þriðjudagur, janúar 16, 2007

Án Flickr


Puppy
Originally uploaded by Kitty_B.
Væri ekkert bloggað hér ! Enn og aftur er blogger að stríða ég get ekki postað neinum færslum hvað þá lagað vitleysur eins og í blogginu hér fyrir neðan.
Any ways þá er ég á lífi og allt í góðu ekki einu sinni bloggleti fyrir að fara bara tæknilegvandamál.

Við skötuhjúin létum plata okkur í að fara með börnin í MAX í gærkvöldi (lesist í nótt) og bíða í langri langri röð eftir að kaupa leikinn World of Warcraft Burnig crusade. Það kom mér verulega á óvart hversu margir höfðu látið hafa sig út í þessa vitleysu og höfðu sko ekki börn til að afsaka sig með. Þarna beið fólk á öllum aldri stærðum og gerðum. sumir voru greinilega frábærlega góðir foreldra sem fórnuðu sér í þetta næturbrölt meðan börnin sváfu heima aðrir voru greinilega bara forfallnir tölvuleikja nördar sem ekki gátu beðið eftir að koma hönum yfir gersemina og fara heim og búa til Blood Elf og koma honum í level 10 amk áður en farið væri að sofa skítt með skóla og annað OMG Ég þakka mínum sæla fyrir að hafa ekki látið leiðast út í þessa WoW vitleysu :)

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

kvitti, kvitt

Nafnlaus sagði...

hvaða hvolpamyndir ertu með?? varstu að fá þér annan hund??

Nafnlaus sagði...

He he nei nei þetta eru gamlar hvolpa myndir af hvolpi sem vinkona Ásdísar átti.

Nafnlaus sagði...

Skrítið þetta vandamál með Blogger. Ég gat einmitt aldrei bloggað heima en það var ekkert vandamál í vinnunni. Núna get ég ekki notað Fotki myndasíðuna heima :( Þoli ekki svona ves. Ætli þetta sé tengingin?

Nafnlaus sagði...

Held þetta sé eithvert vandamál hjá þjónustuaðilanum hjá mér. Ég get bloggaði í vinnunni án vandræða og þar OgVodafone en á báðum tengingunum hér heima er allt í volli, Óþolandi !!