl ræfilinn þó fyrr hefði verið.

    Haldiði nokkuð að Gísli Martein verði borgarstjóri ha í alvöru ...ég get nú bara ekki hugsað það mál til enda. Hvað þá að Vilhjálmur verði það heldur. Ekki að þetta komi mér neitt við ég er víst ekki Reykvíkingur he he ...ætti kanski bara að hafa áhyggjur af einhverju öðru.

    Hundeigendur á Besti Vinur sjá rautt yfir Stefáni J Hafstein út af víghundakommenti hans í vor. Einhver þeirra tók sig til og sendi honum e-mail með spurningum um hans tilfinningar gagnvart hundum sem hann svaraði ekki. Gísli Marteinn fékk samskonar póst sem hann svaraði með langri lofræðu um hvað hundar væru æðislegir og hann hefði einu sinni átt hund. Hann ætlar sko að verða málsvari hundeigenda í höfuðborginni svo nú ætla allir Reykvíkingar á Besta Vin að kjósa Gísla.

    Sáu þið þáttinn Stelpurnar á Stöð 2 um daginn ?? Ég missti af megninu af honum á laugardaginn en sá hann í endursýningu í gær, heimilið nötraði í verstu hlátrasköllum okkar hjóna. Þær eru bara frábærar blessaðar stelpurnar !! Ég hélt ég yrði ekki eldri yfir sketcinum þar sem stelpan sagði kærastanum að hún vildi að hann kæmi sér oftar á óvart ..... Breska kellingin er bara snilld ég hef séð svona týpur í alvörunni og vá hvað hún Brynhildur tekur breskahreiminn og allt það vel. Mér fundust a.m.k. 95% af þættinum fyndin ætla sko pottþétt að sjá næsta þátt.

    Ég er búin að vera að horfa á Band of brothers seríuna sem ég keypti mér út í þýskalandi. Þetta eru mjög góðir þættir og afskaplega vel gerðir á allan hátt en maður verður nú nett þunglyndur af þeim þar sem þeir enda barasta aldrei vel (ekki að ég hafi svo sem búist við því). Í þáttunum er rakin saga Easy company fallhlífaherdeildarinnar í seinni heimstryrjöldinni. Þættirnir eru mjög í anda Saving Privat Ryan enda sömu framleiðendur Tom Hanks og Steven Spielberg. Ég skil bara ekki í mér að hafa látið þættina fram hjá mér fara þegar þeir voru sýndir á Stöð 2 fyrir all nokkru síðan. Serían samanstendur af 6 diskum með 2 þáttum hver sem í allt gerir 12 klukkustundir af sjónvarpsglápi. Ég er rétt búin með 6 tíma í þessum töluðum orðum. Get samt ekki að því gert að mér fannst svoldið súrrealískt að sjá þessum þáttum svona mikið hampað í þýskum verslunum sem selja DVD. Þeim var ekki haldið jafn mikið á lofti í Austurríki sem hefði þó verið skiljanlegra.

    miðvikudagur, september 07, 2005

    Það er gott að búa í Kópavogi

    En það enn betra að búa í Garðabæ !!!! Haldiði að blessaður nýji bæjarstjórinn okkar hafi ekki séð til þess að öll börn í Garðabæ fá 20.000 kr. til íþróttaiðkunar. Þessari ákvörðun var vel fagnað á þessu heimili enda borgar þetta algerlega upp skátastarfið hjá Ásdísi og Handboltann hjá Árna. Þar að auki gerði þetta Árna kleift að fara í skátana líka. Okkur langaði til að hann færi í skátana þar sem við erum alveg heilluð af skátunum þar sem þeirra starf er alveg frábært. Krakkarnir læra helling af gagnlegum hlutum sem býr þau vel undir framtíðina. En Árni vildi alls ekki hætta í handboltanum og okkur langaði ekki heldur að hann hætti þar svo þar voru góð ráð fokdýr því handboltinn kostar og það gera skátarnir líka en nú er bæjarstjórinn búinn að leysa þetta vandamál fyrir okkur heill sé honum. Húrra, húrra, húrra !!!!!!!!!!!!!
    Að vísu fáum við aðeins 10.000 kr. pr. barn núna í haust en árið 2006 fáum við alla upphæðina. En það munar sko um 10.000 kr. hvað þá þegar börnin eru 2 og ég tala nu ekki um 3 :)

    Meira má lesa um þetta snilldar framtak á heimasíðu garðabæjar
  • gardabaer.is




  • Annað sem Garðabær er að gera og hefur sko vakið heimsathygli á Íslandi en það er vefsvæði sem kallast Minn Garðabær en þar geta bærjar búar skoðað öll sín mál gagnvart bænum á netinu. Sent fyrirspurnir og ábendingar til bæjaryfirvalda og margt margt fleira. Minn Garðabær er svo tengdur Mentor þar sem haldið er utan um öll mentamál krakkanna. Þar getur maður séð hvað þau eiga að læra heima og hvernig mætingin hjá þeim er og allt sem þeim viðkemur. Hrein argandi snillld !!!!

