Ætli það sé ekki kominn tími á smá fréttir, það er nú ekki margt fréttnæmt af mér þó.
Allavega þá dó uppþvottavélin og eftir nokkra daga af yfirþyrmandi uppvaski þá var keypt ný vél enda komið í ljós að uppþvottavél er ómissandi á þessu heimili. Nú þegar nýjavélin skilaði af sér sínum fyrsta þvotti kom í ljós að gamla vélin var greinilega ekk búin að bera sitt barr lengi enda glampaði á glös og diska sem aldrei fyrr.
Ekki var nýja uppþvottavélin fyrr komin inn fyrir þröskuldinn þegar ryksugan ákvað að það væri barasta engin þörf á að ryksugagólfin hér af neinum krafti og því reyndist nauðsynlegt að fjárfesta í nýrri ryksugu. Mér finnst nú svo sem ekkert skrítið að ryksugu greyið hafi gefist upp hér er ryksugað a.m.k. 1 á dag svo ég held að ryksugan hafi verið búin með margfaldan líftíma sinn í þjónustu okkar.
Við brugðum okkur í MAX og fundum þar ryksugu sem okkur leist á, Guðni tók eftir því að búið var að opna kassann og líma hann aftur saman svo hann náði sér í starfsmann í búðinni til að fullvissa sig um að allt innihald kassans væri í honum. Starfsmaðurinn sór og sárt við lagði að allt væri í kassanum. Þegar við komum heim og ætluðum að prófa græjuna þá voru engir hausar á ryksuguna (eiga 2 að fylgja henni) svo það mátti fara aðra ferð að sækja hausana sem betur fer voru þeir á vísum stað.
Loks þegar ryksugan var komin saman var ákveðið að prófa og hún reyndist svo kraftmikil að í fyrstu tilraun sogaði hún sig hreinlega fasta við gólfið. Það mátti slökkva á græjunni og setja burstann niður , eftir það gekk þetta skár en samt gat á köflum verið erfitt að hagga henni svo við brugðum á það ráð að minnka kraftinn og eftir það gekk betur að renna henni eftir gólfinu og nátturlega hvergi ryk að sjá þar sem ryksugan hefur farið um :)
Ég var á námskeiði síðustu 2 kvöld og það var alveg meiriháttar frábært námskeið. Það ber hið þjála heiti Andleg vanlíðan skjólstæðinga - álag í starfi. Ég held að þetta námskeið nái nú alveg beina leið inn á topp 5 námskeiðin sem ég hef farið á síðan ég gerðist sjúkraliði. Strax daginn eftir fyrra kvöldið komu upp aðstæður sem hafði verið farið yfir á námskeiðinu og ég nýtti mér nýja tækni og viti menn það svoleiðis svínvirkaði :)
Á námskeiðinu tók ég próf sem sýndi að ég er víst á réttri hillu i lífinu þ.e.s. við að sinna öðrum en galli er á þeirri gjöf Njarðar að ég hef líka verulega auknar líkur á því að kulna í starfi og þjást af hluttekningarþreytu.
Ég tók líka stórskemtileg persónuleika próf sem sagði að ég væri hópsál sem vildi að allir væru vinir og færi alveg í klessu ef einhver byrstir sig og er með læti he he he rétt upp hend sem er hissa á þessu ; )
Ég er enn að blogga frá FLICKR svo ég get ekki lagað ambögur og villur eftir á svo ég biðst fyrir fram afsökunar á öllu slíku í skrifum mínum þessa dagana.
þriðjudagur, janúar 16, 2007
Án Flickr
Væri ekkert bloggað hér ! Enn og aftur er blogger að stríða ég get ekki postað neinum færslum hvað þá lagað vitleysur eins og í blogginu hér fyrir neðan.
Any ways þá er ég á lífi og allt í góðu ekki einu sinni bloggleti fyrir að fara bara tæknilegvandamál.
Við skötuhjúin létum plata okkur í að fara með börnin í MAX í gærkvöldi (lesist í nótt) og bíða í langri langri röð eftir að kaupa leikinn World of Warcraft Burnig crusade. Það kom mér verulega á óvart hversu margir höfðu látið hafa sig út í þessa vitleysu og höfðu sko ekki börn til að afsaka sig með. Þarna beið fólk á öllum aldri stærðum og gerðum. sumir voru greinilega frábærlega góðir foreldra sem fórnuðu sér í þetta næturbrölt meðan börnin sváfu heima aðrir voru greinilega bara forfallnir tölvuleikja nördar sem ekki gátu beðið eftir að koma hönum yfir gersemina og fara heim og búa til Blood Elf og koma honum í level 10 amk áður en farið væri að sofa skítt með skóla og annað OMG Ég þakka mínum sæla fyrir að hafa ekki látið leiðast út í þessa WoW vitleysu :)
Any ways þá er ég á lífi og allt í góðu ekki einu sinni bloggleti fyrir að fara bara tæknilegvandamál.
