Smá áminning
föstudagur, ágúst 29, 2008
fimmtudagur, ágúst 28, 2008
miðvikudagur, ágúst 27, 2008
Óþolandi
Ég er að verða vitlaus á geitungafaraldrinum hér síðustu vikur. Frá því um miðjan júlí hef ég fargað að meðaltali 2 geitungum á dag innandyra. Ég setti svo upp geitungagildrur fyir utan og í þær eru komnar 11 geitungar samtals. Ég er búin að leita hér fyrir utan en finn ekki merki um bú á lóðinni.
Ég er að verða vitlaus á geitungafaraldrinum hér síðustu vikur. Frá því um miðjan júlí hef ég fargað að meðaltali 2 geitungum á dag innandyra. Ég setti svo upp geitungagildrur fyir utan og í þær eru komnar 11 geitungar samtals. Ég er búin að leita hér fyrir utan en finn ekki merki um bú á lóðinni.
sunnudagur, ágúst 24, 2008
föstudagur, ágúst 22, 2008
Smá
Ákvað að gefa frá mér smá lífsmark hér en ég hef ekki verið dugleg að skrifa þar sem hægri hendin á mér tók upp á því að dofna svo ég hef aðeins þumalfingur og vísifingur nothæfa á þeirri hendi. Það tekur því óra tíma að skrifa smá texta þar sem ég hef ekki vanalegu fingrasetninguna svo ég hitti endalaust vitlaust á lyklaborðið hægra megin verst eru þó Þ,Ð,Ö og komma yfir stafi, kosta alltaf nokkrar tilraunir meira að segja þó ég horfi á árans lyklaborðið. Músina hef ég svo fært vinstra megin við lyklaborðið en ég á langt í land með að verða flink við vinstrihandar músarnotkun.
Ég leitaði til heimilislæknis út af þessum dofa og hún vildi senda mig aftur á taugadeildina og hafði samband við deildarlæknin þar. Hann reyndist ósköp ráðalaus í að gera eitthvað fyrir mig þar sem báðir sérfræðingarnir sem höfðu sinnt mér í vor voru í sumarfríi. Hann taldi að það væri ekki hægt að gera neitt í dofanum og verkjnum hvort sem er og nú þyrfti ég bara að panta tíma sem fyrst hjá sérfræðingnum sem sá um mig og ákveða hvað gert verður. Taka ákörðun um fyrirbyggjandi meðferð við sjúkdómnum sem ég gæti hugsanlega verið með "ekki að það sé búið að setja neinn stimpil á það". Eftir samtalið við lækninn fór ég í það að panta tíma hjá sérfræðingunum annar átti tíma 6.október, takk fyrir, en sem betur fer var hægt að komast að hjá hinum 28.ágúst, svo eftir tveggja vikna bið er nú er bara vika í að ég fari til hans og vona að hann hafi einhver ráð upp í erminni við þessu.
Af familíunni er það að frétta að skólinn byrjaðu hjá krökkunum í dag og var Anna lang spenntust fyrir að fara í skólann. Hún spratt á fætur manna hressust í morgun smurði sér nesti og beið spennt með skólatöskuna á bakinu í rúman hálftíma áður en það var tímabært að leggja af stað.
laugardagur, ágúst 16, 2008
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)