    þriðjudagur, september 06, 2005

    Hægðir henda !!

    Já ég er búinn að fá elsku besta bílinn minn aftur. Allt þetta major case þeirra reyndist vera að það er auka rafmagnstengi ætlað fyrir einhvern aukabúnað, sem er ekki í bílnum, sem var fullt af vatni og leiddi því stanslaust út. Ekki gátu þeir gefið mér skýringar á því afhverju stykkið góða var fullt af vatni skýringin er eiginlega bara "hægðir henda" !! Ég verð samt að segja að þjónustan hjá þeim í Toyota er til fyrirmyndar og þeir eru ekkert nema liðlegheitin. En alla vega þá er bíllinn er búinn í afvötnun og útskrifaður með hreint heilbrigðisvottorð. Mikið er ég nú fegin að bíllin var enn í ábyrgð :)
    Smá grín hjá mér

    Já ég var aðeins að rugla með bílinn sem mér var lánaður í Toyota þetta er víst ekki Yaris Verso heldur Corolla Verso. Ég er ljóshærð ég veit :)

    mánudagur, september 05, 2005

    Svo bregðast krosstré sem ......

    Hvað haldi þið Prevían mín liggur á skurðarborðinu hjá þeim í Toyota og þeir telja hana "major case" svo ég sletti með orðum mannsins í móttökunni á verkstæðinu. Þannig er mál með vexti að í vikunni áður en við fórum út fór að bera á því að bíllin slökkti ekki ljósin þegar svissað var af honum. En það dugði að svissa á hann aftur og þá slokknuðu ljósin og allt í góðu. Vegna tíma skorts þá fórum við ekki með hann á verkstæðið þá og ætluðum að gera það strax eftir að við komum heim en það tafðist aðeins. En um helgina versnaði ástandið heldur og þá hætti að vera hægt að slökkva ljósin nema með því að láta bílin byrja að starta og sleppa á hárréttu augnabliki en í gær endaði með þvía að ljósin slokknuðu bara alls ekki sama hvað gert var. Þetta er eins og gefur að skilja frekar hvimleitt vandamál svo ég brunaði upp í Toyota í morgun. Þeir tóku bílinn og ætluðu að kippa þessu í liðinn 1 2 og 3 en eftir að við Pabbi vorum búin að bíða í rétt tæpa 2 tíma hjá þeim kom maðurinn og tilkynnit mér að þetta væri bara eins og áður sagði Major Case og þeir yrðu bara að lána mér bíl þar til þeir væru búnir að finna út úr þessu. Núna keyri ég því um á Yaris Verso sem er útbúinn með því snilldar kerfi að honum er ekki startað með lykli heldur er stykki stungið í rauf og svo er takki sem þarf að ýta á til að starta og stoppa, dáldið skondið. Mér finnst þetta svoldið skondið þar sem Guðlaug var nýbúin að segja mér af þessum furðum í Renaultnum sem pabbi hennar átti. Það bjargaði því að ég kom ekki alveg af fjöllum með þennan búnað en maðurinn fylgdi mér samt út og kenndi mér á fyrirbærið :) Nú bíð ég bar eftir að heyra hvort þeir geta yfir höfðu lagað Prevíuna mína sniff, sniff............... En það er smá huggun harmi gegn að þessi bilun fellur vístu undir ábyrgðina á bínum svo við ættum ekki að þurfa að borga fyrir þetta 7....9...13

    föstudagur, september 02, 2005

    Ég held ég gangi heim held ég gangi heim

    Ég get nú ekki verið annað en ógeðslega fúl yfir því hvað bensínið er orðið viðurstyggilega dýrt !! Að bensín lítrinn skuli virilega vera komin upp í 117 íslenskar krónur er náttúrlega bara bull. Merkilegt hvað olíufélögin hérna fá alltaf ástæðu til að hækka ef þeir heyra að það gæti hugsanlega eithvað gerst á bensínmarkaðnum. ARGH ég er alveg ofsalega fúl yfir þessu. Ég hef alvarlega íhugað að fylla stórukerruna af hundaskít og sturta því svo á tröppurnar hjá olíufélögunm. Nenni bara ekki alveg að leggja á mig að geyma skít nógulengi til að fylla kerruna svo er lyktarfaktorinn að stríða mér líka. En ef bensínið heldur áfram að hækka svona þá endar á því að ég læt vaða í þessa framkvæmd. Hefur þetta ekki áhrif á kjarasamninga og slíkt ef bensínið bara hækkar og hækkar ?? Það endar líklegast með því að ég verð að leggja bílnum og labba niður á Hringbraut í vinnuna í vetur. Ekki tekur því að taka strætó það tekur jafnlangan tíma og að labba bara alla leið. Er í lagi með þetta ég bara spyr.