miðvikudagur, október 15, 2008

D-Vítamín

Sá grein á mbl.is um að nú ætti að skoða tengsl milli D-vítamín skorts og Parkinson mér finnst þetta svoldið merkilegt því það er verið að skoða sömu tengsl við MS. Málið með MS og Parkinson er að engin veit í raun hvað veldur þeim en eitt að því sem hefur nú greinilega fundist sem báðir hópar virðast eiga sameiginlegt er D vítamín skortur. Þetta er líka áhugavert í ljósi þess að það dregur úr tíðni MS eftir því sem nær dregur miðbaug og líkur á D vítamín skorti minnka verulega líka eftir því sem nær dregur miðbaug svo kanski er eithvert samhengi þarna á milli. Eftir að ég fékk greininguna í sumar var eitt af "húsráðunum" sem ég ákvað að fara eftir er að taka inn D-vítamín ég fór reyndar ekki eftir skamtinum sem ég sá ráðlagðan 4000 IU á dag sem mér finnst nú all rívlegt þar og þar sem ég sá ekki vísindalegar niðurstöður á bak við þessa skamtastærð ákvað ég að láta duga að fara hálfa leið og taka 1000- 2000 IU (hylkin frá NOW innihalda 1000IU og eru gefin upp sem 250% af RDS). Ástæðan sem gefin var fyrir 4000 einingunum var að D vítamín á víst að frásogast frekar illa úr mat og fæðubótaefnum og því ráðlögðu þeir svona stóra skamta en vá fyrr má nú vera. Það á víst að vera óhætt að taka allt að 10000 IU einingar á dag en æ ég veit það ekki er ekki best að nýta sér meðalhófsregluna.

Annar er lítið af mér að frétta ég hef það bara nokkuð gott miðað við allt. Vinstri fóturinn er enn ósamvinnuþýður og latur ég endist bara í stuttar göngur því annars hættir hann að vilja vera með og ég þarf nánast að draga hann á eftir mér. Næ ekki almennilega að lyfta honum yfir litlar ójöfnur sem á vegi mínum verða og hrasa. Stafur er alger must á gönguferðum bara til að forða mér frá því að enda á andlitinu í götunni. En sem betur fer er fóturinn að smá skána en óþolinmóðu mér finnst þetta ekki ganga alveg nógu hratt. Ekki bætir nú úr skák að jafnvægið er enn svoldið að koma og fara og er mjög dagskipt og stundum klukkutíma skipt.

Ég hafði á líka á tilfinningunni um tíma að ég væri að breytast í geit og því miður ekki fjalla geit heldur yfirliðs geit. Ég var þannig suma daga að ef ég varð fyrir því að heyra óvænt hátt hljóð (t.d. hnerra, háværan skell) þá er eins og kerfið hjá mér slái út í nokkur sekúndu brot og minnir mig dáldið á blessaðar yfirliðsgeiturnar en sem betur fer varði þetta ekki nema í sekúndubrot en ekki 10 sekúndur eins hjá geitunum og ég er mikið til hætt að finna fyrir þessu, þetta á samt aðeins til að koma upp þegar ég þreytist.



Minn helsti akkilesar hæll virðist vera þreyta ég þreytist fljótt og þá ýkjast öll einkenni upp. Ég verð fáránlega skjálfhent þarf t.d. báðar hendur til að geta drukkið úr glas annars endar innihaldið upp í nefinu á mér eða yfir mig alla. Hægri hendin dofnar, fóturinn vill ekki vera með og rafstuðið í bakinu snar versnar og ég get jafnvel ekki setið á venjulegum eldhús eða skrifborðstólum fyrir stuði. Þegar þreytustuðullinn nær svo hámarki þá sofna ég þar sem ég sit hvar svo sem það er og alveg sama hversu mikið kaffi ég drekk það hefur engin áhrif what so ever ég hugsa að ég gæti drukkið 2 lítra og það skilar engum áhrifum þegar þreytan tekur völdin.

Mér tókst svo að ná mér í einhverja umgangspest fann að ég var að kvefast á laugardag og var hreinlega orðin veik á mánudaginn með hita og tilbehör. Núna er ég öll að koma til aftur er orðin hitalaus og er farin að geta andað í gegnum nefið aftur.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Áhugaverð niðurstað á D- vít. Hæstu skammtar sem ég hef séð er 60.000 IU gefnar einu sinni í viku. Reyndar var lyfjafr. að spá í að gera athugasemd við þetta þar sem venjulegur hár skammtur er 20.000 IU einu sinni í viku. Ég veit ekki hvernig það endaði, hvort þetta var í lagi eða ekki. Þetta kom upp í vinnunni í dag... ertu ekki örugglega stödd þar sem ég hald að þú sért stödd? Vá flókin setning.....

Nafnlaus sagði...

He he júbb ;)

Vá sæll 60 000 einingar er dáldið hraustlegt en þeir vita að 100 þús einingar sleppa einhvern tim en það var ekki búið að sýna fram á langtíma áhrif af svo stórum skamti. Kanski ég ætti að hella mér út í 4000 einingarnar sem hleðslu skamt í stuttan tíma og fara svo aftur niður í þann klassíska.

Nafnlaus sagði...

Ég gleymdi að skrifa að þetta er D-vít sem forðalyf og þess vegna er skammturinn svona stór (dekristol heitir lyfið)

jeg sagði...

Elsku kjéddlingin mín.
Já þetta Dvítamín er voða flókið fyrirbæri. Ein vinkona mín er með mikinn skort og nánast má varla hnerra nálægt henni orði því hún er orðin svo brothætt. Svo fór hún í lyfjagjöf og takk með ofnæmi fyrir D svo það er lítið hægt að gera fyrir hana því miður. Allavega ekki þessa tilraun sem þeir ætluðu nú að toppa hana með. Átti að svínvirka en neibb.
Farðu vel með þig mín kæra.
Knús og kveðja úr sveitinni.

Nafnlaus sagði...

Úff þessi blesssaður mannslíkami er nú dáldið spes, furðulegustu hlutir sem hann þolir ekki.