80's
Ég gat skemmt mér vel í gær við umræður um 80´s hár tískuna sem ég átti við fólk sem bæði lifði þetta og fólk sem var að fæðast á þessum tíma og nær ekki alveg tísku þessa tíma. Ég gat nú ekki annað en hlegið að minningunum sem poppuðu upp í hugann og bölvaði í hljóði yfir að eiga ekki almennilegar myndir frá þessum tíma. Hárgreiðsurnar ógurlegu með tilheyrandi túberingum, svarta naglalakkið tjull og neon tímabilið, að ég tali nú ekki um BLEIKU, BLÁU og FJÓLUBLÁU augnskuggana (við Guðlaug vorum svo flottar nú málaðar á þessum árum!!). Ég var hélt mig í Duran Duran stílnum framan af áratugnum (10-12 ára ) vinkon mín ein var ógó töff í Madonnu átfittinu (tjull, krossar og missíð tætingsleg pils)hún skipti svo á Madonnu og Boy George, þótti spes en samt flott. Fatatískan var nú sérlega sjarmerandi á þessum tíma svaðalegir herðapúðar, appelísnugulu og gulu kápurnar og satínskyrturnar bara snilld.
Tónlistin klikkaði ekki ég hélt með Duran Duran og hataði Wham auðvitað he he he. Við vinkonurnar hringdum auðvitað inn í hverri viku að kjósa í vinsældarlista Rásar 2 og sátum svo límdar við útvarpið og biðum eftir okkar lögum og tókum upp á segulband og spiluðum svo aftur og aftur og aftur og aftur.
Við skröpuðum saman til að eiga fyrir BRAVO blöðunum sem fengust í Jóabúð og ég var sko ekkert smá hrifin af herbergi einnar vinkonu minnar (sömu og var í Madonnu stílnum) sem var sko veggfóðrað með BRAVO plaggötum. Þessi sama vinkonamín bjó svo vel að það var til videótæki á hennar heimili og bestu spólurnar voru áramótaskaupin frá síðustu 2 árum (81-83 að mig minnir) og héngum við gjarnan fyrir framan imbann og horfðum á skaupin. Bróðir hennar átti líka margrómaða gersemi í formi leikjatölvu Sinclair spectrum 48k og það sem var hægt að dunda sér í henni þegar bróðir hennar sá aumur á okkur eða var ekki heima.
Eins og ég sagði þeim félögum mínum þá var þetta snilldar áratugur og eiginlega vorkenni ég þeim sem misstu af honum eða eins og ég oðaði það á ensku " it was fun then it's funny now whats not to love".
föstudagur, júní 08, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
úff..... jamm við vorum bleikar og bláar...... og með axlir upp fyrir eyru...... :-)
he he já þokkalega !!
sjitt hvað ég vona að axlapúðar komi aldrei í tísku aftur!! Fáránlegt að vera 10 ára með axlapúða :-p
Skrifa ummæli