Já hver hefði trúað því..
..að ég ætti eftir að eiga þá ósk heitasta að eiga sjálfskiptan bíl. Þegar við keyptum Prevíuna varð þessi sérstaklega fyrir valinu þar sem hún var beinskipt, sem fæstar Prevíur eru. Núna dauðlangar mig í sjálfskiptan bíl því lati fóturinn nennir bara ekki þessu kúplingarveseni. Einnig langar mig óheyrilega til að búa í húsi á einni hæð, ég hætti mér varla niður í þvottahús því stigin þangað er vægt til orða tekið ekki í uppáhaldi hjá mér þessa dagana. Tröppurnar þrjár sem eru annars vegar upp í stofu og hinsvegar inn í húsið hjá mér duga mér alveg. Annars skil ég nú ekki alveg hvernig mér datt í hug í upphafi að flytja inn í hús með stigum í upphafi þar sem ég hef nú aldrei getað treyst á bífurnar fyrir lausum liðböndum. Enda er ég búin að detta niður allar tröppur og stiga sem tilheyra þessu húsi. Óhreinataus karfan við botnin á kjallarastiganum hefur einu sinni bjargað mér frá stórslysi, ég skoppaði á bakinu niður tröppurnar upp í stofu þegar ég var ófrísk af Árna og hef runnið í hálku og skoppað á rassinum niður tvær af tröppunum hér fyrir utan.
Annars hefur mér verið bent á að vera ekki að kvarta þetta undan því að detta niður tröppur því þetta spari jú tíma maður er svo mikið fljótari niður stigann svona.
Ég og tröppur höfum sem sagt ekki átt samleið en hallærislegasta tröppusagan mín er nú samt úr Bíóhöllinni þegar ég var á táningsárunum hafði farið á klósettið uppi og var á leiðinni niður að sal þrjú, komst niður stóra stigan slysalaust ,þar sem ég hitti vinina sem höfðu passað poppið og kókið meðan ég brá mér frá, en þegar ég steig svo niður í eina af þremur tröppunum sem lágu niður að salnum var fóturinnn bara ekki til staðar svo ég endasteyptist fram fyrir mig í fínan kollhnís og endaði með stímabraki og látum á bakinu fyrir neðan tröppurnar. Þetta vakti náttúrlega athygli allra sem á staðnum voru og dyraverðirnir komu hlaupandi til að athuga hvort ég væri í heilu lagi sem ég auvitað var og mér hafið tekist að bjarga kókinu en poppinu var vel dreift um allt nágrennið. Ég hélt ég myndi hrökkva uppaf úr táningahjámérferð að vera sextán ára og taka svona flugferð fyrir framan fullt af fólki var nú ekkert sérstaklega gaman. Annars er þetta nú ekki í eina skiptið sem ég hef legið marflöt í Bíóhöllinni þökk sé lausu liðböndunum eithvert sinn ekki löngu eftir þessa fyrr nefndu flugferðina fór ég með vinum mínum í bíó og í hléinu ætluðum við fram nema ég þarf að skáskjótast framhjá dreng sem sat við endan á bekknum, gefur árans fóturinn sig ekki svo ég ligg marflöt framan við drenginn ...og félagi minn sem gat aldrei látið kyrrt liggja að vera fyndinn hrópar upp yfir sig " Ha ha það er bara svona þú bara fellur kylliflöt fyrir honum", þetta var nú alveg nógu vandræðalegt þó svo hann hefði nú ekki þurft að vekja athygli allra bíógestanna á þessu.
Annars er ekki mikið héðan að frétta krakkarnir eru í skólanum og gengur vel. Árna tókst að vísu að slasa sig í leiktæki á skólalóðinni fyrir tæpri viku síðan og er ekki orðin aflveg góður eftir það enþá. Þetta árans leiktæki ætti að vera búið að fjarlægja fyrir lifandis löngu þar sem sonur minn er nú ekki sá fyristi til að slasa sig þarna og væntanlega ekki sá síðasti.
Ásdís var svo heima í dag með gubbupest og ætla ég rétt að vona að sú óáran láti okkur hin vera !!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)