þriðjudagur, júní 12, 2007
Ó já..
Til að fullkomna 80's flippið mitt er Erna frænka með Ísfólksgetraunir þessa dagana sem ég hef skemt mér konunglega við að leysa. Ótrúlegt hvað maður man mikið þó að það séu liðin hátt í 20 ár síðan ég las flestar bækurnar. Ég las fyrstu 25 bækurnar flestar aftur og aftur ég þurfti t.d. að kaupa annað eintak af bók nr.1 þar sem hún þoldi ekki álagið og datt í sundur. Ég komst líka að því mér til mikillar skelfingar að það vantar inn í seríuna bækur sem hafa hreinlega týnst og þar á meðal er ein uppáhalds bókin mín Vetrarhríð. Ég var þegar búin að kaupa nokkrar sem vantaði fremst í flokkinn en Ásdís hefur verið að lesa Ísfólkið og þá uppgötvaðist að það hefðu horfið nokkrar af fyrstu bókunum. Ég er að vísu ekki nærri eins hrifin af nýja útlitinu á Ísfólkinu og nýju bækurnar stinga í stúf við hinar í hillunni.
Mér finnst ekkert smá súrt að hafa týnt úr seríunni ég hafði mikið fyrir að vinna mér inn fyrir bókunum á sínum tíma. Ég vann við að slípa lista og bora göt í ramma á verkstæðinu hjá pabba um helgar og fékk borgað í Ísfólksbókum sem voru flestar keyptar í flugstöðinni út á Reykjavíkur velli en þar var eina búðin sem seldi Ísfólksbækurnar sem var opin á þeim tíma sem vinnudeginum lauk hjá pabba. Ég missti nú næstum framan af fingri við vinnuna þegar spotti úr hanska sem ég var með flæktist í bornum og hendin á mér dróst á leiftur hraða að bornum og litlifingur og baugfingur mörðust mjög illa þegar þeir vöfðust utan um borinn þetta svo þetta eru mjög verðmætar bækur og mikið á sig lagt til að eignast þær.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ég er alveg sammála þér.. myndirnar utan á nýju bókunum passa alls ekki við þá hugmynd sem maður fékk af fyrri útgáfunni.. og það er hreinlega móðgandi að það skuli ekki vera sömu myndirnar aftur...
Urr já
Skrifa ummæli