fimmtudagur, janúar 27, 2005

Eina ósk ...........

Já ég myndi óska þess að ég hefði frá einhverju skemmtilegu að segja. Ekki það að það hefur áreiðanlega ýmislegt skondið á daga mína drifið síðan ég bloggaði síðast en ég er bundin þagnareið um megnið af því, annað er kanski meira svona einkahúmor sem ekki myndi skila sér hér og andleysi hemur mig í þvi að skrifa um rest.
Mér hefur meðal annars á síðustu dögum tekist að verða mér til skammar vegna allgerrar fáfræði um handbolta. Ég ásamt fleirum var spurð á mánudagsmorguninn hvort ég hefði séð leikinn, ég var að vísu bara að hlusta með öðru eyranum og svaraði því ekki strax. Ég viðurkenndi að hafa ekki séð leikinn og spurði hverjir hefðu verið að spila, fékk skrítið augnaráð og fékk svarið Ísland ...(man ekki hverjir) nú nú segi ég í handbolta, annað eitrað augnaráð, JÁ var svarið. (hefði betur þagað eftir þessar heimskulegu spurningar en ég kann ekki að hætta). Eftir að hafa heyrt ávæning af því að sú sem spurði í upphafi hafði hreinlega öskrað sig hása spurði ég "nú nú fórstu á leikinn" ég fékk augnaráð sem hefði auðveldlega getað drepið fíl. Sá í hendi mér að ég hefði farið alveg yfir markið í fávisku, mér var vinsamlega bent á að leikurinn hefði farið fram í Túnis það væri sko HM í handbolta. Af einhverjum ástæðum hafi þetta heimsmeistaramót farið alveg fram hjá mér. Nú er ég nú heldur betur búin að bæta upp fyrir þetta ég horfði á megnið af seinni tveimur leikjunum sem Íslendingarnir hafa spilað. Í gærkvöldi þegar spurt var hvenær leikurinn væri þá gat ég roggin svarað 19:10 og viti menn það var rétt, Jibbí.

Engin ummæli: