mánudagur, febrúar 23, 2009

Mínar uppáhalds

Hef verið algerlega andlaus upp á síðkastið en ákvað að deila með ykkur myndum úr favorites möppunni minni á Flickr.


Bara að renna músinni yfir og ýta á Play

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fallegar
Kv+
Dillan

jeg sagði...

<3 Knús

Nafnlaus sagði...

Sæl Guðný, þú þekkir mig ekki en ég var að googla um rósroða og datt inn á þína vefsíðu og sá að þú fórst í laser við því....ég er svo forvitin, hvernig gekk það hjá þér...lagaðist það e-ð?
Ég er nefnilega með þetta og er að bilast yfir þessu!!

Mér þætti rosalega vænt um að heyra hvernig þér hefur gengið með þetta!

kv.Steinunn
s:869-1528

Nafnlaus sagði...

Sæl Steinunn
Ég mæli einlæglega með lazer meðferðinni !! Köstunum hjá mér hefur fækkað margfalt og þau eru orðin að minniháttar óþægindum. Ég er að mestu laus við bólurnar sem fylgdu líka. Ég á enn nokkur skipti eftir og er mjög bjarsýn á að vera laus við þennan óþverra þegar þeim lýkur.
Meðferðin sem slík er vel þolanleg og mun saklausari en klasísk plokkun ;)
Endilega hafðu samband við þinn húðlækni og athugaðu hvort þetta gæti ekki verið góð lausn fyri þig.
Ef það er eithvað fleira sem þig langar að vita skjóttu bara á mig pósti á kittyb[att]hotmail.com
Bestu kveðjur
Guðný

Nafnlaus sagði...

Sæl og blessuð aftur...

Kærar þakkir fyrir svarið, það er mjög gott að fá að heyra þetta:)
Eins og þú veist þá er maður rosalega misjafn í þessu helv....
Hringdi í dag á húðlæknastöðina en fékk ekki tíma fyrr en 21.apríl hjá lækni þar og kemst ekkert fyrr í laser!!!!ggggrrr....

Jæja ætli ég verði ekki að bíða og þrauka þangað til og reyna að halda þessu niðri eins og ég get!

Bestu "rósroða"kveðjur
Steinunn

Nafnlaus sagði...

Sæl aftur...

Ég fékk bara villumeldingu þegar ég reyndi að senda á þig mail....

En mig langar svo að vita, fyrst að þú hefur verið að glíma við þetta lengi...
Við hvað ertu verst? Ég hef verið að lesa að heitir drykkir, sterkur matur, áfengi, kuldi, hiti ýfi þetta upp...hvernig verkar þetta á þig?
Hefuru prófað að fara í venjulegan ljósabekkjartíma?

Endilega segðu mér reynslu þína af þessu þegar þú hefur tíma...

Bestu kv.
Steinunn Dúa

Nafnlaus sagði...

Prófaðirðu að nota @ í staðin fyrir [att];)
Ég fék köst ef ég borðaði mat sem innihélt ákveðin krydd þurfti ekki endilega að ver mjög sterkt og pepperóní var á bannlista því það steypti mér í kast.
Allar tegundir af áfengi kölluðu á kast létt vín þó lang verst því ég varð eldrauð á fyrsta glasi.
Sólskin og ljósabekkir kölluðu á kast. Að koma inn úr stuttri veru úti í frosti var líka mjög slæmt. Og að ég tali nú ekki um álag og áreynslu ég varð eins og vígahnöttur og lagaðist ekki fyrr en seint og um síðir.

Allt þetta hefur lagast mikið og komið niður í það að ég tek varla eftir því lengur.

Þú getur prófað krem frá Clinique sem heitir redness soutions urgent relief cream. Það virkaði ágætlega fyrir mig til að slá á köst. Kælir aðeins og tekur verstu brunatilfinninguna.

Alveg ótrúlegt hvað er alltaf erfitt að fá tíma hjá læknum. Þú getur prófað að hafa samband við minn húðsjúkdóma lækni hann heitir Bolli Bjarnason og er niðri í Álftamýri S:544 5440. Hann var á húðlæknastöðinni en er kominn með eigin rekstur og er með sitt eigið Lazertæki. Ég veit ekki hvort það er löng bið hjá honum en það er þess virði að prófa !!

Bestu kveðjur og gangi þér vel.
Guðný