föstudagur, desember 22, 2006



Jóla hvað ??

Mér til mikillar skelfingar þá eru bara 2 dagar til jóla og jólakortin (náði að skrifa 4 um daginn og koma þeim út) eru ekki komin í póst og ekki líklegt að þau nái fyrir jól :(
Ég er held ég búin að kaupa allt sem þarf að kaupa fyrir jól gæti að vísu bætt smá við en það er ekkert alvarlegt. Núna er ég að hugsa um að fara að pakka herleg heitunum inn og koma þeim á áfangastað sem fyrst því ég er að vinna á þorláksmessu og dagurinn því heldur stuttur í annan endann. Við fórum í kvöld og keyptum megnið af matvörum sem við þurfum fyrir hátíðarnar en ætlum að bíða með kjötið þar til á Þorlák.

Hér er komin einhver ferleg jóla stress þreyta í fullorðna fólkið en börnin láta engan bilbug á sér finna enn. Engar kartöflur hafa endað í skóm þeirra enn sem komið er.

Nú þarf ég að fara að ákveða hvort ég ætla að sofa eða gera eithvað af viti .....

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það að sofa er að gera eitthvað að viti!!!! :-) Hlakka til að sjá ykkur útsofin á Jóladag.

Nafnlaus sagði...

He he Jamm útsofin ég á eftir að sjá það he he he

Nafnlaus sagði...

Gleðileg jól stelpa :o)