laugardagur, janúar 03, 2004

Og hana nú þá er símamet þessarar aldar í höfn mér tókst að vera nánast samfleytt í 4ra tíma í símanum í dag. Geri aðrir betur í svona frístunda símtölum. Þetta var að vísu ekki við sömu manneskjuna en ég átti semsagt 2 eins og hálfs tíma samtöl í röð það liðu 2mínútur á milli. Það er að segja frá því að ég lagði á eftir fyrra símtalið og þar til síminn hringdi og þá tók við annar 1og hálfur tími í síma. Svo var því rétt lokið þegar næsti hringdi og það tók rúman hálftíma. Annað eyrað á mér er sýnilega stærra eftir daginn.
Ég fór á vídeóleiguna í fyrsta sinn á þessu ári og í fyrsta sinn amk hálft ár. Tók X-men 2 og The hours. Ég skemmti mér konunglega yfir X-men alveg eins og yfir fyrri myndinni. En ekki get ég nú sagt að ég hafi haft mikla ánægju af The Hours mér hreinlega dauðleiddist var alltaf að vona að eithvað gerðist en nei það gerðist nú ekki mikið. Endirinn var að vísu þannig að hann fléttaði myndina saman en mér var næstum því bara alveg sama. Eina sem var virkilega flott við þessa mynd er hvað Nicole Kidman er bara ekkert lík Nicole Kidman. Ég eyddi löngum tíma í að reyna að sjá að þetta væri virkilega hún en það gekk ekki. Ég held að það hafi verið eina ástæðan fyrir því að ég entist til að horfa á alla myndina. Eftir fyrsta klukkutímann var ég að vísu farin að hraðspóla yfir ca. 5 mínútur og horfa á 2 hraðspóla yfir aðrar fimm og horfa á aðrar 2 osvf. The Hours er alveg jafn hrútleiðinleg og The English Patinent það má vart á milli sjá hvor er leiðinlegri. Ég held að þessar tvær myndir muni tróna á toppi 10 leiðinlegustu mynda sem ég hef nokkurntímann séð.

Engin ummæli: