miðvikudagur, janúar 31, 2007

Smá


Krummi
Originally uploaded by Kitty_B.
Ætli það sé ekki kominn tími á smá fréttir, það er nú ekki margt fréttnæmt af mér þó.
Allavega þá dó uppþvottavélin og eftir nokkra daga af yfirþyrmandi uppvaski þá var keypt ný vél enda komið í ljós að uppþvottavél er ómissandi á þessu heimili. Nú þegar nýjavélin skilaði af sér sínum fyrsta þvotti kom í ljós að gamla vélin var greinilega ekk búin að bera sitt barr lengi enda glampaði á glös og diska sem aldrei fyrr.
Ekki var nýja uppþvottavélin fyrr komin inn fyrir þröskuldinn þegar ryksugan ákvað að það væri barasta engin þörf á að ryksugagólfin hér af neinum krafti og því reyndist nauðsynlegt að fjárfesta í nýrri ryksugu. Mér finnst nú svo sem ekkert skrítið að ryksugu greyið hafi gefist upp hér er ryksugað a.m.k. 1 á dag svo ég held að ryksugan hafi verið búin með margfaldan líftíma sinn í þjónustu okkar.
Við brugðum okkur í MAX og fundum þar ryksugu sem okkur leist á, Guðni tók eftir því að búið var að opna kassann og líma hann aftur saman svo hann náði sér í starfsmann í búðinni til að fullvissa sig um að allt innihald kassans væri í honum. Starfsmaðurinn sór og sárt við lagði að allt væri í kassanum. Þegar við komum heim og ætluðum að prófa græjuna þá voru engir hausar á ryksuguna (eiga 2 að fylgja henni) svo það mátti fara aðra ferð að sækja hausana sem betur fer voru þeir á vísum stað.
Loks þegar ryksugan var komin saman var ákveðið að prófa og hún reyndist svo kraftmikil að í fyrstu tilraun sogaði hún sig hreinlega fasta við gólfið. Það mátti slökkva á græjunni og setja burstann niður , eftir það gekk þetta skár en samt gat á köflum verið erfitt að hagga henni svo við brugðum á það ráð að minnka kraftinn og eftir það gekk betur að renna henni eftir gólfinu og nátturlega hvergi ryk að sjá þar sem ryksugan hefur farið um :)
Ég var á námskeiði síðustu 2 kvöld og það var alveg meiriháttar frábært námskeið. Það ber hið þjála heiti Andleg vanlíðan skjólstæðinga - álag í starfi. Ég held að þetta námskeið nái nú alveg beina leið inn á topp 5 námskeiðin sem ég hef farið á síðan ég gerðist sjúkraliði. Strax daginn eftir fyrra kvöldið komu upp aðstæður sem hafði verið farið yfir á námskeiðinu og ég nýtti mér nýja tækni og viti menn það svoleiðis svínvirkaði :)
Á námskeiðinu tók ég próf sem sýndi að ég er víst á réttri hillu i lífinu þ.e.s. við að sinna öðrum en galli er á þeirri gjöf Njarðar að ég hef líka verulega auknar líkur á því að kulna í starfi og þjást af hluttekningarþreytu.
Ég tók líka stórskemtileg persónuleika próf sem sagði að ég væri hópsál sem vildi að allir væru vinir og færi alveg í klessu ef einhver byrstir sig og er með læti he he he rétt upp hend sem er hissa á þessu ; )
Ég er enn að blogga frá FLICKR svo ég get ekki lagað ambögur og villur eftir á svo ég biðst fyrir fram afsökunar á öllu slíku í skrifum mínum þessa dagana.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æ, hvað er gott að lesa "smá" blogg frá þér. Til hamingju með nýju græjurnar! Hlakka til að heyra meira frá þér...