Eftir stöðugar rannsóknir í hálfan mánuð hef ég komist að þeirri niðurstöðu að það er ekki, ég endur tek EKKI, hægt að deyja úr leti. Ég er búin að gera stórvægilegar og miklar tilraunir á þessu sviði og þetta er niðurstaðan: Ef hægt væri að deyja úr leti væri ég löngu dauð. Ég svindlaði að vísu smá á þessu ransóknar verkefni í gær og tók aðeins til en það var ekki nóg til að spilla heildarniðurstöðu rannsóknarinnar.
Ég las mér til mikillar ánægju að það eru aðeins 60 dagar 10 tímar 9 mínútur og 45 sekúndur (þegar þetta er skrifað) þangað til að formúlutímabilið 2004 hefst. Ég læt mig dreyma um spennandi keppni enda eru nýjir bílar og tvær nýjar brautið Barhrein og Shanghai.
Keppnisdagatalið lítur einhvernvegin svona út:
7 Mars Ástralía
21 Mars Malasía
4 April Bahrain
25 April San Marino
9 Maí Spánn
23 Maí Monakó
30 Maí Evrópa
13 Júní Kanada
20 Júní Bandaríkin
"4 Júlí" Frakkland
11 Júlí Bretland
25 Júlí Þýskaland
15 Ágúst Ungverjaland
29 Ágúst Belgía
12 September Italía
26 September Kína
10 Oktober Japan
24 Oktober Brasilía
Það var að vísu einhver spurning um Frakklandskappaksturinn en öll liðin þurftu að samþykkja dagsetninguna fyrir 31 des. og ég hef enn ekki fundið neitt um hvort þetta var samþykkt eða ekki.
Best að fara að koma sér að sækja Önnu á leikskólann en í dag var fyrsti skóladagur hjá öllum grislingunum hér.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli