miðvikudagur, ágúst 30, 2006


Ég var að fatta...

að ég hlýt að vera þunglynd úr því að mér fannst ástæða til að ræða hægðir í fyrra innleggi mínu hér í dag OMG !!

Lægðir og Hægðir..

Ég hélt ég yrði ekki eldri yfir hádegisfréttunum í morgun en þar var viðtal við veðurfréttakonuna þeirra á NFS og hún sagði orðrétt " Það eru þessir skotvindar og með þeim ferðast lægðir og hægðir..." Ojjj barasta **hrollur** Ég er sko farin að kaupa mér regnhlíf og pollagalla. Ég stóð samt varla í fæturna eftir þessa setningu þar sem skotvindar og hægðir eru bara eithvað svo fyndin saman *fliss*
Næsta gullkorn í sama viðtali var nú ekki nærri eins fyndið en það hljómaði svona "Ég veit ekki hvort einn eskimói hefur kyndað bál á Grænlandsjökli" þetta kom nú ekki beint vel út hjá konugreyinu.

miðvikudagur, ágúst 23, 2006

Allt er til...

..í henni Ameríku !! Kíkið á þetta:
  • Americas got talent
  • þriðjudagur, ágúst 15, 2006

    Meðmæli dagsins

    Fær Erna frænka fyrir æðislegar myndir frá Norðurlandi þó sérstaklega Grænavatns myndirnar. Þvílíkt flottar myndir hjá henni ég sat og skoðaði þær og fékk hreinlega heimþrá norður.
    Endilega kíkið á myndirnar
  • Erna á Flickr
  • sunnudagur, ágúst 13, 2006


    Í dag eru þau merku tímamót að við hjónin erum búin að vera saman í 12 ár og eigum 11 ára trúlofunarafmæli :)

    laugardagur, ágúst 12, 2006


    Ætlaði bara að láta vita að ég er ekki dauð. Ég er bara búin að vera lasin og er ekki orðin góð enn :( Ætla samt að herða mig upp og fara í Gaypride gönguna á morgun ef það rignir ekki eldi og brennisteini. Mér finnst samt ógeðslega fúlt að fá einhverja furðukvefs, hita og beinverkja pest svona um mitt sumar.

    Að öðruleyti er allt gott að frétta Ásdís er í góðum málum í Baunaveldi. Skólin hennar byrjar á mánudag en hún byrjar víst í skóla fyrir innflytjendur þar sem sérstök áhersla er lögð á dönsku fyrir innflytjendur. Þar mun hún deila bekk með Irönum, Færeyingum og Finnum svo eithvað sé nefnt. Við mæðgurnar spjöllum saman með aðstoð MSN á hverjum degi. Mikill lúxus er það nú að geta talað svona heimshornana á milli alveg ókeypis ! Ég man þá tíð er systir mín var í námi í Danmörku það var nú ekki hringt á milli á hverjum degi, ég efast meira segja um að það hafi verið hringt einu sinni í mánuði mér finnst líklegt að símtöl ársins hafi verið talin á fingrum annarar handar. Enda var kostnaður við svona símtal fáránlegur fyrir utan að það hefur líklega þurft að panta símtalið í gegnum landsímann eins og tíðkaðist í þá daga **gráu hárin spretta fram** Þvílíkur lúxus þegar það var loksins hægt að hringja beint til útlanda whooopy.
    Ég hringdi fyrir 12 árum síðan eitt samtal til Danmerkur talaði í 25 - 30 mín Símreikningurinn endai í litlum 11þús krónur takk fyrir. Ég geri þetta ekki aftur nema í neyðartilfellum, mæli með að þeir sem ferðast eða búa erlendis fái sér MSN eða SKYPE ef þeir vija heyra í mér á meðan.
    Well best að fara að hátta ef maður ætlar að orka það að fara í Gay göngu :)

    mánudagur, ágúst 07, 2006

    Langar þig að verða bæklunarskuðlæknir

    Hér getiði athugað hvort þetta starf á við ykkur:

  • Bæklunar læknirinn


  • Hnéaðgerð


  • Mjaðmaaðgerð
  • miðvikudagur, ágúst 02, 2006

    OMG....
    ..þá er það opinber ég er væluskjóða.. ekki nóg með að ég skæli nánast með ekka yfir Grey´s Anatomy núna er ég farin að tárast yfir Rockstar Supernova.... held ég þurfi að fara að leita mér aðstoðar við þessu.

    Vill einhver giska hver á þessi augu og hvað er að .....

    A46

    Eins og þið giskuðuð á þá eru þetta augun í Önnu en ástæðan var ekki grátur nei ..... að öllum líkindum OFNÆMI. Hún virðist vera að byrja á ferlinu sem Árni byrjaði á þegar hann fór að fá ofnæmisköstin það sem skilur hana frá er að hún er yngri en hann var og þessu fylgdi ekki kláði. Læknirinn sem skoðaði hanan treysi sér ekki til að dæma um hvort þetta væri sýking eða ofnæmi, en roðin var horfinn í morgunnn ásamt stíflaða nefinu sem kom um leið og augnroðinn. Anna sofnaði áður en við náðum að gefa henni augndropana sem hún fékk svo þetta er ólíklega sýking. En Ofnæmið er líklegra þar sem það var búið að vera gott veður og frjókorn og annar ósómi á fullri ferð. Roðinn hefur svo ekkert látið á sér kræla í rigningunni í dag.