laugardagur, ágúst 12, 2006


Ætlaði bara að láta vita að ég er ekki dauð. Ég er bara búin að vera lasin og er ekki orðin góð enn :( Ætla samt að herða mig upp og fara í Gaypride gönguna á morgun ef það rignir ekki eldi og brennisteini. Mér finnst samt ógeðslega fúlt að fá einhverja furðukvefs, hita og beinverkja pest svona um mitt sumar.

Að öðruleyti er allt gott að frétta Ásdís er í góðum málum í Baunaveldi. Skólin hennar byrjar á mánudag en hún byrjar víst í skóla fyrir innflytjendur þar sem sérstök áhersla er lögð á dönsku fyrir innflytjendur. Þar mun hún deila bekk með Irönum, Færeyingum og Finnum svo eithvað sé nefnt. Við mæðgurnar spjöllum saman með aðstoð MSN á hverjum degi. Mikill lúxus er það nú að geta talað svona heimshornana á milli alveg ókeypis ! Ég man þá tíð er systir mín var í námi í Danmörku það var nú ekki hringt á milli á hverjum degi, ég efast meira segja um að það hafi verið hringt einu sinni í mánuði mér finnst líklegt að símtöl ársins hafi verið talin á fingrum annarar handar. Enda var kostnaður við svona símtal fáránlegur fyrir utan að það hefur líklega þurft að panta símtalið í gegnum landsímann eins og tíðkaðist í þá daga **gráu hárin spretta fram** Þvílíkur lúxus þegar það var loksins hægt að hringja beint til útlanda whooopy.
Ég hringdi fyrir 12 árum síðan eitt samtal til Danmerkur talaði í 25 - 30 mín Símreikningurinn endai í litlum 11þús krónur takk fyrir. Ég geri þetta ekki aftur nema í neyðartilfellum, mæli með að þeir sem ferðast eða búa erlendis fái sér MSN eða SKYPE ef þeir vija heyra í mér á meðan.
Well best að fara að hátta ef maður ætlar að orka það að fara í Gay göngu :)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hmm, það er nú ekki svo langt síðan ég var í námi í Danmörku að það hafi þurft að panta símtal. Maður þurfti bara að muna eftir svæðisnúmerinu 1 á undan fimm stafa símanúmerinu "heima".
Þú með þín gráu hár...

Guðný sagði...

LOL he he nei ;)