Við skötuhjúin létum plata okkur í að fara með börnin í MAX í gærkvöldi (lesist í nótt) og bíða í langri langri röð eftir að kaupa leikinn World of Warcraft Burnig crusade. Það kom mér verulega á óvart hversu margir höfðu látið hafa sig út í þessa vitleysu og höfðu sko ekki börn til að afsaka sig með. Þarna beið fólk á öllum aldri stærðum og gerðum. sumir voru greinilega frábærlega góðir foreldra sem fórnuðu sér í þetta næturbrölt meðan börnin sváfu heima aðrir voru greinilega bara forfallnir tölvuleikja nördar sem ekki gátu beðið eftir að koma hönum yfir gersemina og fara heim og búa til Blood Elf og koma honum í level 10 amk áður en farið væri að sofa skítt með skóla og annað OMG Ég þakka mínum sæla fyrir að hafa ekki látið leiðast út í þessa WoW vitleysu :)
sunnudagur, janúar 14, 2007
Ef ég nenni .. ..
a href="http://www.flickr.com/photo_zoom.gne?id=356326463&size=m">
Gleðilegt árið krúttin mín nær og fjær og takk fyrir þau gömlu/það gamla.
Ég ætlaði að taka saman pistil yfir árið 2006 en komst að því að ég nenni því barasta ekki :S Látum bara gott heita með því að árið 2006 var alveg ágætis ár og var bara vel yfir meðallagi í þeim efnum. Hápunktar ársins eru virkilega vel heppnað sumarfrí fjölskyldunnar til Portúgal, hjóna/vinnu ferð til Hollands og svo eignaðist ég guðdóttur þetta þrennt er nú bara svona toppurinn á flottheita ísjakanum þetta árið :)
Guðni átti afmæli áðan (það er víst búið núna) ekki varð nú mikið um veisluhöld þar sem hann mátti gjöra svo vel og mæta í vinnu. Hann kom svo heim dauðuppgefinn eftir erfiði dagsins og hallaði sér útaf. Svo vorum við svo stál heppin að Palli kíkti við og gaf Guðna þessa líka forláta afmælisgjöf sem verður lengi í minnum höfð bwahahahaha.
Annars skilst mér á mínum ástkæra að hann ráðgeri að vera í fríi um næstu helgi og enn fremur skilst mér að stefnan sé tekin úr bænum svo hann fái kanski alvöru frí og geti sofið og hvílst enda kominn tími til. En þetta skýrist betur þegar nær líða tekur á vikuna.
Ég hef einfaldlega ekki átt mér líf síðustu vikur vegna vinnu, veikinda og slíks ég er ekki einu sinni búin að koma öllum jólagjöfunum til viðtakenda en það stendur vonandi til bóta á næstunni :s
Jæja ætil það sé ekki gáfulegast að fara að halla sér enda sé ég varla fram úr augunum fyrir geyspa.
Gleðilegt árið krúttin mín nær og fjær og takk fyrir þau gömlu/það gamla.
Ég ætlaði að taka saman pistil yfir árið 2006 en komst að því að ég nenni því barasta ekki :S Látum bara gott heita með því að árið 2006 var alveg ágætis ár og var bara vel yfir meðallagi í þeim efnum. Hápunktar ársins eru virkilega vel heppnað sumarfrí fjölskyldunnar til Portúgal, hjóna/vinnu ferð til Hollands og svo eignaðist ég guðdóttur þetta þrennt er nú bara svona toppurinn á flottheita ísjakanum þetta árið :)
Guðni átti afmæli áðan (það er víst búið núna) ekki varð nú mikið um veisluhöld þar sem hann mátti gjöra svo vel og mæta í vinnu. Hann kom svo heim dauðuppgefinn eftir erfiði dagsins og hallaði sér útaf. Svo vorum við svo stál heppin að Palli kíkti við og gaf Guðna þessa líka forláta afmælisgjöf sem verður lengi í minnum höfð bwahahahaha.
Annars skilst mér á mínum ástkæra að hann ráðgeri að vera í fríi um næstu helgi og enn fremur skilst mér að stefnan sé tekin úr bænum svo hann fái kanski alvöru frí og geti sofið og hvílst enda kominn tími til. En þetta skýrist betur þegar nær líða tekur á vikuna.
Ég hef einfaldlega ekki átt mér líf síðustu vikur vegna vinnu, veikinda og slíks ég er ekki einu sinni búin að koma öllum jólagjöfunum til viðtakenda en það stendur vonandi til bóta á næstunni :s
Jæja ætil það sé ekki gáfulegast að fara að halla sér enda sé ég varla fram úr augunum fyrir geyspa.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)