miðvikudagur, mars 25, 2009


Hótel

Við hjónin brugðum okkur til Hollands í október og í þeirri ferð gistum við á einhverju subbulegasta hóteli sem ég hef gist á og hef ég gist á þónokkrum hótelum í gegnum tíðina. Núna um daginn var ég eithvað að þvælast um http://www.tripadvisor.com/ og datt í hug að leita hótelið góða uppi og sjá hvort einhverjir hefðu skrifað um það. Ég komst að því þá að við vorum greinilega bara heppin í okkar dvöl miðavið það sem aðrir hafa upplifað á hótelinu "góða". Ég stóðst náttúrlega ekki að bæta við umsögn um hótelið og legg til að viðkvæmir gisti ekki þarna ef þeir geta annað !! Hér má finna umsagnirnar um hótelið http://www.tripadvisor.com/Hotel_Review-g188590-d605830-Reviews-Quentin_Hotel-Amsterdam_Noord_Holland.html

2 ummæli:

jeg sagði...

Oki ekki gaman. En þar sem allt hitt þarna er á útlensku verð ég bara að ímynda mér eitthvað hehehe.... en já gott að vita að þarna á maður ekki að gista :)
Knús og takk fyrir síðast.

Nafnlaus sagði...

Í stuttu máli við fundum rifnar gardínur, bjöllur (skordýr), ólykt og stórfurðulegt baðherbergi sem ég var nærri búin að drepa mig á. Aðrir fundu mýs og rottur inni á herbergjunum. Öll fundum við óliðlegt starfsfólk og aukagjöld á herbergisverðið vegna þess að við borguðum með kortum en ekki peningum. Þetta hótel er alger rottuhola í orðsins fyllstu merkingu ! Ég er enn að prísa mig sæla yfir að hafa ekki vaknað með rottu á koddanum!

Guðný