miðvikudagur, júlí 14, 2004

Ég fékk morgunmat í rúmið..............
Klukkan er 9 ég losa svefnin við að það er eithvað loðið í rúminumínu sem allt í einu gefur frá sér mjög torkennilegt hljóð. Mér bregður ég öskra eins og ég eigi lífið að leysa loðna veran skiptist í tvennt og annar helmingurinn hoppar aftur fyrir mig tístandi en hinn hoppar þegjandi afturábak. Þetta var þá frú Gletta að færa mér morgunmat í rúmið morgunmaturinn ber nafnið Þröstur Skógarson og var enn á fæti. Þakkirnar sem Gletta fékk var að henni var hennt út með látum. Svo var farið að athuga með morgunmatinn eftir smá samningaviðræður var ljóst að Þröstur vildi alls ekki vera aðalréttur á matseðlidagsinns. Allavega hélt hann því fram að hann væri allt of ungur og óreyndur í svo mikilvægt verkefni þar sem hann sat á gardínustönginni í herberginu. Þar sem hann var enn fleygur var ljóst að hann átti sér bjarta framtíð og því var ákveðið að leysa hann undan morgunverðarskyldunni. En eithvað kunni hann nú vel við sig í hinum konunglegu sölum í Lækjarfitinni en eftir smá þjark féllst hann á að fara út og flaug hann burt með kurt og pí.

Engin ummæli: