þriðjudagur, janúar 04, 2005

Í ræktina skelli mér tralalala tralalalala

Já kæru vinir nú fer jólunum senn að ljúka og komið nýtt ár og sólin hækkar á lofti. Það vekur hjá mér þörf til að setja mér heit um að bæta alla mína helstu lesti og taka á mínum málum. Milli jóla og nýárs tókum við hjónin þá ákvörðun að kaupa okkur árskort í World Class (sem skammstafast WC ég fer sem sagt að æfa í WC, þetta hefur valdið mér smá barnalegu eða smábarnalegu flissi). Það eina sem ég á eftir að gera er að mæta í WC og byrja á fullu, ég tók þá ákvörðun um miðjan dag í gær að drífa mig í dag. Þessi ákvörðun olli því að í gærkvöldið var ég komin með hita og svo slöpp að ég stóð ekki undir sjálfri mér. Það skrítna er að í hvert sinn sem ég kaupi mér líkamsræktarkort þá veikist ég alltaf ég er alvarlega farin að velta fyrir mér hvort þetta sé eithvað sálrænt hmmm.....
Ég er líka að keppast við að hætt að drekka kók í tíma og ótíma þetta hefur gengið furðulega vel. Ég féll reyndar með pompi og prakt seinni part desembermánaðar en er að ná mér upp úr glasinu aftur. Helsta vopn mitt í baráttunni við kókið er Poweraid skvísa sem inniheldur vatn og er ég varin að drekka ca. 4 svoleiðis á dag ca. 2 lítra af vatni. Þetta hefur sannfært mig um að ég hlýt að vera af Úlfaldaættum því ekki veit ég hvert vantið fer en út fer það ekki í neinu óhóflegu magni svo ég taki eftir. En ég safna heldur ekki á mig bjúg þannig að ég er alveg hætt að skilja, úlfaldablóð er það eina sem mér dettur í hug.
Allavega þá verður fróðlegt að sjá hvernig þetta gengur allt saman kanski kemst ég í ræktina það oft á þessu ári að það réttlæti kaup á kortinu. Síðast þegar ég keypti svona árskort í líkamsrækt mætti ég vel í 4 vikur illa í aðrar 4 og ekkert næstu 10 mánuði. Kanski tekst mér líka svo vel að hætta að drekka kók að Vífilfell fer á hausinn og þarf að loka eitt er víst að ef ég hætti að drekka kók alfarið minnkar ársveltan hjá þeim sennilega umtalsvert.
En í lok þessa pistils langar mig nú bara að óska ykkur öllum gæfu og velfarnaðar á nýju ári og þakka fyrir öll gömlu og góðu árin.

Engin ummæli: