miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Anna á afmæli......................
Anna mín er 3 ja ára í dag, ótrúlegt hvað tíminn flýgur. Hún er nú ekki búin að hlakka lítið til þessa dags og mikið búin að tala um hvað hún vilji fá í "afmælispakkana mína" og hvað hún ætlar að gera á "afmælina mína". Hana langaði sko í mótorhjól í "pakkana mína" svo við gáfum henni playmobil mótorhjól með kalli og öllu. Hún fékk líka nýjan pollagalla , skó og Barbie dúkku. Árni gaf henni svo tvo bangsa sem hann vann í Tivolíinu við Smáralindina fyrir rúmum mánuði, hann er búin að vanda sig við að geyma bangsana svo að Anna sjái þá ekki í allan þennan tíma. Algert krútt þessi strákur að hugsa svona fallega til systur sinnar **Bráðn**.
Árni skellti sér á bókasafnið í gær og fékk sér bókasafnsskírteini og 2 bækur. Hann kláraði aðra þeirra þegar í gær og las 35 blaðsíður af hinni þegar hann komst að þeirri niður stöðu að hún væri ekki skemmtileg. Því spratt hann á fætur í morgun og hjólaði upp á Garðatorg og fór á bókasafnið og náði sér í fleiri bækur til að lesa. Ó hvað hann gladdi litla móðurhjartað með þessum lestrarhesta tilfæringum. Ég var orðin hrædd um að lestrarhestagenin hefðu dáið út með mér og börnin mín hefðu ekkert fengið af þeim, en nú eygi ég von.
Sumarfríið er búið að vera allt öðruvísi en ég átti von á. Við byrjuðum í Húsafelli og fórum þaðan á Vestfirðina skoðuðum ýmislegt marvert þar. Síðan eyddum við tímanum heima en ég var komin með eithvert ferðaóþol eftir þessa ferð, þó það hafi verið mjög gaman. Um verslunarmannahelgina var meiningin að fara í Múlakot að vanda en af því að veðurspáin var svo slæm ákváðum við að halda okkur bara í borginni. Við tókum laugardaginn með tropmi, hittum G, H og börn og P, G og dætur. Fórum í sund í Árbæjarlaugini og eyddum góðum tveimur tímum í lauginni. Eftir það var haldið heim til G og H og grillaðir hamborgarar og borðað og spjallað. Þegar því var lokið héldum við í Húsdýragarðinn og skemmtum okkur konunglega í hópi 14986 annara höfuðborgarbúa. Við skelltum okkur meðal annars í Krakkafoss sem er akkúrat mátulegt Tivolí tæki fyrir mig :-) Anna kom líka með og skemmti sér virkilega vel. Eftir þessi hátíðarhöld öll héldum við öll til okkar heima þar sem við tengdums internetinu og spiluðum Battlefield fram eftir nóttu. Daginn eftir brast á mikið hreingerningaræði hér á heimilinu og dópistagreninu breytt í heimili á 6 tímum. Þegar því var lokið komu G,H og börn í heimsókn og við borðuðum saman og spiluðum svo Battlefield fram eftir nóttu, mikið stuð.
Á mánudeginum skellum við fjölskyldan okkur svo á rúntinn um Reykjanes en þessi ferð var farin till heiðurs Leó sem varð eins árs þennan dag. Markmiðið var að skoða Reykjanesið og finna staði sem Leó má hlaupa laus á. Við byrjuðum á að keyra að Reykjanes vita, snérum svo við og fórum við að brúnni milli tveggja heimsálfa og þar fundum við þessa líka fínu sandgryfjur til að leyfa Leó að hlaupa um. Svo lá leiðin í átt til Grindavíkur á þeirri leið fundum við fínan stað til að leyfa Leó að ærslast á og hápúnkturinn var tjörn sem hann gat sullað í, þvílíkt stuð.
Núna eru ekki nema 5 dagar eftir af mínu sumarfríi og þeim eyðum við hjónin í London með heiðurshjónunum U og F en F verður víst 40 seinna í Ágúst og þessi er ferð er farin til heiðurs honum og þessum merkis viðburði. Við snúum svo aftur á sunnudagskvöld. Lengi vel leit út fyrir að ég yrði að mæta í vinnu strax kl. 7 að morgni mánudagsins en vegna þess að ég vinn með besti vinnufélögum á landinu þá redduðu þær málinu fyrir mig svo ég þarf ekki að mæta fyrr en kl. 15:00 stundvíslega.
Nú er víst best að ég fari að koma mér í að baka krem fyrir þær dætur mínar en Ásdís er búin að baka köku fyrir önnu en það vantar kremið á hana.
Bæ í bili............

Engin ummæli: