miðvikudagur, september 16, 2009

Þáttagláp

Eftir afspyrnu lélegt (sjónvarps)þátta sumar datt ég niður á vampíruþættina True Blood sem ég kolféll fyrir. Ég hef að vísu verið með smá kjánahroll yfir suðurríkja hreimnum sem þau tala með en það venst að mestu leyti. Svo finnst mér aðal vampíran alls ekki nógu sjarmerandi hann er frekar rindilslegur og ekkert sérstaklega glæsilegur á nokkurn máta. En en hinn stórhættulegi sænskættaði Eric er dáldið annað mál, hann einn gerir þættina þess virði að horfa á.
Sería 2 er ekki alveg jafn góð og fyrsta serían en samt alveg ágæt og endar sæmilega spennandi.

Þar sem síðasti þátturinn af True Blood var á mánudaginn var ég farin að örvænta að nú væri ekkert til að horfa á á næstunni eða þar til 24 .sept þegar Greys byrjar. En viti menn þeir í USA redda málinu með nýjum þáttum sem kallast The Vampire Diaries . Fyrsti þátturinn var frumsýndur núna 13 sept og mér líst bara ágætlega á þetta minnir dáldið á Twilight seríuna þ.e.s. ein góð vampíra sem nærist bara á dýrum, vond vampíra sem étur alla sem á vegi hans verða og svo saklausa unga munaðarlausa stúlkan og vinir hennar. Það verður vel hægt að horfa á þetta ef framhaldið
verður eins og fyrsti þátturinn.

Dálítið skondið að the Vampire Diraies eru gerðir eftir bókum frá 1991, True Blood er eftir bókum frá 2001 en Twiglight var gefin út 2005 samt byrjaði Twilght þetta Vampíru kvikmynda og sjónvarps æði. Mætti halda að framleiðendur fari nú logandi ljósi um gamlar Vampíru bókmenntir til að leita að góðu efni til að mjólka æðið.

Annars bíð ég spennt eftir að Greys byrji þar sem síðasti þáttur endaði hreint hrikalega en trailerinn fyrir nýju seríuna búin að skemma smá fyrir. Ekki má svo gleyma Despó sem byrjar aftur 27. sept. alltaf gaman að fylgjast með þeim stöllum á Whisterialane. Ég á samt örugglega eftir að sakna Edie svolítið enda einstaklega litrík og skemtileg.


Engin ummæli: